Þjóðviljinn - 15.07.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.07.1980, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 15. júil 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 27 rænt á einu brettí—og íslenskir fíölmidlar þegja Hversyegna eru íslenskir fjölmiölar svona hljóölátir um ástandiö í Guatemala? Verkamenn viö Kókverksmiöj- una i Guatemala City fóru i verk- fall þann 23. júni sl., þótt fátt hafi verið af þvi verkfalli — eöa öör- um atburöum þar f landi — sagt i islenskum fjölmiölum. Mætti jafnvel segja manni aö fáleikar islenskra fjölmiöla i þessu sambandi tengist á einhvern hátt þeirri staöreynd, aö herforingja- stjórnin i Guatemalaer vinveittog nýtur aöstoöar svokallaöra vest- rænna lýðræöisrikja. Af þvi leiöir aö mannástarpostular og frjáls- hyggjuriddarar telja sér máliö eicki skylt. Astæöan til þess aö verkamenn viö Embodelladora Guatemalteca SA (EGSA) fórui verkfall er sú, að laugardaginn 21. júni sl. var furöudjarflegt mannsrán framiö I Guatemala. Þann dag far haldinn fundur i höfuöstöðvum CNT, sem eru ein öflugustu heildarsamtök laun- þega i landinu. Klukkan 15.30 stöðvuöu 60 vel vopnum búnir menn alla umferö viö Niundu götu, en viö þá götu eru höfuö- stöövar CNT. Mennirnir kynntu sig sem hluta af örryggissveitum rikisins. Þeir brutu niöur hliöiö á lóö skrifstofu- byggingar CNT meö þvi aö aka þar I gegn Toyota-jeppa og réöust siöan inn i bygginguna. Þar rændu þeir og höföu á brott meö sér 27 af helstu forystumönnum samtakanna, og meöal þeirra voru tveir af forystumönnum starfsfólksins I kókverksmiöjunni EGSA, þeir Ismael Vazques og Florention Gomez. Þess má geta aö umræddur fundur var haldinn til að skipu leggja mótmæli viö moröi á ein- um starfsmanna EGSA daginn áöur og tveggja starfsmanna viö hreinlætistækjaverksmiðjuna INCESA-Standard, sem myrtir höföu veriö fyrr um daginn. Segja má aö þessi mannrán 21. júnl hafi veriö það sem íyllti mæl- inn hjá starfsmönnum EGSA, og hafa þeir þó mátt þola ýmislegt. Þess vegna lögöu þeir niöur vinnu mánudaginn 23. júni. Þaö sem ef til vill er merkileg- ast viö verkfalliö i kókverksmiöj- unni er sú staöreynd, aö þátt I því taka einnig félagar i „Asociacion”, en svo kallast „gult” verkalýösfélag sem for- stjóri fyrirtækisins, John Clinton Trotter, stofnaði til höfuös hinu raunverulega verkalýösfélagi starfsfólksins. Félagsmenn I gula félaginu hafa hingaö til ekki tekið þátt i neinum aögeröum, enda ekki þurft aö óttast neins konar hefndaraögeröir af hálfu fyrir- tækisins. Lögreglan grípur til sinna ráöa Þaö hefur löngum veriö ljóst, aö eigendur kókverksmiöjunnar í Guatemala hafa notiö mikils vel- vilja stjórnvalda landsins, hers og lögreglu. Enda hæpiö aö þeir myndu geta hagaö sér eins og raun ber vitni án stuönings þess- ara aöila. Þaö fór enda svo, aö þegar verkfall starfsfólks haföi staöiö i viku, 28. júnl, geröi lögreglan skotárás á verkfalls- mennina og særöu tvo þeirra. Þeir voru báöir félagar I gula fé- laginu. Þá geröist þaö kl. 11 fyrir há- degi 1. júli sl„ aö um 80 vopnaöir menn réöust inn á verksmiöjulóð- ina. Meöal árásarmannanna mátti sjá einkennisklædda félaga i Peloton Modelo (öryggissveitir lögreglunnar) og borgaralega klædda félaga 1 Policia Judicial (hin eiginlega lögregla) og Commando 6 (önnur af öryggis- sveitum lögreglunnar). Verk- fallsmönnunum var misþyrmt og þeir neyddir til aö hverfa aftur til vinnu. Viö þetta tækifæri var tveim verkfallsmanna rænt af lögregl- unni. Hún reyndi einnig aö ná þeim starfsmönnum sem þá höföu nýlega veriö kosnir I stjórn verkalýösfélagsins viö verk- smiöjuna, en nöfn þeirra haföi lögreglan fengiö hjá Arturo Rentz, hinum nýja framkvæmda stjóra verksmiöjunnar, og Fred Von Han, framleiöslustjóra. Þeir Rentz og Von Han lögöu einnig á ráöin um árás lögreglunnar. Astæöan til þess aö stjórnar- mennirnir i verkalýösfélaginu sluppu viö handtöku var sú, aö þegar árásin var gerö höföu þeir fengiö aövörun, þar sem þeim var Haukur Már Haraldsson skrifar hraöminnkandi feröamanna- straumi. Þetta er þeim mun verra fyrir þessa höföingja sem áriö 1979 var metár I feröa- mannaiönaöinum þar I landi. Baráttan gegn kókinu hefur einnig boriö þann árangur, aö kókfurstarnir I Atlanta (höfuöbóli kókdrykkarins) eru farnir aö fást til aö ræöa viö verkafólkiö og fulltrúa Alþjóöasambands starfs- fólks 1 matvælaiönaöi um lausn málsins. John C.Trotter hefur lát- iö af störfum sem framkvæmda- stjóri verksmiöjunnar, en þar sem handbendi hans og áöur nán- ustu samstarfsmenn hafa tekiö viö stjórnartaumum hefur þaö ekki breytt I neinu samskiptum viö verkafólkiö á staönum. Illa hefur gengiö aö fá kaupend- ur aö verksmiöjunni, en hluti af ken den dagen Tvá gánger tidigare har Israel Marquez undkommit öpp- na mordforsok Han vet vad det handlar om den hftr gángen. Rök- granater Skráckstamning. Den tungt bevápnade poliskáren gár in pá fa- briksomrádet Skott avlossas. Israel vet att han máste lámna fabriken och det fort. En kamrats motorcykel kan vara raddnmgen. Men kamra- ten klarar ínte pressen. Dá kör tvá andra arbotskamrater fram en pick- up. Israel kastar sig upp pá fíaket under kapellet. Och pick-upen körs ut frán fabriksomrádet. Polisen ser bilen och avlossar skott efter den. Vindrutan krossas. Men ingen ska- das — Det var sista gángen du var pá din arbetsplats, konstaterar i förbi- gáende journalisten som frágat. — Nej. svarar Israel. — Dl gick vál ínte tillbaka dagen efter' Journalisten slár ut med armarna. Hur kan sádant gá till? Det vill jag vr*ta' Nu ar hon upprörd. Hur kan — Ryska KGB bakom bojkotten! Aktionen mot Coca-Cola rullar vi- dare i flera lánder. Det finns för- utsattningar för att öka trycket pá multi-företaget högst avaevárt. i Ett nytt land som tillkommit se- dan vi sist rapporterade ár Is- land, dár landsorganisationen ASI dragit igáng en bojkottkampanj. En háftig polemik har blossat upp i islándska tidningar, dár bl a Coca-Cola-direktören i Island för- klarat att Sovjetunionen och dess underráttelsetjánst KGB ligger bakom aktionen. Ytterligare ett land har be&Iu- * tat blockera produktionen, Vene-^ zuela, .som stoppar produktionen ^ av Coca-Cola under en vecka sam- tidigt med Mexico, med början den 24 april. I Finland stoppas produktion- en i fyra dagar frán den 25 apríL, Och i Spanien págár en informa- tionskampanj frán 1 maj till 15 maj och dárefter startar en köp- J bojkott som rácker mánaden uL T G';! :-----------------------------— dan dess har förtrycket skruvats át, bit för bit, tills det inte kan skruvas át mera, tills mánniskorna tvingas resa sig, tills förtrycket i deras liv ár várre án den omedelbara skrácken för döden. DS organiseras motstán- det. Dá sluter sig mánniskorna sam- man. Dá kan man inte lángre skrám- m» mord nrh no^i«;chocWer. Coca-Colas problem Koncernledningen i Atlanta, Geor- gia, USA och direktören Hoets i Sverige har fátt "stora problem' Men ándá kan man inte bryta kon- traktet. Dárför ait problemen trots allt ar smi, alltför smá. Mycket mindre án för Manuel Uoper. Balam 1 erlendum tlmaritum hefur veriö getiö um blaöadeilur á tslandi vegna Kók-málsins I Guatemala og m.a. tlundaöar fullyröingar Kóka-kóla forstjórans á tslandi um aö sovéska leyniþjónustan KGB standi aö baki herferöarinnar gegn Kók-auöhringnum. ráölagt aö halda sig frá verk- smiöjunni og fara huldu höföi. Starfsmannastjóri EGSA reynir nú aö fá starfsfólk verksmiöjunn- ar til aö undirrita skjal þess efnis, aö öll þau vandamál sem viö hef- ur verið aö etja i verksmiöjunni séu leyst. Er ætlunin aö birta skjal þetta i fjölmiölum og sýna þannig fram á aö allt sé i himna lagi. Verkamennirnir hafa hins vegar ekki veriö sérlega ginn- keyptir til aö undirrita slikt plagg, og veröa þvi aö þola sifelldar hótanir og aö meö þeim sé náiö fylgst á almannafæri. Margir hafa sagt sig úrverka- iýösfélaginu og aðrir hafa látiö i þaö skina, aö þeir ætli aö hætta störfum hjá EGSA. Barátfan hefur boriö árangur þótt lítill sé Þaö ætti varla aö þurfa aö segja þaö neinum sem fylgist meö þvi sem er aö gerast i heiminum, aö um nokkurt skeiö hefur staöiö yf- ir herferö gegn kókakóla viöa um heim. Er þaö bæöi um aö ræöa neyslu- og framleiöslubann af hálfu verkalýðshreyfingarinnar. Þá er einnig i gangi herferö gegn feröamannastraumi til Guate- mala, vegna þeirrar hryöju- verkaöldu sem þar er i gangi gegn námsmönnum, mennta- mönnum og verkafólki. Þessi barátta gegn þvl aö feröamenn komi til landsins hefur boriö mik- inn árangur, og hafa eigendur hótela barmaö sér sáran yfir lausninni átti aö vera sá, aö nýr eigandi tæki viö henni og geröi um leiö samning viö verkalýösfé- lag starfsfólksins og viöurkenndi þaö opinberlega sem samnings- aöila. Mexikani.sem var langt kominn meö kaup fyrir nokkru, hætti viö á siðustu stundu og nú er þrýst á Coca Cola Company i Atlanta aö þaö kaupi verksmiöj- una sjálft og reki hana. Fróðlegur listi sem segir sína sögu Til þess aö varpa nokkru ljósi á ástandiö I kökverksmiöjunni í Guatemala er rétt aö birta hér lista yfir þá starfsmenn EGSA, sem hafa veriö myrtir, særöir eöa þeim veriö rænt án þess aö til þeirra hafi spurst. Þessi listi er aðeins yfir þá starfsmenn sem oröiö hafa fyrir baröinu á at- vinnurekanda sinum, her og lög- reglu á þessu ári. Lesendur ættu þvi aö geta gert sér i hugarlund þaö ástand sem rikir hjá Embodelladora Guatemalteca SA. MYRTIR: Edgar Rena Aldana, myrtur 20. júni. Arnulfo Garcia. Rænt 1. mai og fannst siöar látinn. Ricardo de Jesus Garcia Ayfan. Handtekinn i 1. mai-göngu og fannst morguninn eftir, myrtur og illa leikinn. Arnulfo Gomez. Handtekinn i 1. mai-göngu og fannst morguninn eftir. Likiö bar vott um miklar misþyrmingar. Marlon Mendizabal (aöalritari verkalýðsfélagsins). Myrtur 27. maí á leiö heim úr vinnu. Rene Reyes. Rænt 1. mai og fannst siðar látinn. Efrain Zamora Aroche. Myrtur 16. mai. SÆRÐIR: Alfredo Coron.Skotinn af lögregl- unni á lóö verksmiöjunnar 28. júni. Alberto Dominguez. Skotinn af lögreglunni á lóö verksmiöjunnar 28. júni. Felix Hernandez Campos. Særö- ist alvarlega viö sama tækifæri og Afrain Zamora Aroche var myrt- ur, 16. mai. HORFNIR: Manuel de Jesus Garcia.Rænt 22. júni. Florentino Gomez Lopez. Rænt i höfuöstöðvum CNT 21. júni. Manuel de Jesus Gomez. Rænt 1. mai. Ismael Vasquez Ortiz.Rænt i höf- uðstöðvum CNT 21. júni. Ekkert hefur spursl til 27 menninganna/ en... Rétt er aö geta þess aö lokum, aö 27-menningarnir sem rænt var úr höfuöstöövum CNT 21. júni sl. hafa enn ekki komiö fram. Hins vegar viröist nokkuö augljóst, hver afdrif þeirra hafa oröiö. Til marks hafa menn þaö, aö aðstandendur hinna horfnu hafa fengiö upphringingar frá lögregl- unni, þar sem þeir eru beönir aö koma á lögreglustööina, til aö sækja persónulega muni hinna horfnu. Eins og ljóst má vera af þvi sem aö framan segir, rikir hrika- legt ástand i Guatemala, og er kókmáliö i sjálfu sér ekki annaö en hluti af þvi. Einmitt þess vegna veröur manni á aö spyrja sig þeirrar áleitnu spurningar, hvers vegna þeir f jölmiölar, sem hæst hafa um mannréttindi og vonsku þeirra sem i austurvegi búa, hafa sameinast um aö stein- þegja um þetta ástand. Er hugsanlegt, aö þaö sé vegna þess, aö, — eins og fyrr er bent á, — herforingjastjórnin I Guatemala er vinveitt hinu vestræna frels, lýöræöi og þeirri mannhelgi, sem skilja má aö sé höfuöprýöi vestræns stjórnar- fars? Og þá um leiö vegna þess aö herforingjastjórnin i Guatemala nýtur aöstoöar og velvilja þeirra vesturlanda sem hæst láta um mannréttindaskort i A-Evrópu og vlðar, meöan þeir látast ekki sjá blóöstrauma þá sem renna um götur skjólstæöinga sinna? Hvar er tslenska mannréttinda- nefndin? 10.7.1980 Haukur Már Haraldsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.