Þjóðviljinn - 17.07.1980, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.07.1980, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 17. júll 1980 Þannig var umhorfs við Landlæknishúsið er endurby ggingin var I full- um gangi. Þá var litið vitað um væntanlegan kostnað, en nú eru hús- friðunarmenn reynslunni rfkari og mun bjartsýnni. Ljásm. gei. Kostnaður við endurbyggingu Landlæknishússins: Miklu minni en ætlað var segir formaður Torfusamtakanna „Þetta hefur farið fram úr öll- um vonum bæði hvað varðar hraðann og kostnaðinn", sagði Þorsteinn Bergsson, formaður Torfusamtakanna i gær, en þessa dagana er veriö að ganga frá reikningum við enduruppbygg- ingu landiæknishússins. Áætlaður kostnaður er aðeins um 45 mil- jónir króna. „Þetta er um þriðjungur af þeirri áætlun sem rikisskipuð nefnd gerði á sinum tima”, sagði Þorsteinn. „Þeir reiknuðu með tvöföldum byggingarkostnaði sams konar húss i endurbygging- una. en nú litur út fyrir að niður- staðan verði um helmingur af nýbyggingarkostnaði.” — Er verkinu lokið? „Nei, ekki að fullu. Hins vegar er aðeins um smáfrágang að ræða sem tekst væntanlega að Ijúka á hálfum mánuði og siðan verður framhliðin tekin i gegn eftir tvö eða þrjú ár. I upphafi létum við okkur ekki dreyma um að taka þetta svona vel i gegn, heldur var fyrst og fremst hugsað um aö gera við til bráðabirgða og koma húsinu i notkun. Fúi reyndist hins vegar hverfandi og þegar upp er staðið er búið að leggja nýja raf- lögn, nýtt hitakerfi, nýja vatns- lögn og setja nýtt járn á allt. Inni i þessari upphæð eru einnig allar fastar innréttingar utan þær sem eru tengdar starfseminni sér- staklega eins og eldhúsbúnaður- inn, svo það er full ástæða til að vera ánægður með niðurstöðuna. Við byrjuðum um mánaðamót- in jamlar-febrúar, og framan af miðaöi hægt og rólega. Siöasta hálfan annan mánuðinn var hins vegar unnið dag og nótt en þá gekk þetta lika eins og I lyga- sögu.” — Er vinna sjálfboöaliöa inni I dæminu? „Sjálfboðavinna var hverfandi og hún er ekki tekin i dæmið.” —Hvað tekur svo við? „Þegar byrjað var á Landlæknishúsinu renndum við eiginlega blint i sjóinn hvað kostnaðinn varðar, en nú erum við reynslunni rikari og full ástæða til að vera bjartsýnn, þvi þessar tölur sanna að það er hægt að gera gömul hús upp fyrir miklu minni fjárhæðir en haldið er fram. í sumar mun Knútur Jeppesen arkitekt, sem vann að Landlæknishúsinu gera áætlun um frekari uppbyggingu Torfunnar. Þar verða tindar til allar hugmyndir um frekari nýtingu húsanna, viðgerðarþröf á Bankastræti 2 og endurbyggingu hinna húsanna, kostnaður metinn og gerð framkvæmdaáætlun. Það verk verður kynnt almenningi i haust,og vist er að margir hafa sýnt áhuga á að fjármagna upp- bygginguna eftir að Landlæknis- húsið komst i gagnið.” — AI A fjórum mánuðum og fyrir um 45 miljónir króna var Landlæknishúsiö gert upp. Þessar staöreyndir eru mikil lyftistöng fyrir húsafriöun I borginni þar sem kostnaöarhliöin hefur greiniiega verið gifurlega ofmetin til þessa. Ljósm. — gel. Egilsstaðir á Völium Súgþurrkun æ vinsællij segir Þórhallur Hauksson, rádunautur á Egilsstödum — Hér eru bændur nokkuð mis- jafnleg á veg komnir meö slátt. Bændur á Upp-héraðinu eru trú- lega búnir að slá einna mest en eitthvað minna á Ot-héraði. Vopnfirðingar eru einnig byrj- aöir. Minna mun um að sláttur sé hafinn niðri á fjörðum, i Breiðdal og á Suöurfjörðunum. Svo sagðist Þórhalli Haukssyni, ráðunaut hjá Búnaðarsambandi Austurlands, frá, er við ræddum við hann i fyrradag. Mikið flatt af heyjum Ýmsir bændur hér i efri sveit- unum á Héraöi eru búnir að ná nokkru inn af heyjum. Votheys- verkun er hér mjög litil en súg- þurrkun ryður sér æ meira til rúms. Allmargir bændur hafa t.d. komið sér upp súgþurrkun nú i vor. Og hafi menn súg- þurrkun er oft nægjanlegt aö dauf þurrkflæsa haldist I 2—3 daga, þá þornar það mikið úr heyinu aö hægt er að fullþurrka það I súgþurrkunarhlöðunúm. En þaö hefur nú verið vanda- máliö hérna núna að skúrir hafa komið á hverjum degi aö undan- förnu. Það liggur þvi mjög mik- ið flatt hjá mönnum núna. Spretta — Kal — Skepnuhöld Grasspretta er dálitið mis- jöfn. Hún er gðð á Héraðinu og að ég hygg i Vopnafirðinum en lakari suður i Breiðdal og á Suð- urfjöröunum. Þó eru tún einnig ■ orðin sláandi þar. Kal er nokkurt i sumum sveit- um, einkum þó á Efra-Jökuldal I og i Hjaltastaðaþinghá. Annars • staðar er það litið og yfir heild- I ina tekið með minnsta móti. Fénaðarhöld voru góð I vor en ' færra af ám var tvflembt en oft ! áður þannig að dilkar verða I færri I haust. Minna um framkvæmdir j Töiuverð eftirspurn er eftir | skurðgröfum og jarðýtum til j vinnslu en þó held ég nú aö , ræktun verði með minna móti I i ár og einnig byggingar. Láns- umsóknir til Byggingafram- kvæmda voru með allra ' minnsta móti. Og nú er Arni Jónasson, er- indreki Stéttarsambands bænada, væntanlegur hingað , austur á næstunni til þess að i færa bændum kvótabréfin. — þj/mhg S '3 : ' Sitjum á meöan sætt er. Lundavertíd hafin Frá fréttaritara okkar f Vest- mannaeyjum: Hin árlega lundavertið hér i Vestmannaeyjum hófst I byrjun júli og eru veiðimenn farnir á stúfana, einkum þó bráölátir á heimalandinu, en nú sem endra- nær er veiðin treg f byrjun veiði- tima en aldrei svo, að ekki kroppist einn og einn 1 soöið. Verð á lunda f ham á bryggju var ákveðið f vor kr. 300 en á hamflettum kr. 400. M.Jóh. Drottinn gaf- og tók L: A aðalfundi Félags ellilífeyrisþega sam- vinnuf élaganna, sem nýlega var haldinn, komu fram miklar óánægju- raddir með það fyrir- komulag sem nú gildir, að ríki og sveitarfélög leggja skatta á ellilífeyri og tryggingabætur, sem aldraðir njóta, að því er segirí Sambandsf réttum. Þykir mönnum aö þarna sé veriö aö rétta með annarri hend inni og taka aftur með hinni. Nokkuð mun þó vera misjafnt eftir sveitarfélögum hvort út- svar er lagt á þessa aura eða ekki. Af viðfangsefnum félagsins má m.a. nefna að nýlega gekkst það fyrir könnun á húsnæöisað- stöðu, vinnuþörfum og heilsu- fari félagsmanna sinna. Formaöur félagsins er Gunnar Grimsson en meðstjórn endur þau Anna Guömunds- dóttir, Björg Agústsdóttir, Haf- liði Guömundsson og Sveinn Guðmundsson. —mhg Fódurbœtis- skatturinn: Veldur SÍS erfiðleikum! Nýálagður 200% fóðurbætis- skattur mun fyrirsjáanlega valda Sambandinu nokkrum erfiðleikum, aö þvf er segir i Sambandsfréttum. Að sögn Sigurðar A Sigurðssonar, deildarstjóra Fóðurvörudeildar J var sala deildarinnar I vor mun minni en áætlaö hafði veriö. Astæðurnar fyrir þessum samdrætti I sölunni taldi \ Sigurður trúlega vera jöfnum höndum gott tiöarfar og áhrif frá kvótakerfinu. Þvf eru birgðir af fóðurvörum nú með meira móti,en frá þvi að fóöur- bætisskatturinn var lagður á i vor hefur salan nánast engin verið. Sigurður taldi sennilegast að þessar birgöir seldust ekki fyrr en i haust. Þvi væri aug- ljóst, að álagning skattsins myndi valda Sambandinu tals- : verðum vaxta- og geymslu- kostnaði vegna þessara birgöa. Að auki standa mannafli og tækjabúnaður verklitlir þar til • salan tekur við sér á nýjan leik. —mhg Skipalyftan heim Frá fréttaritara okkar í Vest- mannaeyjum: Þá er loks farið að örla á ein- hverju áþreifanlegu f sambandi viö skipalyftuna. Framkvæmdir viö lyftusvæöið eru að hefjast og heimflutningur skipalyftunnar er hafinn. Hversu mikið kemst upp af lyftunni í ár er ekki ljóst en stefnt er að þvi að ramma fyrir henni og vinna við undir- stöður. M.Jóh. J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.