Þjóðviljinn - 03.05.1980, Page 10

Þjóðviljinn - 03.05.1980, Page 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. maí 1980 Raunasaga Nú eru bráðum liðin 6 ár siðan endar Djúpvegar náðu saman á Hestfirði. Síðan hefur hvorki gengið né rekið með næsta áfanga, tengingu Inn-Djúps við aðalakvegakerfi landsins með vegi frá Djúpi yfir heiðarnar. Fyrst var það vegna togstreitu milli byggðariaga um hvar vegurinn ætti að koma og nú upp á síðkastið vegna seinagangs Vegagerðarinnar á Isafirði við að Ijúka tæknilegum undirbúningi og skiia samanburðarskýrslum um þau vegarstæði sem til greina koma. Meira en helmingur Vestfirð- inga, Ibúar hér við utan- og innan- vert Isafjarðardjúp, hafa þvi mátt sætta sig við þaö að vera eftir sem áður lokaðir frá aðal- vegakerfi landsins 8-9 mánuði ársinsogþauhundruðmiljóna sem liggja i Djúpvegi komið fáum að gagni, nema hásumarið. Þing- menn Vestfjarða hafa ekki talið sig þess umkomna aö hoggva á hnútinn og allt hefur þetta mál veriö mikil raunasaga, sem enn sér ekki fyrir endann á. Ein afleiðing þessarar tafar hefur t.d. orðið sú, að viö röðun sérstakra stórverkefna I vega- málum i kjördæminu — þ.e. verk- efni sem kosta 500 milj. eða meira — var önundarfjarðarbrú- in tekin fram yfir tengingu Inn- Djúpsins, illu heilli. Þó sú brúar- gerð sé þörf og nauðsynleg sam- göngubót veröur varla um það deilt aö tenging Inn-Djúpsins var og er mikilvægasta verkefnið I vegamálum kjördæmisins. En hvað hefur þá verið togast á um? I stuttu máli þetta: Austur og Vestur-Barðstrendingar hafa viljað fá Djúpveg um Kolla- fjarðarheiði, sem þeir telja snjó- létta; þar með fengju þeir meiri umferö um Gufudalssveit og meiri likur á vegarbótum á vest- urleiðinni, einkum á hinum ill- ræmdu Hálsum. Þetta vegarstæði hefur sætt haröri andstöðu hér viö Djúp, enda mun lengri leið en um Þorskafjarðarheiði. Auk þess al- gerlega veglaus heiði og óglæsi- leg til vegagerðar að okkar mati. Viö höfum fúslega viöurkennt hina brýnu þörf Barðstrendinga og annarra þeirra sem fara vesturleiðina á vegabótum t.d. I Gufudalssveit, en ekki réttmæti þess að þær framkvæmdir yrðu á kostnað Djúpbyggðanna. Lang- flestir Ibúar hér við Djúp vildu veg um Þorskafjarðarheiöi svip- aða leið og sú niöurgrafna vegar- nefna sem nú er þvælst eftir um hásumarið fer, eða þá nokkru sunnar á heiðinni um Fjalldal og Þorgeirsdal, niður að Þorska- firði. Siðan bættist Steingrlms- fjarðarheiöarleiðin við. en þá er fariö eftir núverandi Þorska- fjarðarheiðarvegi 7,5 km og siðan beygt austur og komið niður I Staðardal viö Steingrimsfjörð. Þessi fjallvegur er lægstur og stystur þeirra sem nefndir hafa veriö og með honum væri kominn sá hlekkur sem of lengi hefur vantað I hringveg um Vestfirði og þar meö landið allt. Þessi leið er auðvitað sérstakt óskabarn Strandamanna sem hafa verið án samgangna á landi við önnur byggðarlög kjördæmisins, ef undan er skilinn lélegur sumar- vegur um Tunguheiði suður I Geiradal i Austur-Barð. Hafa þeir þvi veriö dæmdir úr leik að mestu hvað varðar atvinnuleg, menn- ingarleg og félagsleg samskipti við næstu nágranna. A fjóröungsþingi Vestfiröinga 1974 að Klúku I Bjarnarfirði, segir svo m.a. i samgönguályktun þingsins sem samþ. var i einu hljóði: „Jafnframt þvi sem unnið verði aö fullnægjandi tengingu Vestfjarða við aðalvegakerfi landsins verði Strandasýsla betur tengd öðrum hlutum akvega- kerfis Vestfjaröa með vegi yfir Steingrimsfjarðarheiði”. Til að gera langa sögu stutta hefur svo farið að tenging Inn-Djúps með vegi yfir Steingrimsfjaröarheiði hefur hlotið vaxandi byr og er nú einhugur orðinn um þá leið hjá al- menningi og stjórnarmönnum á Vestfjöröum, svo sem fundar- samþykktir f jóröungsþinga sýslunefndar, bæja- og sveitar stjórna og margskonar félags- samtaka og áskoranir mörg hundruð kjósenda eruórækur vitnisburður um. Einnig hafa Indriði Aðal- steinsson, Skjaldfönn: sumir Vestfjarðaþingmenn látið I ljós ákveðinn stuðning við Stein- grímsfjaröarheiði. „Vegamál” á Isafirði hafa þó verið sein að koma I verk tæknilegum undir- búningi og koma til skila upplýs- ingum sem henni er skylt að láta þingmönnum I té og ákvarðana- taka þarf að styðjast við. Var skýrslu lofaö upp úr ára- mótum, en siöan beöið um frest vegna þess að snjómælingar á Steingrimsfjarðarheiði hafa ekki verið raunhæfar siðastl. 3 vetur (ogyfirstandandisáfjórði) vegna , snjóleysis!! A hinum heiðunum var athugunum taliö lokið. Fyrri kostnaðarsamanburöur á leiðun- um hafði verið Steingrims- fjarðarheiöi hagstæður, mót- mælaraddir gegn henni hljóðn- aðar og fastlega hefur verið von- ast eftir að framkvæmdir á henni hæfust 1981, þó að Vegaáætlun geri ekki ráð fyrir fjárveitingu til Inn-Djúps fyrr en 1982. „Nýju fötin” verkfræðingsins I lok marzmánaðar s.l. kom skýrsla „Vegamála” á Isafiröi loks fyrir augu þingmanna og eitt eintak hef ég nú fyrir örfáum dög- um fengið I hendur. Fyrir ritsmlð .þessari er skrifaður umdæmis- verkfræðingur „Vegamála” á tsafirði, Eirikur Bjarnason — frá Patreksfirði að sagt er. Er skýrsla þessi i einu orði sagt hiö dæmalausasta plagg, svo gegn- sýrð af hlutdrægni að manni bráðblöskrar. Höfundur hennar virðist gefa sér niðurstöðuna fyrirfram og hún er sú að Kolla- fjarðarheiði skuli vera besti kosturinn hvað sem tautar og raular. I kringum þann boðskap er svo prjónað I meömælabréfs- stil en sem minnst gert úr þeim niöurstöðum sem koma betur út fyrir hinar heiðarnar. Þessi skýrsla öll minnti mig raunar á hina heimsfrægu sögu H.C. Andersens „Nýju fötin keisar- ans” nema hvað setja má verk- fræðing I stað keisara. I sögunni tókst hrekkjalómum sem kunnugt er að fá hégómlegan og auðtrúa keisara til að klæðast imynduðum flikum. Nú er hlutverkaskipan þó þannig breytt að hrekkjalómur- inn er kominn I Kollafjaröar- heiðar-„duluna” til að dansa i fyrir ráðherra og þingmenn og . reynir aö telja þeim trú um að hún sé gullofinn skrúöi. Og nú er eftir að vita hvort þeir láta blekkjast eða sjá aö verkfræö- ingurinn er svo sem ekki i neinu. Vegalengdir Þetta eru stór orð en skulu nú rökstudd nánar. 1 skýrslu sinni segir EB: „Kollafjaröarheiði er langstyttsti fjallvegurinn, en litiö eitt hærri en Steingrimsfjarðar- heiði. Uppkoma nokkuð brött beggja vegna enda áberandi dýr- asti fjallvegurinn pr. km án brúa” — „næst lengsti kosturiniv miðað við Isafjarðarsvæðið” — Indriði Aðalsteinsson „að auki koma fjallvegirnir Odrjúgsháls og Hjallaháls”. „Steingrimsfjarðarheiði er stutt- ur f jallvegur og tiltölulega lágur, jafnlendi nema i Staöardal og Norðdal”. Þegar vegalengdir Isafjörður-Borgarnes eru bornar saman kemur i ljós að miðaö viö sumarumferð milli þessara staða er leiðin um Steingrimsfjarðar- heiði 44,3 km lengri en um Þorskafjarðarheiði, 40,3 lengri en um Þorgeirsdal og 19,6 km lengri en um Kollafjarðarheiði. Dæmið snýst hins vegar við ef vetrarum- ferð er höfö i huga þvi þá er Brattabrekka á vesturleiöinni oft lokuð og ekki fyrirhugaöar neinar breytingar á þvi, svo fara verður Heydal og þá leið fara þungir bilar raunar allt árið. Þá er Norðurleiðin um Holtavörðuheiði og Steingrimsfjarðarheiöi orðin 4,4 km styttri en Heydalur og Kollafjarðarheiöi, og þar að auki betri vegur og þvi fljóteknari en vesturleiðin. Þá ber einnig að hafa i huga að innan tiltölulega fárra ára má búast við að vegur með varanlegu slitlagi verði kominn noröur yfir Holtavörðu- heiði. Þá yröi umferð frá Djúpi um Steingrimsfjarðarheiði og Strandir komin á maibik á sama tima og umferö um Kollafjarðar- heiöi, Austur-Barð og Dali væri komin i Búðardal. Það er einnig alveg ljóst aö verði Steingrimsfjarðarheiði fyrir valinu sem styttsti vetrar- vegur, verður i leiöinni gerður upphækkaður vegur 7,5 km af nú- verandi Þorskafjarðarheiðarvegi og siðan mætti halda á aö lagfæra hann og halda honum við sem sumarvegi suður-vestur, enda 24,7 km styttri leið en um Kolla- fjaröarheiði. EB gerir litið úr um- ferð til og frá Norðurlandi „ágiskað 10%”. Er þaö hvorki fyrsta né siðasta ágiskunin hjá honum, en fyrir Norðurlandsum- ferö styttir Steingrimsfjarðar- heiöi leiðina til og frá Djúpi um 53,5 km miðað viö Kollafjarðar- heiði og hlýtur það að teljast nokkurs viröi. Vafalaust mun lika sumarum- ferð til og frá Norðurlandi aukast stórlega meö tilkomu hringvegar um Vestfirði, um Steingrims- fjaröarheiði. Rétt er aö undir- strika sérstaklega að vegur um Kollafjarðarheiöi myndar ekki þann hlekk sem vantar i hringveg um tsland, þaö getur aðeins vegur frá Djúpi til Stranda gert. Þrátt fyrir þær staðreyndir sem að ofan er getið um vegalengdir og yfirburði Steingrimsfjarðar- heiðar og Þorskafjarðarheiðar á þvi sviöi gagnvart Kollafjarðar- heiði reynir EB að gera litið úr þeim og telur aö „vel megi sætta sig viö nokkra lengingu leiðar ef sú leiö er á annað borð greiðfær fyrir vegfarendur” og að „Þorskafjarðarheiði og Stein- grimsfjarðarheiöi koma að mati Vegagerðarinnar alls ekki til greina sem tenging Djúpvegar við þjóðvegakerfi landsins”. Snjóalög Litum þá á likurnar á greið- færri vetrarumferð á Steingrims- fjarðarheiði og Kollafjaröarheiöi. Aöur hefur veriö bent á að EB hefur borið sig illa yfir snjóleysi á Steingrimsfjarðarheiði siöustu 3, nú 4 vetur, svo mælingar á henni væru ekki marktækar, þarf þó ekki að draga i efa vilja hans og löngun til að finna þar snjó. Er það og mála sannast að hún hefði verið greiöfær alla þessa siðustu vetur ef vegur hefði verið um hana. EB segir: „Að visu er ekki um langvarandi snjóamælingai að ræða á þessum fjallavegi (þ.e Steingrlmsfjarðarheiði). Aöal- lega hefur verið mælt þar siðustu 2 vetur. Telja verður liklegt aí hún sé á köflum snjóþyngsti fjall- vegurinn af þeim sem til umræðu hafa verið”. Og siðar: „Snjómæl- ingar benda til þess að Kolla fjarðarheiði sé snjóléttasti val- kosturinn, en Steingrimsfjarðar- heiði sá snjóþyngsti”. Ekki er þetta nú gott að dæma Steingrimsfjarðarheiöi úr leik vegna snjóþyngsla en játa i hinu oröinu að ekki hafi fundist á henni neinn snjór til aö mæla. Þaö er hins vegar dæmi, eitt af mörgum, um hvað einkennilega hefur verið staöið að þessum snjómælingum að staðreynd mun vera að ennþá eru engar snjómælistikur komnar á veglinuna Strandamegin niður Norðdal þar sem helst er þó von á snjó að mati EB. Nú hefði mátt ætla að EB hefði leitað álits staökunnugra manna beggja vegna heiðarinnar, t.d. bænda I Langadal, úr þvi snjó- mælingunum var svo áfátt. En al- deilis ekki enda liklegt að álit þeirra passaði ekki við þær niður- stöður sem hann vildi fá. Hins- vegardregur hann fram i tvigang i barnaskap sinum álit „stað- kunnugra heimamanna i Austur- Barð” þar sem þeir „benda á”!! að Kollafjarðarheiði sé snjólétt- ari en Þorskafjarðarheiði og „að þessi hluti” Fremra-Fjalldals á Þorgeirsdalsleiö „gæti orðið nokkuð snjóþungur”. Til að sýna hvað þessi vætti eru léttvæg, tel ég rétt að benda á og undirstrika sérstaklega að gamla póstleiðin lá yfir Þorskafjarðarheiði niður I Langadal við Djúp. Þettá var sú þrautalending sem sist brást, og i snjóavetrum datt engum heilvita manni I hug að fara Kollaf jarðar- heiði. Ætli reynsla genginna kynslóða um vetrarleiðir að Djúpi sé ekki ólygnust og óhlutdrægust og skal EB bent á að lesa „Söguþætti landpóstanna” eða tala við gamla menn sem ferðir þessar rauna. Sama augljósa hlutdrægnin kemur fram þegar EB talar um skerðingar i fjallshliðum á báð- um heiðum, fyrst á Kollafjarðar- heiði þar sem „snjómokstur er tiltölulega auðveldur á sllkum stöðum, þvi auðvelt er að koma frá sér snjónum út fyrir ytri vegarbrún” en á Steingrims- fjarðarheiði um Norðdal „gæti sú færsla leitt til skerðingar i fjalls- hllðum sem hefði mjög llklega snjóasöfnun I för með sér”. Það er ekki sama hvar skerð- ingin er!! En til þess að stað- kunnugir heimamenn i N-Is. fái nú aðeins að segja sina meiningu um snjóþyngslin á Steingrims- fjarðarheiði læt ég fylgja hér um- sögn Kristjáns Steindórssonar bónda og simstjóra á Kirkjubóli, svohljóöandi: „Fyrir nokkrum árum var byrjað að veita af f jall- vegafé smáupphæðir til lagfær- ingar á vegi á Steingrimsfjaröar- heiði. Þessi vegalagning nær frá vegamótum á Þorskafjarðarheiði og norður fyrir sæluhús. Vegi þessum er aðeins lyft upp yfir landið umhverfis, og er óviöa yfir 1 m á hæð. A þennan veg hefur ekki sett snjó og hefur hann verið sem svart strik á hvitum pappir. Siðustu 3 vetur hef ég farið 3-4 sinnum hvern vetur yfir á Norð- dalsbrún og hefur aldrei verið hægtað komast yfir þennan veg á snjó á vélsleða”. Veðurfræði EB I veðurfræðikafla EB segir: „Leiða má rök að þvi, að þvi lengra sem dregur i suövesturátt frá Húnaflóa, þeim mun minni veröurúrkoman. Gæti þetta skýrt það álit að Þorskafjarðarheiði sé snjóþyngri en Kollaf jarðar- Lausar kennarastöður Við grunnskóladeild Fjölbrautaskólans á Akranesi eru lausar kennarastöður. Kennslugreinar: stærðfræði, danska, enska, samfélagsgreinar. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans virka daga, simi 93-2544. Skólanefnd Grunnskóla Akraness Rafveitustjórar III Rafmagnsveitur rikisins auglýsa tvær stöður rafveitustjóra III fyrir Suðurlands- veitu og Vesturlandsveitu Rafmagns- veitna rikisins 1) Á Suðurlandi með aðsetri á Hvolsvelli 2) Á Vesturlandi með aðsetri i Stykkis- hólmi Laun samkvæmt kjarasamningum B.H.M., launaflokkur A-113. Skilyrði er, að umsækjandi hafi raf- magnstæknifræði- eða verkfræðimenntun. Reynsla i rafveiturekstri æskileg. Upplýs- ingar um starfið gefur rekstrarstjóri Raf- magnsveitna rikisins i Reykjavik. Umsóknir sendist starfsmannahaldi fyrir 27. mai n.k. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118, 105 Reykjavík Vegastríð á Vestfjörðum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.