Þjóðviljinn - 02.07.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.07.1980, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 2. júli 1980. Súknin er hafin upp Vihivallahllft. Vlhivallaskógur I fæöingu fyrir 10 árum. Fljótsdalsáætlun 10 ára Frá Sveini Arnasyni, fréttaritara Þjóöviljans á Egilsstööum. A þessu ári eru 10 ár siöan fyrstu plöntur voru gróöursettar eftir svonefndri Fljótsdalsáætlun, i landi Vlöivalla ytri i Fljótsdal I Noröur-Múlasýslu. Aö visu hófust giröingaframkvæmdir haustiö 1969 en á þvl ári voru fyrst á f jár- hagsliö Skógræktar rikisins 500 þús. kr. t i li framkVi i Fljótsdal. Fjárveitingin I þessu skyni á fjárlögum fyrir áriö 1969 táknaöi þýöingarmikla viöurkenningu fjárveitingavaldsins á þvi, aö láta reyna á, hvort skógrækt gæti orö- iö þáttur í búskap bænda á tslandi. Fljótsdalur varö fyrir valinu þar eö mat skógræktar- manna var, aö þar væru einhver hagstæöustu skógræktarskilyröi á tslandi. Fyrir þvi bæri aö gera þessa tilraun þar. A þessu svæöi var vöxtur skógar svo góöur, mældur i viöarframleiöslu, aö sambærilegt þótti viö svæöi I Noröur-Skandinaviu, þar sem skógrækt er atvinnugrein. Hugmyndin verður til Hugmyndin um sérstaka skóg- ræktaráætlun fyrir Fljótsdals- hrepp átti sér nokkurn aödraganda. Erfitt er aö segja nákvæmlega hvenær hún fæddist. En hún grundvaliast vitanlega á þeim árangri, sem sýnilegur var þegar um 1960 I skógræktinni á Hallormsstaö, þar sem skógrækt- arskilyröi eru nánast hin sömu og Fljótsdal. Enginn vafi er á þvi, aö hin svonefnda Orsta-áætlun, sem Hans Berg, héraösskógameistari I Orsta á Sunnmæri i Noregi lagöi fram upp úr 1950, hefur veriö kveikja aö þessu i hugum sumra skógræktarmanna á íslandi. A aöalfundi Skógræktarfélags Islands á Hallormsstaö 1961 var þvi hreyft I fyrsta sinn opin- berlega, aö bændur, sem ættu hentug lönd, yröu studdir sér- staklega til þess aö rækta skóg á löndum sinum. Samþykkt var til- laga þar sem segir: Stefnt veröi aö þvi eftir þvi, sem timabært telst, aö sveitarfélög taki sér fyrir hendur, gegn nánar tilgreindum skilyröum, aö aöstoöa bændur á einstökum jöröum til þess aö koma upp skógræktarteigum, þar sem skilyröi eru til skógræktar. Ekkert formlegt geröist svo i þessu máli fyrr en i febr. 1965, er starfsmannafundur Skógræktar rikisins stóö fyrir dyrum. Einar Sæmundsen, skógarvöröur, haföi um þær mundir hreyft óformlega viö einstaka menn hugmynd um skógrækt hjá bændum á Upp- héraöi. Hinn 23. febr. er svo fundur i stjórn Skógræktarfélags Islands, þar sem Þórarinn Þórarinsson, þáverandi formaöur Skógræktarfélags Austurlands og Siguröur Blöndal, skógarvöröur voru mættir og ræddu um Fljóts- dalsáætlunina, eins og stendur I dagbók hins síöarnefnda. Þarna kemur oröiö Fljótsdalsáætlun trúlega fyrst fram I umræöu á fundi en I þvi formi haföi Einar Sæmundsen sett hugmyndina fram. Flutti hann á fundinum til- lögu þess efnis, aö stjórn félags- ins beindi þvi til Skógræktar rikisins, aö hún léti fara fram athugun i samráöi viö Skógrækt- arfélag tslands og geröi siöan áætlun um skipulega skógrækt og búskap i einum hreppi eöa byggöarlagi á Fljótsdalshéraöi t.d. I Fljótsdal. . . J Þessi tulaga var samþykkt og máliö siöan rætt á fundi starfsmanna Skógræktar rikisins. Kannaðar undirtektir Niöurstaöa af þessum fyrstu umræöum um hugmyndina var sú, aö kanna undirtektir viö hana hjá bændum i Fljótsdal. Var Siguröi Blöndal faliö þaö. I april- mánuöi 1965 var þaö gert. Rætt var viö nokkra bændur i Fljótsdal um málið. Voru undirtektir þeirra á ýmsa vegu, sumir voru mjög jákvæöir, aörir vantrúaöir á hugmyndina. Málið kynnt opinberlega Hinn 11. júli 1965 gekkst Skóg- ræktarfélag Austurlands fyrir samkomu I Atlavik I Hallorms- staöarskógi. Einar Sæmundsen var þar ræöumaöur, kynnti hug- myndina um Fljótsdalsáætlun og lýsti henni. Kjarni hennar var, aö á 25 árum veröi teknir til skóg- ræktar 1500 ha lands I Fljótsdals- hreppi. A aöalfundi Skógræktar- félags Islands, sem haldinn var á Blönduósi i ágúst 1965 var samþykkt tillaga frá Skógræktar- félagi Austurlands um máliö. Unnið að framgangi málsins Ekki tókst aö fá samþykkti fjárveitingavaldsins fyrir hug- myndinni aö þessu sinni en áætl- un var lögö fyrir þaö. Lenti nú málið i þófi um sinn eöa til ársins 1968. Þó var þvi alltaf haldiö vakandi af hálfu Skógræktar rikisins og Skógræktarfélags Islands. Nú sókn var hafin á árinu 1968, áætlunin endurskoöuö og geröir nýir útreikningar varöandi rækt- unina. Þetta bar þann árangur aö viö afgreiöslu fjárlaga I des 1968 voru veittar 500 þús. kr. til framkvæmda i Fljótsdal. Þetta var að visu aöeins þriöjungur af þvi, sem áætlunin geröi ráö fyrir en engu aö siöur mjög mikilsvert. Tíu ára afmæli Miövikudaginn 20. júni sl. minntist svo Skógrækt rikisins 10 ára afmælis Fljótsdalsáætlunar. Gestum var boöiö I Viöivallaskóg og sýndur undraveröur árangur. Aö loknu ávarpi skógræktarstjóra rikisins og skoöunarferö um vföi- vallaskóg leiddi Jón Loftsson, skógarvöröur á Hallormsstaö gesti I gegnum „timavél”, sem hann kallaöi svo. Fariö var I Hallormsstaöaskóg og staönæmst á staö þar sem mönnum var sýnt hvernig umhorfs yröi I Vlðivalla- skógi áriö 1985. Þar var unniö aö grisjun og botnhreinsun. Siöan var staönæmst 1995 en þá fór fram frekari grisjun, tré felld og gestum sýnd framleiösla á giröingarstaurum. Eftir aö fylgst haföi veriö meö þvi var fariö fram til ársins 2012 og staönæmst I skógi, sem gæti gefiö af sér boröviö. A þeim staö voru gestum sýnd tré, er vaxin eru upp af fræj- um, sem þroskast hafa á trjám I kring og borist meö vindi til jaröar, fyrstu islensku rikis- borgararnir. Aö þessu loknu bauö Skógrækt rikisins upp á veitingar I skógin- um I fallegu veöri og fluttu þar ávörp Pálmi Jónsson, landbún- aöarráöherra, Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri, sem einnig er formaöur Skógræktarfélags Islands, Siguröur Blöndal, skóg- ræktarstjóri rikisins, Jón Lofts- son, skógarvöröur á Hallorms- staö, auk nokkurra gesta. Hér lauk ánægjulegum degi I fögru umhverfi og allir viöstaddir sannfæröir um aö skógrækt á tslandi á framtiö fyrir sér. sá/mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.