Þjóðviljinn - 01.07.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.07.1980, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 1. júli 1980. MOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs hreyfingar og þjóðfrelsis Otgefandi: (Jtgáfufélag ÞjóDviljans Framkvæmdastjóri: EiBur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan ölafsson Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir. Auglýsingastjóri: Þorgeir Ölafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaós: Þórunn Siguróardóttir Rekstrarstjóri: Olfar Þormóösson Afgreiðslustjóri: Valþór Hlöbversson Blaðamenn: Alfheibur Ingadóttir, Einar örn Stefánsson, Guójón Friöriks- son.Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. tþróttafréttamaður: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Ellsson Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvörftur:Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Sigríftur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa :Guftrún Guftvarftardóttir. Afgreiftsla: Kristln Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Sigurftardóttir Slmavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlftur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Bárftardóttir. Húsmóftir: Jóna Sigurftardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guftmundsson. Ritstjórn, afgreiftsla og auglýsingar: Slftumúla 6, Reykjavfk, slml 8 13 33. Prentun: Blaftaþrent hf. „Svo gaman fyrir heiminn ” • Enn þá gerast ævintýr. 29. júní 1980 fær virðulegan sess í hópi helstu merkisdaga þjóðarinnar. Það er dagur- inn þegar Vigdís var kjörinn forseti. • Kjör Vigdisar Finnbogadóttur er ekki aðeins merkur íslenskur atburður. Hann hefur tvímælalaust alþjóðlegt gildi. „Þetta er svo gaman fyrir heiminn", varð stuðningsmanni að orði á sigurstundinni. Og satt er það að síst er vanþörf á gleðitíðindum í henni veröld eins og hún er full með ótíðindi dag hvern. • Forsetakosningar á fslandi hafa sérstöðu. Það mun hvergi tíðkast að „valdalaus" þjóðhöfðingi sé kjörinn í beinum almennum kosningum nema hér. Og þjóðin lætur sér sannarlega ekki standa á sama hver skipar þann sess að vera samnefnari þess besta sem hún á. Enginn maður er ósnortinn af þeirri baráttu sem háð var af miklu kappi fyrir kosningarnar. Sagan sýnir að undirstraumarnir í forsetakosningum eru fyrirboðar þess sem með einum eða öðrum hætti kemur fram í fslenskum þjóðmálum. • Forsetakosningarnar 1968 voru eindregin skilaboð frá þióðinni um mat hennar á forsetaembættinu. Skila- boðiri nú eru að sjálfsögðu ekki eins ótvíræð vegna þess að fleiri en tveir voru í kjöri og sýnt frá byrjun að allir frambjóðendur ættu sterk ítök meðal þjóðarinnar. Samt verður það ekki dregið í ef a að Vigdís Finnbogadóttir er verðugur arftaki dr. Kristjáns Eldjárn á forsetastóli og mun bera með reisn það merki sem hann hefur haldið hátt á loft frá því í „uppreisninni" 1968. • Þegar reynt er að slá máli á þann atburð sem ís- lenska þjóðin hefur leyft okkur að verða aðnjótandi kemur spurning upp í hugann: Hvar í heiminum hefði það gerst í dag að ógift kona með kjörbarn hefði náð kosningu til æðsta embættis þjóðarinnar án bakhjarls i ættarveldi eða voldugri stjórnmálahreyf ingu? Oneitan- lega verður það helst fyrir að svara HVERGI. En eftir kjör Vigdísar á Islandi gæti það hvarvetna orðið líklegra. # Um þrjátíu og f jögur prósent þjóðarinnar kusu Vig- dísi í þessum kosningum og miklu, miklu fleiri viður- kenndu hana sem gott forsetaefni og lofuðu kjark hennar, framkomu og málflutning. Engin vandkvæði ættu þessvegna að vera á því að landsmenn allir líti á Vigdisi Finnbogadóttur sem sinn forseta. íslendingar hafa sýnt að viðjar vanans og fordómar um verkaskipt- ingu kynjanna eru þeim ekki fjötur um fót þegar á reynir. • Glæsilegur fulltrúi íslenskrar menningar tekur nú senn við merki dr. Kristjáns á Bessastöðum. Úr hinu táknræna embætti mun hún tala á því táknmáli jafn- réttishugsjónarinnar sem verður fyrirmynd dætra lands- ins. Þeir eru og ófáir karlmennirnir sem nú telja sig hafa greitt ógoldna skuld við mæður, eiginkonur og minningu góðra kvenna með kjöri Vigdísar. • Enn einu sinni hefur það sannast að íslendingar tengja forsetaembættið og sjálfstæðið sterkum böndum. Forsetaframbjóðandi er síður en svo látinn gjalda þess að hafa staðið einarðlega gegn skaðlegum erlendum menningaráhrif um og erlendu hervaldi. Fólk ætlast til þess að forsetinn sé likt og landvættirnir forðum f yrst og fremst gæslumaður þjóðmenningar og sjálfstæðis. • Það er gott vegarnesti fyrir Vigdísi Finnbogadóttur í embætti forseta Islands að ekki hefur fallið blettur á baráttu stuðningsmanna hennar. Það sem þá skorti á at- vinnumennsku í áróðursstríðinu bættu þeir fyllilega upp með yfirvegaðri og prúðmannlegri framkomu. • Forseti hefur verið kjörinn og sigurvegarinn er að- eins einn. Enginn hef ur þó tapað vegna þess að það tapar enginn á því að kynnast þjóðinni með þeim hætti sem allir frambjóðendur gerðu í aðfara kosninganna. Þjóð- viljinn óskar íslensku þjóðinni til hamingju með kjör Vigdísar Finnbogadóttur. —ekh klippt j Ofurmannaspil? Kosningabaráttan fyrir for- J setakosningarnar var hörö og Ióvægin fyrir þá sem i framboöi voru. Auglýsingamennska, vinnustaöafundir, framboös- , fundir um land allt og áróöurs- Iskrif i dagblööin — allt var þetta upp á nútimavisu meö miklum fyrirgangi. , Margir hafa talaö um þaö Ifeiknaálag sem hlýtur aö hafa veriö á frambjóöendunum siö- ustu tvo mánuöina. Þaö er næst- , um ómennskt og mætti vel huga Iaö þvi aö ekki má ofgera fram- bjóöendum i kosningum. Nokkur hætta viröist vera á þvi , aö stjórnmálamennska og kosn- Iingabarátta sé aö veröa af þvi taginu aö engum nema ofur- mennum ætlandi sé. , Hættan er sú aö úr frambjóö- Iendum sem settir eru undir slikt álag veröi einhverskonar vél- menni, auglýsingavara sem . endanlega veröur aö neita sér um öll mannleg samskipti til þess aö passa viö þá Imynd um ofurmenniö sem er meira eöa minna tilbúin. nægt til þess aö senda tólf menn inn á þing i alþingiskosningum og er þaö betur aö veriö en bæöi Alþýöuflokkurinn og Alþýöu- bandalagiö gera nú. Guölaugur Þorvaldsson hefur án efa styrkt stööu sina mjög, var nærri þvi aö ná kosningu og ætti aö geta nýtt þaö traust sem hann hefur fengiö i forsetakosn- ingunum i starfi sinu sem sátta- semjari rikisins. Pétur J. Thor- steinsson þekkti þjóöin litiö áöur en hann bauð sig fram. Heimar utanrikisþjónustunnar kunna aö vera glæstir á yfirboröinu en al- menningur þekkir sáralitiö til þeirra. Hann hefur unniö þaö aö landsmenn þekkja hann nú og störf hans. Úr þvi mætti spila á ýmsan hátt eftir þvi sem Pétur Thorsteinsson hefur hug á. Réttur andi I ööru lagi fer ekki á milli mála aö sá frambjóöandi hlaut kosningu sem minnsta atvinnu- mensku haföi i frammi kringum sitt framboö. Helstu forvigis- menn framboösins á aöalskrif- stofunni i Reykjavik eru nú reynslunni rikari en voru lítt reynt kosningafólk fyrir þessa kosningabaráttu. Hinsvegar rikti réttur andi I þeim herbúö- um og mikil nákvæmni i smekk- vilja telja nokkuö altæk eru ekki eins mikil og stundum er látiö. öllum frambjóöendum fataöist meira og minna I beinum út- sendingum sjónvarpsins, enda skammur timi til undirbúnings, og I raun fáránlegt aö setja for- setaframbjóöendur undir þá aukapressu sem beinar útsend- ingar hafa i för meö sér. Slikt var algjörlega ástæöulaust og þau áttu öll rétt á þvi t.d. aö flytja mál sitt á lokaspretti kosningabaráttu hnökralaust. En þaö skiptir ekki öllu þvi fólk lagöi viö eyru og var fyrst og fremst aö hlusta á hvaö fram- bjóöendur sögöu. Suðupottur I fjóröa lagi er þaö ánægjulegt aö eiga þess kost aö finna nýja samherja i slikri kosningabar- áttu. Enginn skyldi vanmeta þau tengsl sem takast milli manna úr óllkum stjórnmála- flokkum og fulltrúa ólikra viö- horfa sem sameinast um fram- boö ákveöinnar persónu. 1 litlu þjóöfélagi getur slikt skipt sköp- um þvi á vissum stundum kemur samvinna I staö átaka ef leysa á deilur i lýöræöis- þjóöfélagi, og þaö er ekki endi- lega vist aö þær gryfjum sem stiórnmálaflokkar grafa á milíi • Kjörnum forseta fagnaö viö heimili hennar i morgunsáriö i gær. Ljósm. gel. | Einstætt tœkifæri ■ Þótt lesa megi tilhneigingar I Iþessa átt úr nýlokinni kosninga- baráttu sem vissulega eru þess eðlis aö þær ber aö íhuga er þó • margt svo sérstætt og ánægju- Ilegt úr baráttunni aö þaö vegur hitt upp. I fyrsta lagi er þaö þetta ein- ■ stæöa tækifæri sem fjórir menn Ihafa fengið til þess aö kynnast allri þjóöinni. Einn þeirra var kjörinn forseti en hinir eru • heldur ekki samir menn eftir. IAlbert Guömundsson til aö mynda er ekki lengur Reykja- vikurpólitikus heldur stjórn- • málamaöur á landsmælikvaröa. Fylgi hans I kosningunum heföi visri framkomu. Ymis „áróöursslys” sem hentu stuön- ingsmenn hinna frambjóöend- anna komu ekki fyrir hjá stuön- ingsmönnum Vigdisar og þeir skila henni i forsetaembættiö án nokkurs leiöindaslóöa. Atvinnumennskan segir sem sagt ekki allt i kosningum hér á Islandi — og forseti verður ekki búinn til meö auglýsingum. Þaö er vel,' aö svo er enn. Fólkið hlustaði I þriöja lagi mætti nefna aö áhrif sjónvarpsins sem margir manna séu eins óbrúanlegar og menn vilja vera láta þótt hver vilji jafnan halda sinu. Svona mætti lengi telja og aö öllu samanlögöu eru forseta- kosningar á tslandi slikur kraumandi suöupottur aö af þeim geta miklar gufur oröiö og langvarandi i þjóömálabarátt- unni. Ein alvitlausasta pólitiska kenning sem heyrst hefur á landinu er sú aö forsetakosn- ingar séu svo ómerkilegar aö ekki sé hægt aö koma nálægt þeim. Þaö eru miklir marsbúar i pólitik sem halda sliku fram. — ekh 09 skorið Brýnast úrlausnar í heilbrigðismálum: Hjúkrunar- og dag- deíldir fyrir aldrada Skortur á hjúkrunar- og dag- deildum fyrir aldraöa er aö áiiti lækna eitt brýnasta úrlausnarefn- iö i heilbrigöisþjónustunni, aö þvl er fram kemur I einni af ályktun- um þeim sem samþykktar voru á aðalfundi Læknafélags Islands á Húsavik um miðjan mánuö. Aöaimái fundarins voru rekstur og stjórn heilsugæslustööva og endurskoöun læknalaga. Fundurinn fagnaöi því samstarfi, sem tekist hefur milli lækna, atvinnurekenda og launþega um vottoröamál og var stjórn L.í. faliö aö vinna aö þvi, i samráöi viö áöurnefnda aöila, aö læknisvottorö til atvinnurekenda leggist niöur, sé um aö ræöa fjar- vistir I 3 daga eöa skemur. Samskonar ályktun var gerö um fjarvistarvottorö fyrir skólafólk vegna skammtima veikinda. Um leiö og heilbrigöisráöherra var þakkaö frumkvæöi i undir- búningi aö mótun nýrrar heildarstefnu i heilbrigöismál- um, lýsti fundurinn furöu sinni á þvi, aö ekki var leitað til samtaka lækna um tilnefningu i vinnuhóp þann, sem undirbýr heilbrigöis- þing á hausti komanda. Samþykkt var ályktun um, aö ekki megi dragast lengur aö koma á fót framhaldsmenntun lækna á tslandi, einnig aö hraöa yröi endurskoöun reglugeröar um veitingu Iækninga- og sérfræöi- leyfa. Samþykkt var aö beina þvi til heilbrigöisráöherra, aö héröas- skylda ungra lækna veröi afnum- in nú þegar, og taldi fundurinn, aö leysa þyrfti læknaskort dreif- býlisins meö öörum hætti en skylduvinnu lækna. Læknafélag Noröausturlands sá um allan undirbúning fundar- ins, sem haldinn var á hótelinu á Húsavik, en jafnframt var minnst 10 ára afmælis heilsugæslu- stöövarinnar á Húsavik. Stjórn Læknafélags tslands skipa nú: Þorvaldur Veigar Guömundsson, formaöur, Guömundur Oddsson, vara- formaöur, Viöar Hjartarson, rit- ari, Eyjólfur Þ. Haraldsson, gjaldkeri og Kristófer Þorleifs- son, meöstjórnandi. Framkvæmdastjóri félagsins er Páll Þóröarson, lögfræöingur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.