Þjóðviljinn - 01.06.1980, Side 11

Þjóðviljinn - 01.06.1980, Side 11
Sunnudagur 1. júni 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐÁ 11 Rætt vid Hörd Guðbjartsson skipstjóra á skut- togaranum Guðbjarti frá isafirði Vestfirsku togararnir hafa allmikla sérstöðu inn- an skuttogaraf lotans og kemur þar margt til. Fyrir þá er ekki nema 6—7 klukkustunda stím á miðin; þeir geta því brugðið sér inn og landað, komi slæmt veður, meðan þeir togarar sem lengra eiga heim, þurfa að halda sjó. Vestfirsku togararnir fá löndun strax og þeir koma í höf n, sama hvort er á nóttu eða degi, virkan dag eða helgan. Vegna þessa meðal annars er afkoma þeirra betri en annarrafiskiskipa hér á landi. Á dögunum þegar blaðamaður Þjóðviljans var staddur á (safirði var togarinn Guðbjartur IS í höfn og haldið var á fund skip- stjórans, H a r ð a r Guðbjartssonar til að ræða þessi mál og fleiri, varðandi veiðiskap skut- togaranna. Hörður var fyrst spurður álits á tak- mörkun þorskveiðanna, sem verður meiri í sumar en áður hefur verið. Alltof stór f loti — Sú ákvörðun aö leyfa ekki að veiða nema 350 þúsund lestir af þorski i ár er auðvitaö aögerð sem nýtur takmarkaðra vinsælda hjá sjómönnum, en vissulega skiljum við þetta sjónarmið og sættum okkur við þaö. Mér sýnist sem að þróunin i þessum málum hjá okkur sé að verða svipuð og i landbúnaöinum. Búin eru of mörg og of stór, en hjá okkur er flotinn oröinn alltof stór og nýtist þvi ekki sem skyldi og við sjómenn erum ekki ánægðir með þróunina. En þaö sem verra er, enn er veriö aö stækka fiskiskipaflotann, sem er aðeins ávisun á minni afla hjá okkur. 1 hvert skipti sem nýtt skip kemur til veiða minnkar þaö magn sem skipin sem fyrir eru mega veiða. Siðan er okkur att út I að veiöa verölausar fisk- tegundir, eins og grálúðu, en verð á henni hefur veriö óbreytt sl. 3 ár. I þvl 150 til 160 daga þorsk- veiðibanni sem veröur i ár er okk- ur att út i þetta bara af þvi að skipin verða að veiða, sama hvaða rusl er og sama hvað fyrir þaö fæst. Þetta er hneyksli, skripaleikur eintómur. Vanbúin móttaka — Ofan á þetta bætist siðan, að vinnslan i landi, alla vega hér á tsafirði, er vanbúin þvi að taka viö öörum fisktegundum en þorski og ýsu. Allar vinnsluvélar erú miðaðar viö þær tegundir og sama er að segja um fólkið, það er innstillt inná að vinna þessar fisktegundir. Þegar við svo kom- um meö karfa eöa grálúðu, þá er rétt eins og viö séum aö gera einhvern óskunda með þvi að koma með þetta að landi. — Ef við snúum okkur aðeins að þorskfriðuninni sem slikri, hvert er þitt álit á þvi máli? — Ég hygg að það sé samdóma álit allra togaraskipstjóranna að friðunin sé nauðsynleg. Um hitt geta verið deildar meiningar hversu langt á aö ganga og hvernig best verður að henni staðiö i framkvæmdinni. Hitt þori ég að fullyrða aö fiskifræöingarn- ir okkar hafa ekki tæki og eru ekki tæknilega i stakk búnir til að segja til um stærð hrygningar- stofnsins. Þeirra tölur eru meira eða minna ágiskun. Ég er ekki að segja þetta þeim til hnjóös, siður en svo, þeir hafa bara ekki þau tæki, sem þarf til að segja til um þetta. Þeir geta ekki sagt til um þetta, svo ekki geti skakkað 100 þúsund tonnum. Þorskstofninn á uppleið Telur þú þá að hrygningar- stofninn sé stærri en þeir gefa upp? — Um það skal ég ekkert segja, ég get það ekki frekar en þeir, en um hitter ég sannfærður að stofn- inn er á uppleiö, sem betur fer. Ég vil aðeins skjóta þvi hér inni, að ég tel að efla þurfi stórum rannsóknir á þorskstofninum og búa fiskifræðingana sem allra best tækjum i þvi skyni. Ég er ósammála fiskifræöingunum um margt. Til að mynda telja þeir fiskinn miklu staöbundnari en hann er. Ég lit á allt N-Atlants- hafið sem eitt veiðisvæði. Ég er alveg sannfærður um, aö fiskur- inn fer um allt svæöið þegar hann er i ætisleit. Þetta allt og margt fleira tel ég að þurfi aö rannsaka betur en gert hefur verið. ...og erum svo látnir veiða grálúðu bara til að skipin séu að veiðum, þótt ekkert fáist fyrir grálúðuna. ...yfir veturinn, þegar veður eru verst, olíueyðslan mest og erfiðast að draga fisk úr sjó, megum við veiða þorsk', en á sumrin, þegar best er að veiða, olíeyðslan minnst og vinnan léttust er sett bann á okkur .. fiskifræðingarnir eru ekki tæknilega útbúnir til að segja nákvæmlega til um stofnstærð þorsksins, það hlýtur að skeika minnsta kosti 100 þúsund tonnum Á móti kvótakerfinu Nú eru uppi ýmsar skoðanir á þvi hvernig best sé að framkvæma þær veiðitakmark- anir á þorski sem taldar eru nauösynlegar, þar á meöal hafa menn nefnt kvótakerfiö, hvert er þitt álit á þvi? — Ég er þvi heldur andvigur, tel það tvieggjað. Skip eru mis- stór og misdýr I rekstri. Eitt skip er alveg nýtt og afborganir mikl- ar, annaö er að fullu afskrifaö og svo eiga öll þessi skip að fá að veiöa sama magn yfir árið. Ég hygg að slikt myndi aldrei ganga. Nú er þaö þannig aö menn leggja mismikið á sig við veiðarnar, þeir sem standa i skuldabasli eöa gera út dýrari skip eru duglegri en hinir, eða kannski réttara sagt iðnari. Þar viö bætist svo að meö kvótakerfi er allri ábyrgö velt af útgerðinni. Útgerðarmenn myndu segja sem svo, tapiö er svo og svo mikið, skipin fá ekki aö veiða meira, nú veröur rikið aö hlaupa undir bagga. Nei, ég held að kvótakerfi yrði afleit lausn i þessu máli. Þrældómur Farið þið ekkert á karfa i þorskveiðibanninu, aðeins grálúöu? — Já, við erum eingöngu á grálúöuveiðum. Það er svo langt á karfamiðin fyrir okkur og þess- ir togarar ekki nógu buröarmiklir til aö það borgi sig að sækja þangað. Sunnlensku togararnir gera þaö aftur á móti enda stutt fyrir þá að fara. Hinsvegar er þetta grálúðuskrap ömurlegt, viö fáum ekkert fyrir aflann, en vinn- an um borð er þrældómur. Menn eru hreinlega útkeyrðir eftir tvo túra á grálúðu. Aflinn hefur veriö mikill, viö fyllum skipið á fjórum dögum eða svo, en vinnan er llka alveg stanslaus á meðan. Menn standa i aðgerð þetta 18 til 19 tima á sólarhring, þaö er hreinlega unniö eins og menn orka. Og eins og ég sagöi áðan bætist svo ofan á að ekkert fæst fyrir grálúöuna, verðiö er ekki helmingur af þorskverði. En fyrir 7—8 árum var grálúða I hærra veröi en þorskur. Hún er hinsvegar ekkert verðbætt núna eins og karfi og ufsi, þannig aö mönnum þykir þetta heldur daufleg vist. Allt bitnar þetta á okkur — Varðandi þorskveiðibannið þá er aldrei neitt tillit tekið til okkar sjómannanna né hagkvæmnissjónarmiöa. Sjáöu til: Yfir vetrarmánuðina þegar veður eru verst, ollueyösla mest og erfiðast að draga fisk úr sjó, megum við veiða þorsk. En svo þegar komið er sumar, vinnan er léttust, oliueyöslan minnst og minnst fyrir öllu haft, þá er sett á okkur bann. Ég tel að skynsam- legra væri að leyfa bara að veiða þar til heildarkvótinn er orðinn fullur og stoppa þá. Eftir það gætu skipin þá farið á þessar skrapveiðar, grálúðu, karfa eða ufsa. Ég held aö það sé nauðsyn- legt aö taka hagkvæmnissjónar- miöin inni dæmiö lika. Margt sem kemur til Er það eingöngu vegna þess hve stutt er á miðin að afkoman á vestfirsku togurunum er betri en á öðrum togurum? — Þaö á stóran þátt i þvi, en margt fleira kemur til. Við erum svona 6 til 8 stundir að sigla á miöin, en aðrir togarar 12 til 16 tima. Það sem ég tel að valdi mestu um hve vel gengur hjá okk- ur er hve við höfum mikinn sveigjanieika i sambandi við löndun. Hér á Isafirði geta 3 togarar landað samtimis og það er alveg sama hvenær við komum inn, aö nóttu eöa degi, helga daga eða virka, við fáum alltaf löndun strax. Það, hve stutt er á miðin kemur okkur til góða með þeim hætti að ef við erum búnir að fá einhvern afla og veður versnar þannig að ekki er hægt aö veiöa, þá förum við einfaldlega inn og fáum löndun með þaö sama og getum svo veriö komnir út aftur þegar lygnir. Þetta geta aðrir togarar ekki. Og við skipstjórarn- ir erum algerlega einráðir um það hvenær við komum aö landi. í þeim efnum segir enginn okkur fyrir verkum og þaö munar miklu, skal ég segja þér. Að lokum Hörður, menn segja aö þénusta ykkar á vestfirsku skuttogurunum sé góð? — Já, hún er það, en gættu að þvi, þaö er unnið fyrir hverri krónu, þar vantar ekkert uppá. Þeir sem hæst hafa um þénustu akkar sjómanna á skuttogurun- um ættu að prófa vinnuna; ég er ekki vissum að þeir myndu hafa ains hátt um krónutöluna á eftir. — S.dór

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.