Þjóðviljinn - 08.07.1980, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 08.07.1980, Qupperneq 2
2 SIÐA — ÞJÓDVILJINN j>ri6judagur 8. júll 1980.____ Erfið markaösaðstaöa vegna opinbers stuðnings við samkeppnisaðila í lagmeti Stjórnvöld grípi tíl gagnráðstafana „Stjórn Sölustofnunar lagmetis skorar á stjórnvöld að gripa tii gagnráðstafana vegna styrktaraðgerða opin- berra aðila i helstu sam- keppnislöndum islensks lagmetis” segir i ályktun sem gerð var á stjórnarfundi stofnunar- innar fyrir skömmu og send var Iðnaðarráðu- neytinu og Félagi is- Ienskra iðnrekenda. I ályktuninni segir ennfremur aö styrktaraögerðirnar i sam- keppnislöndunum séu þegar farnar aö hafa veruleg áhrif á alla samkeppnisstööu iönaöarins. Nærtækt dæmi sé aögeröir Noröurlandaþjóöa eins og t.d. Norömanna sem nú greiöa niöur hráefni (einkum sardlnur) taka þátt i launakostnaöi fyrirtækj- anna bæði viö umbúöagerö og sjálfa niöursuöuna og hafa nú ný- lega gripiö til styrktaraögerða meö endurskipulögöu miöstýröu sölukerfi. „Hér eru I tafli hagsmunir fleiri iðngreina en lagmetisiönaöar. Stjórnin fagnar ákvörðun Félags islenskra iönrekenda um aö láta fara fram alhliöa rannsókn á styrktar og verndaraðgeröum til stuönings iönaöi hinna ýmsu landa og vonar, aö stjórnvöld hagnýti sér væntanlegar upplýs- ingar til aö ná sambærilegri aö- stööu viö helstu keppinauta”, segir i lok ályktunarinnar. — ig. Bæjarráö Hafnarfjaröar á 2000. fundinum. HqfiunjfjöríkiK 2000. ftindur bæjarráðs Nylega var haldinn 2000. fundur bæjarráðs Hafnarfjarðar, en það var stofnað 3. febrúar 1942 er bæjarstjórn sam- þykkti þá breytingu á starfssviði sinu að kjósa þrjá menn i bæjarráð og þrjá til vara til eins árs i senn. í fyrsta bæjarráöi Hafnarfjarö- ar sátu sem aöalmenn Emil Jóns- son, Kjartan Olafsson og Þorleifur Jónsson, en varamenn voru Björn Jóhannesson, Asgeir Stefánsson og Stefán Jónsson. Frá upphafi hefur bæjarstjóri setiö fundi bæjarráös. Þegar bæjarráö var stofnaö var Friöjón Skarphéöinsson bæjarstjóri. Fyrsti fundur var haldinn 9. febrúar 1942 og var Emil Jónsson kosinn formaöur þess. 1 upphafi voru bæjarráöi falin störf ýmissa nefnda á vegum bæjarins en nú er meginhlutverk bæjarráös aö fara meö ásamt bæjarstjóra framkvæmdastjórn á málefnum kaupstaöarins aö þvi leyti sem hún er ekki fengin öör- um aöilum. Auk þess hefur bæjarráö þaö hlutverk meö hönd- um aö vera fjárhagsnefnd bæjar- ins. Þaö hefur eftirlit meö fjármálastjórn bæjarins og undirbýr fjárhæagsáætlun hverju sinni. Nú eiga sæti I bæjarráöi Arni Gunnlaugsson, Arni Grétar Finnsson og Ægir Sigurgeirsson. Auk þess sitja fundi ráösins tveir áheyrnarfulltrúar minnihlutans I bæjarstjórn, þeir Höröur Zóphanlasson og Markús A. Einarsson, Einar I. Halldórsson bæjarstjóri og Guöbjörn ólafsson bæjarritari. Nú verandi formaöur bæjarráös er Arni Gunnlaugsson. Nlð drögum 10. júlí Endurnýió tímanlega 7. flokkur 18 @ 1.000.000 18.000.000 90 — 500.000 45.000.000 702 — 100.000 70.200.000 8.505 — 35.000 297.675.000 9.315 430.875.000 36 — 100.000 3.600.000 9.351 434.475.000 HAPPDRÆTT! HÁSKÓLA ÍSLANDS /Menntermáttur Suimudagsforsíðan Margir hafa efalaust velt þvi fyrir sér hvar forsiðu- myndin á heigarbiaðinu hafi verið tekin, og hafa menn komið með ýmsar uppástungur, Flestir telja að þetta séu menn á ferð um jökul, en svo er þó ekki. Þessi mynd er tekin þegar verið var að mála þakið á Laugardalshöllinni. Myndina tók — gel — Blómsveigasjóður afhendir gjörgæslutæki Til notkunar við fæðingar Blómsveigasjóöur Þorbjargar Sveinsdóttur afhenti nýlega kven- lækningadeild Landspitalans að gjöf vandaö gjörgæslutæki, til notkunar viö fæöingar. Eykur tækiö mjög á öryggi móöur og barns meðan á fæöingu stendur. Stjórn sjóðsins, þær Guðrún Benediktsdóttir, Þorbjörg Jóns- dóttir og Guörún Jóhannsdóttir, afhentu tækiö og viö þvi tóku yfir- læknar og yfirljósmæöur kvenna- deildarinnar. Viö þetta tækifæri minntist Guörún Benediktsdóttir Þor- bjargar Sveinsdóttur sem var skipuö ljósmóöir hér I Reykjavik 1864 og gegndi þvi starfi til dánar- dægurs, 1903. Hún var gáfukona og skörungur og lét flest mál til sin taka, landsstjórnarmál, bæjarmál, prestkosningar o.fL Gekk hún aö öllum þessum málum meö röggsemi og dugnaöi. Auk þess var hún vel mælsk og gætti þvi áhrifa hennar þar sem hun beitti sér. Hún þótti ágæt ljósmóðir og voru jafnan hjá henni nokkrar stúlkur til náms i yf irsetukvennafræöum. Þorbjörg var ein af aðalhvata- mönnum aö stofnun Hins Islenska kvenfélags og aö henni látinni stofnuöu félagskonur þess Blóm- sveigasjóöinn, sem var til styrkt- ar fátækum sængurkonum i Reykjavik. Veröbólga og breyttir þjóö- félagshættir hafa rýrt gildi sjóösins og getu hans til aö gegna upphaflegu hlutverki. Þvl ákvaö stjórn sjóösins, aö fengnu sam- þykki borgarstjórnar, aö verja sjóönum til kaupa á umræddu tæki i þeirri von, aö þaö komi aö gagni og bæti hag heilsu sængur- kvenna og barna þeirra og þjóni þannig upprunalegum tilgangi sjóösins. —mhg Alþýðuleikhúsið á ferð um Vestur- og Norðurland Alþýöuleikhúsiö hefur aö undanförnu sýnt hinn viöfræga gamanleik Viöborgum ekki — viö borgum ekki eftir Dario Fo á Vestfjörðum viö gifurlega aösókn og miklar vinsældir. Er nú feröinni heitiö til Noröurlands og veröur sýnt þar fram undir 20. júli, en leikferöinni lýkur meö sýningum I Hrisey og Grimsey. Sýningar á Viö borgum ekki .... eru nú orðnar töluvert á annaö hundraö, en leikurinn var frum- sýndur I janúar 1979. Myndin hér aö ofan er úr einu atriði leiksins.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.