Þjóðviljinn - 27.06.1980, Page 15
Hringið í síma 8-13-33 kl. 9-5 alla virka
daga eða skrifið Þjóðviljanum
Föstudagur 27. júnl 1980. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15
Húrra fyrir Pavarotti
Ein söngelsk hringdi.
Mig langar til aö koma á
framfæri þakklæti til aöstand-
enda Listahátiöar fyrir
skemmtilega og liflega Lista-
hátiö. Mér er efst i huga tón-
leikar Pavarottis, sem er eitt-
hvaö þaö stórkostlegasta sem
ég hef upplifaö. Meðan fólk sat
heima við aö horfa á frambjóö-
endurna áttum viö ógleyman-
lega stund i Höllinni með
Pavarotti. Islenska sinfóniu-
hljómsveitin var upp á sitt allra
besta og skemmtileg framkoma
stjórnandans Adlers og Pavar-
ottis spillti ekki fyrir. Mér
fannst Pavarotti sýna þaö með
sviösframkomu sinni að hann
meinar það þegar hann segir aö
áhorfendur séu honum allt.
Hann breiddi út faöminn og
lagöi hendurnar aö hjarta sér
þess á milli og lýsti þannig að
allt væri þetta gert fyrir okkur
sem sátum þarna. Ég segi afiur
kærar þakkir og vonandi veröur
tapiö ekki mikið á Listahátiö-
inni.
Pavarotti — i þetta sinn leggur hann viö hlustir.
Svar
til HP
„Ekki hugðist ég leggja orö i
belg i þeirri baráttu sem nú
stendur um húsbóndasætiö á
Bessastööum. En úr þvi þú
spyrö HP á 6. siöu Þjóöviljans
sl. miövikudag, ef til svo alvar-
legra tiöinda dregur i alþjóða
málum aö Islensk rikisstjórn
teljisig þurfa sérstaks ráögjafa
viö, og ætti völ þeirra fjögurra
sem þú nefnir, vona ég að hún
beri gæfu til að leita til þess
þeirra sem gerst þekkir landiö
og okkur sem þaö byggjum.
Þess þeirra sem er einlægur
boðberi friðarins og raunveru-
legs manndóms, en ekki fyrst og
siöast meistari hráskinnaleika
og refskáka. Þess þeirra sem i
hvert sinn er nógu mikill maður
til aö hlusta af litillæti eftir
okkar hugsun og okkar hjarta.
Slikur maður er Vigdis Finn-
bogadóttir. Henni treysti ég best
til aö finna i hverju máli bestu
færa leið. Þess vegna kýs ég
hana forseta vorn á sunnudag-
inn kemur. Og ég veit aö þú
gerir þaö lika sértu hugsandi,
óvilhallur og fordómalaus
maöur.
Trausti Ólafsson.
frá
lesendum
Sjónvarp
17. júní
Ég hef orö aö leggja i belg um
sjónvarpsdagskrána 17. júni sl.
enda þótt meira en vika sé liöin
frá þeim ágæta degi.
Þannig er mál með vexti aö á
minu heimili dvelja afi minn og
amma, auk foreldra minna sem
komin eru á miöjan aldur. Þau
sátu heima aö kvöldi þjóö-
hátfðardagsins, enda ekkert um
aö vera i bænum sem þau fýsti
aö sjá. Þess vegna var nú kveikt
á sjónvarpinu til tilbreytingar
en hvaö var á dagskrá? Langur
þáttur meö þeim hundleiöinlegu
Svium sem kalla sig ABBA og
þáttur meö Þursaílokknum á
eftir. Sem sagt allt saman popp.
Þursaflokkurinn er vel viö mitt
hæfi, en ekki fulloröins fólks.
Ég er viss um aö þaö er aöal-
lega fulloröiö fólk sem er heima
á þessum degi og hvers vegna er
þá ekki eitthvað gert fyrir þaö?
Krakkarnir sem hafa gaman af
ABBA (sem er reyndar mann-
skemmandi fyrirbæri, sem
flytur lélega tónlist og leggur
allt upp úr ljósum og gljápiku-
stælum) þau eru úti aö
skemmta sér. Þetta er annaö
árið i röö sem 17. júní dagskrá
sjónvarpsins er meö þessum
hætti. Ég beini þeim tilmælum
tildagskrármanna sjónvarpsins
aö þeir hugsi betur til þess fólks
sem heimr. situr,ogekki væri nú
tilof mikils ætlast aö sjónvarpiö
geröi eitthvaö sérstakt i tilefni
dagsins, eða hvaö?
Guörún Pálina
Fréttamynd ársins? 1 kvöld fiytja frambjóöendur ávörp og þar meö
lýkur hinni opinberu kosningabaráttu I rlkisfjölmiölum. (myndgel)
Ávörp frambjóðenda
Sjónvarp
kl. 21.05
Forsetaefnin ávarpa þjóö-
ina i kvöld I beinni útsendingu
sjónvarpsins. Þessi þáttur
verður hiö siöasta sem til
þeirra heyrist á opinberum
vettvangi fyrir kosningar, svo
aö þeir sem hafa ekki enn tek-
iö afstöðu fá nú siöasta sjens.
Röö frambjóöendanna er
þessi: Vigdis Finnbogadóttir,
Albert Guömundsson, Guð-
laugur Þorvaldsson og Pétur
Thorsteinsson. —ká
Keppninni er lokiö meö sigri. Hvaö tekur svo viö?
Drottningardagar
n Sjónvarp
CkL 21,55
Drottningardagar heitir
frönsk kvikmynd sem er á
dagskrá sjónvarpsins i kvöld.
Þar segir frá ungri skrifstofu-
stúlku 18 ára gamalli sem
tekur þátt i feguröarsam-
keppni i von um frægö og
frama. Þetta efni ætti að vera
okkur Islendingum einkar
hugstætt þvi i allan vetur og
fram eftir vori hafa dýrkendur
kvenkroppa þeyst um landiö i
leit aö hinni sönnu fegurö sem
auövitaö felst i mjúkum linum
en ekki þvi sem undir býr.
Ekki vitum vér hvort þaö eru
feröaskrifstofur og umboös-
menn snyrtivara sem standa
aö keppni þeirri sem sýnd er i
myndinni, en fróölegt veröur
aö sjá hvort hamingjan felst I
þvi aö spóka sig um á sviöi og
lága vega sig og meta. Myndin
hefst kl. 21.55, en meöal leik-
ara eru: Anne Papillaud,
Olivier Destrex, Henri
Marteau og Roger Dumas.
— ká
Sinfónluhljómsveit lslands stóö I ströngu á Listahátiöinni. Myndin
var tekin á útitónleikum á Lækjartorgi, en I kvöld veröur útvarpaö
frá tónieikum i Háskóiabiói 1. júni sl.
,Úr nýja heiminum’
Viö njótum enn þá Lista-
hátiöar, þvi útvarp og sjón-
varp eiga i sinum fórum efni
sem tekiö var upp og veröur
sett á dagskrá smám saman. I
kvöld gefur aö heyra siöari
hluta tónleika Sinfóniuhljóm-
sveitar Islands sem voru i Há-
skólabiöi á fyrsta degi Lista-
hátiöar. A efnisskrá er ,,úr
nýja heiminum” eftir Antonin
Dvorák, en hljómsveitarstjóri
er Rafael FrQbeck de Burgos.
Dvorák sem var Tékki,
dvaldi i þrjú ár i Bandarikjun-
um og segir i bókum aö sá timi
hafi verið frjóasta skeiöið i
tónlistarsköpun hans. Þá
samdi hann verkið „tlr nýja
heiminum” þar sem gætir
áhrifa frá tónlist indiána og
svertingja auk þeirrar tékkn-
esku arfleiföar sem Dvorák
var svo kær.
Tónleikarnir hefjast kl.
20.00, kynnir er Baldur
Pálmason.
— ká
Útvarp
kl. 20.00