Þjóðviljinn - 17.07.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.07.1980, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 17. júli 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 r i Harðnandi afetaða Arabaríkja Kunnur skandinavisk- ur fréttaskýrandi komst svo að orði núna um daginn að Arabarikin væru i þann veginn að kasta oliuviðargreinini — tákni friðar og sátt- fýsi — en bregða þess i stað á loft byssunni i deilunum við ísrael. i þessum skáldlegheitum felst vitaskuld mikil ef ekki gróf einföldun, en hún endurspeglar engu að siður það almenna á- lit þeirra, sem með þessum málum fylgjast, að ófriðvænlegar horfi nú fyrir Miðjarðarhafs- botni en verið hefur um skeið. Fyrir riimum hálfum áratug, þegar Jasser Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestlnu (PLO), flutti ræöu á allsherjarþingi Sameinuöu þjtíöanna, hét hann á rlki heims aö sjá til þess aö hann neyddist ekki til aö sleppa olfuviöargreininni. Enda þótt palestinskir skæruliöar undir stjórn Arafats hafi ekki látið af skæruárásum og hryöjuverkum gegn Israel á þeim tima er siöan er liðinn, hafa þeir þó ööru hvoru að minnsta kosti haft sig iviö minna í frammi meö þeim aö- feröum en áöur, en leiötogar PLO á hinn bóginn reynt meö fortölum og samningaumleitunum aö tryggja sér aukinn stuöning á alþjóöavettvangi. En árangur þessarar viöleitni hefur oröiö heldur takmarkaöur, meö þeim afleiöingum aö nú viröist sem haukarnir innan PLO — það er aö segja þeir, sem ekkert vilja nema hörkuna I viöure\giinni viö ísrael — hafi bægt dúfunum innan sömu samtaka til hliöar. Aframhald- andi grundvöllun israelskra ný- byggöa I Vesturbakkahéruöum mun hafa átt ríkan þátt I vaxandi viögangi hinna herskárri manna innan PLO. Vatn á myllu ísraelskra hauka PLO-liöar eru nú á ný farnir aö vitna I plagg nokkurt, sem þeir höföu lítiö haft I hámæli um skeiö, nokkurskonar stofnskrá eöa stjórnarskrá samtakanna. Þar er þess krafist aö Israel veröi lagt niöur sem ríki,en I staöinn stofnaö lýöræöislegt riki meö jafnrétti fyrir alla, hvers þjóðernis eöa trúar sem eru. Fyrir utan þaö aö Israelar taka vitaskuld ekki I mál aö riki þeirra hverfi úr sögunni, þá óttast þeir að skjal þetta feli i sér kröfur um brottrekstur færri eöa fleiri Gyöinga úr landinu — ef ekki annaö verra. Af þessu leiöir af aukin áhrif haukanna I PLO veröa vatn á myllu ísraelskra hauka, sem enga eftirgjöf vilja gagnvart Palestinumönnum, heldur halda af fullum krafti á- fram landnámi Israela I Júdeu og Samarlu, eins og israelskir harð- linumenn kalla Vesturbakkahér- uöin. Hryöjuverk á báöa bóga hella svo auðvitað ollu á haturs- eldinn. Assad adþrengdur 1 einni höfuöborg aö minnsta kosti, Damaskus, hefur glaönaö yfir ráöamönnum viö þaö aö PLO bítur I skjaldarrendur. Assad Sýrlandsforseti og félagar hans eru ekki ýkja traustir I sessi og veldur þvi helst aö þeir eru flestir af minnihlutatrúflokki þeim, er Alavitar kallast og eru taldir villumenn af „rétttrúuöum” Mú- hameöingum. Bágt ástand i efna- hagsmálum bætir aö sjálfsögöu ekki úr. Sýrland gerir tilkall til aö teljast sérstakur verndari PLO meöal Arabarikjanna og hefur leitast viö aö hafa forustuna I andófinu gegn samningum Isra- els og Egyptalands. Nú hyggst Sýrlandsstjórn taka fullum hálsi undir herskáan tón PLO gagnvart Isreel og beina þar meö athygli almennings hjá sér frá innan- landsmálum. Auk vandræöa innanlands standa ráöamenn Sýrlands frammi fyrir hættu á því aö þeir einangrist aö vissu marki frá öör- um Arabarikjum og aö viröing þeirra rýrni aö sama skapi. Eftir JórsalaförSadats Egyptaforseta haustiö 1977 og einangrun Egypta i Arabaheiminum i framhaldi af þeirri heimsókn tókst Sýrlandi aö ná vissri forustu meöal Araba gagnvart Israel. En nú bregöur svo viö aö viss vinátta hefur tekist meö hinu „róttæka” Irak annars- vegar og hinsvegar ihaldsrikjum eins og Jórdanlu og oliurikjunum viö Persaflóann, þar á meöal Saúdi-Arabiu. Fáleikar eru hins- vegar sem löngum fyrr meö sýr- lenskum og Irönskum ráöamönn- um. Olíuríki þoka sér saman Augljóst þykir aö Irak ætli sér ekkert minna en forustu fyrir Arabaheiminum. Valdhafar þar hafa vissa möguleika til aö komast aö þvl marki: Irak flytur út meiri ollu en nokkurt annaö OPEC-land aö Saúdi-Arabiu einni undanskilinni og hefur miklu öflugri her en nokkurt annaö ara- bísktollurlki, um 225.000 manns. 1 efnahagsmálum landsins rikir um þessar mundir talsveröur kraftur og uppbygging. Gegn slikri samfylkingu ollu- rlkja má fátæklingurinn Sýrland sin lltils, og er nú margra ætlan aö þeir muni grlpa til þess ráös aö halla sér þéttar að Sovétríkjun- um, eins og „róttæk” Arabariki hafa jafnan gert til skiptis eftir þvl hvernig kaupin hafa gerst I alþjóöastjórnmálunum. Aö sögn sýrlensks stjórnarblaös er Assad LZ Palestinskir særuliöar — „byssan I staö olluviöargreinarinnar.” Assad — leitar stuönings Sovétrikjanna gegn samfylkingu ollurikja. nú reiöubúinn aö undirrita vin- áttu- og samstarfssáttmála viö Sovétrlkin. Sá samningur kvaö svipaöurþeim,sem i gildi er milli Eþfópfu og Sovétríkjanna, en Sýr- landsstjórn hefur til þessa fúlsað viö sllkum samningi, llklega vegna ótta viö aö honum hlytu aö fylgja aukin Itök Sovétmanna I Sýrlandi. Sovétmenn, sem drýgstir hafa veriö viö aö vopna sýrlenska herinn, hafa samt sem áöur ekki viljaö sjá honum fyrir nógu miklum vopnabúnaði til að hann yrði á þeim vettvangi jafn Israelsher. En nú er hermt aö gegn undirritun samningsins muni Sýrlendingar fá frá Sovét- rlkunum eins mikiö af vopnum og þá lystir. 242—ályktun fordæmd Meö Sovétríkin sem bakhjarl vonast Assad trúlega til þess aö geta haldiö einhverskonar forustuhlutverki I viöureigninni viö lsrael. A ráöstefnu utanrikis- og efnahagsmálaráðherra Ara- barlkja fyrir skömmu lagöi Sýr- land til aö gripiö yröi til rótt- tækari ráöstafana gegn lsrael og olluvopninu meöal annars beitt, | útflutningur skorinn niöur um » fjóröung. Olíurikin voru sem I vænta mátti ekki hrifin af þessari I tillögu, en undrun vakti aö nú | haföi Irak helst orö fyrir þeim þvl ■ viövikjandi. Fram til þessa hefur I ekkert Arabariki ástundaö eins I mikla heiftrækni gagnvart Israel | og Irak, aö minnsta kosti i oröi • kveönu. En þegar á heildina er litiö | viröast Arabarlkin, likt og PLO, > nú gerast herskárri gagnvart. I Israel. Téö ráöherraráöstefna, I sem haldin var i Amman, höfuð- | borg Jórdaniu, fordæmdi þannig ■ svokallaöa 242-ályktun Samein- I uöu þjóöanna i Palestinumálum, þar sem kveöiö er á um aö Israel | skili herteknum svæöum, en aö ■ öröu leyti til þess aö gera fátt sagt I um um Palestlnumenn. Fram til I þessa hafa samt Arabarlki eins | og Sýrland og Jórdania haft á- ■ lyktunþessa i hávegum og krafist I þess aö hún yröi lögö til grund- I vallar allsherjarsáttum 1 málum ' Israels og Araba. En nú mega foringjar Araba, þar á meöal annar eins vesturlandavinur og ' Hússein Jórdaniukóngur, sem sagt ekki lengur heyra á ályktun þessa minnst. -dþ. | Minni fólksfjölgun -nema í Afríku Síöustu fimm árin hefur heldur dregiö úr fólksfjölgun i öllum heimsálfum að Afriku frátalinni. Þar hefur hraöinn þvert á móti aukist I fjölguninni og hefur Af- rika nú leyst Suöur-Ameriku af hólmi sem sá heimshlutinn, þar sem fólki fjölgar hraöast. Arin 1975-1979 var fólksfjölgun- in i Afriku 2.9 af hundraöi, á móti 2.5 af hundraöi 1965-1970. I Evrópu var fólksfjölgunin sem vænta mátti minnst, 0.6 af hund- raði 1975-1079 og 0.8 af hundraöi 1965-1970. Norður-Amerika var siöustu fimm árin meö 0.8 prósent fólksfjölgun (1.1 prósent 1965 - 1970), Asia með 1.9 prósent (2.5) og Suður-Amerika með 2.4 af hundraöi (2.7). I heiminum öllum minnkaði fólksfjölgunin úr 2.1 af hundraði 1965-1970 i 1.7 af hund- raöi 1975-1979. Er þetta sam- kvæmt heimildum frá frönsku fréttastofunni AFP. Enn vaxandi atvinnu- leysi í OECD-ríkjum f síðustu hálfsársspá frá Efnahags- og framfara- stofnunni (OECD), sem vestræn iðnríki auk Japans eiga aðild að, segir að at- vinnuleysið í þessum lönd- um muni enn aukast næstu mánuðina, þannig að á miðju næsta ári muni sjö af hundraði vinnufærra manna vera án atvinnu, eða 23 miljónir manna. Nú eru um 20 miljónir manna í OECD-löndum atvinnu- lausar. Hinsvegar er ekki útilokað aö lítillega dragi úr veröbólgunni, sem nú er 12% á ársgrundvelli i þessum rikjum. Segir i spánni aö hugsanlegt sé aö hún veröi komin niöur i 10% á miðju ári 1981.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.