Þjóðviljinn - 08.07.1980, Blaðsíða 16
DIOÐVIUINN
Þriðjudagur 8. júli 1980.
AOalsfmi ÞjóOviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til föstudaga.
L'tan þess tlma er hægt aO nd f blaOamenn og aOra starfsmenn
blaOsins f þessum slmum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot
81285. Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aO
ná f afgreiOslu blaOsins I sfma 81663. BlaOaprent hefur sfma 81348
og eru blaOamenn þar á vakt öll kvöld.
Aðalsími
81333
Kvöltlsími
81348
Helgarsími
afgreiðslu
81663
Vestmannaeyjar:
Byrjað að segja upp aðkomufólki
Þrátt fyrir loforð um að sama gangi yfir alla
,,Atvinnurekendur hér í
Vestmannaeyjum komu
þeim skilaboðum til okkar
að uppsagnir gengju ekki í
gildi fyrr en 1. ágúst næst-
komandi og sætu þar allir
verkamenn við sama borð
hvort sem þeir ættu lengri
eða skemmri uppsagnar-
frest. Nú hafa þær fregnir
borist að Isfélagið í Vest-
mannaeyjum sé byrjað að
segja upp aðkomufólki
með vikuf yrirvara og
gengur það þvert á fyrri
yfirlýsingu", sagði Jón
Kjartansson formaður
Verkalýðsfélags Vest-
mannaeyja i samtali við
Þjóðviljann í gær.
Jón sagðist ekki enn vita hversu
viðtækar uppsagnirnar væru en
væri að láta kanna það. Jón sagði
að allsherjaruppsagnirnar gætu
haft mjög alvarlegar afleiðingar
fyrir byggðarlagið f heild og gætu
haft það i för með sér að fólk
missti trúna á að þar væri lifvæn-
legt aö búa. Sagðist hann vita til
þess aö nokkrir ungir menn væru
nú á förum til Noregs til að vinna i
fiski bar.
Þá sagðist Jón gruna að eitt-
hvað annað lægi á bak við þessar
stórfelldu uppsagnir heldur en
erfiöleikar einberir þvi aö rikis-
stjórnin hefði nú gengið eins iangt
til móts við frystihúsaeigendur og
unnt væri. Taldi hann ekki ólik-
legt að hér væri um pólitiskar og
verkalýöspólitiskar aðgerðir að
ræða.
—GFr
Fundur farandverkafólks í Vestmannaeyjum:
Mótmælir harðlega
fjöldauppsögnum
Á almennum fundi
farandverkafólks í Vest-
mannaeyjum s.l. laugar-
dag, sem um 60 manns
sóttu/ urðu miklar
umræður um fjöldaupp-
sagnir verkafólks f
sjávarútvegi og var sam-
þykkt ályktun þar sem
þeim er mótmælt harðlega.
Á fundinum kom m.a. fram að
fjöldi farandverkakvenna I Vest-
mannaeyjum er réttlaus
vegna þess að lög Verkakvenna-
félagsins Snótar kveöa svo á um
aö viðkomandi þarf aö eiga lög-
heimili I Eyjum til þess aö öðlast
full réttindi en á meöan verka-
kvennafélag er á staðnum er
konum ekki heimilt að veröa
félagar i öðru stéttarfélagi.
Þá kom fram hörð gagnrýni á
forystu verkalýðshreyfingar
og þann seinagang sem hún hefur
sýnt málefnum farandverkafólks.
Þar kom fram að Sjómannasam-
bandið situr við sama heygarös-
hornið og neitar að styðja kröfur
farandverkafólks þrátt fyrir
fjölda sjómanna i röðum farand-
verkafólks. Einnig kom fram að
Verkamannasambandið hefur
ekki staðiö viö þær skuld-
bindingar sem það hefur gefið
farandverkafólki.
A fundinum frumflutti Baráttu-
hópur farandverkafólks Gúanó
eða Stimpilklukkukabarettinn
sem fjallar um mannlíf á Klaka-
firði við Drönguldjúp á gagnrýinn
og gamansaman hátt viö góðar
undirtektir viðstaddra.
—GFr
JMaökar bara í einu herbergi5 ’
segir Guömundur Ásbjörnsson verhstjóri hjá Vinnslustöðinni
„Eins og oft vill verða kemur
maðkur i skreið á vorin og það er
sprunga i loftinu sem þeir vilja
komast niður um en hún er bara
yfir einu herbergi og við létum
strax loka þvi. Þetta er afskap-
lega litið og bara I þessu eina her-
bergi”, sagði Guðmundur As-
björnsson verkstjóri I Vinnslu-
stöðinni I Vestmannaeyjum i
samtali við Þjóöviljann 1 gær.
Varðandi hertöku farandverka-
fólks á verbúðunum sagði Guð-
mundur, að þetta hefði verið hálf-
drukkiö fólk sem lét eins og fifl en
aðgerðir þess hefðu runnið út i
sandinn.
—GFr
Flugleiðir:
Fargjöld
Veitt hefur verið heimild
til að hækka fargjöld Flug-
leiða innanlands um 9% en
sótt var um 12% hækkun.
Farmiðinn fram og til
baka til Akureyrar kostar
eftirleiðis svo að dæmi sé
innanlands hækka
tekið 45.800 krónur en kost-
aði 42.100 krónur.
Reykjavik-Isafjörður báðar
leiðir kostar nú 43.300 kr.,
Reykjavik-Patreksfjörður 39.600,
Reykjavik- Sauðárkrókur
41.800 kr., Reykjavik-Húsavik
51.700 kr., Reykjavik-Egilsstaöir
61.400 kr., Reykjavlk-Hornaíjörö-
ur 54.500 kr. og Reykjavik Vest-
mannaeyjar 30.700 kr.. Flugvall-
arskattur er innifalinn i þessum
upphæðum.
—GFr.
Ein af mvndunum sem teknar voru án vitundar Ibúa I verbúðum
Vinnslustöðvarinnar og birt I Sjávarfréttum I vor. Eins og sjá má hefur
veriö stillt upp á borö piliuglösum, brennivinsflösku og mjólk. Er friö-
heigi verbúðarfólks engin?
Farandverkafólk í Eyjum:
Hertók verbúð
Herbergin útbíuð í maðki
Faranöverkafólk i verbúðum
Vinnslustöðvarinnar h.f. i Vest-
mannaeyjum tók þær herskildi
aðfaranótt föstudagsins og hélt
þeim fram á morgun til að itreka
ársgamlar kröfur sinar sem þaö
telur ekki hafa náð fram að ganga
og einnig til að mótmæla óhróðri
sem það telur húsvörö verbúð-
anna hafa ausiö sig i viötali I
Sjávarfréttum nú i vor. Þá var
einnig verið að mótmæla þvi að
maökaveita er nú farin að vella
niður i herbergi ibúanna i
gegnum sprungur og ljósastæði
frá skreiðárgeymslu á verbúða-
loftinu. Að sögn Þorláks Kristins-
sonar starfsmanns Baráttuhóps
farandverkamanna hefur tveim-
ur herbergjum þegar verið lokað
af þessum orsökum en ástandiö
mjög slæmt og ekki mönnum
bjóöandi.
Umrædd hertaka verbúðanna
fór fram með friðsamlegum hætti
og var i þvi fólgin að lyklavöldin
voru tekin af húsverðinum og
honum tilkynnt að verbúðirnar
væru ekki lengur I umsjá hans
eða Vinnslustöðvarinnar heldur
ibúanna sálfra. Þetta var gert til
að undirstrika að farandverka-
fólkið er megnugt að risa upp úr
niðurlægingu sinni. Lyklunum
var siöan skilað um morguninn
án þess að til nokkurra átaka
kæmi. Forráðamenn Vinnslu-
stöðvarinnar munu hafa kært at-
buröinn.
Þorlákur Kristinsson sagði I
samtalinu við Þjóöviljann aö
hann efaðist um að það stæðist
skv. lögum að geyma fiskafurðir
yfir Ibúöum fólks eins og þarna er
um aö ræða og taldi t.d. af og frá
að það yröi liðið i venjulegum
ibúöablokkum.
1 fyrrgreindu viötali við hús-
vörð verbúðanna i Sjávarfréttum
4. tbl. i ár heldur hann þvi fram að
umgengni ibúanna sé 80% slæm
og að þeir séu sóðar, skemmdar-
vargar og þjófar. Þá hafði hús-
vörðurinn einnig hleypt blaða-
ljósmyndurum timaritsins inn á
ibúöir farandverkafólksins i
leyfisleysi og að þvi fjarverandi.
—GFr
Stjórnarandstaðan með meirihluta í stjórn Húsnæðisstofnunar ríkisins ;
„V eldur ekkí erfiðleikum”
Enginn átti meiri hlut en Benedikt Davíðsson að því
að ASÍ fengi beina aðild að stjórninni
Ólafur Jónsson: Hálfur Alþýðu-
flokkurinn var á móti beinni að-
ild ASÍ.
Félagsmálaráðherra skipaöi i
gær Ölaf Jónssonjxamkvæmda-
stjóra, formann og Þráin
Valdimarsson, framkvæmda-
stjóra, varaformann stjórnar
Húsnæöisstofnunar rikisins. 1
samtali við Ölaf Jónsson i gær
kvaöst hann fagna þvi tækifæri
sem hann nú fengi.aö mega á
þennan hátt taka þátt i þvi að
móta framkvæmd nýju hús-
næðislaganna, einkum upp-
byggingar verkámannabú-
staðakerfis og annarra nýmæla
I löggjöfinni.
— Nú vekur það athygli ólaf-
ur, að stjórnarandstaöan virðist
hafa meirihluta i stjórn Hús-
næðisstofnunar. Hvaða áhrif
hefur þetta á störf hennar?
— ,,Ég kviði engu um að það
valdi erfiðleikum. Linurnar
skiptast sjaldnast flokkspóli-
tlskt i stjórnum sem þessum.
Þær stefna yfirleitt I sömu átt
eða svipaöa og stjórnvöld á
hverjum tima. Stjórnarand-
staðan hefur til að mynda verið I
meirihluta og formaður verið
frá stjórnarandstöðu sl. tvö ár
meöan Húsnæðismálastofnun
starfaði, og þetta fyrirkomulag
kom þar ekki að sök.”
— Hver eru næstu verkefni
stjórnar Húsnæðisstofnunar?
— „Næstu verkefnin eru tvi-
mælalaust aö móta framkvæmd
hinna nýju laga og undirbúa
framkvæmdir á næsta ári á
grundvelli þeirra. Þar skiptir
ákaflega miklu að sveitarfélög-
in bregðist vel við og verði
jákvæð I afstööu sinni með þvi
að skipa sem fyrst stjórnir
verkamannabústaða og undir-
búa framkvæmdir af sinni
hálfu.”
Kuldaleg framkoma
— Nokkrar umræður hafa
spunnist I blöðum út af skipan
fuiltrúa ASt i stjórnina. Hvaða
álit hefur þú á kjöri miöstjórnar
ASt?
— „Ég er þess fullviss að
stjórnin hefur kosið vel hæfa
menn til þessara starfa af sinni
hálfu og ég kviði þvi hreint ekki
að starfa með þeim I húsnæðis-
stjórn.
En ég verö aö segja að það er
dálitið kuldaleg framkoma við
Benedikt Daviðsson aö snið-
ganga hann við þessa kosningu.
Það fer ekki á milli mála að það
er hans verk meira en nokkurs
annars manns, að Alþýðusam-
band íslands fékk þessa beinu
aðild að stjórn húsnæðismál-
anna.
Það fór heldur ekki milli mála
að hálfur Alþýðuflokkurinn var
á móti þvi aö Alþýðusamband
Islands fengi beina aöild að
Húsnæðisstjórn rikisins. Nú
virðast þeir hinsvegar lita á
þetta starf sem bitling, enda fór
allur flokkurinn I gang til þess
að tryggja að flokksmaður
hreppti hnossið.”
Niu manna stjórn
NIu aðalmenn i Húsnæðis-
stofnun rikisins eru Þráinn
Valdimarsson framkvæmda-
stjóri, Gunnar Helgason for-
stjóri, Guömundur Gunnarsson
verkfræðingur, Ólafur Jónsson
framkvæmdastjóri, Jóhann
Petersen skrifstofustjóri, Jón H.
Guðmundsson skólastjóri,
Gunnar S. Björnsson bygg-
ingarmeistari, Björn Þórhalls- I
son formaður Landssambands I
isl. verslunarmanna og Jón I
Helgason formaður Verkalýös- 1
félagsins Einingar á Akureyri. I
Varamenn eru Hákon Há- I
konarson vélvirki, ólafur Jens- •
son framkvæmdastjóri, Grimur *
Runólfsson framkvæmdastjóri, I
Sigurður Magnússon rafvéla- I
virki, Salóme Þorkelsdóttir al- I
þingismaöur, Gunnar Gissurar- J
son tæknifræðingur, Oli Þ. Guð- I
bjartsson bæjarfulltrúi, Grétar I
Þorsteinsson formaður Tré- *
smiðafélags Reykjavikur og J
Jón Agnar Eggertsson formaö- I
ur Verkalýðsfélags Borgarness. I
Tveir siöasttöldu aðal- og •
varamenn eru skipaðir af fé- J
lagsmálaráðherra samkvæmt I
tilnefningu Alþýðusambands I
íslands, en hinir eru kjörnir af •
sameinuöu Alþingi. Skipun J
stjórnar Húsnæðisstofnunar I
rikisins gildir frá 4. júli sl. til I
fyrsta þings aö afloknum al- J
mennum þingkosningum. -ekh. !