Þjóðviljinn - 19.04.1980, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.04.1980, Blaðsíða 7
Frystihúsið Norðurtangi á tsafirði. Það var heldur dauft þar yfir þegar þessi mynd var tekin þvi engin vinna var i fiskverkunarsölum hússins. Sjómannadeilan og atvinnuleysið á ísafirði Ekkí hægt að lifa á því sem búið er ad eyða hjónin Ólafur Þór Guðmundsson og Hulda Hafsteinsdóttir fá ekki atvinnuleysisbœtur Hinar furöulegu reglur atvinnuleysistryggingasjóðs um aðfólk, sem hefur haft 4.9 milj. i laun siðustu 12 mánuði áður en það verður atvinnulaust, fær engar bætur, þ.e.a.s. ef um hjón er aö ræða, geta komiö mjög illa niður á fólki. Ung hjón á tsafirði, sem i fyrra ogfram á þetta ár hafa staðið i aö koma þaki yfir höfuðið og bæði unniö úti og eins mikið og þau hafa getað, eins ogallir verða að gera sem eru að byggja, eru nú bæði atvinnulaus vegna sjómannaverkfallsins og fá engar bætur. Þau heita Olafur Þór Guðmundsson og Hulda Hafsteinsdóttir. Við ræddum stuttlega við Huldu um máliö. — Við erum yfir þessu 4.9 miljdna króna marki vegna þess að við uröum að vinna eins mikið og við gátum vegna hússins. Allir okkar peningar hafa farið i það og þvi enginn af- gangur eftir. Og það sjá allir aö maður lifir ekki af þvi sem búiö er að eyöa. — Hvað er þá til raöa? — Ég veit það satt að segja ekki. Ef verkfalliö dregst á langinn er ljóst aö Ólafur veröur aðfara i aðra vinnu, og ég myndi gera það lika ef ég gæti en það stendur þannig á að ég get þaö ekki núna. Þetta ástand er alveg nýtt fyrir okkur og ekki langur timi liöinn siöan maður varö atvinnulaus, þannig að maður finnur ekki fyrir þessu svona alveg strax, en þaö fer senn að liða að þvi aö maður verði var viö erfiðleikana. — Heldurðu að það séu margir á tsafirði i svipaðri stööu og þið? — Þeir eru nú kannski ekki margir en ég veit þó um dæmi. Annars bitnar þetta verkfall mun verr á konum en körlum, þar sem konur eru I miklum meirihluta i frystihúsunum. Hulda sagðist ekki hafa kannaö hvort hægt væri aö fá einhverja undanþágu þegar svona stendur á eins og hjá þeim hjónum, en sagöist ekki vongóð um aö slik undanþága fengist. -S.dór. Nýr salur MÍR: Lenín- sýning og fyrir- lestrar í dag kl. 15 verða ný húsakynni MÍR á Lindargötu 48, 2. hæð, tekin I notkun og jafnframt opnuö sýning á ljósmyndum, mynd- verkum og bókum I tilefni 110 ára afmælis Lenins. Þá mun dr. Fél- ix Volkov vararektor Moskvu- háskóla flytja fyrirlestur um efnið: Meginreglur Lenins um sósialiskd hagfræði, en siöan verður kvikmyndasýning. Dr. Volkov flytur annan fyrir- lesturað loknum aðalfundi MIR á morgun kl. 3 um Moskvuháskóla 225 ára. Styrkir til framhaldsnáms iðnaðarmanna erlendis Menntamálaráöuneytið veitir styrki til iðnaðarmanna, sem stunda nám erlendis, eftir þvi sem fé er veitt I þessu skyni í fjárlögum 1980. Styrkir verða fyrst og fremst veittir þeim, sem ekki eiga kost á styrkjum eða námslánum úr lánasjóði islenskra námsmanna eða öðrum sambærilegym styrkjum og/ eða lánum. Heimilt er þó, ef sérstaklega stendur á, að veita viðbótarstyrki til þeirra er stunda viðurkennt tækninám, ef fé er fyrir hendi. Styrkirnir eru eingöngu veittir til náms erlendis, sem ekki er unnt að stunda hér á landi. Skal námið stundað við viðurkennda fræðslustofnun og eigi standa skemur en tvo mánuöi, nema um sé að ræða námsferö, sem ráöuneytiö teiur hafa sérstaka þýðingu. Styrkir greiðast ekki fyrr en skilað hefur veriö vottorði frá viðkomandi fræðslustofnun um að nám sé hafið. Umsóknum um styrki þessa skal komiö til menntamála- ráöuneytisins, Hverfisgötú 6,101 Reykjavik, fyrir 15. mai næstkomandi. Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 15. april 1980. Félag járniðnaðar- manna FELAGSFUNDUR verður haldinn mánudaginn 21. apríl 1980 kl. 8.30 e.h. að Hallveigarstig 1, kjallara. Dagskrá: 1. Félagsmál 2. Kosning fulltrúa á 9. þing Málm- og skipasmiðasambands Islands 3. önnur mál. Mætið vel og stundvislega. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. Laugardagur 19. april 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 BoMkingar sviku okkur segir Guðjón Andersen sjómað- ur á ísafirði — Það má eflaust deila um hvort rétt var af okkur sjó- mönnum á Isafirði að riöa einir á vaðið 1 kjarabaráttunni nú, kannski heföum við átt að biöa eftir öðrum, til að mynda að láta BSRB semja fyrst . En úr þvi aö við fórum út i þetta veröum við aö standa saman og sigra. Þess vegna voru þessir smánar- samningar sem Karvel geröi fyrir Bolvikingana svik við vest- firska sjómenn og alveg sérstak- lega okkur, sem búnir erum að vera I verkfalli I margar vikur, sagði Guðjón Andersen linusjó- maður á Isafirði i samtali við blaðamann Þjóðviljann. Aðspurður hvort ekki væri er- fitt að samræma sameiginlegar kröfur fyrir linusjómenn og tog- aramenn sagði hann: — Vissulega er það erfitt og i raun og veru ættu þessir hópar að semja sitt i hvoru lagi. Launa- munur þessara hópa er of mikill til þess aö þeir eigi samleið I kjarasamningum. Þetta er mitt álit á þessu atriði.Hitt er annaö, að þegar út i verkfallsbaráttuna er komiö bakkar hvor annan upp, ég efa það ekki. Og i þessu verk- falli hafa togaramennirnir verið mun haröari en viö. — Hvaða atriði I kröfum ykkar telur þú vega þyngst? — Ég tel að aukin laugardags- fri og aukamaöur I beitningu alveg frá hausti séu mikilvæg at- riði , sem og fritt fæði.-Varðandi aukamann i beitninguna þá er þaö þannig, að linan er lengri á Guðjón Andersen haustvertið og við viljum að út- gerðin greiöi laun aukamannsins en ekki að hlutur okkar skerðist vegna tilkomu hans. — Þú nefndir áðan að þú efaðist um að þið hefðuð átt að riða á vaðið. Attu þá við að þú óttist um að samstaöa mann bresti? — Ég segi þaö kannski ekki, ég hygg aö úr þvi aö viö riöum á vaö- iö muni menn berjast til þrautar. En við erum litill hópur og þvi heföi mér þótt skynsamlegra að biða eftir öðrum, eins og til aö mynda BSRB, eins og ég sagði áðan, og Iáta þessa sterku hópa byrja. Við heföum getaö fylgt þeim, það heföi mér fundist eðlilegra. Hinsvegar vona ég bara að samheldni sjómanna hér á ísafiröi rofni ekki, þaö má ekki gerast, við verðum að sigra I þessari deilu. -S.dór Orlofshús Verkakvennafélagsins Framsóknar Mánudaginn 21. april n.k. verður byrjað að taka á móti umsóknum félagsmanna varðandi dvöl i orlofshúsum Verka- kvennafélagsins Framsóknar. Þeir sem ekki hafa dvalið áður i orlofs- húsum félagsins, hafa forgang 21.—23. og 25. april. Félagið er með 3 hús i ölfusborgum og eitt hús i Flókalundi. Leigan greidd við pöntun. Vikugjaldið kr. 25.000.- Upplýsingar i sima 26930 og 26931 frá kl. 09.00—12.00 og 13.00—17.00. Stjórnin. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 13., 16. og 21. tölublaði Lögbirtingar- blaðsins 1980 á eigninni Graskögglaverksmiöjan Flatey I Flatey á Mýrum, Austur-Skaftafellssýslu, þinglýst eign Landnáms rikisins fer fram eftir kröfu Byggðasjóðs á eigninni sjálfri þriðjudaginn 22. aprll 1980 kl. 16. Sýslumaðurinn i Austur-Skaftafeilssýslu. Friðjón Guðröðarson. § Sjúkraliðar Aðalfundur Sjúkraliðafélags íslands verð- ur haldinn laugardaginn 19. april kl. 13.30 i Hótel Heklu Rauðarárstig 18» Venjuleg að- alfundarstörf. Lagabreytingar. Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.