Þjóðviljinn - 20.07.1980, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN HELGIN 19.—20. júll.
UOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýös-
hreyfingar og þjóðfrelsis
CJtgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: EiÓur Bergmann
Ritstjórar : Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan ólafsson
Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir.
Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson.
Umsjónarmaöur Sunnudagsblaðs: Þórunn Siguröardóttir
Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson
Afgr eiðslustjóri: Valþór Hlöðversson
Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriks-
son.Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson.
Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon.
iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson
útllt og hönnun: Guöjón Sveinbjömsson, Sævar Guöbjörnsson*
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Safnvöröur -.Eyjólfur Arnason.
Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Skrifstofa -.GuÖrún Guövaröardóttir.
Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir.
Simavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir.
Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Ctkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson.
Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavfk, sfmi 8 13 33.
Prentun: Blaöaþrent hf.
Gegn
orkusóun
• Eitt meginauðkennið á þjóðfélögum Vesturlanda
síðustu áratugina hef ur verið taumlaus sóun verðmæta.
• A sviði orkumála hef ur sóunin orðið einna mest, þar
hefur bruðlið verið hvað taumlausast í kapphlaöpinu
mikla um æ fánýtari lífsgæði.
• Hinar gífurlegu verðhækkanir á olíu sem fyrst áttu
sér stað f yrir sex til sjö árum og svo aftur nú á síðasta
ári hafa orðið til þess að vekja marga þegna sóunarríkj-
anna af værum en fölskum draumi. Víðast hvar hafa
menn hafist handa um að draga úr orkusóuninni, og til-
burðir til sparnaðar, sem áður þóttu skoplegir, eru nú
aftur á dagskrá.
• Hér á landi skipaði iðnaðarráðuneytið sérstaka
orkusparnaðarnefnd fyrir rúmlega ári síðan, og fyrir
stuttu kynnti nefndin niðurstöður af starfi sínu og áform
varðandi næstu framtíð, svo og hver hefði orðið þróun
þessara mála almennt hér á landi að undanförnu.
• í skýrslu nefndarinnar kemur fram, að heildar-
notkun hinna innfluttu orkugjafa, gasolíu, bensíns og
svartolíu^hér á landi var á síðasta ári 532.000 tonn, eða sú
sama og árið áður. Þetta kann að virðast lítill árangur í
sparnaðarátt, en hyggjum þó nánar að.
• Bensfnnotkun minnkaði á síðasta ári um 3,4%, í stað
þess, aðárleg meðalaukning hef ur á undanförnum árum
verið um 7%. Hér er því um 10% samdrátt að ræða miðað
við það sem orðið hefði að öllu óbreyttu. Það þýðir 1 -1
1/2 miljarð í gjaldeyrissparnað.
• Gasolíunotkun til húsahitunar minnkaði um rúmlega
10% eða um 10.000 tonn á árinu 1979, en það þýðir gjald-
eyrissparnað, sem nemur um einum og hálfum miljarði
króna á núverandi verðlagi.
• Gasolíunotkun fiskiskipa minnkaði um 13% eða um
18.000 tonn, en á móti jókst svartolíunotkun um 17.000
tonn. Vegna þess hve miklu dýrari svartolían er telur
olíusparnaðarnefnd, að hér hafi enn einn miljarður
króna sparast í gjaldeyri á síðasta ári. Árlð 1979 stóö
heildarolíunotkun fiskiskipaflotans f stað, þrátt fyrir
verulega af laaukningu, en á næstu sex árum þar á undan
hafði olfunotkun flotans vaxið samtals um 44%.
• Ekki fer milli mála, að sparnaðaraðgerðir opinberra
aðila, fyrirtækja og einstaklinga hafa strax á síðasta ári
leitttil nokkurra miljarða króna gjaldeyrissparnaðar, en
betur má ef duga skal.
• Fyrir liggur að á f yrstu 5 mánuðum þessa árs dróst
heildarsala á olíuvörum saman um 10,5% miðað við
sömu mánuði í f yrra, sem vafalaust á ekki síst rætur að
rekja til hagstæðs tíðarfars á fyrri hluta þessa árs, þótt
fleira komi til. Sérstaka athygli vekur að á fyrstu 5
mánuðum þessa árs hefur sala á gasolfu orðið 23,5%
minni en á sama tíma i fyrra.
• Orkusparnaðarnefnd gerir tillögur um frekari
sparnaðaraðgerðir bæði í heimilisrekstri og Iatvinnulíf-'
inu. Meðal annars er lagt til:
• Aö veitt verði lán og jafnvel styrkir til orkusparandi
endurbóta á húsnæði, sem kynt er með olíu og öörum
dýrum orkugjöfum, en til þess er nú heimild í lögum.
• Að útbúnir verði einblöðungar um orkusparnað á
heimilum og þeir sendir út með öllum orkureikningum
næsta vetur. Fræðsla um orkusparnað í skólum verði
efld og unnið að samvinnu skóla og heimila í orku-
sparnaðaraðgerðum.
• Stuðlað veröi að frekari notkun á svartolíu f fslensk-
um fiskiskipum og það mark sett að auka hlutdeild
svartoliunnar á þessu ári úr um 23% heildaroifunotkunar
fiskiskipaflotans i um 38%. Birtar verði tölur um olfu-
notkun á hverja aflaeiningu hjá einstökum skipum.
Endurskoðuð verði innflutningsgjöld á fólksbifreið-
um þannig aö þau verði stighækkandi með tilliti til elds-
neytiseyðslu og stefnt að þvf að nýjar reglur taki gildi
frá næstu áramótum.
• Þetta er aðeins brot af þeim fjölmörgu tillögum,
sem orkusparnaðarnefnd hefur lagt fram.
• Þjóðviljinn hveturtil þessaðbæði stjórnvöld og allur
landslýður leggist á eitt um stórátak í þessum ef num. A
fáum árum þarf t.d. að útrýmu olíu við húsahitun.
— k.
# úr aimanakínu
Þorsteinn Thorarensen, rit-
höfundur, lögfræöingur og bóka-
litgefandi, er nU aftur tekinn til
viöaöskrifafastar greinar I slö-
degisblaö eftir margra ára hlé.
Er þaö vel því aö Þorsteinn er
snjall pennioghefurlagá því aö
sjá hlutina I fersku og nýstár-
legu ljósi.
Fyrsta greinin birtist föstu-
daginn 11. jUlf .sl. og fjallar um
lygina. Sem hann segir aö
drottni yfir íslensku þjóöfélagi.
Þetta er kyndugt viöfangsefni
hjá Þorsteini því aö nokkrum
dögum áöur haföi hann einmitt
sjálfur oröiö uppvls aö hrein-
ræktaöri lygi sem I senn var læ-
vi's og opinskrá.
Líklega eru þessi skrif Þor-
steins um lygina I ætt viö þjóf-
hræöslu þjófsins, afbrýöisemi
flagarans eöa tortryggni
svindlarans.
En hvernig varö Þorsteinn þá
uppvfs? Þaö geröist I frétta-
skeyti til Utlendinga um
Islensku forsetakosningarnar en
hann er fréttaritari Reuters á
Islandi. 1 skeytinu stendur
m.a.:
„FrU Finnbogadóttir studdi
friöartireyfingu kommUnista
dyggilega á yngri árum og sótti
ráöstefnur í Sovétrlkjunum og
Klna. HUn tók árlega þátt I
Keflavlkurgöngum gegn banda-
ríska hernum, en hún lagöi
firrunni fram I hjartans ein-
lægni.
Þetta geröist I Tlmanum á
miövikudaginn. Þá ruddist
fram dr. Hannes Jónsson, am-
bassador og félagsfræöingur,
meö grein sem hann nefndi Hinn
Islenski uppruni framsóknar-
stefnunnar. Þar heldur hann þvi
blákalt fram og upp I opiö geöiö
á okkur, sem fáum Timann upp
á borö, aö Framsóknarflokkur-
inn sé ekki byggöur upp á
grundvelli innfluttrar alþjóö-
legar hugsjónastefnu heldur sé
hann alíslenskur flokkur sem
byggöur sé á sögulegri félags-
málaþróun I landinu. Hm!
Síöast f greininni rekur hann
svo fyrstu stefnuskrá Fram-
sóknarflokksins i 9 liöum. Þar
kemur I ljós aö nánast hvert
einasta stefnuatriöi er innflutt.
Þar eru t.d. ákvæöi um full-
veldi íslands en vart þarf aö
taka þaö fram aö hugmyndir
um fullveldi þjóöa spruttu upp
úr byltingum fyrir 200 árum og
rómantlk og bárust seint og um
síöir til Islands I gegnum Dan-
mörku. Þar er þvl um erlenda
menningasmíö aö ræöa.
Þar er talaö um eflingu sam-
vinnuverslunar. Varla heldur
Hannes Jónsson þvl fram aö
samvinnuhreyfingin hafi átt
upptök sín á íslandi?
Þar er talaö um innlent
tryggingakerfi en hugmyndir
okkar ti'ma um tryggingar eru
allar runnar frá útlöndum.
Þama er líka talaö um jafn-
vægi I byggö landsins, eflingu
mennta, skóla, aröbæran
rekstur o.s. frv. allt útlendar
hugmyndir, sem aörir flokkar
„Skoppandi, hoppandi
dansandi, fljúgandi”
áherslu á þaö I kosningabarátt-
unni, aö hún heföi aldrei veriö
félagi I Kommúnistaflikknum”.
Þessi eina málsgrein er svo
stútfull af ósannindum og hálf-
sannindum aö ætla mætti aö
Þorsteinn heföi staöiö I þeirri
trU, er hann samdi fréttina, aö
hUn gæti aldrei borist til Islend-
inga sjálfra.
Vigdís Finnbogadóttir hefur
sjálf upplýst aö hUn hafi aldrei
til Klna komiö en einu sinni til
Sovétríkjanna á leikhUsstjóra-
þing! 1 ööru lagi var KommUn-
istaflokkur Islands lagöur niöur
þegar Vigdís var 8 ára svo aö
varla hefur hUn þurft aö leggja
mikiö kapp á aö afsanna aö hún
heföi veriöfhonum. 1 þriöja lagi
hafa Keflavfkurgöngur ekki
veriö árlega og ekkert um þaö
vitaö utaneinu sinni eöa tvisvar
hvort Vigdls tók þátt I þeim (
nema þá e.t.v. I Bandarlska
sendiráöinu sem viö skulum
ætla aö Þorsteinn se ekki
bendlaöur viö). í fjóröa lagi er
málsgreinin öll I þeim stil sem
læöir aö geigvænlegum grun.
Hver er t.d. friöarhreyfing
kommUnista sem Vigdls studdi
svo dyg gilega og h vers vegna aö
taka fram þessari stuttu frétt aö
Vigdís hafi lagt áherslu á þaö aö
hUn hafi aldrei veriö I Kommún-
istaflokknum?
Já, svo er margt sinniö sem
skinniö. Þorsteinn fyllir flokk
þeirra ihaldsömu karla sem
ekki hafa getaö duliö vonbrigöi
sln meö Urslit forsetakosning-
ana þd aö þeir reyni þaö allt
hvaö af tekur.
Einn af þeim er t.d. Indriöi
karlinn Þorsteinsson sem eins
og Þorsteinn hefur ágæta rit-
höfúndarhæfileika. FUllyndis-
skrif hans eftir kosningar eru
náttUrulega ekkert annaö en
hreinræktaöur dónaskapur (t.d.
tal hans um meyforseta og
annaö I þeim dúr) en engum
dettur lengur I hug aö gera
athugasemd viö skrif hans.
Út yfir tekur þó þegar Aöal-
heiöur Bjarnfreösdóttir fyllir
flokk þessara manna eins og
geröist I ööru siödegisblaöanna
fyrir nokkru þar sem hún meö
fyrirlitningarblæ talar um
„háskóladömu”. Sjálf studdi
hUn annan og merkilegri fram-
bjóöanda, nefnilega stórkapital-
istann Albert Guömundsson,
sem fyrir ári siöan lagöifram
þingsályktunartillögu þar sem
stóö skýrum stöfum aö banna
skyldi verkföll. Var þaö von aö
hUn styddi hann. Sjálfur verka-
lýösforinginn!
Svona getur nú reiöin, sár-
indin og vonbrigöin fariö meö
bestu menn. Þeir geysast fram
á ritvöllinn meö dylgjur, lygi og
filkyröi og eru öllum til leiöinda
og ama. Þess vegna er þaö svo
hjartanlega skemmtilegt þegar
aörir stinga niöur penna meö
brosi á vör og halda einhverri
Guðjón
skrifar
hafa líka á stefnuskrá sinni.
Hér má lika bæta viö aö einn
af helstu frumkvöölum aö stofn-
un Framsóknarflokksins á sfn-
um tlma var Jónas frá Hriflu
sem átti reyndar lika stóran
hlut aö stofnun Alþýöuflokksins.
Jónas haföi ákveönar hug-
myndir um flokkaskipun á
Islandi sem hann sótti til Bret-
lands.
Þessi saklausa lygi Hannesar
er llklega þaö sem Þorsteinn
Thorarensen kallar I ágætri
grein sinni „skoppandi,
hoppandi, dansandi, fljúgandi”.
Nema Hannes hafi gleymt aö
læra mannkynssögu I skóla.
Reyndar er Hannes ekki einn
um aö halda þessari firru fram
aö Framsdknarflokkurin byggi
ekki á erlendri hugmyndafræöi.
Ég heyröi sjálfan formann
flokksins, Steingrim Hermanns-
son, halda þessu fram á Vest-
fjöröum en þaö hefur áreiöan-
lega veriö gegn betri vitund.
Já, sannleikurinn er háll og
margur maöurinn meö lygara-
merki á tánum. Og þaö er hægt
aö ljUga meö ýmislegum hætti,
eins og Þorsteinn rekur skil-
merkilega I grein sinni, jafnvel
meö þögninni.