Þjóðviljinn - 17.07.1980, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.07.1980, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 17. júll 1980 Fimmtudagur 17. júli 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Skeiöarétt, ein fegursta og stærsta rétt landsins, sem veröur hundraO ára á næstunni. Gjáin er undurfagur og tilkomumikiil staöur. ÞAR SEM HULDUR LANDSINS KVEÐA Á þriöjudagskvöldiö var farinn könnunarleiöangur inn i Þjórsárdal til aö athuga aöstæöur fyrir Alþýöu- bandalagsfólkiö sem ætlar aö flykkj- ast þangaöá sunnudaginn, veija staö fyrir aöalbækistöövar, kanna göngu- leiöir osfrv. Blaöamaöur og ljós- myndari fengu aö sitja i bilnum hjá Tryggva Sigurbjarnarsyni aöalfar- arstjóra og Hjalta Kristgeirssyni „aöstoöaryfirfararstjóra” einsog Tryggvi kallaöi hann. 1 öörum bil voru þremenningarnir, sem mest hafa unniö aö undirbúningi feröar- innar á skrifstofu Alþýöubandalags- ins, Kristján Valdimarsson, Stefania Traustadóttir og Kristfn Guöbjarts- dóttir. Veöriö var vægast sagt ekki sérlega uppllfgandi, súld og þoka all- an timann og hellirigning ööru hverju. Samt var fallegt I Þjórsár- dalnum, og skyldu menn hafa þaö hugfast á sunnudagsmorguninn ef sólin veröur eitthvaö nísk á geislana. Vonandi veröur glampandi sólskin, en þaö er ekkert endanlegt skilyröi fyrir vel heppnaöri ferö. Skeiðarétt Viö ókum sem leiö lá austur á Skeiö og námum staöar á fyrsta áfangastaönum, viö Skeiöarétt. Þar veröur haföur stuttur stans á sunnu- daginn, til aö leyfa börnunum aö pissa og öllum aö skoöa þessa glæsi- legu rétt, sem á einmitt hundraö ára afmæli um þessar mundir. Skeiöa- rétt er ein fegursta rétt á landinu, og jafnframt ein sú stærsta. Gamia grjóthleöslan var farin aö gefa sig svolitiö, og hafa nú bændur i hrepp- unum i kring tekiö sig til og hafiö endurbyggingu réttarinnar. Þeir fengu snillinga i liö meö sér og eru nú aö hlaöa garöana upp í upprunaleg- um stfl, en endurbættum. Þeir nota steypu til aö styrkja garöana, en steypan mun ekki sjást, þvi ofan á garöana veröur sett torflag. — Þarna sést aö enn er til fólk á tslandi sem kann aö hlaöa grjótgaröa, — segir Tryggvi, þegar viö setjumst upp i bilinn aftur og höldum feröinni áfram. Blómin i auðninni Þegar komiö var upp i Þjórsárdal- inn blöstu viö svartir sandar og gróin svæöi. Uppgræöslan sem hófst þarna fyrir allmörgum árum hefur boriö ævintýralegan árangur. Þaö sem vekur þó e.t.v. mesta hrifningu feröamannsinseru sandarnir svörtu, þar sem smágeröar en ilmsterkar og litrikar islenskar jurtir hafa fest ræt- ur: blóöberg, gulmura, geldinga- hnappar, hundasúrur og hvaö þaö nú heitir allt saman. Smám saman eru þessar jurtir aö breiöa úr sér yfir sandana, hægt og markvisst vinna þær aö þvi á sinn hljóöláta hátt aö breyta auöninni i blómareit. Rétt fyrir neöan rústirnar aö Stöng fórum viö yfir Rauöá á vaöi og ókum siöan inn meö Stangarfjalli þar til komiö var I kvos eina friösæla og ákveöiö aö setja þar upp aöalstöövar feröarinnar. Kvosin er aö visu ekki kjarri vaxin, en hún er falleg og skjólsæl og frá henni blasir dalurinn viö i allri sinni ægifegurö. Handan viö Fossá, sem streymir þarna grunn meö ljúfum niöi, sjást Rauöu- kambar. Þeireru þeirrar náttúru, aö svo viröist sem sólin skini á þá alltaf, hvernig sem viörar. Astæöan er sú, aö fjallsraninn Rauöukambar er aö mestu úr lipariti og skriöurnar rauö- brúnar. Héidu menn áöur fyrr aö þar heföu eldar komiö upp, en Þorvaldur Thwoddsen gekk um þessar slóöir 1888 og komst aö raun um aö Rauöu- kambar heföu aldrei gosiö. Huldur landsins A sunnudaginn veröur semsé ekiö I þessa kvos og áö þar I rólegheitum. Þegarmenn hafa snætt nestiö veröur svo haldiöaf staö I skipulagöar ferö- ir, en þeir sem kjósa fremur „hiö ljúfa BT” geta legiö I leti i kvosinni allan daginn, ef þeim sýnist svo, og hlýtt á huldur landsins kveöa, einsog Tryggvi oröaöi þaö svo skáldlega. Þeir hressustu og gönguglööustu fara sjálfsagt meö Hjalta Kristgeirs- syni i gönguferö inn aö Háafossi. Sú ferö tekur u.þ.b. fjóra tima og veröur gengiö inn meö Stangarfjalli. Göngugarparnir þurfa af vera vel búnir, sérstaklega til fótanna, en Hjalti sagii aö ákjósanlegur fóta- búnaöur væri annaöhvort vaöstigvél eöa háir leöurskór. Reyndar á þaö viö alla sem i feröina fara, hvort sem þeir fara inn aö Háafossi eöa ekki, aö þeir þurfa aö vera vel búnir, og er t.d. ráölegt aö hafa meö sér vettlinga og húfu. önnur ferö veröur farin i Skjólkvi- ar og Rangárbotna undir leiösögn Þorleifs Einarssonar jaröfræöings. Þorleifur mun i þeirri ferö fræöa menn um Heklu og Hekluelda, sem svo miklum usla hafa valdiö i þess- umdal.Erekki aö efa aömarga mun fýsa aö innbyröa þann fróöleik, og jafnframtaö skoöa þessa fögru staöi. Sundlaugarferð Ahugamenn um likamsrækt muna væntanlega eftir aö hafa meö sér sundföt, þvi þeim veröur boöiö upp á sundlaugarferö. Sundlaugin I Þjórs- árdal er merkilegt mannvirki og þar ergaman aö synda. Rétt er aö benda sundgörpum á aö þaö kostar 600 krónur fyrir fulloröna aö fara I laug- ina, en fyrir börn er gjaldiö 200 eöa 250 krónur (nákvæmari upplýsingar fengust ekki á skrifstofu Lands- virkjúnar). Frá aöalstöövunum er ekki nema steinsnar upp I Gjána, þann undur- fagra og tilkomumikla staö, og verö- ur gengiö þangaö. í leiöinni geta menn skoöaö rústirnar aö Stöng og raulaö fyrir munni sér: „önnur var öldin er Gaukur bjó I Stöng/ þá var ei til Steinastaöa leiöin löng”. Gaukur Trandilsson er fræg persóna, þótt næsta litiö sé um hann vitaö. En til- efni vfsunnar var, svo vitnað sé I Vigfús viöförla, aö „Gaukur fiflaöi húsfreyju á Steinastööum. Hún var skyld Ásgrími Elliöa-Grimssyni. Þar af dx dþokki milli þeirra, er dró til þess aö Asgrimur drap Gauk.” Loks er aö geta þeirrar feröar, sem farin veröur aö Búrfelli undir leiösögn Tryggva Sigurbjarnarson- ar. I þeirri ferö veröur Búrfellsvirkj- un skoöuö. Ekiö veröur aö stööinni, en þaöan um Búrfellsskóg og aö Þjófafossi. Brugðið á leik Aöur en lagt veröur upp I feröirnar verða gefin nákvæm fyrirmæli um þaö, hvenær menn eigi aö safnast saman aftur, og mun veöriö ráöa nokkru þar um. Þó er gert ráö fyrir aö þaö veröi um sex-leytiö. Koma þá allir feröalangarnir saman I kvosinni góöu og hlýöa á ræöu Siguröar Blön- dal skógræktarstjóra. Þar veröur einnig brugöiö á leik og sprett úr spori, og siöast en ekki sist: dregiö I happdrættinu. Þarveröur slegist um stdran feröavinning frá Samvinnu- feröum — Landsýn og fjölda smærri vinninga. Þegar öllu þessu er lokiö veröur svo brunaö af staö i bæinn. Verður ekiö beinustu leiö og hvergi stoppaö, enda gert ráö fyrir aö koma til Reykjavikur eigi slðar en kl. 21.00. Einsog venja er til veröa sögufróö- ir og söngglaöir leiösögumenn i hverjum bil. Þessir hafa þegar gefiö vilyröi sitt, en fleiri eiga eftir aö bætasti hdpinn: Bjöm Þorsteinsson, Gunnlaugur Astgeirsson, Haukur Hafstaö, Pétur Sumarliöason, GIsli Pétursson, Ragna Freyja Karls- dóttir, Sverrir Hólmarsson, Stefán Bergmann. Aöur var getiö þeirra Hjalta Kristgeirssonar og Þorleifs Einarssonar, og aö sjálfsögöu aöal- fararstjórans, Tryggva Sigurbjarn- arsonar. Undanfarin ár hefur gosdrykkja- sala veriö I sumarferöunum, en i þetta sinn veröursvo ekki, og er fólki bent á aö hafa meö sér slika vöru, en treysta ekki á aö fá hana einhvers- staðar á leiöinni. Menn ættu einnig aö gæta þess aö vera vel fataöir, skó- aöir og nestaöir og siöast en ekki sist, hressir og glaöir. Þeir sem ekki hafa látiö skrá sig ennþá eru minntir á aö gera þaö hiö fyrsta. Skrifstofan aö Grettisgötu 3 er opin alla virka daga kl. 9—5, og siminn er 17500. Miöarnir kosta kr. 9000 fyrir fulioröna, og kr. 4000 fyrir börn yngri en tólf ára. — ih 3 jSHMffiBBBj ■HBSH Undirbúningshópurinn kominn á áfangastaö 1 Þjórsárdai, f.v. Ingibjörg, HJalti, Kristin, Stefánia, Kristján og Tryggvi !l SKRIÐUFBX SKELJAFELL HJÁlpai 8« SDWARHÚS/ iKÁLARFBL, SÖLVAHRAUN ■reonoi Þjórsárdalur og nánasta umhverfi. Texti I.H. Myndir Ella á dagskrá >Þeir munu á engan hátt virða of ■ beldi og mannúðarleysi sovéskra yfirvalda, en þeir standa vörð um að vernda olympíuleikana Eysteinn Þorvaldsson: FARARHEILL Sveit islands.sem tekur þátt i ólympiuleikunum I ár, heldur ut- an i dag. Aldrei fyrr hafa islensk- ir ólympiuþátttakendur þurft aö mæta jafnmiklum fordómum og skilningsleysi ólympiuandstæö- inga og nú. Siöan Carter Banda- rikjaforseti setti fram áskorun sina um þátttökubann hefur furöulegasta samansafn manna gengiö erinda hans hér á landi af dæmalausu ofstæki og þekkingar- leysi. Þeir hamra á þvi aö helstu lýöræöisþjóðir heims ætli aö hundsa leikana. t þeim hópi „lýöræöisrikja” eru Chile, Saudi- Arabia, tran og Kina, slvo eitt- hvaö sé nefnt, og allt I einu eru þetta oröin fyrirmyndarriki af þvi aö þau fylgja þarna sömu stefnu og Carter. Vanstilling ólympiuandstæöinga á tslandi er slik aö þaö er borin von aö ætla sér aö rökræða viö þá. En ég vil enn einu sinni áretta þaö sem viö ólympiunefndar menn höfum oft tekiö fram: ts- lenskir iþróttamenn fara nú til þátttöku I ólympfuleikunum, ekki vegna þess aö þeir eru haldnir I Sovétrikjunum,heldur þrátt fyrir þaö. Þeir fara til þess aö efla friö- arhugsjón iþróttanna, þannig teljum viö sæmd Islands vel borg- iö. För þeirra til ólympiuleikj- anna sýnir aö þeir láta ekki póli- tiska striösmenn skipa sér fyrir verkum. Islenskt iþróttafólk og islenska iþróttahreyfingin vilja ekki taka þátt i tilraun stjórn- valda I USA, Chile, tran, Saudi- Arabiu og Kina til aö leggja i rúst ólympiuleikana, sem einmitt hafa sameinaö fólk I friöi. Ofangreind riki eru aöeins dæmi um stóran hóp rikja sem beita miskunnar- lausu hernaöarofbeldi bæöi heimafyrir og gagnvart öörum þjóöum nákvæmlega eins og sov- ésk yfirvöld gera. Þaö eru þessi öfl sem reyna nú aö ánetja iþróttafólk og nota þaö fyrir sig i bolabrögöum striös og stjórn- mála. A slikum timum riöur á þvi áö halda ró sinni og reisn og ljá hvorugum striösaöilanum fang- staöar á sér. Andstæöa valda- og ofbeldisstefnu slikra rikja er frið- arhugsjón ólympiuleikanna. Til- raunin til aö eyöileggja þá hefur mistekist i ár. Vel má vera aö ófriöar- og sundrungaröflum i heiminum takist aö leggja þá I rúst áöur en ólympluáriö 1984 rennur upp. En þaö er von min og trú aö hvorki islensk stjórnvöld né islensk iþróttahreyfing eigi þátt I sliku óheillaverki. Fulltrúar tslands á ólympiu- leikunum i ár fara til þess aö halda á lofti merki tslands og friöarins. Þeir munu á engan hátt viröa ofbeldi og mannúöarleysi sovéskra yfirvalda, en þeir standa vörö um aö vernda ólym- piuleikana. Viö skulum senda þeim hlýjar heillakveöjur á þess- um degi. Viö vitum aö þeir eru góöir fulltrúar tslands og bera iþrótt sinni og þjóö sinni gott vitni. Eysteinn Þorvaldsson. erlendar bækur Patterns of Folklore. Hilda Ellis Davidson. DS. Brewer — Rowman & Littiefield 1978. The Folklore Society átti hundraö ára afmæli áriö sem bók þessi kom út. Höfundurinn er kunn sem sérfræöingur I nor- rænni goöafræöi og hefur sett samanbækur um þau efni, meöal bóka hennar: Gods and Myths of Northwest Europe og Scandinavian Mythology. Hér birtist nokkrar um um norræn og ensk þjóöfræöi og arfsagnir. Hún fjallar um sagnfræöi og þjóöfræöi og einnig um goösagnir eöa mýt- urog bókmenntir I sambandi viö þau fræöi; einnig fjallar hún um Godivu-söguna og hamar Þórs. Ýmsir fornir siðir og hættir, hjátrú svo kölluö og hindurvitni geta lokiö upp nýjum skiiningi á þeim uppsprettum sem listir og bókmenntir ýmissa þjóöa eiga aö kveikju. Þessar greinar höfundar eru tilraun til þess aö veita mönn- um dýpri skilning á uppruna þjóömenningar og ýmsum þjóö- areinkennum og siöum sem enn eru tiökaöir. Blindfold. Antony M e 1 v i 11 e-R o s s . Fontana/Collins 1978. Þetta er fyrsta skáldsaga höf- undarins, sem hefur stundaö njósnir og rekiö erindi oliuhringa I Austurlöndum og Suöur- Ameriku. Hann starfaöi i breska kafbátaflotanum á siöari striös- árunum. Þetta er saga um njósnir og eltingaleik viö glæpamenn ogeinnig fléttast inn I söguna leit aö taugagasbirgöum sem eru fólgnar einhvers staöar I Libiu- eyöimörkinni. Þetta er lipurlega samin reyfari og þokkalega skrif- aöur. Poverty and Capitalism in Pre-Industrial Europe. Catharina Lis — Hugo Soly. The Harvester Press 1979. Höfundarnir starfa viö háskól- ana I Brússel og Ghent. Dr. Soly er höfundur ritsins Urbanisme en kapitalisme te Antwerpen in de 16de eeww, sem kom út 1977. Þetta rit er eitt þeirra i bókaflokk Harvester-útgáfunnar, sem fjall- ar um Evrópusögu og hagsögu fyrir iönbyltinguna. Bók þessi á aö bæta úr skorti upplýsinga um fátækt og fátækramál i Evrópu á nýju-öld fram aö iönbyltingu. Rit um þessi efni eru nokkur, en flest eru þau sérhæfö viö styttri tima- bil eöa þá einstck riki eöa svæöi. Höfundarnir leitast viö aö skýra orsakir fátæktar i Evrópu fyrir 1850 og viöbrögö rikjandi afla viö fátækt og allsleysi mikils þorra ibúa hvers rikis. Höfundarnir telja, sem rétt er, aö fátækt hafi fylgt og veriö þáttur þess kerfis- timabils, sem gengur undir nafn- inu „ancien regime”. Hvers- vegna var allsleysiö jafn algengt á svæöum hagvaxtar og mikillar framleiöslu eins og á svæöum, þar sem framleiöslan var lltil og mun minna til skipta? Höfund- amir svara þessum spurningum og fjölmörgum öörum, sem erfitt hefur veriö aö fá svör viö. Þeir nota mannfjöldarannsóknir, athuganir á framleiöni, afskipti rikisvaldsins og eölislægar and- stæöur kapitalisks hagkerfis til útlistunar i þessum efnum. Þeir komast einnig aö þvi, aö eftir upptöku kapitaliskra fram- leiösluhátta, var fátækt engu minni en áöur og jafnframt mis- munandi mikil eftir svæöum og rikjum. Eftir aö iönbyltingin hófst magnaðist áróöur rikjandi stétta um hagkvæmni, hagvöxt og nýt- ingu hráefna og mannafla og frjálsræöi auömagnsins, sbr. frjáls verslun og verslunarviö- skipti milli þjóöa. Kröfur timanna I siöferöismálum og réttarfari mótuöust af nauösyn framleiðslu- háttanna. Höfundarnir rekja þessa sögu frá þvi seint á miðöld- um og fram um miöja 19. öld. James Coonan þýddi ritiö úr hol- lensku á ensku. Etruscan Art. Otto J. Brendel. Pelican History of Art. Penguin Books 1978. Pelican History of Art er basöi gefin út bundin og óbundin. Bundna útgáfan er i stærra broti og myndsiöur prentaöar sér. t ó- bundnu útgáfunni eru myndir prentaöar i texta, myndir beggja útgáfanna eru svart/hvitar. Höfundurinn lést skömmu eftir aö hann lauk viö þetta rit. Hann stundaöi nám I Þýskalandi og starfaöi um tlma viö Ny-Carls- berg Glyptotek, siöar einkum viö Colu mb ia- háskólann. Ennþá vita menn harla litiö meö vissu um upruna Etrúa og þjóö þá sem gekk undir þessu heiti. List þeirra er kunnari. Etrúar uröu fyrir miklum áhrif- um af griskri list, en aölöguðu hana beim listþörfum sem þeir töldu sér henta. List þeirra er iburöarmikil og mjög tengd lifi fjöiskyldunnar bæöi i þessu lifi og ööru. Grafarlist þeirra er einstök og mikiö magn grafmynda hefur fundist og er aö finnast. Þetta er skýrt og ýtarlegt yfirlit um list Etrúa. Gottfried August BUrger Wunderbare Reisen zu Wasser und Lande Feldziige und lustige Abentauer des Freihern von Múnchhausen... Mit 12 Zeichnungen von Alfred Kubin. Deutscher Taschenbuch Verlag 1979. BQrger þýddi gerö Erichs Raspes af ensku á þýsku og er sú gerö hér prentuö meö hinum ágætu myndum Kubins, en dtv. er nú aö gefa út nokkur bindi rita, sem Kubin hefur myndskreytt. Þetta er mjög smekkleg útgáfa. Sögur MUnchhausens, en hann var uppi 1720-97, bárust meö Raspe, þá hann hljóp meö illan feng frá landgreifanum i Hannover, tilLundúna, en þar gaf hann út þá gerö sem BUrger þýddi. Sögur þess stórlygna baróns eru alltaf jafn skemmti- legar:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.