Þjóðviljinn - 23.07.1980, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 23. jlili, 1980
Á
kven
þingi
í Köben
Helmingur ibúa jaröar eru kon-
ur. Einn þriöji hluti þess vinnu-
afls sem er á markaðnum eru
konur en þær vinna næstum tvo
þriöju hluta allra vinnustunda, ef
heimilisstörf eru reiknuö meö.
Engu aö siður falla aöeins 10% af
samanlögöum tekjum heimsins I
hlut kvenna og þær eiga minna en
1% af samanlögðum eignum
heimsins.
Þessar ógnvekjandi staöreynd-
ir og margar aörar ræöa 5000 kon-
ur alls staöar aö úr heiminum nú
á tveimur ráöstefnum I Kaup-
mannahöfn. Á ráöstefnu Samein-
uöu þjóöanna sitja u.þ.b. 6000
konur sem fuiltrúar 150 rikja en á
Forum *80 sem er ráðstefna ým-
issa kvennasamtaka I heiminum
eru skráöar rúmlega 4000 konur.
Þessar ráöstefnur eru um margt
mjög ólikar þó báöar hafi þær þaö
hlutverk aö ræöa stööu kvenna I
heiminum I dag og leita leiöa til
úrbóta.
A ráöstefnu Sameinuðu þjóö-
anna sitja konur og karlai* sem
eru opinberir fulltrúar sinna
rlkisstjórna og eru sem slikir ekki
i aöstööu til aö gagnrýna harka-
lega þaö sem miður fer I þeirra
heimalandi. Margar konur hafa
lýst yfir vantrú sinni á þvl aö ráö-
stefnan.hafi I för með sér miklar
breytingar fyrir konur eöa eins og
ein sagöi: „Ég hef enga trú á þvi
aö hjarta Sameinuðu þjóöanna
slái fyrir konur. Hjá Sameinuöu
þjóöunum rikir sama karlræöi og
annars staöar.”. Máli slnu til
stuönings benda þessar konur á
aö tæplega helmingur ráöstefnu-
timans hafi nú þegar fariö I skrif-
ræðisbrölt og papplrsframleiöslu
en ekkert sé fariö aö ræöa raun-
veruleg vandamál kvenna. Þaö
segir Hka slna sögu um karlræöiö
aö formenn 16 sendinefnda eru
karlar og helmingur þeirra kem-
ur frá þróöum rikjum, t.d. frá
Bandarikjunum, Vestur-Þýska-
landi, Kanada, Astraliu, Finn-
landi, lrlandi og slöast en ekki
slst frá Islandi.
Kræsingar kvennabarátt-
unnar
A Forum *80 eru hins vegar nær
eingöngu konur fyrir utan ein-
staka forvitinn og áhugasaman
karlmann og karlkyns blaöa-
snápa. Þar hafa fariö fram fjör-
legar umræöur frá morgni til
kvölds I heila viku og er varla
nokkurt efni svo ómerkilegt eöa
heilagt að ekki sé hægt aö ræða
þaö hafi einhver áhuga á þvl. A
hverjum degi er boöið upp á rúm-
lega 50 umræöuefni á jafnmörg-
um fundum og er oft erfitt aö
velja og hafna þegar hver kona
nær ekki að sitja nema þrjá fundi
á dag. Fyrir utan þetta er boöið
upp á alls kyns menningarefni um
og eftir konur,s.s. myndlistarsýn-
ingar, kvikmyndir, fyrirlestra,
uppákomur, tónlist, leiksýningar,
upplestur, video og svo mætti
lengi telja. Heimaalningur úr fá-
breytileika Reykjavikur veröur I
fyrstu eins og villuráfandi sauöur
þegar hann stendur andspænis
öllum þessum kræsingum. Þaö
má kannski likja þessu viö þá til-
finningu sem auralitill maöur fær
þegar hann lendir á risaútsölu.
Maöur hefur þaö á tilfinningunni
aö maöur sé alltaf aö missa af
besta tilboöinu.
Þau umræöuefni sem tekin eru
upp á ráöstefnunni spanna allan
kúgunarskala kvenna. Þaö er
rætt um umskurö á konum,
fóstureyöingar, getnaöarvarnir,
vændi, lesbisma, ólæsi, atvinnu-
lif, bókmenntir, kvennarannsókn-
ir, kynþáttafordóma, konur I
fangelsum og áfram gæti upp-
talningin haldiö siöu eftir slöu. Ef
þetta er dregiö saman I eitt þá má
I rauninni segja aö rætt sé um fá-
tækt, fordóma, arörán og kúgun
sem haröast kemur niöur á kon-
um.
Rikið er stærsti alfonsinn
Eins og viö er aö búast I slikum
umræöum þá eru ekki allir sam-
mála og oft er harkalega rifist. A
einum fundi kastaöist t.d. i kekki
milli bandarlskrar konu, sem
rannsakað hefur vændi og hvita
þrælasölu I tengslum viö þaö, og
annarrar.sem er fulltrúi samtaka
sem kalla sig US Collectiv of
prostitutes (útleggst: Samtök
bandariskra vændiskvenna). Sú
sem túlkaði skoöanir vændis-
kvenna ásakaöi hina fyrir aö hafa
ekki samráð viö samtök þeirra I
rannsóknum slnum. Benti hún
m.a. á aö fáránlegt væri aö mór-
alísera yfir vændiskonum meöan
rikiö væri stærsti alfonsinn. Jafn-
framt benti hún á þann tviskinn-
ung sem íælist i þvl aö banna
vændi I samfélagi sem ein-
kenndist af kvenfyrirlitningu og
þar sem llkami konunnar væri á
margan hátt viðurkenndur sem
söluvara. Sagöi hún aö þetta geröi
þaö aö verkum aö vændiskonur
væru ofurseldar alfonsum sinum
og nytu engrar lögverndar gegn
öllu þvi ofbeldi sem þær veröa
fyrir I starfi. Hún sagöi llka aö
þaö væri I rauninni ekkert óeöli-
legt viö þaö aö konur stunduöu
vændi i samfélagi sem byggöist á
þvi aö llkaminn, t.d. I formi
vinnuafls, gengi kaupum og söl-
um. „Þetta er spurning um auö
og völd og vændi veröur ekki út-
rýmt nema viö útrýmum þeirri
samfélagsgerö sem hefur getiö
það af sér”, sagöi hún.
Jafnrétti varla á dagskrá
Málefni kvenna I þriöja heimin-
um hafa veriö mikiö til umræöu á
Forum *80 en vandamál þeirra
eru svo hrikaleg aö þaö liggur viö
aö konur á Vesturlöndum blikni
þegar þær standa andspænis
þessum kynsystrum sínum. I
mörgum þessara landa er
ástandiö þannig aö jafnrétti kynj-
anna er varla á dagskrá eins og
er. Ólæsi, hungur, offjölgun og
dauöi eru þar daglegt brauö og sá
algeri skortur á menntun og efna-
hagslegum gæöum, sem mikill
meiri hluti fólksins þar býr viö,
gerir þaö aö verkum aö kvenna-
baráttan þar veröur ekki háö ööru
vlsi en sem hluti af baráttu þess-
ara þjóöa fyrir efnahagslegu
sjálfstæöi og sjálfræöi. Grimmi-
Iegur umskuröur á kynfærum
kvenna, ólæsi og óheyrileg vinnu-
byröi eru allt greinar á sama
meiöi. Þaö hefur vafist nokkuö
fyrir konum frá þróuöu rlkjunum
á hvern hátt þær gætu best stutt
konur I löndum þriöja heimsins.
Sá stuðningur er nokkuð viö-
kvæmt umræöuefni þvl konur i
þriöja heiminum hafa margsinnis
bent á aö þær kæri sig ekki um
stuöning sem felist I þvl aö troða
menningu og siöferði Vesturlanda
upp á þennan heimshluta. An efa
er besti stuöningur.sem viö vest-
rænarkonur getum veitt þeim, aö
berjast gegn heimsvaldastefnu
hins villta vesturs og afhjúpa og
berjast gegn auöhringum sem
mergsjúga þessar þjóöir. Konur
þessara landa vita best sjálfar
hvernig haga á baráttunni heima
fyrir.
Herskáar baráttukonur
En,þó vandamál I vanþróuöum
rlkjum gnæfi eins og risi yfir allt
annaö, er ekki þar meö sagt aö
konur i þróuöum iönrlkjum Vest-
urlanda hafi ekki viö raunveruleg
vandamál aö glima. Konur hvar-
vetna I heiminum eru ofurseldar
kúgun I einni eða annarri mynd
og þegar þær koma saman og
ræöa hana verður það augljósara
en nokkru sinni fyrr aö upp-
spretta hennar er sú misskipting
á gæöum jaröar sem er lögmál
stéttasamfélagsins. Meöan arö-
rán manns á manni eru leikreglur
samfélagsins geta konur ekki
oröiö efnahagslega sjálfstæðir
einstaklingar sem ráöa sjálfir
yfir llfi slnu og limum.
Um þetta efast varla nokkur
kona sem þátt tekur I Forum *80
þessa dagana. Þetta eru eldheitar
baráttukonur fyrir réttindum
kvenna og þær láta engan bilbug
ú sér finna þó vandamál kvenna I
heimalöndum þeirra séu eins og
ókleif fjöll. Þær eru herskáar
og blása manni i brjóst óbilandi
trú á,aö konur séu sterkar standi
þær saman. Þaö er mjög sérstæö
og sterk upplifun aö vera sam-
vistum viö 4000 konur sem eru
stoltar yfir kynferöi slnu og láta
þaö óspart I Ijós. Þaö er gaman aö
vera kona I Kaupmannahöfn
þessa dagana. Sólrún Gisladóttir.