Þjóðviljinn - 12.07.1980, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 12.07.1980, Blaðsíða 17
Sérrit Þjódviljans um ALMENNINGSIÞROTTIR OG UTIVIST 17 12. juli 1980 t bókinni Veiöi og vötn sem Landssamband veiöifélaga gaf út i vor er aö finna þetta ágæta yfirlitskort af silungsveiöivötnum á Suöur- og Vesturlandi. Næsta vor mun landssambandiö gefa út aöra veiöibók þar sem tekin veröa fyrir vötn á Norövestur- iandi. Góð veiðivötn um land allt Góö silungavötn er aö finna alls staöar á landinu. Ef viö ökum hringveginn og höldum frá Reykjavlk i noröur ber fyrst aö nefna Elliöavatnþar sem hægt er aö ná i ágætis bleikju af Apa- vatnsstofninum. Næsta stórvatn er sjálft Þingvallavatn þar sem finnast fleiri tegundir vatnafisks en I nokkru ööru vatni hérlendis. Þá má nefna Meöalfellsvatn i Kjós, en þar má jafnvel krækja I lax ef heppnin er meö. 1 þessum vötnum er veiöitiminn til loka september og ótakmarkaöur fjöldi stanga leyföur i hverju vatni. Vesturland I Svinadalnum á leiöinni um Grafninginn eru þrjú ágætisveiöi- vötn, Eyrarvatn, Þórisstaöavatn og Geitabergsvatn.og stutt þaöan frá er Skorradalsvatn langt og mjóslegiö en hyldjúpt. Þar er hægt aö fá ágætis fisk, i fallegu umhverfi. Lengri inn f landinu liggja Langavatn og Reykjavatn, en nokkuö torsótt er fyrir venjulega fólksbila aö komast þangaö ef væta er mikil. 1 sumar hefur aftur á móti færöin veriö meö besta móti, enda einmunatlö á sunnanveröu vesturlandi sem og viöar. En áfram meö vötnin. Hitar- vatn er á mörkum Mýra- og Hnappadalssýslu. Þar er ný- reistur veiöiskáli sem tekur 24 manns I fastar kojur, og öll önnur aöstaöa til fyrirmyndar, fyrir utan góöa veiöimöguleika og stór- brotiö landslag. Vestfiröir Á Vestfjöröum eru hátt I þrjú- hundruö stööuvötn og silungur i mörgum þeirra. Hins vegar hefur veiöi litiö veriö stunduö i þessum vötnum, vegna þess aö flest eru þau uppi á heiðum óravegu frá mannabyggö. Þó hefur veriö stunduö nokkur veiöi i vötnunum Aöalvik og I Fljótavatni. önnur vötn sem vert er aö geta eru: ísa- vatni Reykhólasveit, Helluvatná Baröaströnd Mýflugnavatn. Sel- vötnin I Reykjafjaröarhreppi og i Strandasýslu. eru helst Gjögur- vatn, Hófbergsvatn og Fitjavatn. Norðurland Á noröurlandi ber hæst Mývatn og vötnin I nágrenni þess, Más- vatn og Vestmannsvatn. I Húna- vatnssýslu er mörg afbragösgóö veiöivötn. Heiöarvötnin viö Arnarvatn.á Grlmstungu og Auö- kúlu er löngu alþekkt. 1 ofan- veröri Laxá f Þingeyjarsýslu er eitt helsta urriöaveiöisvæöi landsins og viöar þar á heiöunum eru gjöful veiöivötn. Austurland Austurland er einna þekktast fyrir sjóbirtinginn sem veöur upp um allar ársprænur á sunnan- veröum fjöröunum og I Skafta- fellssýslum. A Fljótsdalshéraöi eru mörg og góö silungaveiöivötn eins og Bessastaða- og Gilsárvötn og viö Lagarfljót Eiriksvatn og Selvatn. Suðurland Á suöurlandi er Apavatn einna kunnast vatna en þaö er eitt fisk- auöugasta vatn hérlendis. Þing- vallavatn hefur áöur veriö til- nefnt, en önnur kunn veiöivötn á Suöurlandsundirlendi eru Hesta- vatn, Hvitárvatn og Gislholtsvötn i Holtum. Ekki má gleyma hinum feng- sælu og slvinsælu Veiðivötnum á Landmannaafrétti. Þórisvatn er nú ekki nema svipur hjá sjón eftir aö vatnsmiölun vegna virkjan- anna i Þjórsá var útbúin þar. Vonandi á ekki eftir að fara svo fyrir fleiri vötnum. Suðurnes A Suöurnesjasvæöinu er Hliöarvatn I Selvogi efst á blaði, eitt skemmtilegasta og þekktasta veiöivatn landsins. Kleifarvatn I Krisuvik stendur alltaf fyrir sinu og einnig hefur veiöi veriö góö undanfarin vor I Viðistaðavatni fyrir ofan Garöabæ, ekki nema 10 mln akstur frá Reykjavik. Þetta veröum viö aö láta nægja aö sinni, en allar frekari upp- lýsingar um veiöivötn er aö fá hjá Landsambandi veiöifélaga sem hefur skrifstofu I Bændahöllinni. Landsambandiö gaf út fyrr I vor fyrsta bæklingin um vötn og veiði á tslandi, handhæg og hagnýt bók, þar sem týnd eru til helstu vötn og veiöisvæði á S-Vestur- horninu. Onnur landsvæði veröa siöan tekin fyrir hvert af ööru. ÚTIVIST er holl göngur eru góð íþrótt. Gangið með Útivist. Gangið í Útivist. Hfl ÚTIVIST Lækjargata 6 — Pósthólf 17 Reykjavík s. 14606 BÍLABORGHF. SMIOSHÖFDA 23, SÍMI 81265. Nú er rétti tíminn f til aö athuga meö utanborös- mótor fyrir sumarið. Eigum til afgreiðslu nú þegar mótora frá 2—40 hestöfI. GOtt verð og greiðslukjör. Hótei Stykkishólmur Stykkishólmi simi 93-8330 Njótiö dvalar i fögru umhverfi og glœsilegum húsakynnum Einn glæsilegasti veitingasalur landsins. Tilvalinn til fundar- halda, árshátlöa og skemmtanahalds. Tjöld 2ja/ 3ja 4ra, 5 og 6 manna. Göngutjöld. Hústjöld. Tjald- borgar- Felli- tjaldið. Tjaldhimnar i miklu úrvali. PÓSTSENDUM SAMDÆGURS TðmSTUnDhHÚSID HF Iðugaueqi IM-Reufcpjit e.21901 Sóltjöld/ tjald- dýnur, vind- sængur, svefn- pokar, gassuðu- tæki, útigrill, tjaldhitarar, tjaldljós, kæli- töskur, tjaldborð og stólar, sól- beddar, sólstól- ar og fleira og fleira.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.