Þjóðviljinn - 01.08.1980, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. ágúst 1980.
Skattstjórinn
í Reykjavík
AUGLÝSING samkvæmt 1. mgr. 98. gr.
laga nr. 40 18. mai 1978 um tekjuskatt og
eignarskatt með siðari breytingum, um að
álagningu opinberra gjalda á árinu 1980 sé
lokið á þá menn sem skattskyldir eru hér á
landi samkvæmt 1. gr. greindra laga, þó
ekki á börn sem skattlögð eru samkvæmt
6. gr. þeirra.
Tilkynningar (álagningarseðlar) er sýna
þau opinberu gjöld sem skattstjóra ber að
leggja á á árinu 1980 á þessa skattaðila
hafa verið póstlagðir.
Kæru vegna allraálagðraopinberragjalda
sem þessum skattaðilum hefur verið til-
kynnt um með álagningarseðli 1980 þurfa
að hafa borist skattstjóra innan 30 daga
frá og með dagsetningu þessarar auglýs-
ingar.
Reykjavik, 31. júli 1980.
Skattstjórinn i Reykjavik.
Gestur Steinþórsson.
Skattstjóri
V esturlandsumdæmis
Auglýsing samkvæmt 1. mgr. 98ægr. laga
nr. 4018 mai 1978 um tekjuskatt og eignar-
skatt með'.ísiðari sbreytingum, um að
álagningu opinberra gjalda á árinu 1980 sé
lokið á þá menn sem skattskyldir eru hér á
landi samkvæmt 1 gr. greindra laga, þó
ekki á börn sem skattlögð eru samkvæmt
6. gr. þeirra.
Tilkynningar (álagningarseðlar) er sýna
þau opinberu gjöld sem skattstjóra ber að
leggja á á árinu 1980 á þessa skattaðila
hafa verið póstlagðar.
Kærur vegna allra álagðra opinberra
gjalda sem þessum skattaðilum hefur
verið tilkynnt um með álagningarseðli
1980 þurfa að hafa borist skattstjóra eða
umboðsmanni hans innan 30 daga frá og
með dagsetningu þessarar auglýsingar.
Akranesi 1. ágúst 1980.
Skattstjóri Vesturlandsumdæmis.
Jón Eiriksson.
Þroskaþjálfar
Þroskaþjálfi óskast við Dagvistunar-
stofnun Vestmannaeyjabæjar frá 1.
september n.k.
Upplýsingar veitir félagsmálafulltrúi
Simi: 98-1088.
Skjólborg á Flúöum nýtur slvaxandi vinsælda. Þar er yfirleitt fullbókaö bæöi sumar og vetur.
Breytinga er þörf í atvinnumálum
Kauptúnið Flúðir í
Hrunamannahreppier lítill
staður og vinalegur. Þar
búa um 100 manns/ að
meðtöldu Grafarhverfinu,
sem byggja afkomu sina
aðallega á garðyrkju og
þjónustu við ferðamenn.
Lítið er um vinnu í öðrum
atvinnugreinum og stendur
það þorpinu fyrir þrifum
og það svo mjög að unga
fólkið sem þarna vex upp
neyðist yfirleitt til að flytj-
ast burt þegar heimili er
stofnað og alvara lífsins
blasir við.
— Já, en útlendingarnir sem
hingaö koma i mat eru miklu
fleiri. Hér er fastur viökomustaö-
ur hópferöabilanna sem fara
„hringinn” en I þeim eru svo til
eingöngu útlendingar. islending-
ar gera hinsvegar mikiö af þvi aö
koma hingaö um helgar og sér-
staklega er Skjólborg vinsæl.Þar
er oft upppantaö margar vikur
fram i timann og ekki aöeins á
sumrin heldur veturna lika. Viö
höfum þar marga e.k. fastagesti,
fólk sem kemur ár eftir ár.
Hvernig gengur hótelrekstur-
inn í sumar?
— Hann gengur vel en þó er
talsvert minna um aö vera en I
fyrra. Þaö stafar af þvi aö færri
ferðamenn koma til landsins i ár
en I fyrra. Samt gengur þetta
aö reisa fjórar kennaraibúöir en
oft stendur þaö skólastarfi úti á
landi fyrir þrifum aö ekki er til
húsnæöi handa kennurum.
— Þaö er fleira sem gert er hér
ibúunum til þæginda. Elliheimili
er nýtekiö til starfa. Þar eru fjór-
ar ibúðir fyrir fólk sem getur séö
um sig aö mestu sjálft og i bigerö
er aö stækka þaö. Og yngri kyn-
slóöin var aö fá glænýjan grasvöll
til að sparka á.
Hvaö gera konurnar á Flúöum
úr þvi aö ekki er til neinn dæmi-
gerður kvennavinnustaöur eins
ogt.d. frystihús eöa saumastofa?
— Þær eru mikið heimavinn-
andi húsmæöur. Sumar vinna
part úr degi i gróöurhúsunum.
Skólastúlkurnar vinna á hótelinu.
Annað er ekki aö hafa.
Þaö er verst aö myndin er ekki I lit, þvi aö mikil er
litadýröin I garðinum hennar önnu.
Myndir — hs.
Arnar Guömundsson er hótel-
stjóriá Sumarhótelinu á Flúöum.
Hann er manna fróöastur um
mannlif á staönum og ég gef hon-
um oröið:
Arnar: Þaö horfir hreinlega til
vandræöa meö atvinnuástandiö
hér. Menn veröa I stórum stil að
leita burt eftir vinnu og er þaö
vissulega slæmt þar sem vitaö er
aö unga fólkið vill svo gjarnan I-
lengjast hér. Auk garöyrkjustööv-
anna eru hér aöeins trésmiöa-
verkstæöi og vélaverkstæöi.
Hreppsnefndin hefur fjallað mik-
iö um máliö og hefur nýlega skip-
aö atvinnumálanefnd. Vonandi
skilar hún áliti fljótlega svo aö
eitthvaö fari aö gerast I atvinnu-
málunum.
— Feröamannaþjónustan
stendur á nokkuð gömlum merg. 1
byrjun var aöeins tekiö viö hóp-
um i Félagsheimilinu en svo jókst
þetta og nú starfar hóteliö allt
sumariö. Fyrir 6—8 árum var
myndaö hlutafélag um hótel-
rekstur meö nokkuö nýstárlegu
sniöi og Skjólborg h.f. var reist.
Þar eru 8 herbergi en Skjólborg
er rekin i samvinnu viö hóteliö.
Skjólborg vinsæl
Gista hér bæöi islendingar og
útlendingar?
bærilega. Viö rekum hóteliö
þannig aö starfsfólkið fær i laun
prósentur af veltunni. Þetta eru
e.k. hlntaskipti. Hver starfsmaö-
ur fær einn hlut nema ég og kokk-
urinn, viö erum „forréttindastétt-
in” og fáum 2 hluti.
Fastráðnir starfsmenn eru 10
og þaö er ekki unniö á vöktum
heldur eftir þvi sem þörf krefur.
Engum leiðist
Mér er sagt að hér sé fjölbreytt
félagslif, hvað gera menn sér til
skemmtunar?
Þaö er ótal margt. Hér eru
haldin böll, biómyndir sýndar á
fimmtudögum. Unglingarnir hafa
sitt diskótek sem er mjög vinsælt
og svo starfa hér ótal mörg félög.
Bridgefélag, söngfélag, iþróttafé-
lag, kvenfélag, leikfél. o.fl. o.fl.
Leikfélagiö færir upp sitt stykki á
vetri og fer oftast meö þaö um
landiö. Þaö er áreiöanlega engin
hætta á þvi aö mönnum leiðist
hérna á Flúöum.
Hvernig gengur aö fá fólk tii
starfa,t.d. kennara?
— Þaö gengur mjög vel. Ég
held að færri en vilja fái stööur
hér. Sveitarfélagið hefur lika gert
sitt til að laöa kennara aö meö þvi
i garðyrkju og
leiklist
Anna Magnúsdóttir frá Bryöju-
holti er ein húsmæöranna á Flúö-
um og hefur búið þar slöan 1966
ásamt manni sinum Helga
Guömundssyni trésmiö. Anna er
mikil garöyrkjukona og er aö
koma upp ákaflega fögrum
skrúðgaröi viö hús sitt. Þar var
hún lika eitt kvöldiö um daginn
þegar ég heimsótti hana en geröi
ekki mikiö úr garöyrkjustörfum
sinum.
Anna: Ég dunda svona viö þetta,
þaö er mikiö eftir eins og þú sérö
þvi aö lóöin er stór en mér þykir
gaman aö þessu. Ég vinn rúm-
lega hálfan daginn I gróðurhúsi.
Þaö er ágætt. Félagsstörf? Jú, viö
hjónin erum bæöi i leikfélaginu og
yfirleitt er hér svo mikið um að
vera, sérstaklega á veturna, aö
maöur kemst ekki yfir aö vera
meö i öllu.
Mér þykir ágætt aö búa hér, þaö
er verst hvaö atvinnumálin eru I
lélegu horfi en ég vona aö eitt-
hvaö róttækt gerist fljótlega úr
þvi aö atvinnumálanefnd er tekin
til starfa.
— hs
Anna Magnúsdóttir húsfreyja og garðyrkjukona fyrir utan hús sitt. Hún er til vinstri á myndinni og hjá
henm standa vinkonur hennar, mæögurnar Elin Anna og Helga Friöfinnsdóttir.