Þjóðviljinn - 08.07.1980, Side 6

Þjóðviljinn - 08.07.1980, Side 6
6 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Þrlöjudágut 8.'jÚlI 1980. STYRKUR TIL HÁSKÓLANÁMS í JAPAN Japönsk stjórnvöld bjóöa fram styrk handa Islendingi til háskólanáms i Japan námsárið 1981—82 en til greina kem- ur aö styrktimabil veröi framlengt til 1983. Ætlast er til aö styrkþegi hafi lokiö háskólaprófi eöa sé kominn nokkuö áleiöis i háskólanámi. Þar sem kennsla viö japanska háskóla fer fram i japönsku er til þess ætlast aö styrkþegi leggi stundá japanska tungu um a.m.k. sex mánaöa skeiö. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en 35 ára. Styrk- fjárhæöin er 159.000 yen á mánuöi og styrkþegi er undanþeginn skólagjöldum. Auk þess fær styrkþegi 25.000 yen viö upphaf styrktimabilsins og allt að 43.000 yen til kaupa á námsgögnum. Þá er og veittur feröastyrkur. Umsóknir um styrk þennan.ásamt staöfestum afritum prófskirteina, meömælum og heilbrigðisvottoröi, skulu sendar menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 4. ágúst n.k. — Sérstök umsóknareyöu- blöö fást i ráðuneytinu. Menntamálaráöuneytiö 1. júli 1980. TILKYNNING frá Framleiðsluráði landbúnaðarins til framleiðenda í aiifugla og svíharækt Akveðið hefur verið að afhenda eigendum alifugla og svina séstök kort, sem veita þeim heimild til kaupa á kjarnfóðri, án þess að þurfa að greiða að fullu það kjarn- fóðurgjald, sem nýlega hefur verið ákveðið með lögum. Leyfisveitingin gildir til loka september næstkomandi og miðast við 25% af þvi kjarnfóðurmagni sem viðkomandi aðilar geta fært sönnur á að þeir hafi keypt á sl. ári til svina- og alifuglaræktar. Framleiðendur skulu senda Framleiðslu- ráði samanteknar upplýsingar um kjarn- fóðurkaup sl. árs ásamt verslunarnótum yfir kaupin. Þörf nýrra framleiðenda verður metin sérstaklega. Leyfiskortin verða siðan send viðkomandi aðilum jafn- óðum og þau verða tilbúin. Umsóknum skal fylgja nafn og nafnnúmer viðkomandi umsækjenda ásamt greini- legu heimilisfangi. Þeir sem til þess hafa aðstöðu geta skilað umsóknum og sótt leyfin sjálfir á skrif- stofu Framleiðsluráðs i Bændahöllinni Reykjavik. Afhending leyfanna hefst mánudaginn 7. júli. Reykjavik, 5. júlí 1980. Framleiðsluráð landbúnaðarins. Trésmiðir - Trésmiðir Viljum ráða nokkra trésmiði nú þegar. Mikil og góð vinna. Upplýsingar á skrifstofunni i sima 83307. Byggingarfélagið Ármannsfell. A ðstoðarverslunarstjóri Okkur vantar aðstoðarverslunarstjóra i stóra kjörbúð, helst vanan kjötafgreiðslu. Þarf að geta leyst verslunarstjóra af. Upplýsingar á skrifstofu KRON miðviku- dag og fimmtudag kl. 2-4. KAUPFELAG REYKJAVÍKUR 0G NAGRENNIS Brœðraminning Friðrik Ásmundsson F. 20.3 1930 — D. 28.11. 1979 Kristinn Ásmundsson F. 08.06 1928 — D. 22.05. 1980 Þaö mun hafa veriö voriö 1953 aö ég var i framboöi fyrir Sósialistaflokkinn á Snæfellsnesi. Og I Grundarfiröi gisti ég hjá vini minum Jóhanni Asmundssyni og hans góöu konu á Kverná. Þegar ég reis úr rekkju og gekk út i vormorguninn, þá mætti mér sjón, sem mér hefur aldrei úr minni liöiö. 1 hlaövarpanum stóö ungur og einn karlmannlegasti maður sem ég hef augum litiö. Hann var meö mjólkurfötu i hendi og til hans gekk rauöur hestur. Hesturinn kumraöi og teygaöi siöan mjóikina úr fötunni. Skammt frá stóö Asmundur faöir hans og muldraöi eitthvaö um óspillsemi, en þó var eitthvert blik i augum hans sem sýndlað honum likaöi þetta ekki meö öllu illa. Hundurinn flaöraöi upp um manninn meö gleöilátum. Maöur- inn var Friðrik Asmundsson. Hann haföi komiö heim af vertiö um nóttina. Ég heilsaöi þessum unga manni og hann bauö mig velkominn en mér fannst bæði hjá hestinum og hundinum ég ekki vera velkominn, þvi þeir vildu fá aö fagna honum einir. Slðar átti ég eftir aö kynnast Friörik nánar. Hann stundaöi sjómennsku og var einn eftirsótt- asti og harðduglegasti maður, sem hægt var aö fá i skipsrúm. Hann aflaöi sér menntunnar og réttinda til vélstjórnar og siöar skipstjórnar. Hann var ýmist háseti, vélstjóri, stýrimaöur eöa skipstjóri viö fiskiveiðar. Slikir menn eru ekki baöaðir frægöar- ljóma fjölmiöla, en þaö aö stunda sjó á íslandsmiöum i höröum vetrarveörum af þvf æöruleysi og kjarki sem Friörik og félagar hans geröu, veröur aldrei fullmetiö, né fullþakkaö af þeim sem starfa þeirra nutu. Friörik Asmundsson var fædd- ur 20. mars 1930 aö Kverná. Eiginkona hans var Þorgeröur Gunnarsdóttir frá Reykjavik. Þau áttu þrjú börn og eina fóstur- dóttur og áttu heimili sitt i Reykjavik. Þegar maöur mætti þessum hjónum á förnum vegi sá maöur gleöi þeirra yfir aö vera saman og maöur fann hamingju þeirra streyma til sin. A s.l. ári ákvaö Friðrik aö hætta sjómennsku og hann var ráöinn afleysingavélstjóri á dráttar- bátnum „Magna”. Ég minnist þess er Friðrik kom til min, er hann sótti um fast starf hjá Reykjavikurhöfn. Þaö heföi hann fengiö, þvi menntun hans og frábær verkhæfni geröu hann eftirsóttan I þau störf eins og önn- urf en þar til frá þvi endanlega væri gengiö, tók Friörik að sér stýrimannsstarf i einni siglingu tilEnglands á mótorbát. Or þeirri ferö átti hann ekki afturkvæmt, þvi hann druknaöi i höfninni i Hull 28. nóvember s.l. Ég vil ekki ýfa upp sár ástvina hans, en hann var aöeins 49 ára og öllum sem þekktu hann, fannst hann deyja of ungur. Ég hef áöur lýst einstakri karlmennsku hans og vinnuþreki. Ég kann ekki orö yfir hjartalag hans, en ég held aö börn hafi fagnað honum jafn inni- lega og mállausu vinir hans á túninu á Kverná forðum. Viö vinir Kristins Asmunds- sonar voru harmi lostnir, þegar viö fréttum aö hann heföi drukknaö i rielsir^i I Finnlandi 22. mai s.l. þar sem hann var skipverji á m/s Laxá. Enginn okkar<var búinn aö sætta sig viö lát bróöur hans nokkrum mánuðum áöur. Lifsþróttur og kraftur þessa manns var svo mik- ill, aö manni datt ekki dauöinn I hug I nærveru hans. Hann var fæddur aö Kverná 8. júli 1928 og var þvi aöeins 51 árs. Æskuár Kristins munu hafa veriö Friörik og Kristinn Asmundssynir svipuö og bróöir hans. Hann stundaöi sjó af sama kappi og dugnaði á fiskiskipum öll sin æskuár. Eftir aö hann fluttist til Reykjavikur gekk hann i lögregl- una I Reykjavik. -ðg starfaöi þar tæplega 5 ár. 1 þaö starf var hann á margan hátt heppilegur. Ég gæti ekki nefnt þann lögreglu-. mann, sem haföi afl og krafta Kristins. Allir litilsmegnugir áttu skjól hjá honum, og mildi hjartans fór saman viö þrek hans og glæsimennsku. Kristinn var maöur hreinskiptinn og fór aldrei dult meö skoöanir sinar. Þaö hefur sjaldnast veriö mönnum til frama I lögreglunni i Reykjavik. Einnig held ég aö hafiö hafi togaö hann til sin aftur, þar sem hann lifði öll sin djörfu æskuár og honum hafi fundist hann of múlbundinn i lög- reglunni. Jafnframt sjómennsku stundaöi Kristinn pipulagningar- störf og lagði oft einn lagnir i heilu húsin, þó aö hann heföi ekki fullkomin- réttindi til þeirra starfa. Þegarhann var i lögregl- unni aflaöi hann sér réttinda sem mótoristi og starfaði lengi sem vélstjóri á Arvakri. Siöustu 8 árin var hann vélstjóri á millilanda- skipum „Hafskips” og þar var hann er hann fór sina hinstu för. Þótt hann hefði hvorki fullkomin réttindi sem vélstjóri né sem pipulagningamaöur þá skilaöi hann þessum störfum af slikri prýöi, aö hann var eftirsóttastur manna i þau. Kristinn haföi mikinn áhuga á þjóöfélagsmálum. Hann var bráttumaöur jafnréttis og bræöralags, og gekk hikiaust á hólm gegn misrétti, þótt þaö stundum yröi til aö hann sjálfur væri beittur misrétti. Ég man jafnan hversu mikil öryggistil- finning fór um mig, ef ég á ólgu- timum sá Kristin.-' nálægt mér. Hann var kvæntur Helgu Kristjánsdóttur frá Reykjavik og hér áttu þau búsetu. Þau áttu tvær dætur. Sár er sökr.uður Helgu og dætranna aö sjá * aö baki Kristni I blóma lifsins. Nú er þessi glæsilegi, þrekmikili vinur minn allur og ég neita þvi ekki aö mér finnst vinahópurinn litlausari og svip- minni en áöur. Slikir voru mannkostir hans — og slikur var lifsþróttur hans. Foreldrar þeirra bræöra voru hjónin Steinunn Þorsteinsdóttir og Asmundur Jóhannsson, bóndi á Kverná i Grundarfiröi, sem bæði eru látin. Þeir voru komnir i báöar ættir af annáluöu dugnaöar- og sæmdarfólki. Forfeöur þeirra voru þekktir þrekmenn og sjósóknarar. Sem dæmi má nefna að móöurbræöur þeirra voru Báröur og Kristfinnur frá Gröf sem stóöu i hinum fræga Siglu- fjaröarslag og sóttu 50 Norðmenn þá aö þeim bræörum tveim og létu þeir hvergi undan siga. Breiöfiröingum þarf ekki að kynna ættir þeirra bræöra, en sterkar voru rætur þeirra bræöra alla tiö til æskustöðvanna i Grundarfiröi, þar sem Kirkju- felliö ris og Stööin, og i austri eru ljósar liparithliöar Manar, i suöri Helgrindur og i norður Breiöa- fjöröur. Og sá sem kemur þangaö á fögru sumarkvöldi skilur þessa átthagaást. Þau hjónin Steinunn og Asmundur áttu 9 börn, 2 syni misstu þau kornunga. Vilhjálmur drukknaöi fyrir 20 árum frá konu og 4 börnum, þegar mótorbátur- inn „Rafnkell” fórst meö allri áhöfn. Eftir lifa 4 systkini, bræðurnir Þorsteinn og Jóhann, bændur á Kverná, og tvær systur, Asta og Hallfriöur, giftar og búsettar i Reykjavik, Þeir bræður sóttu sjóinn fast, en fast hefur Ægir sótt aö þeim bræörum, er hann hefur nú tekiö þrjá þeirra. Utför Kristins fór fram I gær frá Fossvogskapellu. A sllkum stundum eru orö til litils, en þaö var hverjum manni dýrmætt aö kynnast þeim. Eftirlifandi konum þeirra færi ég samúð mina og vina minna og þegar viö drúpum höfði I harmi þá eigum viö eina ósk aö börn þeirra erfi i rikum mæli þá reisn og manndóm sem einkenndi þá bræöur svo mjög i lifi þeirra. Guömundur J. Guömundsson. Blikkiöjan Asgaröi 7, Garðabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SÍMI 53468

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.