Þjóðviljinn - 19.04.1980, Blaðsíða 11
Laugardagur 19. april 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
Þannig er fjallað utn
hinn goðsagnakennda
frjálsiþróttamann, Jesse
Owens, sem lést nýlega, i
alfræðiriti dr. Ingimars
Jónssonar um iþróttir.
Þarna er einungis að finna hiö
„hlutlæga” mat á Owens, en hið
„huglæga” hefur á seinni árum
orðið honum til mikils fram-
dráttar. Hann var það sem kalla
má sannur iþróttamaður, I orö-
anna fyllstu merkingu.
ólympíuhugsjónin
var honum allt
ólympiuhugsjónin var Owens
ætið mjög hugstæð, hann eyddi
miklum hluta lifs sins i að inn-
ræta ungum iþróttamönnum
þessa hugsjón, sem e.t.v. er best
skýrð með eftirfarandi oröum
Coubertins, aðalhvatamanns
ólympiuleika seinni ára: „Gleði
af vöðvaáreynslu, lotning og
fegurð, starf i þágu fjölskyldu
og samfélags, þetta þrennt i
órjúfanlegri einingu, það er
ólympiuhugsjónin.
„Fyrir mér eru ólympiuleik-
arnir stærsta stund I lifi iþrótta-
manna sem þangaö komast á
hverjum tima og einnig hinna
sem keppa að þvi markmiöi að
komast þangað. Það hreinlega
hrærir mina aumu sál aö 12 þús.
Iþróttamenn frá 150 löndum
koma saman, borða saman,
syngja saman o.s.frv., án tillits
til litarháttar og stjórnmála-
skoðana. Krakkarnir eignast
kunningja meðal þátttakenda
annarra þjóða og sá kunnings-
skapur varir oftast lengi. Þarna
er okkur sýnt hvað gera má ef
skilningur og vinátta ræöur
rikjum,” sagði Jesse i viðtali
árið 1975.
í sin 4 gullverðlaun á ólympiu-
leikunum 1936 krækti Owens
þegar hann var i sigursveit
Bandarikjanna i 4x100 m boð-
hlaupi.
„Owens, Jesse (James Cleveland), bandariskur frjálsiþrótta-
maður, 12.9. 1913, ÓS 1936 i 100 m hl. (10,2 sek.), 200 m hl. (20,7
sek.), langstökki (8.06 m) og 4x100 m boðhl. (bandariska sveitin
hljóp á nýju heimsmeti 39,8 sek.) Árið 1935 setti O. að jafnaði 4
heimsmet á rúmum 2 kist.: 100 jardar: 9,4 sek., 220 jardar: (bein
braut): 20,3 sek., langstökk: 8,13 m, 220 m grindahl. (bein braut):
22,6 sek.”
„Hinn
sanni
íþrótta-
maður”
C W1 NS
yrðu að nota hverja smugu sem
gæfist. Þannig myndu svert-
ingjar tryggja lýðréttindi sin til
frambúöar.
„A þriðja áratugnum höfðu
svertingjar enga fyrirmynd,
sem þeir gátu farið eftir. A þeim
var troðið miskunnarlaust og
engin virk andstaða var til.
Þegar ég vann mina sigra á
ólympíuleikunum og Joe Luis
barði hvern á fætur öörum i
gólfiö, jafnt hvita sem svarta,
þá eignaöist fólkið fyrirmyndir
og þaö fór að mótmæla órétt-
lætinu sem það varö fyrir. Siðar
komu menn eins og dr. Martin
Luther King og veittu barátt-
unni i þann farveg að hún skilaði
árangri. Þannig hefur okkur
svertingjunum tekist að opna
hurðina mikið, en við eigum enn
nokkuð langt I land meö að opna
hana alveg.”
1 þessu sambandi má minna á
aö eftir sigra Jesse Owens á
ólympiuleikunum 1936 varð
hann fyrir margs konar aðkasti
samlanda sinna. Frægðin dugði
honum skammt.
Virtur og dáður
af öllum
Siðustu árum ævi sinnar eyddi
Jesse Owens i aö flytja fyrir-
lestra um gjörvöll Bandarikin
um hugöarefni sin, sem flest
voru tengd iþróttum og
réttindabaráttu svertingja.
Hann var virtur og dáður af
öllum sem til hans þekktu og
mjög eftirsóttur alls staðar þar
sem mannréttindabarátta
og/eða iþróttir voru á dagskrá.
Jesse Owens var eitt af mikil-
mennum 20. aldarinnar.
—IngH tók saman
Kom ekki til Berlin ti
þess að heilsa Hitler
Þátttaka Jesse Owens I
ólympiuleikunum 1936 varð
fræg um heim allan. Hann
sigraði I 4 greinum eins og getið
er um hér að framan og
ólymplumetiö hans i langstökki
var ekki slegið fyrr en á leik-
unum I Róm 1960. Hann nánast
kollvarpaði öllum kenningum
Hitlers og nasistanna um yfir-
buröi hins ariska kynstofns.
Hitler varð nánast óður af bræöi
manninn og
hugsjóna-
manninn
Jesse Owens
Jesse sigraði með miklum
ólympluleikunum 1936. Hér er hann
hlaupinu.
I 100 og 200 m hiaupum á
fara úr startholunum I 200 m
þegar Owens var aö vinna sigra
sina og neitaöi að taka I hönd
honum. Owens var spurður um
þetta atvik.
„Þaö skipti mig ekki hinu
minnsta máli hvort Hitler tæki i
höndina á mér eða ekki. Ég fór á
leikana til þess að hlaupa og
stökkva, ekki til þess að heilsa
Hitler. Reyndar hafði þetta
slæm áhrif á allt andrúmsloftið
á leikunum,en þaö var ekki min
sök.”
„Þrátt fyrir þessa hegðun
Hitlers, varð hinn þýski keppi-
nautur minn I langstökkinu, Luz
Long einn af minum bestu
vinum. Hann lést i striðinu, en
ég hélt áfram aö skrifast á viö
son hans og þannig hélst sam-
bandiö, sem hófst á ólympiu-
leikunum 1936.”
Iþróttir vopn i réttinda-
baráttu svertingja
Barátta Jesse Owens fyrir
fullu jafnrétti svertingja var
mjög fræg og óhætt að segja að
þar hafi hann náð góðum
árangri. Hann var óþreytandi i
að benda á að svertingjar ættu
að nota iþróttirnar I baráttu
sinni, þær væru ein leiö af
mörgpm, sem yrðu að góðu
gagni. Hann hélt þvi fram að
svertingjar yrðu að sækja fram
á öllum sviðum, i visindum, i
listum, I iþróttum o.s.frv. Þeir
Hér til hliðar er Jesse
Owens I sigurstökki
sinu I langstökki á
ólympiuleikunum
1936, en þá stökk hann
8.06 m. Heimsmet
hans i langstökki, 8,13
m, stóð óhaggað i 25 ár
og er álitið eitt besta
afrek i frjálsum
iþróttum.
iþróttír 0 íþróttir g) íþróttir (§