Þjóðviljinn - 01.08.1980, Side 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. ágúst 1980.
HIOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýds
hreyf ingar og þjóðfrelsis
Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
RiUtjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan Ólafsson
Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir.
Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson.
Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Þórunn Siguröardóttir
Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson
Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson
Biaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar örn Stefónsson, Guöjón Friöriks-
son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson.
Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon.
íþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Ellsson
Handrita- og prófarkaiestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar.
Safnvöröur:Eyjólfur Arnason.
Auglýsingar: Sigrföur Hanna SigurbjÖrnsdóttir.
Skrifstofa :Guörún Guövaröardóttir.
Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir
Simavarsla: Ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir.
Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir.
Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
" Útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson.
Ritstjórn, afgreiösia og auglýsingar: Siöumúia 6, Reykjavfk, simi 8 13 33.
Prentun: Blaöaþrent hf.
Vonin blíð
• f dag fagna íslendingar nýjum þjóðkjörnum forseta.
Doktor Kristján Eldjárn hverfur nú úr sæti þjóð-
höfðingja á Bessastöðum að loknu farsælu starf i í 12 ár.
Vigdís Finnbogadóttir tekur við/ f jórði forseti íslenska
lýðveldisins.
• Við þökkum doktor Kristjáni Eldjárn þann styrk sem
þjóðin hefur átt í honum þau ár sem hann hefur skipað
forsetaembættið. Sá styrkur hefur verið stór og greitt
mörgum vegavilltum leið heim til þess besta, sem ísland
á. Viðóskum doktor Kristjáni Eldjárn og f jölskyldu hans
farsældar og leyfum okkur að vona, að íslensk fræði, í
víðasta skilningi, megi enn njóta starfskrafta hans um
mörg ókomin ár, þótt hann hverfi nú frá önnum Bessa-
staða.
• Við hyllum nýjan forseta, Vigdísi Finnbogadóttur, og
erum þess fullviss, að hún muni með sæmd bera það
merki, sem þjóðin hefur kjörið hana til að taka við úr
hendi fyrirrennara síns. Það merki sem dýpstum rótum
stendur í íslenskri jörð, og gerir þessa þjóð að því sem
hún er í f ortíð, nútíð og f ramtíð, þegar sorinn hef ur verið
hreinsaður burt.
• Sú kynslóð, sem hér gengur nú um garða, og setur
svip sinn á lífið í landinu á síðari hluta 20. aldarinnar,
hefur um margt verið lánlaust fólk, þótt nær allir
handraðar séu fullir af gulli.
• Barátta islenskrar þjóðar fyrir tilveru sinni hefur
löngum verið hörð, og stundum tvísýn. Okkar þjóðlega
barátta nú er fyrst og f remst við okkur sjálf og um okkur
sjálf. Það verða menn að skilja. Vopnbitið fólk rís upp í
einum eða öðrum skilningi, en dáðlaus þjóð sem týnir
menningu sinni, sem smánar land sitt og gleymir sögu
sinni, — hún hættir að vera til, þótt fólkið haldi áf ram að
draga andann og útaf flói í allsnægtabúrinu. Innanmein-
in eru hættulegust.
• — Okkar kynslóð hefur verið lánlaus um margt, en
ekki allt. Það er ekki með öllu auðnulaust fólk, sem nær
að fagna á þjóðhöfðíngjastóli svo ágætum fulltrúum ís-
lenskrar menningar, sem þau doktor Kristján Eldjárn og
Vigdís Finnbogadóttir eru. Enn hefur Islands óhamingju
ekki orðið allt að vopni. Enn bærist sá strengur með
þessari þjóð, sem getur orðið henni til lífs í erfiðri
baráttu við sjálfa sig á villigjörnum tímum. Til marks
um þetta eru ekki síst niðurstöður forsetakosninganna
1968 og 1980.
• Ýmsir segja, að forsetaembætti á Bessastöðum sé
einskis vert og vilja leggja það niður. Hér verður hver að
hafa sína skoðun, og víst má það til sanns vegar færa að
betra sé að hafa engan þjóðhöfðingja í landinu heldur en
illan.
• En nú er bjart yfir Bessastöðum.
Forsetaembætti okkar íslendinga er hafið yfir alla
flokkapólitík, sem betur fer, — hafið yfir þá lágkúru
sem alltof oft ræður ríkjum á þeim vigstöðvum. Nógu
margt er það sem skilur okkur að, sem við deilum um
með réttu eða röngu, fánýtt sumt, annað nokkurs virði.
• — En forsetaembættið er pólitískt, þó með öðrum
hætti sé. Forsetanum er ætlað það erfiða hlutverk að
ganga í fararbroddi í leit okkar allra að sjálfum okkur
sem þjóð meðal þjóða. Það er hlustaðá þau orð sem töluð
eru frá Bessastöðum. Hvað sameinar okkur? Hverjar
eru skyldur okkar við þetta land og líf þess f yrr og síðar?
Hvar stöndum við frammi fyrir heiminum og í heimin-
um? Hvað er okkur dýrmætt, dýrmætara en
annað? Hvaðan komum við — hvert ætlum við? Hvernig
fléttum við saman vökuna og drauminn?
• Okkar þjóðlega barátta hér og nú er við okkur sjálf
og um okkur sjálf. Þar hef ur enginn einn kórrétt svör við
öllum spurningum, en meðan byr blæs f rá Bessastöðum,
meðan vonin blíð leikur þar um aldinn garð og völlinn
græna, þá skulum við upprétt ganga hver til sinna
skylduverka.
— k.
klrippt
Afstaða VSÍ
Hér í Þjóöviljanum hefur
veriö bent á aö afstaöa Vinnu-
veitendasambands íslands til
samningamálanna mótist mjög
af klofningnum i Sjálfstæöis-
flokknum. Geirs-armurinn I
flokknum á sterk itök i stjóm
VSÍ og vinnur eftir þeirri dag-
skipun aö allt skuli gert til þess
Þorsteinn Pálsson nýtur vax-
andi fylgis f Sjálfstæöisfiokkn-
um segir Svarthöföi.
aö spilla fyrir ríkisstjórn Gunn-
ars Thoroddsen. Þorsteinn
Pálsson framkvæmdastjóri
þeirra atvinnurekenda er og
einn af vonbiölum i nýja for-
ystusveit ihaldsins og kann þaö
aö skýra ýmsar uppákomur i
herbúöum VSt.
Svarthöföi f Visi lætur sér
annt um Sjálfstæöisflokkinn og
telur hann þann bakhjarl
borgaralegraafla sem sist megi
bresta. I grein sinni i gær ræöir
Svarthöföi annarsvegar for-
ystuvanda Sjálfstæöisflokksins
og hinsvegar ástæöur þess aö
menn hika viö aö taka aö sér
stööu framkvæmdastjóra fyrir
þennan raunum mædda flokk.
Svarthööi ætti aö hafa staðgóöa
þekkingu á þessum málum og
gæti þvi allt staöist sem þar er
sagt.
Þorsteinn
þriðja aflið
„En þótt Geir Hallgrfmsson
tali skynsamlega, eins og hon-
um er vel trúandi til, mun þaö
litlu breyta um stööu hans i
flokknum úr þessu. Þriöja afliö
veröur aö koma til, samskonar
afl og leyst var úr læöingi meö
tilnefningu Daviös Oddssonar,
sem fyrirliöa borgarstjórnar-
minnihlutans. Annan ungan
mann þarf aö sækja til forustu á
landsvisu, helst i varafor-
mannssæti, og má i því efni
nefna Þorstein Pálsson, fram-
kvæmdastjóra, en hann nýtur
nú vaxandi fylgis innan Sjálf-
stæöisfiokksins. Aörir ungir
menn koma þar einnig til
greina. Hitt er svo alveg eins
vist aö þingmannaliö Sjálf-
stæöisflokksins mun ekki fallast
svo auöveldlega á aö fela utan-
þingsmönnum mikia forustu.
Þaö telur sig kjöriö til aö deila
og drottna innan flokksins, þótt
ekki sjáist þess nú beinlinis staö
þessa dagana, aö þaö sé hæft til
mikillar forustu.”
Forystuótti mikill
„Inn i margvisleg vandamál
Sjálfstæöisflokksins blandast
svo ráöning framkvæmda-
stjóra. Hinir tilnefndu iþá stööu
munu stiga varlega til jaröar,
enda getur svo fariö á
skömmum tima, aö þeir veröi
aö fylgja fráfarandi forystu út I
óvissuna. Þetta eru ekki hrak-
spár, heldur dæmi um vanga-
veltursem hljóta aö koma upp á
þessum erfiöisdögum Sjálf-
stæöisflokksins. Þess vegna
mun hafa gengiö seint aö
ákvaröa nýjan framkvæmda-
stjóra. Dragist þaö enn úr
hömlu er drátturinn ekki annað
en yfirlýsing um meiri erfiö-
leika og meiri forystuótta en
vitaö hefur veriö um á yfir-
boröinu.”
Hér er fariö fint i sakirnar, en
velmágera þvfskóna aö vanga-
veltur af þessu tagi, sem Svart-
höföi segir aö hljóti að koma
upp, séu þegar komnar upp, og
valdi ýmsum hausum öðrum en
þeim svörtu verkjum stórum og
sárum. — ekh
-L
FLOKKUR k EGGJUM UPPGJÖRS
Kramkvænidabtjórastarfiö (
Sjálfstæöisflokknum er laust til
ábiiöar. Tilnefndir hafa verift
nokkrir menn. en ekki virftist
bóla á ákvörftun. Mun þar fara
saman nokkur tregfta forustu
flokksins vift aft taka vift hverj-
um sem er, og hins vegar tregfta
margra hinna tllnefndu aft taka
vift daglegum rekstri flokks.
sem liggur nii á eggjum upp-
gjörsins. Tilnefndir hafa vertft
m.a. Þorvaldur Gartlar, al-
þingismaftur, Ragnar Kjartans-
son hjá Hafskip. Jón Hákon
Magmisson hjá Vökli og Arni
Grétar Klnnsson. lögfreftingur f
Hafnarfirfti. Allir þessir menn
athygti. Geir er er aft þvl leyti
eins og nýr maftur. Enda
hamast nú andsUeftángar hana á
honum fyrir svo aft segja hverja
setningu. Talaft er um Bol-
ungarvlkur-Gelr, af þvl þar tal-
abihann fyrst. Ncsl tatafti hann
I Hallormsstabaskógi og verftur
væntanlega kallaftur Hallorms-
staba-Tarzan ncstu vlkuna. efta
þangaft til hann flytur reftu 4
einhverjum öftrum staft. A Ha«l-
ormsstaft lagfti Grir áherslu 4
byggbastefnu. sem nsefti til allra
Islendinga. Hann rseddi efnls-
lega helstu byggftastefnumál,
sem snerta þjóftina I hrild. Svo
er um gerft varanlegra vega og
«va er um eerft samtenglnga
stjóra. Hinlr tílnefndu I þá st
nsunu atíga vartega tíl Jarft
eada getnr sva farift á skftns
aa tlsna. aft#aftr verftl aft íylg
(ráfarandl farnsta ét i dvbsns
Þetta era akftl hrnkspár. held
dsemi am vaagaveltur se
hljóta aft kwa upp á þ«*su
erflftrisdftgam SjálfstseftrisfUkk
ias. t*ess vegna mun haf
gengift serint aft ákvarfta nýjal
framkvsemdastjóra. Dragris
þaft ean ár kftmlu er drútturi*
akkl annaft en yflrtýsring
meirí erflftlelka og meiri fc
nstuáUa en vlUft hefnr vertft w
á yflrborftrinu.
Andstseftringar skemmta ...
ákaflega út af erflftleákum Sjálf,
_________og skorrið
Samnorræn könnun
á samgöngum í Norður-Þingeyjarsýslu
A vegum norrænnar
embættismannanefndar
um samgöngumál
starfar nefnd, sem
fjallar um samgöngur í
dreifbýli á Norður-
löndum. Nefndin vhóf
störf haustið 1978 og
taka allar 5 Norður-
landaþjóðirnar þátt í
þessu starfi.
Verkefni nefndarinnar
er að finna leiðir til þess
að bæta samgöngur á
dreifbýlissvæðum og
hefur nefndin sett sér
það markmið að kanna
ólikar samgöngulausnir
i fyrirfram ákveðnu
samfélagsformi og
reyna slikar lausnir á
tilraunasvæðum á
Norðurlöndunum fimm.
Valin hafa verið 5 tilrauna-
svæöi, eitt i hverju Norðurland-
anna. Islenska tilraunasvæöiö er
Nor Öur-Þ ingey ja rs ýsla.
Til starfa að verkefninu hér á
landi voru ráönir eftirtaldir
menn: Halldór S. Kristjánsson,
deildarstjóri i samgönguráöu-
neytinu, sem er fulltrúi Islands i
norrænu samstarfsnefndinni. Sig-
tryggur Þorláksson, bóndi á Sval-
baröi i Þistilfiröi, formaöur sam-
göngunefndar Noröur-Þingeyjar-
sýslu, Tómas H. Sveinsson, viö-
skiptafræöingur og Þórir Sveins-
son, viðskiptafræöingur.
Starf vinnuhópsins hófst i júni á
sl. ári. Unniö hefur veriö aö sam-
göngu- og samfélagslegum at-
hugunum á tilraunasvæöinu og
skýrsla um þaö starf var afhent
norrænu samstarfsnefndinni i
fyrra mánuði (júni), og skyrsla
um starf hinna einstöku vinnu-
hópa gefin NET, (norrænni em-
bættismannanefnd um sam-
göngumál), á fundum hennar af
og til.
Framundan er aö velja þær
samgöngulausnir, sem hæfa
rannsókninni eða tilrauninni á
svæðinu, og hún undirbúin og
skipulögö.
Gert er ráö fyrir aö tilraunin
veröi gerö á næsta ári.
Áöur en hægt verður aö gera
þessa samgöngutilraun þarf aö
afla upplýsinga um feröaþarfir
ibúa tilraunasvæöisins, þ.e. ibúa
N-Þingeyjarsýslu.
Dagana 27. júli til 2. ágúst var
gerö feröakönnun i sýslunni.
öllum heimilum á svæðinu voru
sendir könnunarseölar I formi
feröadagbókar, Miöað var viö, aö
allir ibúar sýslunnar, 16 ára og
eldri, skv. þjóöskrá 1. des. 1979,
tækju þátt i könnuninni.
Feröakönnuninni er skipt i tvo
megin hluta. Annarsvegar er um
aö ræöa feröadagbók, þar sem
þátttakendur eru beönir aö skrá
niöur feröir sinar umrædda viku
og hinsvegar upplýsingasöfnun,
þar sem leitaö er álits Ibúa
Noröur-Þingeyjarsýslu á þeirri
samgönguþjónustu, sem fyrir
hendi er, bæöi innan sýslunnar og
til og frá henni.
Ferðadagbókin er i fjórum
þáttum. I fyrsta lagi er spurt um
tilefni feröar, í ööru lagi um
feröadaga, þ.e. hvaöa vikudag
feröin er farin, I þriðja lagi um
áfangastaö feröar og i fjóröa lagi
um á hvern hátt feröast er.
Vonandi taka sem flestir ibúar
Norður-Þingeyjarsýslu þátt i
þessari könnun því frekara starf
islenska starfshópsins aö þessu
norræna verkefni er aö verulegu
leytiháöniöurstööum hennar.
— mhg