Þjóðviljinn - 19.04.1980, Qupperneq 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 19. april 1980
Tryggvi Helgason
áttræöur
Einn besti og traustasti
forystumaöur islensku verka-
lýöshreyfingarinnar um áratuga
skeiö, Ti-yggvi Helgason, fyrrver-
andi formaöur Sjómannafélags
Akureyrar, er áttatlu ára i dag.
Hér veröa ekki rakin æviatriöi
Tryggva Helgasonar. En mér er
bæöi ljúft og skylt aö senda hon-
um stutta afmæliskveöju á þess-
um timamótum i ævi hans.
Tryggvi er maöur sérstakrar
geröar. Þaö er eins og i persónu
hans og athöfnum birtist bestu
eöliskostir islenskrar alþýöu,
seiglan og traustleikinn sem
engar torfærur fá hindraö og
ekkert mótlæti bugaö og sem
fleytt hafa henni yfir margvislega
erfiöleika i áranna rás.
Tryggvi Helgason hefur aldrei
veriö maöur hávaöasamra yfir-
lýsinga. Forystahans hefur jafnan
veriö Ihugul og meö afburöum
farsæi. Margar ára sjómennska
kenndi honum aö lita til lofts,
taka sólarhæö og leitast viö aö
spá I fyrirætlanir veöurguöanna
áöur en haldiö var úr höfn, og
þeirri reglu hefur hann einnig
fylgt á vettvangi félagslegra um-
svifa og átaka. Slik reynsla til
viöbótar ágætri greind og óvenju-
iegum hyggindum geröi Tryggva
aö sjálfkjörnum leiötoga norö-
lenskrar sjómannastéttar og
raunar allrar verkalýösstéttar-
innar á Noröurlandi, auk þess
sem hann hefur gegnt mikilvæg-
um túnaöarstörfum fyrir sjó-
mannastétt alls landsins.
Tryggvi varö snemma for-
maöur Sjómannafélags Noröur-
lands og siöar Sjómannafélags
Akureyrar i áratugi. Hann var
fyrsti forseti Alþýöusambands
Noröurlands og átti um skeiö sæti
istjórn Alþýöusambands Islands.
Hann hefur lengi starfaö i verö-
lagsráöi sjávarútvegsins og unniö
þar mikiö og gott starf fyrir is-
lenska fiskimenn. Tryggvi var
bæjarfulltrúi á Akureyri fyrir
Sósialistaflokkinn I 16 ár og
reyndist þar sem annarsstaöar
traustur og nýtur forystumaöur.
Sat hann m.a. um skeiö i stjórn
Otgeröarfélags Akureyringa h.f.
og var raunar einn helsti frum-
kvööull aö stofnun togaraút-
geröar á Akureyri, sem haft hefur
geysimikla þýöingu fyrir at-
vinnulifiö I bænum og afkomu
bæjarbúa.
1 öllum slnum margháttuöu
störfum hefur Tryggvi Helgason
aflaö sér vinsælda og trausts
samstarfsmanna og þeirra sam-
taka sem sýnt hafa honum trúnaö
ogfaliö honum vandasöm verk aö
vinna. Hann er óvenjulega vel
verki farinn, einstaklega glöggur,
gætinn og raunsær, enda hefur
gæfa og farsæld fylgt honum i öll-
um störfum.
Ég hefi átt þvi láni aö fagna aö
eiga Tryggva Helgason og hans
ágætu konu, Sigriöi Þorsteins-
dóttur, aö traustum vinum i nær
fjóra áratugi. Sú rausn og velvild
sem mætti mér ávallt á heimili
þeirra aö Eyrarvegi 13 á feröum
minum um Noröurland fyrr á ár-
um var einstök og átti maöur þó
viöa vinum aö mæta.
A þessum timamótum I ævi
Tryggva Helgasonar mun mikill
fjöldi stéttarfélaga og samherja
hugsa hlýtt til þessa trausta
drengskaparmanns, meö þakk-
læti I huga fyrir allt hans mikla
framlag I þágu sjómannastéttar-
innar og allrar norölenskrar al-
þýöu.
Persónulega sendi ég þeim
Tryggva og Sigriöi bestu heilla-
óskir frá mér og mi'num 1 tilefni
dagsins, meö innilegri ósk um aö
ævikvöldiö megi veröa þeim hlýtt
ogmilt aö loknum annasömum og
heillarikum starfsdegi.
Guömundur Vigfússon.
Afmæliskveðja til Tryggva
Helgasonar fyrrverandi
formanns Sjómannafélags
Akureyrar.
Minn gamli félagi og vinur
Tryggvi Helgason á Akureyri er
80ára þann 19. april 1980. Hann er
fæddur á Akranesi, sem þá i dag-
legu tali nefndist Skipaskagi
aldamótaárið 1900. Enginn sem
hittir Tryggva, þennan unga
öldung á förnum vegi, gæti haldiö
að hér væri áttræöur maður á
ferð, meö langa starfsæfi að baki.
En um það er ekki aö villast aö
þessi er aldur Tryggva. Og þó eru
hreyfingar hans og reisn eins og i
gamla daga, þegar fundum okkar
bar fyrst saman, og hugsunin
skýr. Langt fram eftir æví
stundaði Tryggvi sjómennsku
bæði á linubátum og togurum, og
var eftirsóttur i skipsrúm vegna
dugnaðar og góðrar verkkunn-
áttu. Hann var ýmist háseti vél-
stjóri eða formaður og var sagður
jafnvigur til flestra starfa. Fund-
um okkar Tryggva bar saman á
Akureyri eftir aö hann settist þar
að. Hann er tekinn við for-
mennsku i Sjómannafélaginu á
Akureyri árið 1936 þegar hin
mikla vinnudeila út af sildveiöi-
kjörum var háð þar. Þessa höröu
og örlagariku sjómannakjara-
deilu leiddi Tryggvi fram til
sigurs fyrir sjómenn, við svo
öröugar aöstæöur aö eindæmi má
telja. Næstu fjörutiu árin veitti
hann svo Sjómannafélagi
Akureyrar forustu og alltaf við
góðan oröstýr. Og fram aö þessu
hefur Tryggvi Helgason oft setiö i
Verðlagsráöi fyrir sjómenn þegar
fjallað hefur verið um fiskverð,
og það sæti þá vel skipaö. Um það
verður ekki deilt, að Tryggvi
hefur á sinum langa starfsferli
sem forystumaöur sjómanna
verið mjög farsæll i öllum störf-
um. Þar hefur notið sin hans
mikla skipulagsgáfa, þekking
hans á störfum sjómanna, ásamt
skarpskyggni við úthald og prúð-
mannleg framkoma á hverju sem
gengur.
Ég minnist þess frá sjómanna-
verkfallinu á Akureyri sumariö
1936 þegar Tryggvi Helgason
hafði staðið uppi i heila viku án
svefns I endi verkfallsins, hve
öruggur hann var þegar leysa
þurfti úr málum jafnt á nóttu sem
degi. Þar voru engin mistök gerð,
en allt þrauthugsað, sem gert
var. Eftir að Tryggvi settist aö á
Akureyri og hóf þar sitt lifsstarf i
þágu sjómanna, þá reyndi oft
framan af árum mikið á út-
sjónarsemi hans og dugnaö i þvi
aöhalda velli I þessu forustuhlut-
verki, þvi samfélagiö var ekki á
þeim tima tilbúiö aö greiða götu
slikra manna, nema siöur væri.
En Tryggvi kunni ráð viö flestum
hlutum. Ég man vel þegar hann
leigði sér smábát til fiskveiða
eftir að hafa unnið sigur sildveiði-
sjómönnum til handa sumarið
1936, þvi sem formaður á sjó var
hann bæði fiskinn og farsæll. Slik-
um manni varð ekki komið á kné.
Þá þurfti hann lika stundum að
fara i skipsrúm hingað suður á
vetrarvertið á togara, til þess að
vinna fyrir lifsviðurvæði sinu og
sinna. En Tryggva varð ekki
haggaðúr þvi'hlutverki sem hann
hafðitekið aðsér fyrir norðlenska
sjómenn. Það var þeirra gæfa.
Þegar Tryggvi Helgason settist
að á Akureyri þá var fiskiskipa-
stóllinn þar fátæklegur og úr sér
genginn. Hann hóf nú baráttu
fyrir þvi að stofnað yrði til
togaraútgerðar frá Akureyri.
Þetta fékk i fyrstu engar undir-
tektir. Flestum Akureyringum
fannst þetta hrein og bein fjar-
stæðá þar sem togveiðar höföu
ekki verið stundaöar þar áöur. En
Tryggvi gafst ekki upp. Hann
skrifaði i Verkamanninn um
nauðsyn þessarar útgeröar og
sýndi fram á að atvinnuástand á
Akureyri mundi gerbreytast með
tilkomu togaraútgerðar. Þá sýndi
hann iika fram á það, sem menn
höfðu ekki hugleitt áður, að Akur-
eyri væri ekki illa i sveit sett sem
togaraútgerðarbær. En það var
ekki fyrr en Helgi Pálsson.kaup-
sýslumaður á Akureyri og bæjar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á
staðnum, gekk til liðs við sjónar-
mið Tryggva I togaraútgeröar-
málinu að skriður komst á það.
Eftir það sneru þeir bökum
saman i baráttunni fyrir fram-
gangi málsins og sigur vannst.
Það má þvi aldrei falia i
gleymsku að það eru þessir tveir
menn, sem geta kallast feður
togaraútgerðar frá Akureyri.
Og allt hefur það áþreifanlega
sannast sem Tryggvi sagði i upp-
hafi um togaraútgeröina. Hún
hefur reynst Akureyringum ein
albesta lyftistöng á atvinnusvið-
inu. Það hefur lika sannast að
Akureyri er ekki illa i sveit sett
sem bær togaraútgerðar. Um þaö
vitnar nú, áratugum eftir að
Tryggvi hóf sina baráttu, einn
glæsilegasti togarafloti landsins
ásamt einu af allra stærstu og
fullkomnustu fiskiðjuverum hér-
lendis. Þegar nú Tryggvi Helga-
son horfir yfir farinn veg langrar
ævi, þá getur hann glaðst yfir þvi,
að þetta var ein af hugsjónum
hans sem hér er orðin að veru-
leika, á svo áþreifanlegan hátt.
Og um það verður ekki deilt að
Tryggvi setti fyrstur manna fram
þá hugmynd á kreppuárunum að
gera þyrfti Akureyri að togaraút-
gerðarbæ.
Rétt eftir siðustu heimsstyjöld
Orðsending frá MÍR
Ný húsakynni MIR að Lindargötu 48, 2.
hæð, verða tekin i notkun laugardaginn 19.
april kl. 15. Þá ræðir sovéski hagfræði-
prófessorinn dr. Felix Volkov, vararektor
Moskvuháskóla, um efnið Lenin og sósial-
isk hagfræði, flutt verða ávörp og opnuð
ljósmyndasýning i tilefni 110 ára afmælis
Lenins. Daginn eftir, sunnudaginn 20.
april kl. 16 (að loknum aðalfundi MIR sem
hefst kl. 15) spjallar dr. Volkov i
MíR-salnum um Moskvuháskóla, sem átti
225 ára afmæli i janúar sl. Kvikmyndir
sýndar báða dagana.
Áðgangur að sýningum og fyrirlestrum I
MlR-salnum, Lindargötu 48, er ókeypis og
öllum heimill.
Félagsstjórn MIR
stóö Tryggvi ásamt nokkrum
öðrum sjómönnum að kaupum á
einum af hinum svokölluðu Svi-
þjóðarbátum, sem keyptir voru
hingaö, og geröu þeir þann bát út i
nokkur ár. En fyrstu árin eftir
striðið var mikil vöntun á fiski-
bátum hér á landi.
Tryggvi Helgason hefur
gegnum sin miklu störf á
mörgum sviðum i þágu sjó-
manna verið maður mikilla úr-
ræða. Hann hefur jafnan verið
giöggskyggn á þá möguleika sem
hægt var að notfæra sér og bent
óhikað á þá.
Hér að framan hef ég stikklað á
stóru i ævistarfi Tryggva sem
forystumanns norðlenskra sjó-
manna um áratuga skeið. Þar er
af miklu að taka og ekki hægt að
koma inn á nema fátt i stuttri
grein. Ég tel Tryggva Helgason
hafa svo margt til brunns að bera
sem félagshyggjumann að mjög
fáir munu standa honum þar
jafnfætis. Hann er mjög vel upp-
lýstur maður á flestum almenn-
um sviðum, svo ekki er komið þar
að tómum kofanum ræði menn
við hann. En hvenær hann hefur
getað aflað sér þeirrar miklu
þekkingar, sem hann býr yfir,
það hlýtur mörgum að verða ráð-
gáta.
Ég,sem þessar linur rita, tel
Tryggva vera einn af þeim al-
bestu félögum sem ég hef kynnst
á lifsleiðinni. Og nú á þessu
merkisafmæli hans vil ég flytja
honum minar hjartanlegust
þakkir fyrir gamalt samstarf og
alla kynningu.
Þá vil ég lika þakka af heilum
huga þær innilegu og góðu mót-
tökur, sem ég hef fengið á heimili
Tryggva og konu hans Sigriðar
Þorsteinsdóttur því þar var alltaf
góðum vinum að mæta. Að
siðustu óska ég þeim báöum
allrar blessunar inn i ókomna
framtið. Jóhann J.E. Kúld.
Almanakiö segir okkur að i dag
sé Tryggvi Helgason, Eyrarvegi
13 á Akureyri, fyrrum formaður
Sjómannafélags Akureyrar (nú
Sjómannafélags Eyjafjarðar) og
Alþýöusambands Noröurlands
áttræöur. Enginn sem mætir
Tryggva á götu eöa á viö hann
oröræöufinnureöa sér aö þar fari
áttræöur öldungur. Hann er enn
léttur i spori og fr jór i tali og hans
skarpa ályktunarhæfni hefur litt
látiö á sjá. En þetta er eigi aö siö-
ur staöreynd, þvi aö I Afmælis-
dagabók, sem ég eignaöist eitt
sinn, hefurTryggvi ritaö nafn sitt
viö 19. april og sett viö ártaliö
1900.
Hér veröa æviatriði Tryggva
ekki rakin, enda á þetta ekki að
vera nein minningargrein, svo og
skortir undirritaðan þekkingu og
heimildir til þess aö gera þvi efni
veröug skil. Þess er þó aö minn-
ast, aö Tryggvi var um langt
skeiö einn ötulasti forystumaöur
verkalýöshreyfingarinnar og þá
sérstaklega sjómannasam-
takanna og hefur skiiiö eftir sig á
þeim vettvangi djúp og varanleg
spor. Skipaöi hann sér þegar I
upphafi i raöir þeirra róttækustu i
verkalýösmálum og geröist,
þegar hann flutti til Akureyrar á
kreppuárunum, forystumaöur
sjómanna þar og var kosinn for-
maöur Sjómannafélags Akur-
eyrar 1976. Þegar Alþýöusam-
band Noröurlands var stofnaö
1947 varö Tryggvi forseti þess.
Gegndi Tryggvi formennsku I
þessum tveim samtökum verka-
fólks og sjómanna á Noröurlandi
um áratuga skeiö. Siöar varö
hann ásamt Jóni Sigurössyni
helsti forystumaöur Sjómanna-
sambands Islands um langt ára-
bil.
Þá sat hann i bæjarstjórn Akur-
eyrar mörg kjörtimabil fyrir
Sósialistaflokkinn og varlengst af
fulitrúi I bæjarráöi eftir aö þaö
var sett á stofn.
Af þessu má ráöa aö ekki er á
feröinni neinn meöalmaöur þar
sem Tryggvi fer , en öll þessi störf
hefur hann leyst af hendi meö
alúö og trúmennsku enda missti
hann aldrei sjónar á þvi hverra
fulltrúi hann var, hvort heldur
hann sat i bæjarstjórn eöa aö
samningum viö atvinnurekendur.
Þegar hafist var handa um
uppbyggingu togaraflota lands-
manna aö lokinni siöari heims-
styrjöldinni geröist Tryggvi einn
öflugasti talsmaöur þess aö
togaraútgerö yröi hafin frá Akur
eyri. Átti hann manna mestan
þátt i stofnun Otgeröarfélags
Akureyringa hf. — og er meö
þessu ekki kastaö rýrö á hlut
ýmissa mætra manna sem þar
lögöu hönd á plóg — og sat i
stjórn þess um árabil. Vart mun
nokkur atburöur siöari ára hafa
markaöstærri sporog skipt meiri
sköpum i atvinnulifi Akureyrar
en stofnum Útgeröarfélags Akur-
eyringa hf. og veröur forgöngu-
manna þess minnst sem fram-
sýnna um hag og stööu Akureyrar
og Akureyringa.
Tryggvi er fágætlega dagfars-
prúöur maöur, glaöur á góöri
stund, mikill vinur vina sinna og
sá vinur er til vamms segir. Hann
kann frá mörgu aö segja af langri
og viöburöarikri ævi og hefur
skemmtilegan og lifandi frá-
sagnarmáta. Hann er minnugur
svo aö af ber og hef ég fyrir satt
aö um langt bil hafi hann kunnaö
skil á öllum eöa nær öllum
islenskum fiskiskipum, aldri
þeirra, stærö og öörum sérkenn-
um. Hafa sumir vinir hans og
kunningjar sagt, aö ekki þyrfti aö
lita 1 Sjómannaalmanak ef
Tryggvi væri nærri.
Má ég svo aö lokum þessarar
alltof fátæklegu kveöju,um leiö og
ég færi Tryggva innilegar af-
mælisóskir, þakka honum órofa
vináttu viömig og min heimili frá
fyrstu tiö og óska þess aö hann
eigi enn ólifuð mörg ár sér og
öörum til lifsfyllingar.
Þórir Danielsson.
Tryggvi Helgason er orðinn 80
ára.
Ég nota þetta tækifæri til að
þakka Tryggva langt og ánægju-
legt samstarf við mig á sviði
sjávarútvegsmála um leiö og ég
óska honum innilega til hamingju
með daginn.
Tryggvi Helgason var um langt
skeið aðalforystumaöur norö-
lenskra sjómanna. Hann varö
einnig einn af áhrifamestu for-
ystumönnum sjómanna um allt
land og tók aö sér margvisleg
trúnaöarstörf fyrir þá á sviöi
kjaramála og á sviöi samnings-
geröar viö rikisvaldiö og réttinda
og öryggismála.
Ég kynntist Tryggva fyrst, aö
nokkru ráöi, á timum nýsköpun-
arstjórnarinnar á árunum 1944 til
1946. Þá var Tryggvi I fremstu
röð þeirra sem lögðu á ráðin um
endurnýjun fiskiskipaflotans og
beittu sér fyrir þvi aö komið yrði
upp myndarlegri togaraútgerö á
mörgum stööum utan Faxafióa-
svæöisins.
Ég tel aö Tryggvi Helgason hafi
haft meiri áhrif á stofnun togara-
útgeröar á Akureyri á þessum
tima en nokkur annar maöur. Og
þaö voru hans verk aö nýsköpun-
artogararnir þar uröu strax i
upphafi fleiri en einn.
Svipuö áhrif haföi Tryggvi eftir
aö ég var oröinn sjávarútvegs-
ráöherra, þegar 12 minni togskip
voru keypt til landsins frá Austur-
Þýskalandi og siöar þegar stefn-
an var mörkuö I skuttogaramál-
unum.
Skoöanir okkar Tryggva hafa
jafnan fariö vel saman i sjávarút-
vegsmálum. Báðir höföum viö i
huga aöstööu og kjör sjómanna,
en jafnframt áhuga fyrir fram-
förum á sviöi útgeröar og fisk-
vinnslu.
Samstarf okkar Tryggva var
ekki aöeins náiö og vinsamlegt á
sviöi sjávarútvegsmála. Skoöanir
okkar á stjórnmálasviöi féllu
einnig vel saman.
Ég þakka Tryggva samstarfiö
viö mig og þaö mikla og góöa
starf sem hann hefur lagt fram i
þágu verkalýöshreyfingar og
málstaöar islenskra sósialista.
Lúövik Jósepsson.
V81333
uóDvium Siðumúla 6 S. 81333.