Þjóðviljinn - 15.07.1980, Blaðsíða 1
mOÐVIUINN
Þriðjudagur 15. júli 1980 — 158.tbl. 45.árg.
[Sáttafiindur á föstudagj
I Sáttasemjari hefur boðað fulltrúa ASt og VSt á |
• sáttafund n.k. föstudag 18. júli og hefst hann kl. 8 •
| að morgni.
Á föstudaginn hélt sáttanefnd fund með þremur *
I mönnum frá hvorum deiluaðilaven um þann fund I
I eru allir þögulir sem gröfin.
Þingholtsstræti 27 hefur nú staöiö opiö og óvarlö fyrir veörum og vindi f
5 úr siöan eldur kom upp I þvi. Er þaö til mikillar óprýöi fyrir
umhverfiö. Eigandinn fékk aö flytja þaö yfir götuna meö þeim
skiiyröum aö hann geröi þaö upp meö ákveönum friöunarkvööum, en
hefur vanrækt aö standa viö þann samning^enbyggirþess i staö af kappi
stórhýsi á gömlu lóöinni sem sést hér Ut um glugga gamla hússins
(Ljósm.: gel) — Sjá frásögn á bls. 3.
Konur leggja undir
sig Kaupmannahöfn
Ráðstefna S.Þ, um stöðu kvenna hófst í gær
Kvennaáratugsráöstefna Sam-
einuðu þjóöanna hófst i Kaup-
mannahöfn I gær. Hún fer fram I
Bella Center og sitja hana um
2000 fulltrúar frá um 150 þjóð-
löndum. Samhliða halda frjáls fé-
lagasamtök ráðstefnu I Kaup-
mannahafnarháskóla sem er öll-
um konum opin.
Kaupmannahöfn er undirlögð
af kvenfólki þessa dagana, ráð-
stafanir voru gerðar til að taka
frá gistirými á flestum hótelum
og til vara eru skólar ef allt yfir-
fyllist. Alls konar sýningar, leik-
rit, tónleikar og fundir eru á dag-
skrá og frést hefur um útihátið
sem róttækir kvennahópar standa
fyrir.
Aðalráðstefnan er haldin i
framhaldi af kvennaráðstefnunni
i Mexikó 1975, en þá voru kjörorð-
in hin sömu og nú: Jafnrétti, þró-
un, friður. Nú á að horfa til baka
og undirbúa áætlun til næstu
fimm ára. Helstu málin verða at-
vinna, menntun og heilsa kvenna
i heiminum.
Sameinuðu þjóðirnar hafa látið
taka saman mikla skýrslu um
stöðu kvenna i viðri veröld og
sýnir hún að ekki er ástandið
björgulegt, það er verra en fyrir
fimm árum. Konur eru rúmlega
helmingur mannkyns, en þær
vinna aðeins fyrir um 10% allra
tekna og eiga innan við 1% af
skráöum eignum. Samt eru konur
fyrirvinnur 3.-4. hvers heimilis,
sem sýnir hversu gifurlegt launa-
misrétti er rikjandi i heiminum.
A ráðstefnunni á að ræða sér-
staklega málefni svartra kvenna i
S-Afriku sem verða að gjalda að-
skilnaðarstefnu stjórnvalda, að-
stöðu kvenna á hernumdu svæð-
unum i Mið-Austurlöndum og loks
vanda flóttakvenna um heim
allan. Búist er við einhverjum
deilum um Palestinumálið, enda
afar viökvæmt efni. Ráðstefnunni
lýkur 30. júli. — ká
Mikil jjölgun umferðarslysa á árinu:
Níu banaslys á
þrettán dögum
Á þrettán fyrstu dögum júli-
mánaðar eru banaslys á landinu
þegar orðin niu talsins. Flest slys
hafa orðið á sjó eöa vötnum, eöa
fimm talsins. Tveir hafa oröiö
fórnarlömb umferðarsiysa og
aörir tveir beöiö bana á annan
hátt. Er þetta mikil slysaaukning
miöaö við fyrra ár, en þá var fjöldi
banaslysa á sama timabili tvö
talsins og fjöidi banasiysa i ölium
júlimánuöi sjö.
A fyrstu sex mánuðum þessa
árs er fjöldi dauöaslysa orðinn 43
talsins. Eru það jafn mörg dauða-
Slys og á sama tíma i fyrra en
breytingar hafa orðið töluverðar
milli slysaflokka. Samkvæmt
upplýsingum frá Hannesi
Hafstein framkvæmdastjóra
Slysavarnafélags lslands hafa
sjóslys og drukknanir á fyrstu sex
mánuðum ársins verið 19 talsins á
móti 24 slikum slysum i fyrra.
Mikil tilfærsla hefur oröið i
umferðarslysum milli ára.
Þannig hafa 16 manns látiö
lifiö i umferðarslysum á
sex fyrstu mánuðum þessa árs
en einungis .5 manns á sama
tima i fyrra. Einn maður hefur
misst lifið i flugslysi það sem af
er árinu en engin flugslys höfðu
orðiö á sama timabili siðasta árs.
Sjö manns hafa misst lifiö 1
öðrum slysförum en aö ofan
greinir á fyrri helmingi þessa árs
en á sama tima i fyrra voru ýmis
banaslys orðin 14 talsins.
Þegar litið er á þessar tölur er
ljóst aö slysatiðni I umferöinni
hefur aukist gifurlega. Tölurnar
segja þó engan veginn alla
söguna. ötalinn er sá stóri hópur
fólks sem lifir slysin af en verður
að lifa við bæklun og örkuml það
sem eftir er ævinnar og aldrei á
sér bata von. Fyllsta ástæða er
þvi til aö brýna fyrir fólk.i aö gæta
varúðar i umferöinni sem annars
staðar, sýna fyrirhyggjusemi á
ferðalögum og ávallt ganga úr
skugga um að öryggisútbúnaður
og tækjakostur sem notast er við
sé i fullkomnu lagi og auðveldlega
tiltækur. — áþj
S.H. fœr lóð í Grimsby:
Reisir fiskgeymslu og
e.t.v. fiskvinnslustöö
Borgarráö Grimsby hefur fyrir
sitt leyti samþykkt Ieigusamning
sem Sölumiöstöö hraöfrystihús-
anna hefur gert viö lóöareiganda I
Grimsby um ieigu á lóö undir
frystigeymslu og jafnvel fisk-
vinnslustöð þar i borg.
„Viö vorum að fá skeyti um
þessa samþykkt borgarráðsíns f
lok siðustu viku frá sölumanni
okkar i Bretlandi, en það er nærri
liöið ár slðan við fórum fyrst aö
huga alvarlega að lóð undir
frystigeymslu i Bretlandi” sagöi
Guömundur H. Garðarsson
blaðafulltrúi SH I samtali við
Þjóöviljann i gærkvöldi.
„Þaö hafa nokkrar lóöir komið
til greina og þar á meöal þessi i
Grimsby sem stendur nálægt
aðalhafnarsvæðinu, og er þvi
mjög heppilegt fyrir okkur.
Aö sögn Guðmundar verður
ráöist I framkvæmdir við bygg-
ingu frystigeymslu á þessari lóö
um leið og búið er að ganga frá
öllum formsatriöum varöandi
lóðarleiguna, en óvist er ennþá
með stærö þeirrar frystigeymslu.
„Þá veröur væntanlega einnig
komið á fót fiskvinnslustöð á
þessari lóð, sérstaklega hugsaöri
fyrir Bretlandsmarkað og V-
Evrópu, en óvist er ennþá hvort
slik verksmiöja yrði með sama
sniði og þær sem reknar eru i
Bandarikjunum, kringumstæður
og markaösmöguleikar koma til
með aö ráöa þvi!’ sagöi Guð-
mundur aö lokum. — lg.
prómstunda-]
I starf j
ILjósmyndari og j
fréttamaður hafa I
. fai ið um og fest i orð !
Iog á filmu eitt og |
annað um það tóm-1
I* stundastarf sem rekið ■
er á vegum Æskulýðs-1
_ ráðs Reykjavikur. — I
j Myndin er frá Saltvik ;
Talsmenh Center for Defence Information í Tímaviðtali
Herstöðin er árásarstöð
„Viö veröum aö gera okkur
grein fyrir aö I Keflavik er afar
mikilvæg herstöö, þvi hún er ein
af átján miöstöövum sjóhersins
og NATO fyrir árásir á kafbáta,
en þær eru dreiföar um allan
heim, og gcgnir lykilhlutverki á
svæöinu”, segir David Johnson
rannsóknastjóri Center for
Defencs Information I Washing-
ton I fróölegu viötali viö Timann
sl. sunnudag.
Johnson bætir við „að þróun I
vopnaframleiðslu á siðustu tiu
árum og jafnframt framfarir I
gerö miöunartækja, hafa leitt til
þess aö kafbátavarnir eru nú si-
fellt byggöar meir upp á hefð-
bundnum vopnum.
AWACS-flugvélarnar, sem
fljúga frá Islandi, gegna einnig
lykilhlutverki i að miöa út flug-
vélar, svo sem Backfire
sprengjuvélar (Rússa), og eru
þvi mikilvægar fyrir loftvarnir
svæðisins.
í viötalinu segir einnig að það
séu „upplýsingarnar, og aöstaðan
til að stjórna og gefa skipanir,
sem er mikilvægast I þessari her-
stöð.”
Þeir félagar William Arkin og
David Johnson frá Upplýsinga-
stöð varnarmála I Washington
leggja áherslu á að árásarhætta á
Island sé mikil hvort sem hér eru
kjarnorkuvopn eða ekki.
„Arásarhættan stafar af þeirri
tilhneigingu beggja aö vilja
vernda hernaðartæki sin.”
Eins og lögð hefur veriö áhersla á
i Þjóðviljanum hefur herstöðin á
Miönesheiði þróast á siöustu 10-15
árum I þaö aö gegna lykilhlut-
verki I kjarnorkuvopnaviöbúnaði
Bandarikjanna á Noröur-Atlants-
hafi, og upplýsingar Center for
Defence Information koma heim
viö þaö álit. Skýtur þar mjög
skökku við fullyröingar NATO-
og herstöðvasinna sem sifellt
klifa á þvl aö herstöðin sé aðeins
eftirlitsstöð og varnarstöð. Hún
er þvert á móti eins og fram kem-
ur i Timaviðtalinu árásar- og
stjórnstöö á timum viösjár og
átaka. —ekh
Sjá síðu 4
Sjá opnu