Þjóðviljinn - 20.07.1980, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.07.1980, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN HELGIN 19.—20. júll. AF TÆKNILEGRI, FRÆÐI- LEGRIOG FÉLAGSLEGRI SKILGREININGU Á NAUÐGUN ÞAR SEM KON- AN ER FÓRNARLAMBIÐ — FYRRIHLUTI Það hefur áreiðanlega ekki farið framhjá neinum, hve gífurlega vandað er til helgar- blaðs Þjóðviljans, sem nú þjónar þeim tilgangi að vera bæði kvennablað , laugardagsblað og sunnudagsblað. Úrvalslið góðra manna og eigulegra kvenna með staðgóða þekkingu og dýrmæta reynslu, leggur þar hönd á plóg með umtalsverðum árangri. Já veikara kynið hefur greinilega náð undirtökunum í sunnu- dagsblaðinu. Þessu ber að fagna, því ef konan á einhvers staðar að hafa einhver tök þá eru það undirtökin. Síðasta Sunnudagsblað fjallaði nær ein- göngu um þá skelf ilegu staðreynd að íslenskar konur eiga stanslaust yf ir höfði sér þá ógn og skelfingu, að íslenskir karlar taki þær og nauðgi þeim. Við slikan ótta er óbærilegt að búa fyrir konur þessa lands og sannarlega kominn tími til að taka þetta alvarlega mál föstum tökum. En áður en lengra er haldið langar mig, svona í framhjáhlaupi að f letta síðasta Sunnu- dagsblaði (12.og 13.júlí). Á forsíðu er mynd af konu, sem verið er að nauðga fyrir framan bókaskáp. Á 2. síðu skrifar Flosi Vikuskammt af ráðstefnu kvenna í Bifröst, þar sem fjallað var um ótímabærar nauðganir í vígðri og óvígðri sam- búð. Á 9. síðu er grein, sem nefnd er „Kona kvödd" Á 10. síðu er f jallað um viðhorf eigin- konu járniðnaðarmanns. Á 13. síðu er heilsíðu- grein með framhaldi á næstu síðu undir yfir- skriftinni „Staða kvenna hefur versnað". Á 14. síðu er greinin „Sigur fyrir konufólk". 16.,17.,18., og 19. síða eru svo allar helgaðar hinu aðkallandi stórvandamáli íslensku kvenþjóðarinnar, hinni ofboðslegu kynhvöt karlpeningsins í landinu. Svo alvarlegt virðist þetta mál orðið, að konur eiga það sífellt yfir höfði sér að við karlarnir tökum þær og nauðg- um þeim. Þá er á 25. síðu heilsiðugrein um f lugfreyju í starf i. ftarlega er í blaðinu f jallað um „kvennaáratugsráðstefnuna," sem stendur fyrir dyrum í Kaupmannahöfn og er framhald af ánnarri kvennaráðstefnu, sem haldin var í Mexíkó fyrir fimm árum. „Undir eldf jalli í Mexíkó", nefnist svogrein á 20. síðu. Hana hafði ég ekki tíma til að lesa, svo ég get ekki gert mér grein fyrir því hvort hér er um að ræða lífsreynslu einhvers kvenmanns í Mexíkó. Það er sem sagt greinilegt að konan hefur náð undirtökunum í Sunnudagsblaði Þjóð- viljans, en hið svokallaða „kallpungaveldi" hefur orðið að lúta f lægra haldi. Þessu fögn- um við allir, sem unnum fögrum konum og eigulegum. Þó er það nú svo að greinarnar „Hvers vegna er konum nauðgaðí'Hvað er nauðgun'bg „Hverjir nauðga" hrópa á umfangsmeiri og víðfeðmari umræðu um þetta alheimspró- blemm, sjálfa nauðgunina sem slíka. Ég finn mig þess vegna knúinn til að gera þessu máli nokkur skil, þó ég sé að vísu karl- maður og margir áratugir síðan reynt hefur verið að nauðga mér. Áður en lengra er haldið verð ég að lýsa þeirri sök á hendur sjálfum mér að ég er margfaldur nauðgari, ef skilgreiningin á nauðgun í síðasta Sunnudagsblaði Þjóðviljans stenst. Og ég er áreiðanlega ekki einn um það. Það er nú einu sinni svo, að eftir að við strák- arnir hérna vestur í bæ vorum búnir að upp- götva að tippið var brúklegt til f leiri hluta en að pissa með því, brunnum við að sjálfsögðu í skinninu að fá að sannreyna það á réttum stöðum, og það verð ég að seg ja að ef við hefð- um fariðeftir fortölum þeirra ungmeyja, sem urðu fyrir valinu, þá hefði enginn okkar nokkurn tíma komist uppá kvennmann og ör- lög íslensku þjóðarinnar voru þar með ráðin. Hún hefði dáið út. Hver kannast ekki við þessi skáldlegu orð ungmeyjarinnar milli rekkjuvoðanna: Ekki! — Ekki! — Ekki! — Ekki!! — Hættu!!! Ekki! — Ekki!! — Ekki!!! — Ekki!!!! — Ekki!!!!! — Hætta!!!!! Slíkar ungmeyjaupphrópanir höfum við kallpungadjöflarnir þurft að búa við frá örófi alda. íslenskur ungmeyjablómi hefur um aldaraðir hrópað Haltu mér! — Slepptu mér!, en ungpíur Rómar til forna hrópuðu „Noli me tangere! — Tange!" Ég held sem sagt að skilgreining fimm (kvenn)-menninganna í síðasta Sunnudags- blaði Þjóðviljans, á nauðgun, beri nokkurri þröngsýni vott. Auðvitað er það klárt að konur eru ekki alltaf með sinn vitjunartíma á hreinu og er það fyrirbrigði raunar líka þekkt I dýra- ríkinu. Ekki þarf annað en að staldra við hjá graðhestagirðingu og sjá hvernig mál þróast ef merar eru ekki í hestalátum. í f yrra skeði það að stelpa kærði strák fyrir að nauðga sér fjórar nætur í röð í tveggja manna svefnpoka á Þingvöllum, en alltaf skreið hún samt aftur ofan í pokann þegar degi tók að halla. Ég hef áður skilgreint það hvað er nauðgun og mér f innst það einf öld og skýr skilgreining: Nauðgun er samræði karls og konu þar til bæði er farið að langa. Ég mun í næsta Sunnudagsblaði fjalla nánar um þessi mál frá mínum sjónarhóli og reyna að varpa Ijósi á, ekki bara það hverjir nauðga, heldur og hverjum er nauðgað og hvers vegna, en slæ botninn í þennan fyrri- hluta með visunni sem strákurinn í tveggja- mannasvefnpokanum bar fyrir sig í réttinum þegar honum var gefið það að sök að hafa nauðgað stelpunni f jórar nætur í röð: Til iðrunar ég ekki finn undarlegt hvernig er látið Mér er stungið inn, ef ég sting honum inn, Ég stenst bara ekki mátið. Flosi. (Frh. í næsta Sunnudagsbl.) Síldarverksmiðjur ríkisins 50 ára Hafa tekið á móti nærri 4 miljónum tonna af síld og loðnu til brœðslu fullum gangi eftir gagngerar end- urbætur. t DAG ERU 50 ár liöin frá þvl fyrsta Slldarverksmiöja rlkisins á Siglufiröi tók á móti fyrstu sild- inni til bræöslu 19. júll 1930 og er upphaf starfsemi SR miöuö viö þau timamót. Alls hafa Slldarverksmiöjurnar tekiö á móti um 2,6 miljónum tonna sildar og 1.3 miljón tonna loðnu frá.upphafi og tii dagsins i dag. Nú eru reknar rikisslldarverk- smiöjur á 6 stööum á landinu þ.e. Skagaströnd, Siglufirði, Húsavfk, Raufarhöfn, Seyöisfirði og Reyð- arfiröi. A Skagaströnd og Húsa- vík er eingöngu unninn fiskúr- gangur frá frystihúsum, en á hin- um stööunum er aöalvinnslan nú loðna. Loðnuverksmiöjurnar af- kasta um 3500 tonnum af loðnu á sólarhring sem er um 30% af loðnubræðslunni i landinu. Eins og áður sagöi var fyrsta verksmiðja SR reist á Siglufiröi, en þar hafa verið reistar á vegum rikisins 3 verksmiöjur, en aðeins ein þeirra er nú starfrækt þ.e. verksmiöjan frá 1946 en hún hef- ur veriö endurnýjuö aö mestu leyti. Fyrsta Slldarverksmiöja rlks- ins reyndist strax ómissandi stoö fyrir slldarútveginn og þrátt fyrir veröfall á sildarlýsi 1930 bar verksmiöjan sig fjárhagslega. Varö þvi úr aö Alþingi samþykkti áriö 1933 aö reisa nýja sildarverk- smiöju á vegum SR á Noröur- landi. Þessi verksmiöja var reist árin á eftir einnig á Siglufiröi og var nefnd SRN-verksmiöjan. Ariö 1937 samþykkti alþingi aö stækka SRN-verksmiöjuna um 2500 mál jafnframt þvi sem reist yröi 2500 mála verksmiöja á Raufarhöfn. Voriö 1944 voru afköst verk- smiöjanna á Siglufirði enn aukin um 400 mál og árið eftir sam- þykkti alþingi aö byggja nýja verksmiöju á Skagaströnd og á Siglufiröi. Þaö var nýlunda viö byggingu þessara verksmiöja aö mestur hluti vinnsluvélanna var smlöaöur innanlands. Eftir byggingu þessara verk- sem jafngildir 5000 tonnum. smiöja voru heildarafköst SR Nýja verksmiöjan á Siglufiröi komin I 35000 mál á sólarhring hlaut nafniö SR 46 og er hún enn I Frá athafnarsvæði SR 46 verksmiöjunnar á Sigluflröi, sem hefur verið endurnýjuö á síðustu árum, en þéssi verksmiðja er sú eina á vegum SR á Siglufirði i dag, en þegar sndarævintýrið stóð sem hæst voru þrjár verksmiðjur SR I fullum gangi á Siglufiröi. Mynd SK. Ariö 1962 keypti SR hlutabréf . Slldarbræöslunnar h/f á Seyöis- firöi og voru afköst þeirrar verk- smiöju þá jafnframt stóraukin. A sama ári var ný 1200 mála verk- smiöja reist áReyöarfiröi. Þessar báöar verksmiöjur hafa veriö stækkaöar siöar meir og endur- bættar. 1 tilefni þessara tlmamóta I sögu Slldarverksmiöja rftisins hefur stjórn SR ákveöiö aö leggja fram fjármagn til ritunar á „Sild- arsögu íslands” á móti sndarút- vegsnefnd og væntanlega Fiski- málasjóði. 1 dag laugardag heldur stjórn SR hátiðlegan 1860. stjórnarfund sinn á Siglufiröi aö viöstöddum ýmsum gestum. Þá veröur einnig I dag opnuö á Siglufiröi ljós- myndasýning sem Steingrlmur Kristinsson starfsmaöur SR á Siglufiröi stendur fyrir, en hann hefur bæöi tekiö sjálfur og safnað fjölmörgum myndum frá starf- semi SR á Siglufirði sl. 50 ár. — lg-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.