Þjóðviljinn - 02.08.1980, Qupperneq 13
Helgin 2.-3. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
Skoti i „sumarfrii” tók viö starfi Magnúsar.
Skyldi erlcndur þjálfari nokkurn timann fá sömu meöferö og Jóhann og
Magnús?
ISLENSKIR
ÞJALFARAR
2. FLOKKS?
Undanfarnar vikur hafa tveir
Islenskir þjálfarar, annarsvegar
handknattleiksþjálfari og hins-
vegar knattspyrnuþjálfari, vakiö
talsveröa athygli og þaö fyrir
heldur óvenjulegan hlut. Þeim
hefur báöum veriö „vikiö” úr
starfi. Flestir þeir sem eitthvaö
fylgjast meö iþróttum vita viö
hverja er átt. Um er aö ræöa Jó-
hann Inga Gunnarsson, landsliös-
þjálfara I handknattleik og
Magnús Jónatansson, þjálfara
KR-inga I knattspyrnu. Miklu
plássi hefur undanfariö veriö
variö undir mál Jóhanns Inga og
er ekki ætlunin aö bæta miklu þar
viö. Mál þeirra beggja viröast
vera af sama meiöi, og er ekki
laust viö aö sá grunur læöist aö
mönnum, aö litiö sé á islenska
iþróttaþjálfara (I þessu tilviki
handknattleiks- og knattspyrnu-
þjálfara) sem annars flokks
starfskraft. Þaö er t.a .m. erfitt aö
imynda sér aö erlendur þjálfari
heföi fengiö sömu meöferö og Jó-
hann Ingi fékk á sinum tima. Þaö
veröur ekki betur séö en stjórn
HSI sé komin i mikil vandræöi,
þvi aö erfitt veröur aö finna hæf-
an landsliösþjálfara fyrir sama
pening og Jóhanni var boöinn
Mál Magnúsar Jónatanssonar á
sér aöra sögu og þar var ekki um
neitt fjárhagsspursmál aö ræöa
heldur „prinsippmál” eins og
Magnús oröaöi þaö á blaöa-
mannafundi sem hann hélt slöast-
liöiö miövikudagskvöld. Forsaga
málsins er sú, aö ekki alls fyrir
löngu kom hingaö til lands
skoskur þjálfari, Alec Stuart. Var
hann ráöinn aöstoöarþjálfari
Magnúsar þar til um siöustu
helgi, aö Magnúsi var tilkynnt aö
stjórn félagsins heföi ákveöiö
breytingar á þann veg aö Stuart
tæki viö aöalþjálfarastarfinu.
Magnús var síöan boöin staöa aö-
stoöarþjálfara, sem hann vita-
skuld hafnaöi. Aöur en hér veröa
raktir þeir punktar sem Magnús
gaf upp á blaöamannafundinum,
er ástæöa til aö greina frá einu at-
riöi sem bendir til aö stjórnar-
menn KR hafi ekki allskostar
hreint mjöl i pokahorninu. Þegar
Skotinn kom til lands hringdi
undirritaöur I einn af æöstu
stjórnarmönnum KR og spuröi
hver væri tilgangur meö komu
Skotans. Þau svör fengust aö
Skotinn væri hér i sumarfrii og
væri litiö annaö aö gera hér en aö
slappa af. Hann myndi lita á æf-
ingu hjá yngri flokkunum en ekki
miklu meira. Þess má einnig
geta, aö aörir þeir blaöamenn
sem staddir voru á fundi Magn-
úsar kváöust einnig hafa fengiö
sömu svör. En litum þá á ákvörö-
un stjórnar KR:
Föstudagur 25. júlí
Skipulagsbreyting tilkynnt af
Kristni Jónssyni m.ö.o., Magnúsi
sagt upp störfum.
Astæöur:
1. Aöalþjálfari oröinn áhugalaus
2. Spilarar áhugalitlir
3. Æfingar illa skipulagöar
4. Kemur seint á æfingar
5. Stendur i byggingarfram-
kvæmdum og hefur þvi sennilega
litinn tima aflögu fyrir KR.
Svör Magnúsar (á blaöa-
mannafundi) viö þessum ásök-
unum.
Nr. 1 og 3, i alla staöi fáránlegar
ásakanir.
Nr.2, nokkuö sem ég gat ekki
merkt
Nr. 4, i 3 ár eru teljandi á fingrum
annarrar handa þau skipti sem ég
hef ekki mætt á réttum tima, eöa,
m.ö.o. flautaö æfinguna á þegar
hún hefur átt aö hefjast sam-
kvæmt töflu. Auk þess hef ég i þau
3 ár sem ég hef þjálfaö liö KR
ekki misst eina einustu æfingu úr,
utan þess tima sem ég hef veriö
erlendis. Þó vil ég greina frá þvi,
aö er viö áttum aö fara til Vest-
mannaeyja og leika þar i bik-
arnum 3. júll mætti ég 3 minútum
of seint vegna þess aö ég fékk
rangar upplýsingar hjá flug-
vallarstarfsmanni. Þetta kom
ekki aö sök þvi aö ekki gaf til
flugs.
Nr. 5 vinnutimi minn (fyrir utan
starfiö hjá KR) ca. 3 timar á
sólarhring.
Lokaorð fundarins:
1. Málin voru á hreinu. Eg var
upphaflega ráöinn sem aöalþjálf-
ari liösins og þvi gat þetta ekki
skoöastööru visi en sem uppsögn.
Þó vildi ég taka mér um-
hugsunartima. Daginn eftir (þ.e.
laugardagskvöld) hringdi ég i
Kristin og tilkynnti honum aö þar
sem þetta samningsrof heföi
komiö til heföi ég ekkert meira aö
gera fyrir KR. Jafnframt til-
kynnti ég honum aö ég heföi enga
löngum til aö bera töskuna fyrir
Skotann.
Brot úr sögu KR
Ariö 1978 kom ég til starfa hjá
KR. Liöiö var þá falliö I 2. deild.
Aöalþjálfari liösins var þá Skoti
aö nafni Tom Casey. t tvö ár þar á
undan haföi Tony Knapp þjálfaö
liöiö og baröist liöiö viö fall þau
ár. Ariö 1978 uröum viö Reyk’j-
vikurmeistarar og sigurvegarar i
2. deild. Ariö 1979 lékum við i 1.
deild og vorurn aöeins 2 stigum
frá 1. sæti, hlutum alls 22 stig.
Hefur KR aldrei hlotiö jafnmörg
stig frá upphafi i l.deild.Þegar
mér var ýtt til hliöar vorum viö
aöeins þremur stigum frá efsta
sæti og áttum næsta leik viö efsta
liöiö þannig aö allir möguleikar
voru opnir. Erlendur þjálfari er
þá skyndilega fenginn til aö koma
liöinu yfir þann þröskuld og sjá
siöar um framhaldiö. Úrslitin i
þessum leik eru öllum kunn og er
þetta stundum kallaö aö pissa i
skóna sina.
Arið 1980
Eg ætla mér aö fullyröa hik-
laust aö ég tel mig ekki hafa
fengiö nægan vinnufriö siöastliöið
ár. Stjórnin varö fljótlega óánægö
meö min störf. Mér er engin laun-
ung á aö allt þetta snerist um val i
liðiö.
Að lokum
Þaö er ekki ætlun min aö standa
i opinberum ritdeilum viö neina
af stjórnarmönnum KR. Ég tel aö
ég hafi komiö heiöarlega fram
gagnvart spilurunum og þeir
sömuleiöis viö mig. Ég er þess
fullviss, aö hver sem árangur KR
veröur þetta timabil, þá heföi ég
treyst mér til aö gera jafn vel
meö drengilega starfandi stjórn
aö baki. Sá maöur sem nú tekur
við fær liö sem er likamlega vel
þjálfaö og i toppformi og jafn-
framt veröur hann aö finna takt-
inn i þeim fótbolta sem þaö getur
spilaö. Ósagt skal um and-
legu hliöina. Eg hef sem margur
annar lagt mikiö á mig undan-
farin ár til þess aö byggja mig
upp sem þjálfari. Mannorö mitt
sem sliks er þvi i veöi. Ég tel
einnig aö vegiö sé aö islenskri
þjálfarastétt. Ég hef ákveöið aö
ganga uppréttur frá boröi og
þakka spilurunum góöa viökynn-
ingu og ánægjulegt samstarf og
óska þeim og félaginu góös
gengis.
(Greinargerö Magnúsar hefur
veriö nokkuö stytt en innihaldiö
heldur sér). — hól
FORUM RÁÐSTEFNUNNI LOKIÐ
Konurnar tóku frumkvœðiö í sínar hendur
vegna óánœgju með undirbúningsnefndina
Alþjóölegri ráöstefnu kvenna-
hreyfinga, Forum ’80 lauk i
Kaupmannahöfn s.l. fimmtudag
með þvi aö Lucille Mair, aöalrit-
ara á ráöstefnu Sameinuöu þjóö-
anna, voru afhentar 25 samþykkt-
ir um ýmis efni frá þátttakendum
ráöstefnunnar. Vegna lélegrar
upplýsingamiölunar frá undir-
búningsnefnd Forum ’80 eru þó
allar likur á aö samþykktirnar
hafni i skrifborðsskúffu hennar en
nái ekki til sendinefndanna á ráö-
stefnu Sameinuöu þjóöanna eins
og til var ætlast.
Undirbúningsnefnd ráðstefn-
unnar, undir forystu Elizabeth
Palmer, lagöi á þaö áherslu allt
frá upphafi aö ekki væri hægt aö
gera neinar samþykktir i nafni
ráöstefnunnar en hins vegar gætu
konurnar skrifaö undir hvaöa
ályktun sem væri og sent þær
frá sér ieigin nafni. Rikti frá upp-
hafi töluverð óánægja meö þetta
fyrirkomulag á Forumráðstefn-
unni þar sem fjölda þátttakenda
fannst full ástæöa til aö ráöstefn-
an tjáöi sig um ýmis málefni sem
varöa konur og gætu haft áhrif á
þróun mála siöari helming
kvennaáratugarins. Akváöu þvi
nokkur hundruö konur að taka
sjálfar frumkvæöið og settu á fót
nefnd sem átti aö fjalla um þessi
efni. Útkoman úr nefndinni voru
þær 25 samþykktir sem afhentar
voru Lucille Mair s.l. fimmtudag.
Gjár milli
hreyfmga
Þær sem hafa haft veg og
vanda af undirbúningi Forum-
ráðstefnunnar eru hinar banda-
risku NGO-hreyfingar (Non-
Government Organizations) en
þær eru jafnfram áheyrnarfull-
trúar á ráöstefnu Sameinuðu
þjóöanna. A Forum-ráöstefnunni
kom i ljós aö nokkur gjá er á milli
þessara hreyfinga og róttækra
grasrótahreyfinga frá öðrum
löndum. Hafa ýmsar konur látiö
þá skoöun I ljós aö forystu NGO-
hreyfinganna sé meira i mun að
standa sig á þeim forsendum sem
þeim eru gefnar af karlveldinu
heldur en aö skapa nýjar forsend-
ur sem gætu leitt til aukinna
áhrifa kvenna. Hafa þær veriö
ásakaöar fyrir aö notfæra sér
ekki þá aöstööu sem þær hafa til
aö þrýsta á aö S.Þ.-ráöstefnan
taki upp aukin tengsl viö Forum-
ráöstefnuna. NGO-hreyfingarnar
hafa heldur ekki miölað þeim
upplýsingum til Forum sem þær
gátu og áttu að gera. Þær höfðu
t.d. ekki fyrir þvi aö upplýsa þátt-
takendurna á Forum-ráöstefn-
unni um þann frest sem þeir
höföu til aö skila samþykktum
sinum og breytingatillögum viö
framkvæmdaáætlun Sameinuöu
þjóöanna. Aö sögn Lise öster-
gaard, forseta S.Þ.-ráöstefnunn-
ar, var möguleikinn á aö koma
slikum tillögum á framfæri alltaf
fyrir hendi væri þaö gert fyrir til-
skilinn tima. Þessi upplýsinga-
skortur varö til þess aö sam-
þykktirnar frá þátttakendunum á
Forum-ráþstefnunni komu of
seint fram og veröa þvi aö öllum
likindum ekki fjölritaöar né dreift
til sendinefndanna á S.Þ.
ráöstefnunni.
Langþráö tækifæri til að koma
skoðunum kvennahreyfinganna
á framfæri viö sendinetndír á
S.Þ.-ráöstefnunni gafst s.l. miö-
vikudag þegar Lise öster-
gaard bauö undirbúningsnefnd
Forum til fundar i Bella Center.
Þetta tækifæri notaöi Elizabeth
Palmer ekki betur en svo að hún
ræddi eingöngu um skipulag og
vinnutilhögun á Forum ’80. Vakti
þetta mikla reiöi meöal margra
þátttakenda á Forum-ráðstefn-
unni og furöu annarra og sagöi
Lise östergaard m.a. viö þetta
tækifæri: „Forvitni min er meiri
en svo aö ég hafi fengiö henni full-
nægt i dag.”
Léleg aðstaða
Mér er ekki kunnugt hvaö
Elizabeth Palmer sagöi um
skipulagiö á Forum-ráöstefnunni
en ég held aö þaö hafi verið
nokkuö samdóma álit óbreyttra
liösmanna þar aö þaö heföi mátt
vera betra. Nýjustu tölur herma
aö um 8000 konur frá 127 löndum
hafi tekiö þátt i henni og svo virö-
ist sem þeir sem aö henni stóöu
hafi alls ekki verið tilbúnir til aö
taka viö svo miklum fjölda.
Stærsti salurinn sem ráöstefnan
haföi til sinna umráöa tók t.d. aö-
eins 600 manns i sæti og matsöl-
urnar i háskólabyggingunni gátu
alls ekki annaö öllum þessum
fjölda. Tungumálaöröugleikar
settu lika sinn svip á ráöstefnuna
þvi túlkar voru af mjög skornum
skammti. Hin enska tunga var
drottnandi á fundum og i vinnu-
hópum, konum frá Suður--
Ameriku og Afriku til nokkurs
ama. Þær tóku þvi til sinna ráöa
og stofnuöu hópa þar sem ein-
göngu var notuð franska eöa
spænska. Þaö fjármagn sem
Sameinuðu þjóöirnar veittu til
ráöstefnunnar var lika af skorn-
um skammti og aðstæöurnar eftir
þvi. Reikna ég fastlega með aö
þessar aöstæður hefðu ekki þótt
boðlegar á hinni opinberu
kvennaráöstefnu Sameinuöu
þjóðanna.
Vel heppnuð ráð-
stefna þrátt
fyrir allt
En þótt ýmislegt megi gagn-
rýna viö ráöstefnuna þá er alls
ekki þar meö sagt aö hún hafi
veriö misheppnuð. Siður en svo.
Þarna hittust konur frá ólikum
heimsálfum og skiptust á skoð-
unum og reynslu, staöráönar i þvi
aö snúa heim aftur meö meiri
þekkingu I farangrinum heldur
en þegar af staö var lagt. Þessar
konur eru allar baráttukonur
fyrir frelsun kvenna hver I sinu
heimalandi og þær voru þarna af
einskærum áhuga á þessu bar-
áttumáli. Ráöstefnan var, þrátt
fyrir alla hennar vankanta, mikil
upplifun og þab þátttakendunum
sjálfum aö þakka.
Sólrún Gisladóttir