Þjóðviljinn - 02.08.1980, Síða 6

Þjóðviljinn - 02.08.1980, Síða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 2.-3. ágúst 1980 Eysteinn Þorvaldsson: Viö viljum ekki að pólitískir valdsmenn og pólitískir stríðsmenn segi íþróttafólki fyrir um það hvort og hvar og hvenær það eigi að taka þátt í íþróttakeppni eða ekki Er krossferðinni A dauöa minum átti ég von en ekki þvi að þurfa að mæta Hjalta Kristgeirssyni og Morgunblaðinu i einni fylkingu. Þessir nýstárlegu skoðanabræöur hamra á sömu pólitisku kröfunni sem er ættuð frá Carter, hinum fallvalta og hrjáða Bandarikjaforseta: Takið ekki þátt I ólympiuleikunum vegna þess að Sovétmenn réöust inn i Afganistan. I grein Hjalta i Þjóðviljanum 29. júli tekur hann til sin orð sem beint var til þeirra er ritaö hafa gegn OL-þátttöku á undan honum. Mér finnst raunar að grein Hjalta sé aöeins langur formáli að kjarna málsins sem hann hefur enn ekki komist aö. Envegna þessaðhann nefnir mig i grein sinni og vegna þess að hann er ófróöur um mikilvæg atriði og skilur enn ekki hvers vegna viö tökum þátt i olympiu- leikunum, vil ég minnast á nokkra þætti málsins. Vissulega er það hryggöarefni hversu margar þjóöir eiga ekki fulltrúa i lþróttakeppni leikanna nú. En ekki má gleyma þvi að orsök fjarverunnar er ýmist pólitisk valdsákvörðun eða pólitiskur þrýstingur i viðkomandi löndum. Og vegna þess aö Hjalti gerir mikið Ur fjarverunni, skal hann minntur á að þátttökuþjóðirnar eru aðeins tveimur færri en á siðustu OL. Kynlegt og þokukennt þykir mér tal Hjalta um olympluhug- sjónina og framkvæmd olympiu- leika. Ég verð að benda honum á aðolympiuhugsjóninkemur fram i olympíukeppninni, i samskipt- um og vinakynnum iþróttafólks- ins á hinum einstæða vettvangi olympiuleikanna, hvað sem liður pólitiskum vandhöfum sem Hjalti er meö allan hugann viö. Þetta virðist afar fjarri hugarheimi sumra sem aldreihafa tekiö þátt I iþróttastarfi. Það er harla óljóst hvert Hjalti er aö fara þegar hann minnist á „vi'ggirta leikvanga”. Ef hann á við öryggisráðstafan- irnar, þá eru þær þvi miður nauösynlegar vegna ihlutunar pólitiskra morðingja sem ofsótt hafa leikana og hótað þeim langa hriö. 1 Montreal varð maður að fara gegnum tvennar vig- girðingarog nákvæma skoðun til að komast inn i og út Ur olympiu- bústaönum, og þar varð ekki þverfótað fyrir vopnuðum varðmönnum. I Milnchen duguðu viggirðingar ekki til aö hindra morðárás. Það er sótt að olympiuleikunum á mörgum vig- stöövum. Hjalti telur olympiuleikana vera haldna „Moskvuvaldinu til lofs og dýrðar” (sjá ennfrmur leiðara Morgunblaðsins 17. júli). Enn verður aö minna Hjalta og moggamenn á þaö, að iþróttafólk fer ekki á olympiuleikana til þess aö lofa og dýrka sovétstjórnina heldur til þess að keppa i iþrótt- um. Svo einfalt er það. Moskvu- valdið hefur nákvæmlega sömu tækifærin til þess að afla sér lofs ogdýrðar vegna olympiuleikanna og stjómvöld annarra landa þar sem leikamir hafa verið haldnir. Ég get vel skilið að mennsjáiof- sjónum yfir þvi tækifæri. En einhvers staðar verða olympiu- leikarnir að eiga samastaö hverju sinni. Ég skal enn einu sinni taka það fram, að ég hef frd upphafi verið andvigur þvi að olympiu- leikarnir eöa nokkur önnur alþjóðleg möt væru haldin I Sovétrikjunum. Um þetta var hins vegar tekin lýöræðisleg ákvörðun, m.a. mtí) fulltingi Bandarikjanna. Mér eru hugsjón- ir og gildi olympiuleikanna svo mikils virði aö ég tel rétt að taka þátt I þeim þrátt fyrir staðsetn- inguna. Þetta sjónarmiö held ég að ríki I islensku olympiunefnd- inni sem stendur einhuga með olympiuleikunum, ekki Moskvu- valdinu. Þetta geta Hjalti og morgunblaösriddararnir alls ekki skilið- þeir eru gramir og fiílir Ut i iþróttahreyfinguna, enda meta þeir máliö Ut frá allt öðrum forsendum en hUn. Vegna Hjalta verð ég enn einu sinni að taka fram hvað vakir fyrir íþróttaforystunni þegar hún vill ekki sleppa pólitikinni inn i Iþróttirnar. Við viljum ekki að pólitiskir valdsmenn og pólitiskir striðsmenn segi Iþróttafólki fyrir um það hvort og hvar og hvenær það eigi að taka þátt i Iþrótta- keppni eða ekki. Svo oft hefur þetta veriö tekið fram, að ég býst við að það sé borin von að Hjalti og skoðanabræður hans skilji þetta, en þetta eru samt einfaldar og hreinar linur. Meö þessu sjónarmiði stendur frjáls i'þrótta- hreyfing, en hún fellur ef stjórn- málamennirnir fá að ráðskast með hana. Þegar pólitikusar, hvortsem það eru Jimmy Carter, morgunblaðsritstjórar, Ronald Reagan eða Hjalti Kristgeirss., vil ja ráða Iþróttaþátttökunni, eru þeir i rauninni að heimta sömu skipan mála og er I einræðisrikj- um og herstjórnarríkjum, t.d. Sovétrikjunum. Þar ráða pólitikusarnir þessu öllu. Það sem Hjalti á ósagt eftir formálann 29. júlí er það, hvernig hann hugsar sér framhald máls- ins. Ef búið væri að koma á þeirri skipan aö pólitiskar ákvarðanir réðu þátttöku I iþróttum, hver á þá að ákvarða þátttökuna hverju sinni? Eru þaö geðprýðismenn á borð við Styrmi Gunnarsson, Matthias Johannessen, Þorstein Thorarensen, Sigurð í hdsnæðis- málastjóm, Dagrúnu Kristjáns- dóttúr, Hannes Gissurarson eða Gunnlaug Þórðarson? Eöakannski Alþingi? Þá yröi kosiö I stjórn ISl og I olympiunefnd eins og I hús- næðismdlastjórn eða Kröflu- nefnd. Margir yrðu sjálfsagt ánægðir með þaö. Menn ættu helst að vera ábyrgir skoðana sinna og hugleiöa afleiðingar þeirra ef þær næöu fram að ganga. Ef olympiu-bannmenn ætla að vera sjálfum sér samkvæmir, geta þeir lagt til strax að frjáls iþróttahreyfing verði lögð niður á Islandi. Annað kjamaatriði málsins sem lika þarf að koma á eftir formálanum hans Hjalta, em svörin við þeim spurningum sem hér fara á eftir, ásamt nokkrum ábendingum: Viöerum öll sammála um aö fordæma innrás Sovétmanna i Afganistan. Tillaga bann-liðsins um að hundsa leikana beindist i reynd gegn sjálfum olympluleik- unum en ekki sovétstjórninni. En hafið þið, olympiuandstæðingar, virkilega engar aðrar tillögur fram að færa — raunhæfar til- lögur um viric andmæli gegn ofbeldinu? Stundum hefur veriö beitt „efnahagslegum refsiaö- geröum” gegn rikisstjórnum sem sýna af sér ofbeldi og mannréttindabrot. Á nú að halda áfram aö versla við Sovétrikin og sækja þau heim, bara ef það er utan olympiuvettvangsins? Það er einmitt á verslunarsviðinu, i pólitiskum samskiptum og menn- ingarmálasamskiptum beint við sovésk stjórnvöld sem tækifærin gefast til að sýna hversu mikil al- vara er i andúð ykkar á yfir- gangsstefnu Sovétrikjanna. Hvað segja hagfræðingar og lög- fræðingar og andstæðingar olympi'uþátttöku um þetta? Má kannski ekki hrófla við verslunar- oggróðahagsmunum eöa svoköll- uðu pólitisku jafnvægi? Eru verslun og pólitik hafin yfir siðferði og siðgæöishugmyndir sem Hjalta verður tiðrætt um I grein sinni? Rikir kannski sama tvöfeldnin I siðgæði pólitískra krossriddara á Islandi og stjóm- valda i Bandarikjunum og Vestur-Þýskalandi sem þvinga Iþróttafólk sitt til að sitja heima en leyfa hvers konar verslunar- og viðskiptaaðilum að leika laus- um hala og raka saman fé með framkvæmdasamningum viö Sovétmenn i sambandi viö olympiuleikana? Islenskt i'þróttafólk mun fylgjast af áhuga meö áframhald- andibaráttuykkar. Og margurer raunar þegar farinn að spyrja hvaö dvelji orminn langa. Einar Karl Haraldsson Ástleysið í sambúð manns og lands • Siðustu daga hefur viða leg- ið yfir landinu mistur sem sagt er aö sé mökkur frá iðnaðar- svæöum á meginlandi Evrópu. Við þökkum okkar sæla aö þessi grámóöa skuli ekki umlykja okkar alla daga og prisum hreint loft, glaða vinda og óspillta náttúru Islands. Stilrof i þessa fegruöu mynd sem við gerum okkur af umhverfinu er blámóðan yfir álverinu i Straumsvik og eiturgul slæðan útfrá Aburðarverksmiðjunni i Gufunesi á kyrrum kvöldum. 0 Þegar mesta ferðahelgi ársins fer I hönd og fólk leitar á vit landsins er ekki úr vegi að rifja upp hversu illa okkur hefur farnast i samskiptum okkar við lifbelti landsins, gróðurlendiö og lífrikið I sjónum. Þar erum við og höfum veriö á hættu- mörkum. Hið sama gildir um ýmis alþjóöleg megnungarfyr- irbæri sem sækja hér á með sl- vaxandi þunga. Nægir þar aö minna á tiöa salmonellasýkingu i matvælum og fjörur höfuð- borgarsvæðisins sem eru aö veröa óhæfar til útivistar. # Goðsögnin um hreint land og óspillta náttúru er lifseig meöal okkar og við höfum reynt aö selja hana útlendingum meö nokkrum árangri. I upphafi þessa áratugs hélt Landvernd ráöstefnu um mengun og eru niöur stöður hennar birtar i fyrsta riti samtakanna. Einn af áhrifamönnum landsins túlkaði þá þennan viötekna sannleik á eftirfarandi hátt: # ,,AÖ sjálfsögðu hefur verið rætt mikiö um umhverfiö á þessari ráöstefnu, enda ná- skylt mengunarmálum, og við vonum, að hið fagra umhverfi, sem við eigum tiltölulega óspillt og hreint, veröi einn okkar mesti auður, að það dragi aö vaxandi fjölda útlendinga, og ekki siður — og á þaö vil ég leggja áherslu — veröi i vax- andi mæli rikur þáttur I lifsgæð- um okkar sjálfra. Til þess að svomegi veröa, verður að halda þvi eins hreinu og frekast er unnt.” # Meiningin er góö en grein- ingin stenst ekki nánari skoöun. Viö vitum vel hvernig komið er Hfbeltinu i sjónum þar sem stór- virk veiðitæki hafa gengið nærri mikilvægustu fiskistofnum okk- ar. Mörg atriöi I fiskveiðistefn- unni eru að visu umdeild svo og áreiðanleiki hafrannsókna. Enginn mælir þó þvi I mót, að systurnar sjálfsbjargarhvöt og græögi hafa kastað fjöreggi okkar i sjónum gáleysislega á milli sin, án þess að kæringar- leysinu hafi fylgt ábati sem rétt- lætir áhættuna. ® Ennþá hrikalegar hefur bú- setan I landinu leikið lifbelti láðsins, sjálft gróðurlendiö. Sig- urður Blöndal skógræktarstjóri hafði um spillingu þessa sterk orö I sumarferö Alþýðubanda- lagsins i Reykjavik. Viö rætur Heklu, hins Islenska eldhelvltis sem frægt hefur veriö um heim- inn I aldir, rakti hann það hvernig viökvæmur gróður landsins hefði staðist allar náttúruhamfarir. Búsetan og fylgifiskar hennar eru gróður- lendinu hinsvegar miklu hættu- legri meinvættir. # „tsland er land þjóösagna”, sagði Sigurður „Ekki bara þeirra sem sagnaþulir á borö við Jón Arnason, Ólaf Daviðs- son og Sigfús Sigfússon skráöu, heldur þeirra þjóðsagna sem skráðareruog sagðar enn i dag. Ein þessara þjóðsagna er um hina óspilltu fslensku náttúru. ,Sagan um annaö af hinum tveimur lifbeltum Islands, það sem er á þurru landi, gróður- lendið vitnar um annað. Hún er fljótsögö: # Þegar norrænir og irskir menn tóku hér land fyrir marg- umræddum 1100 árum var gróö- urlendið 50—60 þúsund ferkiló- metrar — það er jafnmörg prósent af yfirboröi landsins. Nú er þaö 25 þúsund ferkíló- metrar. Asama tima huldi trjá- gróður, birki og viöir — um 30 þúsund ferkilómetra, að þvi er nær óyggjandi rök má leiöa aö. Ritstjórnargrein Nú hylur þessi gróður 1.250 fer- kilómetra, rétt liðlega 1 % af yf- irborði landsins.” # Siguröur sagöi réttilega að þessi eyöing gróðurlendis beri ekki vott um óspillta náttúru. Hún hafi þvert á móti spillst svo, að norðan Alpafjalla séu engin dæmi hliöstæö i þessari álfu. Meira en helmingur gróö- urlendisins hafi hreinlega eyðst og jarðveginum skolað burt fyr- ir veðri og vindum. Eftir sé landið aiisnakið, rúiö og bert i klöpp og mel. # Eins og vikiö er að I viðtali við Ingva Þorsteinsson magist- er i þessu blaði er slik ánauð á þvi gróöurlendi sem eftir er að varla er hægt að tala um aö vörn hafi verið snúiö i sókn. Siguröur Biöndal sagði um þetta efni: „Gæði þess, sem eftir lifir af gróöurlendinu, er ei nema svip- ur hjá sjón þess, sem var. Eyð- ing trjágróiðursins vegur þar þyngst og viðast er hann aöeins lágvaxið kræklukjarr, þar sem skilyröi voru fyrir vænan skóg. En einnig það, sem i daglegu tali er nefnt graslendi, er mjög viða aðeins vesælar leifar af náttúrlegu allsnægtaborði.” # Mál er að linni þjóðsagna- smiö um óspillta náttúru og horfst sé i augu viö raunveru- leikann. Verkefnið sem við blasir, ef Islendingar ætla að hafa meiri ánægju af landi sinu og betri afkomu, er svo risavax- ið og margbrotiö að þvi verða ekki gerð skil I stuttu máli. Við höfum öðlast fullan umráðarétt yfir lifbeltinu I sjónum út til 200 milna, en eigum enn eftir að ná fullum tökum á stjórnun þess. Það er brýnt; en ætli lifshags- munamál þjóöarinnar sem ætti að hafa algjöran forgang eins og landhelgismálin áöur, sé ekki gróöurlendismálið, þegar grannt er skoðaö. Þar dugir ekki aðhrekjast undan eöa verj- asti' besta falli eins og gert hef- ur verið. Sókn er besta vörnin. # Ferðalangar um verslun- armannahelgina mættu vel hafa þessar staðreyndir i huga er þeir skoða landið tötrum klætt. Enginn skyldi heldur gera sig sekan um þann glæp gagnvart sjálfum sér að slita sundur garmana frekar en oröiö er. Þar eiga við orð Robert E. Boote, aðstoöarframkvæmdastjóra Nature Conservancy, á áður- nefndri ráöstefnu Landverndar: „ef maðurinn ætiar aö viöhalda jörðinni sem lifvænlegum stað, þarf öllu ööru fremur aö koma til andlegt átak. I stað ævaforns kæruleysis veröur aö koma sönn ást á landi og hafi. Maðurinn veröur að rlsa yfir það að hugsa um sinn eigin ti'ma og taka sér á hendur ábyrgö á þvi umhverfi, sem hann skilur eftir handa komandi kynslóðum. An slikrar vakningari hugsun mun maður- inn aldrei taka á sig þann kostn- að og vinnu, sem þarf til að stjórna plánetu okkar af vits- munum.” # Þjóöviljinn itrekar þá hvatningu til ferðalanga að um- gangast iandið um þessa helgi sem endranær af viti og með umhyggjufyrir þeim sem á eftir koma. — Illt er að leggja ást viö þann sem enga leggur á móti, segir einhversstaðar, og vist er um það, að landið mun halda áfram að visna I ástleysi, ef iandsmenn láta ekki verkin tala. — ekh.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.