Þjóðviljinn - 12.07.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 12.07.1980, Blaðsíða 16
Sérrit Þjóðviljans um ALMENNINGSIÞROTTIR OG ÚTIVIST 12. jú11 1980 16 Hvaö skyldu þeir vera margir áttræöu unglingarnir sem láta sig litiö muna um aö ganga á fjöli eöa þá jökul? Þeir eru sjáifsagt fáir ef þá nokkrir hugsaöi ég meö mér áöur en ég komst aö þvi aö hann Guðmundur Finnbogason sem var staddur meö mér i sæluhús- inu á Fimmvöröuhálsi fyrir nokkrum heigum veröur áttræöur i næsta mánuöi. Viö vorum tuttugu saman f hóp, stór hluti okkar haföi ekki sést áöur, en kjarninn voru feröa- félagar úr Kommatrimmi, sem stóö fyrir þessari stórskemmti- legu ferö. Það var lagt upp frá Skógum um hádegisbil á laugardegi i besta veðri,sól og nærri logni. Viö völdum aö ganga bllslóöann er nær upp eftir allri heiðinni aö gamla sæluhúsinu sem stendur opiö fyrir veðri og vindum á há- heiðinni Nyja sæluhúsið sem flug- björgunarsveit Eyfellinga reisti i byrjun þessa áratugs, stendur aö- eins neðar i' hlíðinni og er auð- veldara aökomu I vályndum veðrum. Það var erfitt að gera sér I hugarlund, þar sem við gengum i sumarbliöunni upp eftir heiðinni, að fyrir aöeins 10 árum slöan fór- ust þrjU dönsk ungmenni um hvitasunnuhelgi á þessari sömu heiöi. Urðu Uti þegar snögg veðraskipti uröu eins og ávallt má eiga von á þegar feröasf er á fjöllum. Fööurlandið er ávallt tryggur ferðafélagi og heföi sjálf- sagt bjargaö þeim dönsku þá ör- lagariku nótt. Ferðin sóttist hægt, enda tókum við góöar hvildir og nutum ferö- arinnar. Þegar komiö var i sjón- mál viö sæluhUsiö tók hann aö hvessa nokkuð fyrirvaralaust, og torveldaöi mörgum gönguna, enda yfir þungstigan snjó að fara á efstu leitum, og göngumenn ekki i sem bestri þjálfun. Guömundur studdist viö staf, og sagði okkur yngra fólkinu, að við myndum örugglega taka með okkur stafkarl i næstu ferð, ef viö vissum hversu góður ferðafélagi hann væri. Þaö var um sexleytiö að þeir fyrstu komu að sæluhúsinu. Siöan tindust hver af öðrum inn i skál- ann og það stóð heima, að þegar allir höfðu komið sér vel fyrir, fengið sér kaffisopa og heita grænmetissUpa, var hávaðarok skollið á i jökulskaröinu svo að undir tók I sæluhúsinu. X GÖNGUFERÐIR utan af mannskapnum þegar leið undir hádegið, og sjálfur greip ég fegins hendi tækifærið og kom mér Ur föðurlandinu. Aö ganga i stuttbuxum og nærbol á snjó- breiðum Eyjafjalla með viðsýni inn til landsins svo grillti i Land- mannalaugar og Hrafntinnusker, er sjálfsagt draumur hvers ferða- langs. Það var léttur gangur þegar fór að halla undan fæti Þórsmerkur- megin og Mörkin i allri sinni dýrð lá fyrir fótum okkar. Guðmundur fylgdi enn fast á eftir hópnum, vildi halda sinum gönguhraða og njóta Utsýnisins. Svo var það lika hnéð á vinstra fæti. „Það hefði verið nær að binda um það spelkur, það er oröiö gamalt og þolir ekki eins vel göngu á fót”. Þegar komiö er niður að snjó- linu Þórsmerkurmegin blasa skriðjöklar Ur Eyjafjalla- og Mýrdalsjöklum á hægri hönd, en á vinstri hönd Tindf jöllin,' Markarfljót og Fljótshliðin. Beint af augum sá á Heljarkamb sem er eina verulega torfæran á leiðinni niður i Mörk, Morins- heiði, og einnig grillti ofaná hæstu tinda. Útigönguhöföa. Guömundur átti ekki erfiöara með að vinna Heljarkamb en aörir, enda nutuallir stuðnings og öryggis frá styrkum farar- stjórum ferðarinnar. Við áttum von á rUtubil aö sækja okkur inni Bása um fimm- ley tið, svo við gátum notiö veður- blföunnar, Utsýnisins og kyrrðar- innar af fremsta mætti áður en eiginleg niðurferð hófst. En allt verður að hafa sinn enda, og á slaginu fimm komu fyrirliðar hópsins þreyttir en rjóöir niður að Krossáeyrum þar sem bilstjórinn beiö, tilbUinn að koma þessum sólbrenndu fjalla- förum aftur til byggða. — lg. Ferðafélagar I Kommatrimmi fyrir framan sæluhús Flugbjörgunarsveitar Eyfellinga á Fimmvöröu- hálsi. Mynd —Guöjón Kommatrimm á Fimmvörðuhálsi Fyrir voru i húsinu tveir Hol - lendingar sem hugðust biöa færis til uppgöngu á Goðastein, hæsta tind Eyjafjallajökuls, sem liggur i u.þ.b. 800 m. fjarlægð frá sælu- húsinu. En veðrið var ekki á þvl aö ganga niður, svo þeir ákváðu sjálfir að ganga niður, alla leið að Skógum þar sem þeir höfðu slna bækistöð. Sjálfsagt voru þeir lika hræddir við alla þessa kommún- ista sem voru bUnir að hertaka sæluhUsið. Likt og Hollendingarnir höfum við hugaö á kvöldgöngu á hæsta tind Eyjafjalla, en urðum að láta undan veðri og vindum. Morgunninn eftir rann upp bjartur og fagur eins og segir i ævintýrunum. En fyrst varð að hreinsa til eftir sig og aðra sem hafa litiö við i heiðarbýlinu á vor- inu. Eftir að hafa brennt öllu þvi sem brenna mátti, stillti hópurinn sér upp til ljósmyndunar fyrir framan sæluhUsið. en siðan var tekin stefnan upp á sjálfan há- hálsinn. Þaö var engu likara en þar væri flóttamannahópur á ferð þegar viö sem fremst gengum litum aftur með ferða- félögum okkar. Þar tróð hver i annars sporum, enda komin bráð I snjóinn I steikjandi sólinni, og þungstigt upp síðasta hjallann. Leiðin yfir Fimmvörðuháls og niöur i Þórsmörk er vörðuð, svo litil hætta er fyrir menn að villast vegar, hvaö þá I þeirri sumar- blföu sem fylgdi okkur á feröa- laginu yfir jökulbreiðuna. Fötin fóru fljótlega aö tinast „Ég hef alltaf mælt meö því við fólk/ að þó það eigi bil, þá eigi það nú fyrst og fremst að hugsa um skrokkinn á sér. Svo er það líka annað, að fólk kynnast alls ekki landinu í gegnum bilrúðu." Það er hann Guðmundur Finnbogason sem gekk yf- ir Fimmbörðuháls fyrr í sumar sem hefur orðið. „Mér er svo margtalaö um blla, einmitt vegna þess að I gamla daga þá feröaöist ég mikiö á bilum upp I óbyggðir. Oft á áður ókannaöar slóðir og var t.d. með- al þeirra fyrstu að fara Svina- á bil. Ég fór llka I Kerlingarfjöll með alla fjölskylduna og um allt Skaftafell áöur en árnar voru brúaðar. Vestfirðina hef ég gengiö tvisvar, og þaö er svo merkilegt, að ég hálf hataöist úti Vestfirðina áöur en ég kom þangað fyrst. Aö vera aö eyöa öllum þessum pen- ingum i byggöarþróun á öðrum eins útkjálka? Það gat ég ekki =kiliö. Eftir að ég kom þangaö fyrst á ævinni, hef ég sist viljaö missa af þessum fallegu fjörðum. Þannig er meö svo margt i líf- inu. Þaö verður að kynnast hlut- unum fyrst. Eg tek alveg heils- Er að verða of seinn að sjá allt það óséða hugar undir það sem sá mikli feröamaöur Guömundur frá Mið- dal sagði einhverju sinni: „Þaö eiga allir lslendingar að ganga á hæsta tind landsins. Það eykur þeim viðsýni.” Sjálfur gekk ég á Hvannadals- hnjúk ásamt nokkrum félögum minum árið 1956. Þaö var ákaf- lega gott veöur og við ókum inn i Jökulheima, en þaöan var gengið inn að Grimsvötnum, og siðan hæsta tindinn. Viö vorum 8 daga á þessu feröalagi, en hefðum þurft að leika okkur við landiö miklu lengur. Annars er ég að uppgötva hversu litiö maöur hefur i sjálfu sér séö af landinu. Ég dreif mig' yfir hálsinn, þvi ég vildi komast þessa leiö áður en yfir lýkur. Ég hafði fariö einu sinni áður upp að Morinsheiði frá Þórsmörk, en þaö var ekki lengra i þaö skiptið. Jæja, ég komst þó alla leið núna og er bara ánægður með þaö. Að visu haföi ég ekki farið lengi i göngu, en hélt mig vera I æfingu. En þetta er aö verða jafn gott ef ekki betra. Ég tók góða gönguæf- ingu núna um daginn, hérna um borgina, eftir aö hafa hyllt hana Vigdisi okkar. Sjálfur veit ég aö heilsuna á ég að þakka Jóni Þorsetinssyni og MUlleræfingunum sem ég stund- aöi undir hans stjórn alveg fram undir miöjan sjötugsaldur. Annars fór ég i ágætis göngu- ferð meö Ferðafélaginu inn I Kverkfjöll og á Snæfell i hitti- fyrra. Ég haföi reynt viö Kverk- fjöllin i gamla daga á eigin bil, en þá gekk dæmið ekki upp. En allt hefst aö lokum. Ég er bara aö verða of seinn að sjá það sem ég á eftir óséö. Þegar ég heimsótti hana dóttur mina og tengdason I Bandarikj- unum fyrir nokkrum árum, þá uppgötvaði ég, að ég hafði aldrei farið til Sovétrikjanna svo ég dreif I þvi hiö snatrasta. 1978 fór ég aö kynnast þeim i Kinaveldi, en næstu nágrannar okkar hafa alveg oröið útundan.Ég bæti úr þvi fljótlega, búinn að panta ferð til Grænlands I þessum mánuði. Þaö þýðir ekkert að draga svona lagaö. Gaman I feröalögum? Jú bless- aöur vertu, þaö erfiða og leiöin- lega er oftast skemmtilegast, eins og þegar vö fórum nokkrir félag- ar út úr bænum og ætluöum að ganga á Skjaldbreið. Með i hópn- um var einn ónefndur sem hafði þá áráttu aö fara alltaf short cut eins og útlendingurinn kallar það. Að visu haföi hann vanist þessu i Bandarikjunum aö fara allar sin- ar leiðir short cut, en oftast lent i blindgötum að þvi ég frétti siöar. Nema þaö, að nú átti að velja short cut á Skjaldbreiö, sem end- aöi með þvi að viö vorum orðnir dauöuppgefnir áður en lagt var til uppgöngu eftir marga tlma i göngu viö að leita að stystu leið- inni. Eitthvað að lokum til unga fólksins? Jú, endilega, byrjið að skoða landið ykkar áður en þið er- uð komin á efri árin, og skoðiö það gangandi. _.e Aldamótamaðurinn Guðmundur Finnbogason tekinn tali

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.