Þjóðviljinn - 08.07.1980, Síða 7

Þjóðviljinn - 08.07.1980, Síða 7
Þrlbjudagur 8. JÚU 1980. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 7 Aö þessu sinni tinum viö saman eitt og annaö af viðburöum sið- ustu vikna I eins konar fréttabelg. Forvitin Rauð Málgagn Rauðsokkahreyfing- arinnar kom út fyrir skömmu. Sú breyting var ákveðin snemma á þessu ári aö gefa blaðið oftar út en hingað til, en lengst af hefur Forvitin Rauð aöeins komið út tvisvar á ári og stundum bara einu sinni. Markmiðiö er að gera blaðið fjölbreyttara og sinna þeim málum sem efst eru á baugi hverju sinni, enda hefur reynslan sýnt að hungraðir lesendur biða i óþreyju eftir hverju nýju blaði. Að þessu sinni er málgagnið helgað tveimur málefnum aöal- lega, fóstureyöingum og feg- urðarsamkeppnum. Við gripum niður I tvær frásagnir um fóstur- eyðingar.annars vegar segir kona frá sem hætti viö og helgaði sig hinu göfuga móðurhlutverki ein á báti, en hin er 4 barna móðir sem sá ekki annan kost en að fá fóstur- eyöingu. Helsi Hin fyrri segir: „Svo gekk ég hugrökk út I þessa barnelskandi veröld og sagði bless við félagsráðgjafann — vegna þessara „ORLAGA” sem ég áleit vera og hann huggaði mig með þvi að ég yröi örugglega góð mamma. Síðan eru liðin fjögur ár og ég hef komist aö þvi að samfélagið vill alls ekki börn. Astin á þeim er mest meðan þau eru i maganum á mömmunni. Þú færð ekki húsnæði af þvi að þú ert með barn. Þú kemst ekki I strætó, af þvi að þú ert meö barnavagn. Þú getur ekki fariö aö búa með manni, ef þú átt barn á dagheimili, þvi þá missiröu plássiö. Samt er erfitt og ömur- legt að reyna að vera sjálfstæð ef þú ert kvenmaöur með krakka á framfæri.” Og seinna segir hún: ',Smám saman fór að renna upp fyrir mér ljós. öll þessi vella um réttinn til lifsins, öll ljótu orðin sem látin eru falla um konur sem fara I fóstureyöingu og urðu m.a. til þess að ég þorði ekki. Undir allt Elisabet Bjarnadóttir Katrin Didriksen Eiríkur Hildur Guðjónsson Jónsdóttir Kristin Astgeirsdóttir Umsjón af hálfu Þjóðviljans: Kristín Astgeirs- dóttir Fréttabelg Orðí þetta er ýtt markvisst til þess aö tjóðra fólk niöur. Nógu margar óléttur. Nóg af fólki sem ekki sinnir öðru en striti fyrir daglegu brauði, þaki yfir höfuðið o.s.frv. Það hefur a.m.k. ekki tlma né þrek til að reyna að breyta sam- félaginu.” Frelsi Hin segir eftir að hún var orðin ófrlsk nýbúin að eignast barn: „Eg var fljót að ákveða mig. Ég var og hef aldrei verið I neinum vafa um aö það sem ég gerði var það rétta og eina lausnin eins og á stóð. Aðstæöur buðu ekki upp á annaö en fóstureyöingu þrátt fyr- ir það að ég hefði verið á móti þeim alla tið. Sambúöin hefði ekki þolað annaö barn. Andlegt ástand okkar beggja hefði ekki staðið undir þvl, sérstaklega ekki mitt.” Og seinna: „Þetta var og er frelsun. Auðveld aögerö — minna en kirtlataka og engin eftirköst. Ég vaknaði um morguninn syngj- andi og kláraði að prjóna peysuna sem ég ætlaöi að gefa syninum I jólagjöf. Slðan fór ég heim og þá komu eftirköstin. Ég fór að pæla I þessu og fékk grátköst I einrúmi. Maðurinn minn átti erfitt með aö þola það og við fjarlægðumst hvort annaö. En smámsaman lagaðist þetta.” Það þarf vart að taka fram að umræðan I blaöinu fylgir I kjölfar frumvarps Þorvaldar Garðars og þeirra viöhorfa sem þar birtast. Rauösokkahreyfingin barðist og berst enn fyrir frjálsum fóstur- eyöingum og sjálfsákvörðunar- rétti kvenna, til fóstureyðinga. Konan er fegursti hlutur sem til er! Það hefur áreiöanlega ekki far- ið fram hjá neinum sem byggir þetta land og les blöð að tlskusýn- ingar og feguröarsamkeppnir af ýmsu tagi I bland við alls konar auglýsingastarfsemi hefur tröll- riðið skemmtanai.lifinu og þykir oss konum illt við að búa. 1 Forvitin Rauö er viðtal við Stein Lárusson forstjóra feröa- skrifstofunnar úrvals sem sér um framkvæmd fegurðarsam- keppna. Þar kemur fram greinargóð lýsing á þvl hvernig dómnefndin fer um landið,býður upp á ball og leitar með logandi ljósi að fegurstu ungplum pláss- ins. Það vill hinsvegar brenna við aö Reykjavíkurdætur séu sigur- stranglegri, þvl: „Stúlkurnar hér I Reykjavlk eru miklu meiri heimsborgarar. Þær eru I flestum tilfellum miklu vanari að koma fram. Margar hverjar hafa verið eitthvaö I sýningarsamtökum og þær hafa yfir sér alþjóðlegan svip. Staðreyndin er sú að þeim gengur vel I þessum úrslitum og hefur gengið það vel undanfarin ár”. Svo er verið að tala um jafn- vægi I byggð landsins. Þetta viðtal við Stein er einkar fróðlegt, þar segir hann m.a. þegar hann er spuröur um mark- mið fegurðarsamkeppna: „Markmiðið er I sjálfu sér ekkert annað en það að kvenmaðurinn er fallegasti hlutur sem til er á jörð- inni og þvl má ekki fólk horfa á fallega kvenmenn, sem eins og maður segir standa út úr?” Þaö er nú það, er þaö ekki einmitt nið- urlægjandi fyrir konur að láta glápa á sig eins og sýningargripi og er það ekki einmitt svona tild- ur sem undirstrikar enn einu sinni að konur eigi að vera falleg- ir kroppar og ekkert annaö? Látum þetta duga um Forvitna Rauða, þar kennir ýmissa fleiri grasa, en það er hægt aö gerast áskrifandi I Sokkholti, Skóla- vörðustig 12, s. 28798. Kvennauppboð Umræðunni um fegurðarbröltið var fylgt eftir með aögeröum og látum sl. föstudag svo sem alþjóð i mun kunnugt. Uppboðið á Torf- i unni tókst einkar vel og sýndi i hvernig hægt er aö koma boöskap i á framfæri á skemmtilegan og lifandi hátt. Það var ekki nokkur vafi að allir viðstaddir skildu hvað Rauðsokkar vildu segja: að kvennasýningar eru ekkert annað en sölumennska. Um leið og verið er aö koma konum á framfæri út I hinum stóra heimi er tækifærið notað til að auglýsa alls kyns vöru og það sem meira er, konan er sýnd sem hver önnur girnileg vara. Aögerðin hitti akkúrat I mark, blöðin eru komin á gúrkuskeiðið og gleypa við öllu nýnæmi og þvi voru uppboöinu gerö einkar góð skil I fjölmiölum. Erlendir fréttamenn t tilefni forsetakosninganna hafa ótal fréttamenn lagt leið sína til landsins til að lita þetta land undranna þar sem konur fóru I verkfall einn dag 1975 og kjósa svo kvenforseta, hinn fyrsta I heiminum fimm árum slðar. Ýmsir virtust halda að Rauö- sokkahreyfingin stæöi á bak viö allt saman og linnti ekki látunum i Sokkholti fyrir allskyns frétta- snápum. Af þvl leiöir að Rauð- sokkar hafa gefiö út alls konar yf- irlýsingar og hafa fengið tækifæri til að lýsa stöðu kvenna hér á Iandi sem er jú ekki par góð eins og allir vita. Til að mynda lenti undirrituð alveg óvænt I útvarps- viðtali við konu frá útvarpi Finn- merkur, svo að vltt um veröldu berast fregnir af islenskum kon- um. Þökk sé Vigdlsi! Áfram stelpur! Og meira um forsetakosning- arnar. Það er ekki nokkur vafi að þær hafa hleypt fjöri I jafnréttis- umræðuna. 1 það minnsta eru baráttukonur ákveönar I að fylgja vel eftir þeim byr sem nú virðist blása. Spurningin er bara hvernig það skuli gert. Við auglýsum hér með eftir hugmyndum. En það sem skiptir kannski mestu er að hver og ein haldi umræöunum áfram, við megum ekki láta þaö sama gerast og eftir 24. okt. 1975 að konur fari bara heim og standi áfram yfir kraumandi pottunum, þaö eru erfiöir tímar, konur eiga undir högg að sækja á vinnu- markaðnum, viö þurfum að standa saman og efla baráttuna, einn stundarsigur er ekki nóg. Afram stelpur! —ká Húrra fyrir Vigdísi — forseta Jæja — svo fór, aö lslendingar kusu sér konu fyrirforseta! Rauðsokkahreyfingin sendi Vig- dísi skeyti með hjarntanlegustu baráttukveðjum þegar þetta var ljóst og það þarf ekki að taka það fram að við erum fjarska lukku- legar með úrslitin. Rauösokkahreyfingin gaf aldrei Ut stuðningsyfirlýsingu viö Vigdisi I kosningabaráttunni,enda þótti það vafasamur ávinningur fyrir hana að fá slíka yfirlýsingu I þeim „þverpólitlsku” kosningum sem forsetakosningarnar eiga að vera. Hitt er aftur annaö mál að flestir rauðsokkarnir studdu hana með ráðum og dáð, unnu I kosn- ingabaráttunni opinberlega eöa meö vel Utilátnum áróöri og lögöust þannig á árina eftir fremsta megni. Við studdum Vigdisi ekki vegna kynferðis hennar — heldur af þvl að hUn er að okkar mati mjög hæf I þetta starf. Við heföum ekki stutt hana ef hUn hefði ekki verið jafn hæfi- leikarik og mikill skörungur og hún er. Viö hefðum ekki stutt hana ef hún heföi nU eða einhvern tima verið talsmaöur skoðana og viöhorfa sem ganga þvert á þá kvenfrelsis- og mannréttinda- stefnu Rauösokkahreyfingarinn- ar, sem viö aöhyllumst. Við studdum hana af þvl aö hUn var að okkar mati mjög hæf — og1 vegna þess að hUn er kona og ein- stæö móöir — og framboö hennar byrjaði strax að draga á eftir sér lengri slóöa en okkur grunaði I fyrstu. Framboö Vigdlsar hafði I för með sér svo ákafa jafnréttis- umræðu I landinu að annaö eins hefur ekki heyrst slðustu fimm árin. Það var sótt og variö um allt land og þaö veit sá sem allt veit að það var ekki allt jafn fallegt sem þá flaug fyrir. Þaö fólk sem fylkti sér um Vigdlsi varð oft á tlöum aö horfast I augu við svo botnlausa og endalausa kvenfyrirlitningu aö þvl féll allur ketill I eld. Þær voru áfáar kon- urnar — og karlarnir — sem hrukku I kút þegar þeim opinber- aðist I umræðu þessari hve átakanlega stutt hugarfarsbreyt- ingin um sjálfsagt jafnrétti kynj- anna er komin. Oftast uröu slikir fordómar og afturhaldssemi aöeins til aö heröa I mannskapn- um — en sama samt — þetta var stundum óskemmtileg reynsla. Viö getum orðaö það þannig aö kvenfrelsissinnar hafi þar ósjald- an horft á óvini þar sem þeir héldu vini vera fyrir. Fyrir slöustu kosningar til alþingis lýstu rauðsokkar yfir vantrú sinni á þverpólitlskri sam- stöðu kvenna kringum slagorð einsog Fleiri konur I valdastööut ...o.s.frv. Rauðsokkar bentu á að sllkar kröfur geta aldrei orðið annan en haldlltil framhliö á meöan pólitlsk viöhorf skipta konum I andstæðar fylkingar I öll- um málum. Rauðsokkar töldu sig ekki geta stutt konur sem töluðu og börðust opinskátt gegn hags- munum annarra kvenna þ.e. al- þýðukvenna. Hins vegar vildu rauðsokkar aö sjálfsögðu fá sem allra flestar konur inn á þing sem þær gætu stutt, trúir grundvelli sinnarhreyfingar. Gott og vel. Nú kom það berlega I ljós i forseta- kosningunum að fjölmargar Ihaldskonur gátu ekki og vildu ekki styðja Vigdlsi vegna skoöana hennar — þ.e.a.s. vegna þess að hún er enginn Nató-aðdáandi. Við rauðsokkar getum I sjálfu sér alls ekki fordæmt slikar pólitlskar af- stöður — en i ljósi þess að þaö eru einmitt þessar konur sem hæst hafa um Fleiri konur inná þing o.s.frv. — þá væri það gott ef þær vildu næst þegar þær bera fram slagoröiö bæta ihalds- framan við — konur — ef þær vilja að einhver taki mark á þeim. Jafnréttisbar- áttunnierenginn akkur I hræsnis- fullum samstööuyfirlýsingum sem engin innistæða er fyrir. Framboð Vigdlsar varö til þess aö fleygja jafnréttisumræðu I landinu fram og gildi þess varð ómetanlegt. Þaö hlýtur þó aö virka á þá landsmenn, sem er kosningabaráttan I fersku minni, eins og misheppnaður brandari þegar þær áljktanir eru dregnar af kjöri Vigdlsar — að hér rlki óvenjuleg vtðsýni, jafnréttisandi og jafnvel aö kjör hennar sýni að hér rlki jafnrétti kynjanna —eins og Geir Hallgrlmsson sagði I viðtali á dögunum. Vigdís vann kosningarnir þrátt fyrir þaö að hún er kona — en ekki vegna þess. Og sigur hennar var ekki áreynslulaus, heldur árangur af þrotlausri vinnu stuöningsmanna hennar og þó enn fremur persónutöfrum og hæfni Vigdlsar sjálfrar. Hafi Vigdis þökk fyrir framboö sitt og sé hún vel að kjör- inkomin. Viö rauðsokkar sendum henni enn og aftur okkar einlasgustu baráttukveðjur. Miöstöö Rauösokkahreyf- ingarlnnar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.