Þjóðviljinn - 19.04.1980, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.04.1980, Blaðsíða 1
UuÐVIUINN Laugardagur 19. apríl 1980. —88. tbl. — 45. árg. Alþýðubandalagið: Miðstj órnarfundiir Miöstjórnarfundur hefur veriö ákveöinn hjá Alþýöubandalaginu dag- ana 2. og 3. mal. Fundurinn hefst föstudagskvöld 2. maf klukkan 8. 30 og veröur fram haldiö laugardag, og e.t.v. einnlg sunnudag, ef nauösyn- legt reynist. Á fundinum veröur rætt um baráttuleiöir I herstöövamálinu og öörum þjóöfrelsismálum, skýrsla veröur gefin frá aöalfundi verkalýös- málaráös Alþýöubandalagsins og i þvi sambandi rætt um stööuna f kjarasamningum, — þá veröur fjallaö almennt um störf rikisstjórnar- innar og loks veröa önnur mál á dagskrá. Kýlapest í laxaseiöum í fiskeldis- stööinni aö Húsatóftum viö Grindavík Tugmiljóna- króna tjón ,,t>aö er óhætt aö segja aö þetta er tjón sem nemur tugum miljóna króna, og óvisst er um fébætur, þvi aö tryggingarfélögin hafa ekki ennþá viljaö tryggja gegn skakkaföllum sem þessum”, sagöi Siguröur St. Helgason lif- eölisfræöingur og fiskiræktar- maöur aö Húsatóftum viö Grindavik. Kýlaveiki sem er einn alversti smitsjúkdómur sem þekkist I fiskrækt hefur komiö upp I laxa- seiöum I fiskeldisstööinni aö Húsatóftum og hafa þegar drepist 50 þúsund seiöi en önnur 40 þús. til viöbótar hafs sýkst, og biöur þeirra nú ekkert nema dauöinn. Þegar blaöamenn Þjóöviljans komu aö Húsatóftum i gær, var Siguröur þar viö sln daglegu störf, sem hafa veriö heldur óskemmtileg siöustu vikur og mánuöi, aö tina dauö seiöi uppúr fiskkerjunum. „Ég var fyrst var viö, aö ekki var allt sem skyldi, stuttu fyrir siöustu áramót, og fékk þá Sigurö Helgason fisksjúkdómafræöing á Keldum, til aö kanna þetta nánar. Hann hefur fylgst mjög náiö meö þróun mála hér aö Húsa- tóftum. Sjúkdómsgreiningin liggur nú fyrir, en alls er óvist ennþá, hvar upptök sýkinganna eru” sagði Siguröur. Seiöin fékk Siguröur viöa aö af landinu, en hann hefur ekki ennþá veriö meö neitt klak sjálfur. Seiöin áttu aö vera tilbúin sem gönguseiði nú i júnimánuöi. Siguröur sagöi að aöeins heföi oröiö vart viö kýlaveikina I seiöunum, en hann væri nýbúinn aö slátra fullvöxnum fiski. Sjúk- dómseinkennin eru ósýnileg á seiöunum, en á stærri fiskum koma þau fram I sárum á roöi eöa blæðingum viö ugga. „Þaö sem er einna erfiöast viö fiskeldi, er smithættan sem lýsir sér vel I þessu tilviki, þar sem þéttleiki er þaö mikil I kerjunum.” Siguröur sagöi aö lokum, aö þennan sjúkdóm væri hægt aö uppræta algjörlega, meö þvi aö drepa öll seiöin 40 þús. sem enn eru á lifi, en finna þyrfti fyrst hina upphaflegu orsök sýkingar- innar, áöur en fariö yröi út i frekari seiöarækt aö sinni. —lg Siguröur St. Helgason Htur ofant eitt af fiskræktarkerjunum, aö Húsa- tóftum, en kýlapest er nú langt komin meö ab drepa öll laxaseiöin I eldisstööinni. A innfelldu myndinni sjást dauö seiöi. — Mynd —gel. Sjómannadeilan á ísafirði að leysast? Samninganefndir ræddu við ráðherra • tel aö þær viöræöur geti liökaö jyrir samningum sagöi Pétur Sigurösson formaöur ASV Samninganefndarmenn sjómanna og útgerðar- manna á ísafirði fóru til Reykjavíkur sl. þriðjudag og áttu viðræður við tvo ráðherra, félagsmála- og sjávarútvegsráðherra. Rætt var um félagsmála- pakka til sjómanna og at- riði varðandi samningana, sem sjávarútvegsráðu- neytið gæti liðkað til, ef það yrði til þess að auð- velda samninga. — Eg tel, aö þessi ferö hafi ver- ib til nokkurs gagns og gæti hugs- anlega liökaö fyrir þvi aö samn- ingar tækjust, sagöi Pétur Sig- urðsson, formaöur Alþýðusam- bands Vestfjaröa I samtali viö Þjóöviljann I gær. Hann sagöi aö þarna heföi ekki verið um aö ræöa neina samninga, heldur einskon- ar „áþreifingar” I málunum og aö undirtektir heföu veriö i þá átt aö auka mönnum heldur bjart- sýni en hitt. I gær haföi samningafundur ekki veriö boöaöur I deilunni en Pétur bjóst við að fundur yröi boöaöur strax eftir helgi og þá m.a. rætt um þau atriði sem komu fram I Reykjavikurferð samninganefndarmanna. Pétur Sigurösson formaöur ASV haföi nóg aö gera vlö aö svara I sfmann á skrifstofu ASV sl. þriöju dag þegar þessi mynd var tekin Verkfall sjómanna á Isafiröi hefur nú staöiö á annan mánuö og er þegar fariö að segja verulega til sin á Isafirði, þar sem hundruö manna eru atvinnulausir.—S.dór j Stefna samvinnu og samhjálpar, segir Adda Bára Sigfúsdóttir um Qárhagsáætlun Reykjavíkur íhaldið vill stööva uppbyggingu BÚR „Þetta er fjárhagsáætlun sem glögglega ber merki breyttrar stefnu, stefnu samvinnu og samhjálpar og ég mun meö ánægju taka ábyrgö á henni og túlka hana og verja fyrir Reykvikingum”, sagöi Adda Bára Sigfúsdóttir m.a. I umræö- um um nýja fjárhagsáætlun borgarinnar I fyrrakvöld. Viö sama tækifæri ræddi Sigurjón Pétursson niöur- skuröarhugmyndir Sjálfstæöis- manna og sagöi þær einkennast af sýndarmennsku og ósk- hyggju. M.a benti Sigurjón á aö hin gamla andúö Ihaldsins á Bæjarútgerö Reykjavfkur kæmi fram I tillögu þess um aö fram- lagiö til hennar yröi lækkaö um 350 miljónir króna. Endurupp- bygging BÚR er nú I fullum gangi, afkastageta frystihússins hefur tvöfaldast og BÚR skilar hagnaöi á sl. ári. Meö tillögu ihaldsins væri komiö I veg fyrir aö BÚR eignaðist frystigeymsl- ur en meö aukinni afkastagetu ykist þörfin. Ef frystigeymslur yröu ekki byggöar á árinu myndi þaö leiða til óhagkvæmni I rekstrinum. Meö tillögu sinni vildu Ihalds- menn stööva uppbyggingu BÚR sem meirihlutaflokkarnir væru stoltir af, enda fyrirtækiö nú komiö I röö best reknu fisk- vinnslufyrirtækja og skilaöi hagnaöi. —ekh Sjá sídu 5 Aðalfundur Verka- lýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins hefst á morgun Staðaní samninga- málum A morgun kl. 10 hefst aöalfund- ur Verkalýösmálaráös Alþýöu- bandalagsins á Hótel Loftleiöum. Baldur óskarsson starfsmaöur ráösins sagöi I gær aö hann bygg- ist viö góöri fundarsókn, en I verkalýösmálaráði eru um 270 liösmenn Aiþýöubandalagsins i verkalýöshreyfingunni viösvegar aö af landinu. Benedikt Davlösson formaöur verkalýösmálaráös setur fundinn á morgun, en aö setningu lokinni flytur Svavar Gestsson félags- málaráöherra ræöu. Þá veröa al- mennar umræöur til hádegis. Baldur óskarsson sagöi aö síö- degis á sunnudag yröu tekin fyrir þau mál sem hæst bera þessa stundina, þaö er aö segja samn- ingamálin og sú flókna staöa sem nú er uppi á þvl sviði. Um þau fjalla þeir Asmundur Stefánsson framkvæmdastjóri ASÍ og Guö- mundur Arnason formaöur Landssambands grunnskóla- kennara. Eftir framsöguræöu um samningamálin taka viö almenn- ar umræöur og afgreiösla mála. 1 fundarlok sem er áætlaö aö verði um kl. 18, veröur kosin ný stjórn verkalýðsmálaráðs. Baldur Óskarsson tók sérstak- lega fram aö aöalfundur verkalýösmálaráös væri opinn öllum þeim félögum Alþýöu- bandalagsins sem áhuga hafa á verkalýösmálum og hvattifélags- menn til þess aö fjölmenna á fundinn og taka þátt I áhugaverð- um og mikilvægum umræöum. —ekh Kjaradeilan á Suöureyri og Flateyri___________ Verulegar líkur á samningum Seint I gærkvöldi höföu ekki náöst samningar Ideilu sjómanna og útgeröaraöila á Suöureyri og Flateyri. Fundur haföi staöiö yfir frá þvi um miöjan dag I gær á Suöureyri, en þegar slöast var vitaö haföi fundur ekki hafist á Fiateyri. Taliö var aö aöilar á Flateyri vildu bíöa og sjá hvemig mál þróuöust á Suöureyri. Samningsaöilar vildu ekki tjá sig I gærkvöldi um einstaka þætti málsins, en þó var talið aö samn- ingshorfur væru frekar góöar. Leidrétting Ólafur Haukur Slmonarson rit- höfundur hefur beöiö Þjóðviljann aö koma þeirri leiöréttingu á framfæri aö hann muni ekki taka viö starfi leikhússtjóra Alþýðu- leikhússinsfyrr en eftir 9 mánuöi. Ólafur hlaut styrk úr Launasjóöi rithöfunda og mun þvl sinna rit- storfum næstu mánuði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.