Þjóðviljinn - 19.04.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.04.1980, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. april 1980 MOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis útgefandi: Útgáfufélag bjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan Ölafsson Fréltastjóri: Vilborg Haröardóttir. Auglýsingastjóri: Þorgeir Ölafsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Ingólfur Margeirsson Rekstrarstjóri: Úlfar ÞormóÖsson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús'H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. íþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Ellsson Útlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson, Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Safnvöröur-.Eyjólfur Arnason. Auglýsingar-. Sigrlöur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla:KristIn Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigríöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bánöardóttir. Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6, Reykjavfk, slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Félagshyggja í Reykjavík • Tveggja ára reynsla hefur nú fengist af stjórn meirihluta Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks í Reykjavík. Nýi meirihlutinn lagði í upphafi höfuðáhersiu á nauðsyn þess að bæta f járhags- stöðu borgarsjóðs og bæta f jármálastjórn eftir lang- varandi íhaldsóreiðu. Annað höfuðverkefnið var að uppræta gamalgróna spillingu og auka réttlæti í ýmsum úthlutunum á vegum borgarinnar. Nú eftir tvö ár er sýnt að meirihlutaf lokkunum hefur í öllum aðalatriðum tek- ist að ná þessum markmiðum. Enda þótt greiðslustaða borgarinnar sé erfið hefur tekist að bæta fjármála- stjórnina og þrátt fyrir erf ið ytri skilyrði og mikla verð- bólgu hefur veriðhaldið velá spilunum. Nýjar reglur um lóðaúthlutanir og húsnæðisúthlutun hafa einnig jafnað rétt borgarbúa til muna gagnvart borgarkrefinu. • Eftir þennan aðlögunartíma hefur nú verið samþykkt f járhagsáætlun þar sem áhugamál meirihlutaf lokkanna endurspeglast mun greinilegar en áður. Vinstri viðhorf og félagshyggja setja svip sinn á áætlunina og ný verkefni bætast á málaskrá borgarinn- ar. Listum og menningarmálum er gert hærra undir höfði en áöur og styrkir til starfsemi félagasamtaka auknir. Framlag borgarinnar til byggingar dagvistar- stofnana hækkar um 152.5% frá því í fyrra og þreföldun er á framlagi til uppbyggingar sjúkrastofnana í borginni. Haldið verður áfram úrbótum í málefnum aldraðra og 1350 miljónum króna verður varið til at- vinnumála í borginni. • Þjóðviljinn heldur því á engan hátt fram að framlög sem hér hafa verið nefnd og önnur sem tíunduð eru í fjárhagsáætlun hrökkvi til þess að mæta þröfum og kröfum sem uppi eru meðal borgarbúa. Hinsvegar er ánægjulegt að fitjað er upp á ýmsum nýjungum sem bera vott um breytt viðhorf um leið og ráðist er í framkvæmdir sem koma þeim helst til góða er verstar aðstæður hafa í borginni. Það er í samræmi við þá stef nu að jafna lífskjörin þannig að menn geti jafnt í elli sem æsku búið við sem jöfnust lífskjör, eins og Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar hefur áréttað í viðtali við Þjóðviljann. Slík stefna er aðeins möguleg með því að þyngja byrðar á þeim sem góðar hafa tekjur og eiga miklar eignir. Þeir peningar sem f engist haf a með þess- um hætti svo og með nokkurri útsvarshækkun eru nú nýttir til að jafna lífskjörin í Reykjavík. • Alþingi veitti sveitarstjórnum nýlega heimild til þess að hækka útsvarsprósentu um 10% þannig að hámarks- útsvar má nú veral2.l%. Meirihlutaf lokkarnirákváðu að nýta þessa heimild ekki til fulls og er útsvarsprósentan í Reykjavík nú 11.88%. f samræmi við óábyrga og ómerki- legastjórnarandstöðupólitíklhef ur Sjálfstæðisf lokkurinn lagt til í borgarstjórn að útsvarpsprósentan hækkaði ekki úr 11% sem hún áður var í. í niðurskurðartillögum íhaldsins er lagt til að skera niður framlög til m.a. at- vinnuuppbyggingar, kaupa á strætisvögnum, skipulags- mála, Alþýðuleikhúss og uppbyggingar Bernhöfts- torfunnar. I þessum tillögum kemur greinilega fram f jandskapur íhaldsins við þá viðhorfsbreytingu sem átt hefur sér stað í stjórn borgarinnar og skýr merki um andfélagsleg viðhorf Sjálfstæðisflokksins. • Eins og sagði í upphafi hafa meirihlutaf lokkarnir í Reykjavík í megindráttum staðið við þau varfærnu lof- orð sem gefin voru í málefnasamningi þeirra. í saman- burði við efndir í landsmálapólitíkinni má það teljast góður árangur. f ýmsum veigamiklum málum hefur þó skorist í odda milli meirihlutaf lokkanna, svo sem eins og í Landsvirkjunarmálinu, Höfðabakkamálinu og strætis- vagnamálinu. Þessi ágreiningsefni mega þó ekki skyggja á þann árangur er meðal annars er staðfestur í algjörri samstöðu við afgreiðslu f járhagsáætlunar nú. • Með styrk sínum er Alþýðubandalagið forystuf lokk- ur í meirihlutasamstarfinu og hefur flokknum tekist að haida fast á stefnumálum sínum án þess að sýna sam- starfsflokkum sínum óbilgirni. Meirihlutasamstarf ið er ekki sterkara en veikasti hlekkur þess og f Ijósi þess verður að meta árangurinn. Borgarmálastarf Alþýðu- bandalagsins er mikið að vöxtum og fulltrúar þess í borgarnefndum hafa ásamt ýmsum ágætum einstak- lingum úr samstarfsflokkunumiunnið mikið starf við að ryðja nýjum viðhorfum rúms í borgarmálum. Full ástæða er því að líta fram til seinni hluta kjörtímabilsins með nokkurri bjartsýni. — ekh Hlrippt Uppvakningur A mi&vikudaginn var mælti Pétur Sigurösson, þingmaöur Sjálf stæöisflokksins fyrir frumvarpi, sem hann er fyrsti flutningsmaöur aö um aö fyrir- skipa hlutfallskosningar i verkalýösfélögum. Hér er á ferö gamall draugur Sjálfstæöisflokksins, sem þó hefur aö mestu legiö kyrr i rúm 30 ár. NU er þessi draugur vakinn upp á nýjan leik og boöaö á Alþingi, aö verkalýös- félögin eigi ekki lengur aö ráöa þvi sjálf, eins og önnur félög i landinu, hvort þau viöhafa hlut- fallskosningar eöa annaö fyrir- komulag viö stjórnarkjör. Samkvæmt frásögn Morgun- blaösins af framsöguræöu Péturs i málinu hefur hann þó veriö þaö litillátur aö telja ástæöu til aö fá umsagnir verkalýösfélaganna um máliö áöur en þaö yröi samþykkt, — og taliö aö „helst" þyrfti aö vera fyrir hendi meirihlutafylgi innan verkalýöshreyfingar innar viö frumvarpiö!! Samkvæmt stjórnarskrá rikir félagafrelsi á íslandi. Hér hafa menn þvl rétt til aö stofna bæöi verkalýösfélög og önnur félög, og félagsmennirnir rétt til aö ákveöa sjálfir sin félagslög og annaöer varöar innri mál hvers félags um sig, svo fremi aö þær samþykktir brjóti ekki i bág viö almenn landslög. Lögboö frá Alþingi i þessum efnum eru þvi ekkert annaö en bein skeröing á þessu félaga- frelsi. Og hvers eiga verkalýös- félögin aö gjalda, aö slikar til- skipanir eigi eingöngu aö ná til þeirra, — þvi þá ekki lika til allra mögulegra annarra félagssamtaka, þar á meöal stjörnmálaflokkanna. Á aö lögbjóöa hlutfallskosning- ar í Sjálfstæðis- flokknum? Satt aö segja viröist óviöa meiri þörf á hlutfallskosningum til aö hlú aö lýöræöinu, heldur en einmitt innan Sjálfstæöis- flokksins. En ætti Alþingi aö gripa I taumana, og setja lög um hlut- fallskosningar innan Sjálf- stæöisflokksins eöa annarra stjórnmálaflokka? Ekki hefur þingmönnum svo vitaö sé dottiö i hug aö flytja frumvörp um þannig inngrip i innrimál Sjálfstæöisflokkksins, þótt erfiö séu úrlausnar. Og ætli fari ekki líka best á þvi aö flokksmenn Sjálfstæöisflokksins leysi sin innri mái sjálfir — bæöi um kosningafyrirkomulag i eigin flokki og annaö? Um verkalýösfélögin gildir i þessum efnum auövitaö hiö sama og um Sjálfstæöis- flokkinn. Ef takmarka á félaga- frelsiö meö lögboöum um innri mál félagssamtaka, þá er lág- markskrafan sú, aö eitt gangi yfir alla, — lika Sjálfstæöis- flokkinn. Enganþarf reyndar aö undra, þótt þingmenn Sjálfstæöis- flokksins láti sér til hugar koma nú eins og fyrir 30 árum aö skipa innri málum verkalýöshreyf- ingarinnar sérstaklega meö lögum. Umskiptingar A Iþýöujlokksins Hitt er furöulegra aö sjá og heyra, aö nú taka þingmenn Alþýöuflokksins algerlega undir Pétur Sigurösson: Flytur nú frumvarp um hlutfallskosn- ingar i verkalýösfélögum Vilmundur Gylfason: Telur slikt lögboö skynsamlegt og æskilegt tiliögur Sjálfstæöisflokksins. 1 umræöum um frumvarpiö lýsti Vilmundur Gylfason þvi yfir aö frumvarpiö um hlutfallskosn- ingar i verkalýösfélögunum væri skynsamlegt og breyt- ingarnar sem þaö fæli i sér væru tilbóta. Vilmundur kvaöst vísa þvi algerlega á bug, aö meö frumvarpinu væri vegiö aö félagafrelsi, þvert á móti væri meö frumvarpinu aö þvl stefnt aö vernda réttindi einstaklinga. I sama streng tók Jóhanna Siguröardótttir, þingmaöur Alþýöuflokksins, sem reyndar taldi aö ganga ætti lengra en frumvarpiö gerir ráö fyrir. Hér er mikil breyting oröin á afstööu Alþýöuflokksins frá þvl sem áöur var, þegar sllk frumvörp um afskipti löggjaf- ans af innri málum verkalýös- félaganna voru til umræöu. Og þar sem I Alþýöuflokknum rlkir sem kunnugt er hálfgert ættarveldi, þrátt fyrir öll próf- kjörin!! — (feöur Vilmundar og Jóhönnu hafa t.d. báöir setiö lengi á þingi fyrir Alþýöu- flokkinn), — þá er eölilegast aö leiöa fram orö Gylfa Þ. Gisla- sonar gegn málflutningi Vil- mundar nú um nauösyn lögboö- inna hlutfallskosninga I verka- lýösfélögunum. Gylfi þá — Vilmundur nú lumræöum, sem fram fóru á Alþingi áriö 1946 um frumvarp Jóhanns Hafstein og fleiri um hlutfallskosningar I verkalýös- felögum hélt Gylfi Þ. Gislason ágæta ræöu. Gylfi sagöi m.a. orörétt: Eg tel aö afskipti löggjafans af frjálsum félagsskap i landinu ■1 eigi ekki aö vera meiri en nauösynkrefur. Og sú hefur lika veriö stefnan fram til þessa samanber lög um stéttarfélöe og vinnudeilur og lögin um samvinnufélög. Þar kemur fram sú stefna aö hafa afskipti löggjafarvaldsins af málefnum félagssamtakanna ekki meiri en brýna nauösyn ber til. Meö þessu frumvarpi er aftur á móti lagt til, aö löggjafarvaldiö fari beinllnis aö skipta sér af skipu lagningu verkalýösfélaganna, þar sem miklum minnihluta á aö vera heimilt aö kref jast hlut- fallskosninga, en þaö eru meiri afskipti en ég fellst á aö séu réttmæt eöa æskileg.” Og Gylfi sagöi einnig: „Og ef gengiö er svo langt I afskiptum af hinum ýmsu frjálsu félögum og félags- samtökum eins og hér er lagt til, þá gæti veriö ástæöa til þess, aö fara aö athuga hvort ekki væri rétt aö setja fyrirmæli um kosn- ingar og fundarsköp i ýmsum öörum félagssamtökum, sem eru ekki miklu þýöingarminni en verkalýösfélögin, þ.e.a .s. stjórnmálaflokkunum.... Ég hygg aö sá flokkur sem stendur aö þessu frumvarpi og vill nú ganga mjög langt i þvi aö setja reglur um frjálsan félagsskap i landinu hafi allra lélegast og losaralegast skipulag af öllum stjórnmálaflokkum I landinu. Mér finnst þaö sitja afar illa á flokki eins og SjáÚstæöisflokkn um aö bera slíkt frumvarp fram sem þetta, sem hér liggur fyrir, og undrast ég þaö mjög, aö allir háttvirtir þingmenn þessa flokks skuli hafa sameinast um slli»mál, aö setja frjálsum félagasamtökum I landinu mjög nákvæm fyrir- mæli um þaö hvernig þau skuli haga slnum kosningum og innri málum, þegar um þeirra eigin flokk Sjálfstæöisflokkinn má segja, aö hann sé algerlega skipulagslaus. Þaö mun ekki vera hætta á því aö frumvarp þetta fái nokkrar verulegar undirtektir nú frekar en áöur, en ef einhver hætta væri á þvi, aö þetta frumvarp næöi fram aö ganga, þá væri ástæöa til aö setja löggjöf um stjórnmála- flokkana, og þá fyrst og fremst til þess aö tryggja þaö, aö Sjálf- stæöisflokkurinn veröi sæmi- lega lýöræöislegur flokkur.” Undir álögum Svona talaöi Gylfi Þ. Gfslason á Alþingi svo sem tveimur árum áöur en sonur hans Vilmundur fæddist. Þá voru enn tengsl miili Alþýöuflokksins og verkalýös- hreyfingarinnar. Þá datt engum Alþýöuflokksmanni I hug aö taka undir kröfur ihaldsins um beina ihlutun stjórnvalda um innri mál verkalýösfélaganna. — Og var þó Alþýöuflokkurinn farinn aö hallast þá þegar æriö mikiö. Sem kunnugt er má finna I ræöusafni Gylfa Þ. Gislasonar frá ýmsum timum málflutning fyrir hinum fjölbreytilegustu skoöunum. Vilmundur sækir margt til fööur sins, en þau álög viröast hvila á piltinum aö sjá þó aldrei eöa heyra nema hægri helm- inginn af Gylfa, hvernig sem á þvi nú stendur. Tilvitnuö orö Gylfa Þ. Glslasonar hér aö ofan eru þvl ekki ætluö Vilmundi Gylfasyni, þvi hann hvorki heyrir þau né sér, en e.t.v. gæti upprifjun þeirra oröiö til þess aö foröa einhverjum öörum Alþýöu- flokksmönnum frá fullum stuöningi viö hina gömlu kröfu ihaldsins um sérstök lagaboö til aö kveöa á um innri mál verka- lýösfélaganna i landinu. k. «9 skorrið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.