Þjóðviljinn - 02.07.1980, Blaðsíða 3
MiOvikudagur 2. júli 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Rúmlega fertugur Reykvikingur
i gœsluvarðhaldi
Fimm aðilar
kæra fjársvik
Verður gœsluvarðhaldið framlengt?
i dag kl. 17 rennur út gæslu-
varöhaldsúrskuröur yfir rúmlega
fertugum Reykviking sem
kæröur hefur veriö fyrir stórfelld
fjársvik. Unniö er aö rannsókn
málsins dag og nótt og sagöi Erla
Jónsdóttir, deildarstjóri hjá
Rannsóknarlögreglu rikisins, i
gær aö ekki yröi ljóst fyrr en i dag
hvort fariö yröi fram á framleng-
ingu varöhaldsins.
Fyrsta kæran barst Rann-
sóknarlögreglunni i fyrravor og
hafa nú 5 aðilar, allir búsettir
utan Reykjavikur lagt fram
kærur á manninn. Aö sögn þeirra
hefur hann farið um landið I eins
konar söluferöum og selt þeim
vörur I umboðssölu, gegn trygg-
ingavíxlum. Ekkert bólaði siöan á
vörunum en vixlana setti viökom-
andi i umferö og notaöi i viöskipt-
um. Erla Jónsdóttir sagöi aö ekki
lægi ljóst fyrir ennþá um hversu
miklar fjárhæöir er aö tefla en
þær munu skipta tugmiljónum. —
AI
Leiktækjasalir
leyfisskyldir
Borgarráö tekur ákvördun um
rekstrarleyfin innan skamms
t gær voru lagðar fram i
borgarráöi umsóknir fjögurra
aöila um rekstrarleyfi fyrir leik-
tækjastofur f borginni.en nýlega
var gerö sú breyting á lögreglu-
samþykkt Reykjavikur aö slikir
salir séu leyfisskyldir.
Borgarráö sendi umsóknirnar
til umsagnar slökkviliösstjóra og
heilbrigöismálaráös, en mun aö
þeim fengnum taka ákvöröun um
hvort leyfi veröa veitt. Vart liður
sá dagur aö ekki berist kvörtun
undan einum eöa fleiri þessara
sala sem staösettir eru i ibúöa-
hverfum og valda þar miklu
ónæöi. Þeir eru helstu samkomu-
staöir unglinga i viökomandi
hverfum og hafa kennarar og lög-
regluyfirvöld lýst óánægju og
áhyggjum vegna þessarar starf-
semi. — AI
Samband veitinga- og gistihúsaeigenda
Mótmælir hækk-
un á fóðurskatti
Stjórn sambands veitinga- og
gistihúsaeigenda hefur sent frá
sér mótmæli vegna hækkunar á
svfna- og alifuglafóðri. Þeir segja
aö skattur sá sem fyrirhugaður er
muni vaida stórhækkun á svfna-
og fuglakjöti og væntanlega þýöa
minnkaö framboö.
Veitinga- og gistihúsaeigendur
benda á aö mikil breyting hafi
oröiö á matarvenjum hér á landi
vegna aukins framboös á öörum
kjöttegundum en hinu sivinsæla
lambakjöti. „Viö megum þakka
fyrir meöan gestirnir ganga ekki
jarmandi út” var haft eftir veit-
ingamanni fyrir 20 árum, en nú er
öldin önnur svo framarlega sem
aukin skattheimta kemur ekki af
staö nýjum jarmkór óánægöra
gesta.
Sambandið beinir þeim til-
mælum til ráöamanna aö þeir
falli frá fyrirhuguöum ráöstöf-
unum svo aö þjónusta islenskra
veitingahúsa versni ekki til
muna.
BSRB:
Sairnimgamál í biðstöðu
„Þaö er nú ákaflega litiö aö
gerast hjá okkur núna”, sagöi
Haraldur Steinþórsson hjá BSRB
þegar hann var I gær spuröur
hvaö samningamálum liði. „Þaö
er veriö aö ræöa stööuna i hverju
félagi fyrir sig næstu tvo til þrjá
daga og maöur veit aldrei hvaö
kemur útúr þvi”.
Haraldur sagöi aö væntanlega
yröi haldinn fundur i samninga-
nefnd bandalagsins á fimmtudag-
inn kemur og sáttafundur með
sáttasemjara á föstudag.
Hjá ASI er engin hreyfing á mál-
um og engir fundir hafa veriö
boöaöir á næstunni. — hs
Vesturgata 18 flutt
Samanstaður fundinn í Miðstræti
Húseignin Vesturgata 18, sem
Reykjavikurborg keypti á eina
krónu á slðasta ári,veröur I haust
flutt á horn Bókhlööustfgs og Miö-
strætis en borgarráö samþykkti I
gær tillögur skipulagsnefndar og
umhverfismálaráös þar um.
I samþykktinni fólkst einnig aö
húsiö yröi selt meö teikningum og
kvööum um aö þaö veröi gert upp
i sem upprunalegastri mynd.
Aætlaö er aö teiknivinna muni
taka um tvær vikur og húsiö veröi
boöiö út aö henni lokinni. Húsiö
hefur veriö I eigu borgarinnar i
rúmt ár og er hörmung aö sjá
hversu illa þaö hefur fariö á þeim
tima enda hefur þaö staöiö autt og
ókynt allan þann tima. Fuglar
himins og útilegumenn borgar-
innar hafa átt þar greiöan aögang
um brotna gluggana.
— AI
Hús Búnaöarbankans viö Hlemm
Búnaðarbankí 50 ára
Búnaðarbankinn átti hálfrar
aldar starfsafmæli f gær og hefur
bankaráö ákveðið aö minnast
þess meö ýmsum hætti, m.a. meö
20 miljón króna framlagi tii efl-
ingar trjárækt og meö þvf aö iáta
rita sögu bankans.
íársskýrslu bankans, sem jafn-
framt er afmælis rit er aö finna
ýmsan fróöleik um sögu og
starfsemi Búnaöarbankans auk
ritsmiöa um auölindir Islands.
Tildrög aö stofnun hans eru rakin
og þær breytingar sem geröar
hafa veriö á starfseminni i hálfa
öld. 1 afmælisritnu er einnig fjall-
að um auölindir Islands, Markús
A. Einarsson, veöurfræöingur
ritar um Veöurfariö og breyti-
leika þess, Dr. Björn Sigurbjörns-
son forstjóri ritar um Landiö og
auðlindir þess og Már Eliasson,
fiskimálastjóri um Hafiö. Þá
ritar Garöar Ingvarsson hag-
fræöingur um Orkuna og Hákon
Bjarnason fyrrverandi skóg-
ræktarstjóri ritar I tilefni Árs
trésins um Tré og menn og skóga
og menn.
20 miljónir i trjárækt
20 miljón króna framlagi bank-
ans til eflingar trjáræktar veröur
þannig variö, skv. ákvöröun
bankaráös: 10 miljónir króna eru
afhentar Skógræktarfélagi ís-
lands til frjálsrar ráöstöfunar i
tilefni 50 ára afmælis félagsins. 5
miljónum króna er varið til kaupa
á trjáplöntum sem úthlutaö er til
eigenda sparifjárreikninga i
bankanum eftir útdrætti og 5
miljón krónum er variö til þess aö
koma upp tveimur trjálundum i
þéttbýli I samstarfi viö viökom-
andi sveitarfélög meö þaö i huga
aö starfsfólki bankans gefist kost-
ur á aö leggja hönd á gróðursetn-
ingu trjáplantna á þessum stöö-
um.
Starfsmannafélagið fær
tvö sumarhús
Þá hefur bankaráö ákveöiö aö
minnast aldar afmælisins meö
þvi aö afhenda Starfsmanna-
félagi Búnaöarbankans tvö full-
búin sumardvalarhús til eignar.
Ennfremur er 5 miljónum veitt tii
námssjóös starfsmanna og sömu
upphæö til utanfararsjóös starfs-
manna.
Þá er 1 miljón variö til afmælis-
skákmóts og ákveöiö aö láta rita
sögu bankans.