Þjóðviljinn - 19.04.1980, Síða 3

Þjóðviljinn - 19.04.1980, Síða 3
Laugardagur 19. april 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Mikill áhugi fyrir Fiskeldi hf. Hluthafar 622 Frá stofnun Fiskeldis hf. — við borðið frá vinstri sitja undirbúnings- nefndarmennirnir Eyjólfur Friðgeirsson, Hilmar Helgason, Skúli Johnsen. 1 ræðustól Baldur Guðlaugsson lögfræðingur. „Það verður gengið frá verka- skiptingu innan stjórnar nú á næstu dögum og þá fer að verða timabært að skýra frá þvi sem á döfinni er”, sagði Eyjólfur Frið- geirsson fiskifræðingur i gær, en hann er einn nýkjörinna stjórnar- manna í Hlutafélaginu Fiskeldi sem stofnað var að Hótel Sögu 1 fyrrakvöid. „A vegum undirbún- ingsnefndar hefur verið unnið að ýmsum verkefnum, en ekkert hefur komist á ákvörðunarstig enn meðan ekki hafði veriö geng- ið frá stofnun og stjórnarkjöri”. Hluthafar á stofnfundi voru 622 og eru langflestir hver með eitt hundraö þúsund króna bréf. Hlutafjárloforð nema nú 104,5 miljónum króna og var samþykkt á stofnfundinum að heimila helm- ingshaekkun þess. Greinilegt var að menn vildu fara varlega i sak- irnar með hlutafjáraukningu og koma i veg fyrir að hlutabréf söfnuðust á hendi einstakra sterkra aðila. Það var ennfremur áréttað með þvi aö samþykkja að skrá hlutabréf á nöfn eigenda, en ekki handhafa, þannig að stofn- endur eiga forkaupsrétt við hluta- fjárútboð. Stærsti hlutafjáreig- andinn i Fiskeldi hf. á 5% hluta- fjár, en það mun vera tJtgeröar- félag Akureyringa. I stjórn félagsins sem kosin var á stofnfundinum eru Jakob V. Hafstein framkvæmdastjóri, Arni Ólafur Lárusson deildarstjóri hjá Skeljungi hf., Jón Gauti Jónsson bæjarstjóri Garöabæ, Hilmar Helgason stórkaupmaöur, Eyjólf- ur Friðgeirsson fiskifræðingur, Jón Friðjónsson verkfræðingur S.S., Bjarni Aðalgeirsson bæjar- stjóri Húsavik. Endurskoðendur eru Þorsteinn Haraldsson löggilt- ur endurskoöandi og Sighvatur Eiriksson tæknifræöingur Iðn- tæknistofnun. —ekh Gegn Torfu, AL og aukinni þiónustu Ihaldið í borgarstjórn: Sigurður G. Tómasson borgar- fulltrúi Aiþýðubandaiagsins gerði afstöðu Sjálfstæöisflokksins til einstaka málaflokka að umræðu- efni f borgarstjórninni I fyrra- kvöld og sagði að áf tiliögum þeirra við gerð fjárhagsáætlunar mætti lesa hvaö það væri sem flokknum væri ekki þðknanlegt Strœtisvagnakaupin tekin upp í borgarstjórn Bíðum eftír svari Ungverjanna segir formaður Samafls Samafl á nú I viöræðum við Ungverjana og ég geri mér vonir um að þeir séu reiðubúnir til þess að afgreiða nokkra vagna hingað til reynslu, sagöi Sigurður Magnússon, stjórnar- formaður Samafls i samtali við Þjóðviljann i gær. Sigurður sagðist ekki geta sagt til um hvenær endanlegt svar bærist frá Ungverjunum um þetta atriði. Að beiðni Birgis Isl. Gunnars- sonar voru allar tillögur um strætisvagnakaupin teknar upp að nýju i borgarstjórn á fimmtudag, þrátt fyrir að borgarráö hefði endanlega afgreitt þær s.l. þriðjudag. Til- laga Sigurjóns Péturssonar um kaup á 20 Ikarusvögnum hlaut aðeins 5 atkvæði Alþýðubanda- lagsins, en 10 voru gegn henni. Tillaga stjörnar Innkaupa- stofnunar um kaup á 20 undir- vögnum frá Volvo hlaut 10 atkvæði, Guörún Helgadóttir greiddi atkvæði gegn tillögunni, en aðrir fulltrúar Alþýðubanda- lagsins sátu hjá. Að síöustu var borin upp tillaga meirihluta borgarráðs um kaup á 3-5 Ikarusvögnum og var hún samþykkt með 8 atkvæðum meirihlutans gegn 7 atkvæðum Sjálfstæðisflokksins. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir tók fram að tillagan gerði aðeins ráð fyrir viöræðum um kaup og taldi hún og Birgir Isleifur að bera þyrfti máliö að nýju fyrir borgarstjórn, ef af kaupunum yrði. -AI. pólitiskt, hvaða starfsemi þeir vildu feiga og hvað þeir teldu ó- nauðsynlegt af félagslegri og menningarlegri þjónustu. Sagði Sigurður að þó menn- ingarmál hefðu venjulega veriö aftarlega á ihaldsmerinni hér I Reykjavik, þá væri þaö furðuleg afstaða aö styðja ekki aukna þjónustu Borgarbókasafnsins, en Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði gegn starfsmannaaukningu þar. Einnig ræddi hann um afstöðu þeirra til jafnréttiskönnunar i Reykjavik, en þeir greiddu allir nema Elin Pálmadóttir atkvæði gegn slikri könnun. Þá sagði hann að tillaga Sjálf- stæðisflokksins um aö halda ó- breyttri krónutölu frá I fyrra 1 styrk til Alþýðuleikhússins væri af sömu gerð. Hér væri um aö ræða starfsemi, sem væri flokkn- um andsnúin pólitiskt og þá væri gerð tillaga um aö skera styrkinn niður um þriðjung! Alþýöuleik- húsið hefur þegar sannað gildi sitt, sagði Sigurður, og er nú Framhald á bls. 13 BSRB: Staðan rædd á þriðjudag Eftir hádegi n.k. þriðjudag hefur verið boðaður fundur stjórnar og samninganefndar BSRB og þar verður rædd samn- ingastaðan I heild og athugað með fundahöld ávegum sambandsins, sagði Haraldur Steinþórsson framk væmdastjóri BSRB f samtali við Þjóðviljann i gær. Undanfarna daga hafa veriö undirnefndafundir þar sem farið hefur verið yfir einstaka liði kröfugerðarinnar og skipst á upplýsingum og var sá siðasti i gær en sá næsti hefur verið boðaður á þriðjudagsmorgun. Haraldur sagði að þetta væri venjulegur gangur I samninga- viðræöum sem þessum. —GFr. Guðlaugur Þorvalds- son sáttasemjari: Tekur sér frí I frétt frá félagsmálaráðuneyt- inu segir, að það hafi veitt Guð- laugi Þorvaldssyni rikissátta- semjara launalaust leyfi frá störfum tlmabilið 21. april til 1. júni nk. og i framhaldi af þvi muni hann vera i sumarleyfi i júnimánuði. Guðmundur Vignir Jósefsson vararikissáttasemjari mun gegna störfum ríkissátta- semjara I fjarveru Guðlaugs. —GFr Samningafundur ASÍ og VSÍ í gær: Fólk í heimi þagnarinnar Rœtt við Brand Jónsson skóla- stjóra Heyrnleysingjaskólans Frá kennslu l Heyrnleysingjaskólanum. Um helgina hefst sala á Rauðu fjöðrinni, stór átak Lionsmanna um allt land i þvi skyni að safna fé til að styðja við bakið á fyrir- byggjandi aðgerðum gegn heyrnarleysi og skertri heyrn iandsbúa, herferð gegn hinum þögia heimi eins og sagt hefur verið. I þessum þögla heimi búa yfir tvö hundruð Islendingar og þar af eru 70 þeirra nemendur við Heyrnleysingjaskólann i Oskju- hlið 1 Reykjavik. Þrjátiu þessara barna eru fædd árið 1964 og hafa stundað nám við skólann frá fjög- urra ára aldri. Þau fæddust i kjölfar rauðu hunda-faraldurs, sem gekk um landið áriö 1963-64. Brandur Jónsson skólastjóri annast ásamt 16 kennurum og nokkrum stundakennurum um uppfræöslu þessa unga fólks. „Ég verð að segja eins og er aö ég hef alla tið reynt að bjarga börnum frá að koma I skólann hér, svo framarlega sem þess hefur veriö nokkur kostur. Hitt er svo annað mál að ég tel það ekki rétt að pina börnin I almenna skóla. Nokkrir foreldrar hafa reynt þetta, en bömin hafa alltaf komið hingað aftur, enda var þá ekki um neina sérhjálpa að ræða I almennum skólum. Tel ég aö gæta verði Itrustu varúðar þegar heyrnarskertu barni er ætlaö að njóta kennslu I almennum skóla. Þau eru sifellt í hættu að einangr- ast og að verða Uti meðal manna, ef svo má að orði komast.” Skölaskylda heyrnarlausra og mállausra bama hefst 4 ára, en lýkur 18 ára. Við skólann eru þó nemendur sem eru um þritugt, en framhaldsdeild hefur verið komið á fót og eru 12 nemendur að nema þar ýmsar iöngreinar. í kennslu barnanna er ’ lögð áhersla á að kenna sömu fræði og i hinum almennu skólum, en hér bætist að sjálfsögðu við hin tima- freka og vandasama kennsla á táknmálinu, fingramáli, og talmáii og varaléstri. Hér reynir mjög á hæfni starfsliðsins, þolinmæði og lagni, og vitaskuld reynir mjög á hina ungu nemendur eigi að siöur. „Það gefur auga leið að börnin hér fá aldrei sama orðaforða og böm sem eru heyrandi og tal- andi”, sagði Brandur. ,,Hér eru böm sem geta lesið fyrir þig bók, en skilja samt ekki nema orð og orð á stangli”. Táknmáliö þeirra verður þvi þeirra aðalmál og er mikils vert að aðstandendur þeirra læri það mái einnig. Brandur kvaö það daglega bar- áttu kennaranna að fá börnin til aö tjá sig við fólk. Yfirleitt mætti segja aö fólk tæki börnunum vel, þegar þau reyndi sig t.d. I versl- unum, þó væm þess dæmi að þau hefðu komið heim særð og leið yfir slæmum móttökum. „Heyrnar- og málleysið skapar óskapleganmúr”, sagði Brandur, „jafnvel nokkur orö sem hægt er að kenna nemendunum minnka bilið milli barnanna og þeirra sem heyra”. Brandur kvaðst ánægður meö kennaralið skólans I dag, það heföi ekki veriö betur skipaö en nú, aö aðstaöa öll hefur batnað af mun frá þvi Brandur hóf störf ár iö 1944. „Auðvitaö vonum viö aö visind unum fieygi fram og að æ færr þurfi aö lifa við heyrnarleysi og málleysi. Sjálfum finnst mé) langt i land með að svo veröi.’ Enginn árangur I gær kl. 1 kom samninganefnd ASÍ saman til að ræða stöðuna og kl. 4 hófst samningafundur ASl og VSI og voru tveir aðilar frá hvor- um aúila á honum. Ýtt var á at- vinnurekendur aö ræða sérkröfur ASt sem fram eru komnar. Að sögn Hauks Más Haraldssonar blaöafulltrúa ASI voru þeir tregir til en sögöust myndu Ihuga það til næsta fundar sem boðaöur hefur verið 28. aprll. —GFr Sjálfkjörið í Sókn Stjórnarkjör fór fram i Starfs- mannafélaginu Sókn 27. mars sl. Ekkert framboð kom fram gegn lista stjórnar og trúnaðarmanna- ráðs og var sá listi þvi sjálfkjör- inn. Stjórn Sóknar skipa: Aöalheiö- ur Bjarnfreðsdóttir formaður, Esther Jónsdóttir varaformaöur, Gerður Torfadóttir ritari, Dag- mar Karlsdóttir gjaldkeri og Hjördis Antonsdóttir meðstjórn- andi. t varastjórn eru Elín Sig- urðardóttir, Gunnhildur Gróa Jónsdóttir og Eyrún Snót Eggertsdóttir. t trúnaðarmannaráði eiga sæti Maria Jóhannesdóttir, Bjarney Guðmundsdóttir, Elin R. Jóns- dóttir og Kolbrún Valversdóttir. —eös Húsbændur og hjú á íslandi Erindi á aðalfundi Sögufélagsins í dag A aðalfundi Sögufélagsins að Hótel Borg kl 2 i dag mun Helgi Skúii Kjartansson sagnfræöingur flytja erindi sem hann nefnir: Húsbændur og hjú i fólksfjöldasögu islands. Að öðru leyti verður dagskrá fundarins venjuleg aðalfundarstörf. i

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.