Þjóðviljinn - 17.07.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.07.1980, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÖÐVIL3INN Fimmtudagur 17. júll 1980 BARNFÓSTRA óskum eftir barngóðri manneskju til að koma heim og gæta 2ja barna í Seljahverfi í Breiðholti 2ja og 7 ára frá kl. 12.30—17 upplýs- ingar í síma: 76840 Skrifstofustarf Viljum ráða hið fyrsta IBM tölvuritara með góða starfsreynslu til að annast verk- stjórn við tölvuritun á aðalskrifstofunni i Reykjavik. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknum með upplýsingum um mennt- un og fyrri störf þarf að skila fyrir 25. júli n.k. Vegagerð rikisins, Borgartúni 5—7, 105Reykjavík. Lausar kennarastöður yið Hjúkrunarskóla Islands Um er að ræða tvær stöður hjúkrunar- kennara i hjúkrun sjúklinga á lyflækn- inga- og handlækningadeildum. Launakjör samkvæmt kjarasamningum rikisstarf smanna. Upplýsingar veitir skólastjóri. Umsóknir skulu sendar til menntamála- ráðuneytisins, verk-og tæknimenntunar- deildar. Heilsuhæli NLFI, Hveragerði — Endurhæfingarstofnun Tveir hjúkrunarfræðingar og sjúkraliði óskast frá 1. sept. eða siðar. Húsnæði á vinnustað, sé þess óskað. Nánari upplýsingar veita hjúkrunarfor- stjóri og framkvæmdastjóri i sima 99-4201. Framkvæmdastjóri Alþýðuleikhúsið óskar að ráða fram- kvæmdastjóra frá og með næsta leikári. Vélritunar- og bókhaldskunnátta æskileg. Umsóknir um starfið sendist Alþýðuleik- húsinu pósthólf 45, Reykjavik, fyrir 1. á- gúst. • Blikkiðjan Ásgarði 7/ Garðabæ Onnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíöi. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 Minrnng Björg Magnea Magnúsdóttír F. 18. 12. 1921 - D. 10. 7. 1980 „Hvi skyldi ég ei vakna viö og verki tömu sinna? Veit ég aö stuttri stundarbiö stefin min engir finna. En fyrst þú gast svo góös til min get ég þvi sleppt aö minnast þin ættprýöi min og minna?”. (J.H.) Meö þessum linum viljum viö systkinin kveöja Buggu frænku okkar á Laugateignum og þakka henni allt þaö góöa sem hún var okkur og öörum sem henni kynntust og fengu aö njóta mann- kosta hennar. Sterk, hlý, og ávallt reiöubúin til aö rétta hjálparhönd. Þessi lýsing á viö Buggu frænku okkar eins og viö minnumst hennar og á einnig viö allt hennar lifshlaup, sem i senn var farsælt og gjöfult. Tryggö hennar og ræktarsemi munum viö aldrei gleyma. Viö geymum I minningu okkar þessa eiginleika hennar og minnumst þess einnig aö hún liföi af alúö með samtíð sinni. Þó svo aö margt sem hún meinti og fékk áorkað meö hyggindum sinum og litillæti muni ekki um breiða byggð fara, þá munum viö og ætt- um aö geyma meö okkur þaö sem hún kenndi okkur og samferöa- mönnum sinum, á allt of skammri æfi. Viö vottum þér Oli og krökk- unum og elsku ömmu Guörúnu okkar dýpstu samúö og kveöjum Buggu frænku okkar meö djúpum söknuöi. ,,Og börn þin og frændur, sem fjær eru og nær. viö fögnum þvi öll, aö þin hvild er nú vær frá kvöldrökkri komandi nætur. Og hvíldu nú blessuö i bólinu þvi, sem blóm koma aö prýöa hvert sumar á ný og segja, aö þinn blundur sé sætur.” (Þ.E.) Systkinin Hrauntungu 3. 1 dag er kvödd hinstu kveöju Björg Magnea Magnúsdóttir, Laugateigi 12, hér I borg, en hún andaðist aö heimili sinu 10. þ.m. eftir tiltölulega skamma legu, 58 ára aö aldri. Björg var fædd að Nýlendu i Miöneshreppi, 18. desember 1921, dóttir hjónanna Guörúnar H. Steingrimsdóttur og Magnúsar B. Hákonarsonar, útvegsbónda og formanns þar um áratuga skeið. Magnús lést 1964, en Guörún er enn á lifi 89 ára gömul og dvelur nú aö‘ Hrafnistu i Hafnarfiröi. Bugga.eins og hún var jafnan kölluö I fjölskyldu og vina hópi, var 3ja elsta barn þeirra Guð- rúnar og Magnúsar, en hin eru: Steinunn Guöný, gift Skúla Hall- dórssyni, tónskáldi og skrifstofu- stj., Reykjavik, Olafur Hákon, bóndi og sjómaöur, sem býr nú á fööurleifð sinni Nýlendu, kvæntur Svölu Siguröardóttur, Einar Marinó, járnsm.m., kvæntur Helgu Aöalsteinsdóttur, Reykja- vik.Gunnar Reynir, lögg. endur- skoöandi, kvæntur Sigurlaugu Zophoniasdóttur, Kópavogi, Hólmfriöur Bára, gift Brynjari Péturssyni, verkstjóra, Sand- geröi, og Sólveig, skrifstofu- maöur, Reykjavik. Bugga giftist Ólafi Guömunds- syni, birgöaveröi hjá Strætis- Aöstandendur Ferðaleikhússins Light Nights aö Fríkirkjuvegi 11 Ferðaleikhúsið hefur hafið Light Nights sýn- ingar sinar sem er sér- stök fræðslu- og skemmtidagskrá fyrir enskumælandi ferða- menn. Sýningar hófust 10. júli sl. og verða á hverju fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldi til loka ágústmánaðar. Fara þær fram i húsnæði Æskulýðsráðs Reykja- vikur að Frikirkjuvegi 11 og hefjast kl. 21.00. Efniö er alit Islenskt en flutt á ensku aö undanskildum nokkrum þjóölagatextum og kveönum lausavisum. Dagskrárliöir eru 28 talsins og meöal efnis gamlar gamanfrásagnir, þjóðsögur af huldufólki, tröllum og draugum, auk þess sem lesið er úr Egils- sögu. A milli atriöa eru sýndar skyggnur af verkum islenskra listamanna og leikin islensk tón- list af hljómplötum. Leikmyndin er gömul islensk baöstofa en Gunnar Reynir Sveinsson hefur samiö leikhljóö og séö um upp- töku tónlistar. Þessar sýningar Feröaleikhúss- ins, sem einnig starfar undir náfninu The Summer Theatre, hafa undanfarin sumur farið fram i ráöstefnusal Loftleiöa- hótelsins og veriö vel sóttar af enskumælandi feröamönnum. Stofnendur og eigendur Feröa- leikhússins eru þau Kristin G. Magnús og Halldór Snorrason. vögnum Reykjavikur, þann 27. mars 1945. Þau eignuöust 7 börn, en þau eru: Gunnar Steingrimur, byggingarverkfr., kvæntur Ingu Malmberg. Elin Jóna gift Magn- úsi R. Magnússyni, verslunar- manni. Þórdis Hrefna, jarö- fræöingur. Magnús Hákon, arki- tekt. Ragnhildur gift Bjarna Guð- mundssyni, tæknifræöingi. Orn stúdent, er viö nám,og yngst er Sólveig, nemi sem dvelur i fööur- húsum. Ólafur og Bugga bjuggu allan sinn búskap I Reykjavik, lengst af aö Laugateigi 12. Eins og áöur segir ólst Bugga upp i stórum systkinahópi og byrjaði mjög ung aö vinna höröum höndum. Segja má aö vinnan og fórnarlundin hafi verið hennar aöalsmerki i gegnum allan hennar lifsferil og munu þær stundir hafa veriö fáar sem henni féll verk úr hendi. A hennar uppvaxtarárum gáfust al- mennt ekki tækifæri til langskóla- náms, enda þótt hún hafi veriö gædd góöum gáfum og minni hennar hafi veriö meö ólikindum. Þau hjónin Bugga og Öli voru samhent i þvi aö koma sinum stóra barnahópi til mennta og lögöu allan sinn metnaö og efni, til þess aö svo gæti oröiö, enda hafa börnin sýnt þaö aö þau voru traustsins verö. Þaö hefur veriö sagt aö til rikra sæktu menn hjálpar. Bugga var svo sannarlega rik af hjálpsemi, fórnfýsi og góöu hugarþeli.og sá hópur er býsna stór sem hefur notiö gestrisni, hollráöa og Framhald á bls. 13 Palle Fischer gestur í Norræna húsinu Danski rithöfundurinn Palle Fischer veröur gestur Norræna hússins á þessu ári, en Norræna húsiö hefur undanfarin ár verið meö styrki handa norrænum listamönnum, til feröar hingaö. Eru þessir styrkir til norrænna listamanna veittir I þvi skyni aö kynna þeim bæöi land og þjóö. Palle Fischer er fæddur i Kaup- mannahöfn árið 1928, en er sænskur að móöerni. Var hann aö loknu námi i háskóla lektor i dönsku I Stokkhólmi um hriö. Fyrsta bók hans sem rithöfundar, „Skal vi gifte os med Miss Simpson^kom út 1963. Tveim árum siðar kom út bókin „Ikke særlig mærkelig aften” og vöktu þær báöar mikla eftirtekt. Langt hlé varb siðan á útgáfu bókar eftir Palle, en svo kom út „Kuffert-landskab”, stutt skáld- saga, og 1974 „Mine hornork- estre”. 1976 kom svo út „Göglerens sidste bolde”, og hefur veriö flutt i leikritsformi. 1978 kom svo út skáldsagan hans „Rósa”, og I haust er von á nýrri bók eftir Palle sem ber heitið „Den store badedag”. Palle Fischer hefur ir.ikinn áhuga á mönnunum og þeirra eöli, og kemur það skýrt fram i sögum hans. Bækur Palle vekja samúö meö manninum og um- hverfi hans, i staöinn fyrir aö vekja leiða og þunglyndi, þar sem hann kemur auga á hiö kátlega i fari mannsins. Palle hefur hlotiö ýmsar viðurkenningar fyrir störf sin, m.a. nýlega Herman Bang-verðlaunin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.