Þjóðviljinn - 12.07.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.07.1980, Blaðsíða 3
Sérrit Þjóöviljans um ALMENNINGSIÞROTTIR OG ÚTIVIST 12. juli 1980 „Við eram hönnuð fyrir annað umhverfi en við lifum nú í” „Lfkaminn er geröur fyrir áreynslu, t.d. starfar stór hiuti heilans viö þaö aö stjórna hreyf- ingum. Vandamáliö er hins vegar aö viö erura hönnuö fyrir allt annaö umhverfi en viö lifum i nú,” sagöi Jóhannes Sæmunds- son, iþróttakennari og fræösiu- fulltrúi tþróttasambandsins i stuttu spjalli viö Þjóöviljann. — Hvaö skeöur ef viö nýtum ekki, af einhverjum orsökum, þá möguleika sem viö höfum á hreyfingu. Það sjáum viö best þegar viö erum sett I gifs. Þá hrörna vefirnir. Þetta er einfalt dæmi, sem sýnir vel nauösyn hreyfingar. — Hvaöa þætti likamsstarf- seminnar hefur áreynsla (skokk o.þ.h.) einkum áhrif? — t fyrsta lagi er áreynsla mikilvæg fyrir hjarta og æðakerfi. Þetta er mikilvægast. Þá hefur áreynsla mikil áhrif á vöövana og þar eru kviö- og bak- vöövar mikilvægastir. t þriöja lagi eru þaö liöamótin. Þau er nauösynlegt aö liöka vegna þess aö þar er engin blóörás. t liöa- mótum þarf þrýsting til aö taka upp næringu og losa burt úrgang. Gerist þaö ekki myndast band- vefur í liðamótum. — Eitter þaö sem margir horfa á í þessu sambandi, en þaö eru hin svokölluö aukakiló. Viö þurf- um u.þ.b. 2400 til 2600 hitaein- ingar a dag, en margir hverjir brenna ekki meiru en 1800-2000 hitaeiningum á dag. Þaö sem af- gangs veröur sest á líkamann sem fita. Viö megum ekki missa þann hitaeiningafjölda sem viö fáum og þá verður aö auka brennsluna. Þetta er I sjálfu sér Nokkrar upplýsingar og ráðleggingar til þeirra sem vilja iðka íþróttir ákaflega einfalt mál. 1 þessu sambandi má geta þess aö likamsáreynsla eykur ekki matarlyst, heldur þvert á móti dregur úr henni. Þetta þykir ef- laust mörgum skritin kenning, en sýnt hefur veriö fram á hana meö margháttuöum tilraunum. — Hefurðu einhverjar ráölegg- ingar handa þeim sem vilja byrja að „trimma”? — Ja, ef að fólk hefur efasemd- ir um að likamsáreynsla sé þvi holl þá er best að leita til læknis og fá úrskurö hans. Ég held aö I flestum tilfellum sé áhættan meiri að trimma ekki. Þá er aö TRIMM athuga aö hentug áreynsla í upp- hafi eru.þ.b. 120 til 130slög á mín. Eldri og litt þjálfaöir haldi sig þó ögn neðar. Eg ráölegg fólki aö byrja á gömlu, góðu göngunni, þaö er langbest aö hefja þjálfun þannig. Þannig má t.d. skilja bilinn eftir oftar og ganga eitthvað, helst á hverjum degi. Athuganir hafa sýnt að þaö er fullnægjandi aö ganga i 20 mln og tækifærin eru óteljandi. Agætteraö ganga hratt og hægt á vlxl, t.d. að greikka sporiöá milli tveggja ljósastaura. Einsetjir þú þér aö trimma, sem er næsta stig, er ágætt aö ganga og skokka til skiptis og þá vera i iþróttafötum. Þegar að næsta áfanga er náö er um margar leiöir aö velja, en þaö skiptir samt öllu máli aö trimmarinn hafi gaman af þvi sem hann er aö gera. Þaö skiptir ekki máli hvort viö stundum badminton, hjólreiöar, göngu, sund eöa skokk, gleöin veröur aö fylgja. Reyndar er oft erfitt aö halda út I upphafi, þvi hin andlega og likamlega fullnægja kemur ekki fyrr en eftir svolitinn tima. Það skiptir einnig miklu máli aö hafa félagsskap, vini og kunningja eöa fjölskyldu. — Hvernig er best að þjálfa sig? Er t.d. betra aö hlaupa (synda...) langt og hægt, stutt og hratt eöa vixla hraöanum? — Ég vil ráöleggja fólki ein- ungis aö byrja rólega og auka álagiö siöan. Þaö skiptir i sjálfu sér engu meginmáli hver aöferöin er notuö. Hver og einn veröur aö finna þaö sem hentar honum best. ALLIR ÚT AÐ TRIMMA — IngH Barnaöryggisstó lar í bíla. Tryggið öryggi yngsta farþegans í bílnum með góðum öryggisstól! Póstsendum Varðan h.f. Grettisgötu 2A. Sími 19031

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.