Þjóðviljinn - 22.04.1980, Side 7

Þjóðviljinn - 22.04.1980, Side 7
Stjórnarmyndun á Italíu Þriöjudagur 22. april 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Craxi, formaður sósialista og Cossiga forsætisráðherra eru hér komnir saman leina tunnu sem heitir Tviiitur. Svo bættist þriðji flokkurinn við (teikning úr Kommúnistablaðinu Rinascitá) eru margar. En kannski skiptir sú einna mestu máli, að þeir fara, ásamt sósialistum, með stjórn allmargra héraöa á ttaliu (Rauða beltið svonefnda: Umbria, Toscana, Emilia-Romagna ofl.). Þessar héraðsstjórnir hafa all- viðtækt umboð i ýmsum málum, en opinberum fjármálum er samt svo háttað, að stjórnin i Róm hef- ur þar flesta tauma í sinum hönd- um, og getur mismunað héraða- valdinu eftir pólitiskum lit þess. Þvi hefur það þótt nauðsyn kommúnistum aö geta haft nokk- urn aðgang að rikiskassanum og lánastefnunni til að koma i veg fyrir að rauðar borgir og sveitir séu hafðar i f jársvelti og umbóta- viöleitni þar torvelduð með slik- um hætti. Á hinn bóginn leysir þaö vissan vinstri vanda hjá PCI aö hafna I stjórnarandstöðu. Viöleitnin til samstarfs við kristilega á ýmsum sviðum, sem mjög varð áberandi i tiö minnihlutastjórnarAndreottis sem viö völdum tók 1978, olli hin- á blað baráttu gegn hermdar- verkum.Eins og kunnugt er eru pólitisk mannrán og banatilræði fastur þáttur orðinn i itölsku þjóðlifi og liggja þar margar leiðir undarlegar milli byltingar- hyggju á villigötum, refskapar vissra deilda lögreglunnar og ómengaðra fasista. Allir helstu flokkar viðurkenna stærð þessa vandamáls — en hitt mun mönn- um ekki koma saman um, hvern- ig hermdarverk veröi niöur kveð- in án þess að i leiöinni verði stigin hættuleg skref i átt til lögreglu- rikis. Kommúnistar hafa yfirieitt verið miklir lögreglusinnar I þessum málum, en menntamenn meöal sósialista og svo mann- réttindaflokkurinn róttæki, PR, hinsvegar beitt sér gegn stór- auknum völdum til lögreglunnar. Efnahagsmál 1 þriðja lagi skal barist gegn verðbólgunni. Reyndar var efna- hagsleg útkoma siðasta árs ekki slæm og er þar að finna eina af Húseign eftir vali fyrir 35 milljónir. /KEfTimTI/NEKKJA- 300 utanferöir á 500 þúsund. Níu íbúðavinningar á 10 milljónir. SKemmtisnekkja meö öllum búnaöi til úthafssiglinga, aö verömæti um 18,2 milljónir. Sumarbústaöur aö Hraunborgum í Grímsnesi fullfrágenginn og meö öllum búnaöi, aö verömæti um 25 milljónir. Ford Mustang Accent í maí, aö verö- mæti 7,4 milljónir. Peugeot 305 í október, aö verömæti 7,2 milljónir. Aðrir vinningar: 7 bílavinningar á 3 milljónir, 91 bílavinningar á 2 milljónir, auk ótal húsbúnaðar- vinninga á 35 þúsund, 50 þúsund og 100 þúsund. Endurnýjun ársmiða og flokksmiða hafin, endurnýjunarverð 1400 krónur, ársmiðinn 16.800 krónur. Sala á lausum . miðum hafin. miÐI ER mÖGULEIKI ^ Dúum ÖLDRUÐUm ÍSHl ( ] i—J ÁHYGGJULAU/T ÆVIKVÖLD V ^ V J ÍDÚDIR- Söguleg málamiölun var lögö í salt eftir Árna Bergmann Borgaraieg öfl á ttaiiu hafa i stórum dráttum haldið mjög fast við eina pólitiska formúlu: Kristi- legir demókratar verða að fara með stjórnartauma. Og næst- stærsti flokkur landsins, Kommúnistaflokkurinn, PCI, má ekki i stjórn fara, — jafnvel þótt hagkvæmt gæti talist að flækja hann að nokkru I pólitlska ábyrgð eins og reynt var á timum næstslðustu stjórnar. Einn af foringjum hægri arms kristilegra, Cossiga, hefur fyrir nokkrum dögum myndað þriggja flokka stjórn. I henni sitja 15 ráð- herrar frá DC, hans eigin flokki, niu frá sósialistaflokknum PSI og þrir frá Lýðveldisflokkinum, PRI. Það sem gerist við slíka stjórnarmyndun er fyrst og fremst það, að Cossiga hefur tek- ist að vinna bug á sterkri tregðu innan Sósialistaflokksins, sem hafði um hrið gert það að yfir- lýstri stefnu sinni að fara ekki I stjórn nema kommúnistar væru með. Staða kommúnista Þessi stjórnarmyndun sýnist leggja I salt um ófyrirsjáanlegan tima hugmyndir um „sögulega málamiðlun” sem gerðu ráö fyrir samábyrgð tveggja stærstu flokkanna, kristilegra og kommúnista á stjórn landsins. Aldo Moro, sem myrtur var af Rauðu sveitunum svonefndum, var fyrir þeim armi Kristilegra demókrata sem vildi láta reyna á þennan möguleika, en liðsmenn þeirrar stefnu munu nú i miklum minnihluta i flokknum, Tiðindin hljóta að vera nokkuð áfall fyrir formann kommúnista, Berlinguer, sem hefur um nokkra ára skeið lagtá þaðmikla áherslu að ekki sé hægt að stjórna ítaliu án kommúnista. Astæðurnar fyrir þvi, að kommúnistar hafa sótt það allfast að komast i rlkisstjórn, um herskárri hluta flokksins vonbrigðum og hugarvili. I stjórnarandstöðu mun ekki fara eins mikið fyrir slikum ágrein- ingi. Sósialískur hikandi PSI, Sósíalistaflokkurinn gengur ekki einhuga til stjórnar- samstarfs. Sem fyrr segir höfðu foringjar hans um alllangt skeið lagt á það áherslu að flokkurinn þyrfti að vera samferða kommúnistum inn i stjórn. Flokk- arnir eiga mikið samstarf sin i milli bæði I verkalýðshreyfing- unni og i héraða- og borgarstjórn- um, og auk þess óttast Sósialist- ar, að séu kommúnistar einir i stjórnarandstöðu, muni þeir njóta góðs af atkvæðum óánægðra vinstrisinna. Muni þar með auk- ast munurinn á fylgi verkalýös- flokkanna, en kommúnistar hafa nú nálægt þrisvar sinnum meiri stuðning en PSI. Má vera að hin nýja staða leiði til þess að all náin samvinna takist milli vinstri arms sósialista og PCI. Báknið og hermdarverkin Hin nýja stjórn Cossiga setur þrjú mál efst á dagskrá. Hiö fyrsta er að gera endurbætur á rikiskerfi sem mjög er bólgið og þrútið. Hér er um að ræða það fyrirbæri sem kallað er clientelismo, og lýtur að þvi, að á löngum og óslitnum valdaferli Kristilegra demókrata, hefur þróast með þeim ýmisleg spilling i embættisrekstri, mikil viðleitini til að hygla „sinum” mönnum eða troða þeim inn i opinber störf á öllum mögulegum og ómöguleg- um forsendum. Ef ætti að taka þessum málum tak væri um leið verið að hrófla við sjálfu valda- kerfi DC, og þvi er varla liklegt að þetta stefnumál verði meira en orðin tóm. I öðru lagi setur stjórn Cossigas Verkfall I Róm I janúar: sóslaiistar verða milli steins og sleggju. skýringum á þvi að Cossiga tókst loksins að mynda meirihluta- stjórn. Laun hækkuðu nokkuð meira en verðlag, og greiðslu- jöfnuður við útlönd varð jákvæður um sex milljarði dollara. Kemur þetta fram i nýlegri skýrslu frá OECD. Skýrslan er að sönnu ekki trúuð á að italskt efnahagslif hafi hrest til langframa. Hún spáir þvi, að á seinni hluta ársins verði aftur samdráttur og atvinnuleysi muni enn aukast. Og eins og venjulega segja hag- tölur jafnan aðeins hluta sögunnar. Hjá OECD er skráð meðalkauphækkun hjá þeim hluta verkafólks sem vinnur viö hefðbundnar aðstæður, sem er nokkru hærri en hækkun á verði nauðsynja (20% kauphækkanir, 15% hækkun verðlags). En þessu verkafólki fer i reynd stöðugt fækkandi vegna vélvæðingar og sjálfvirkni. Um leið stækkar her atvinnuleysingja og ekki siður þeirra sem vinna fyrir sér með þvi að taka verk heim til sin, en slik framleiðsla stendur nú með miklum blóma við hliðina á tölvu- byltingunni. Og hin „svarta vinna” sem unnin er við eldhús- borðin og verkalýðsfélögin eiga erfitt með að fylgjast með, gefur kapitalistum færi á að spara mjög mikið bæði i verksmiöjuhúsnæöi og launatengdum gjöldum. Sósialistar hafa fengið inn i stjórnarsáttmálann ákvæði um lækkun skatta á lægstu laun, stuðning við fátæktarhéruð Suður-Italiu og ibúðabyggingar á félagslegum grundvelli. Þegar litið er á pólitiskt og efnahagsiegt ásigkomulag landsins i heild er hætt við þvi, að efndir i þessum málum sem öörum verði mjög i skötuliki. Þá kynni það innan tiðar að verða sósialistum veru- leg freisting að taka upp á lands- mælikvarða samflot við kommúnista, sem nú búa sig undir harða stjórnarandstöðu. UNGIR /EÍTl ALDNIR ERU mEÐ

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.