Þjóðviljinn - 12.08.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.08.1980, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 12. agúst 1980 Skattstjwmn í Norður- landsumdæmi —vestra AUGLÝSING samkvæmt 1. mgr. 98. gr. laga nr 40 18. mai 1978 um tekjuskatt og eignarskatt með siðari breytingum, um að álagningu opinberra gjalda á árinu 1980 sé lokið á þá menn sem skattskyldir eru hér á landi samkvæmt 1. gr. greindra laga, þó ekki á böm sem skattlögð eru samkvæmt 6. gr. þeirra. Tilkynningar (álagningarseðlar) er sýna þau opinberu gjöld sem skattstjóra ber að leggja á á árinu 1980 á þessa skattaðila hafa verið póstlagðar. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda sem þessum skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 1980 þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans innan 30 daga frá og með dagsetningu þessarar auglýsingar Siglufirði, 12. ágúst 1980 Skattstjórinn i Norðurlandsumdæmi — vestra Jón Guðmundsson. AUGLÝSING um rannsóknastyrki frá J.E. Fogarty International Research Foundation. J.E. Fogarty stofnunin i Bandarikjunum býöur fram' styrki handa erlendum visindamönnum til rannsókna- starfa viö visindastofnanir I Bandarikjunum. Styrkir þessir eru boönir fram á alþjóöavettvangi til rannsókna á sviöi læknisfræöi eöa skyldra greina (biomedical science). Hver styrkur er veittur til 6 mánaöa eöa 1 árs. Til þess aö eiga möguleika á styrkveitingu þurfa um- sækjendur aö leggja fram rannsóknaáætlun i samráöi viö stofnun þá i Bandarikjunum sem þeir hyggjast starfa viö. Umsóknareyöublöö og nánari upplýsingar um styrki þessa fást I menntamálaráöuneytinu. Umsóknir þurfa aö hafa borist menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 20. október n.k. Menntamálaráöuneytiö, 7. ágúst 1980. Rafsuðumenn Rafsuðumenn með réttindi frá Iðntækni- stofnun Islands óskast til starfa við Skóladagheimilið Skáli við Kaplaskjóls- veg óskar að ráða fóstru i fullt starf og starfsmann til matreiðslu i hálft starf. Upplýsingar hjá forstöðumanni i sima 18864. Blikkiðjan Ásgaröi 7, Garðabæ Dnnumst þakrennusmíöi og jppsetningu — ennfremur iverskonar blikksmíöi. Serum föst verðtilboð Rannsóknarmiðstöð um stefnumörkun og utanríkismáh „Þurfum aö móta utanríkisstefnu” „sjálfstœða, þjóðlega stefnu” — segir Elias Davíðsson íRSU Hvaö er RSU — Rann- sóknarmiðstöð um stefnu- mörkun og utanrikismál? Þessarar spurningar spurðu margir á ritstjórn um daginn, þegar þangað kom fréttatilkynning und- irrituð eins og að ofan greinir. Ég hygg að fleiri en fréttamenn Þjóðviljans hafi áhuga á að vita eitt- hvað um þessa rann- sóknarmiðstöð og því sneri ég mér til Eliasar Davíðs- sonar sem undirritar fréttatilkynninguna. Fjölþjóða auðhringir Hvaöa stofnun er þetta, Elias, og aö hvaöa verkefnum vinnur hún? — RSU er að stofni til starfs- hópur um auðhringi sem hér starfaði fyrir nokkrum árum. Þetta er ekki formleg stofnun, heldur staöur þar sem unniö er aö öflun, vinnslu og miölun upplýs- inga sem varöa fjölþjóöa auö- hringa og alþjóölegar stofnanir, einkum hvað varöar afskipti þeirra af Islandi eöa áhrif þeirra á islenskt þjóölif. Meöal þeirra málaflokka sem falla einnig undir starfsemi RSU vil ég nefna al- þjóöamál, samskipti Norðurs og Suðurs og öryggismál íslands. Ég starfa mest sjálfur viö aö halda rannsóknarmiðstööinni gangandi og hef viðað aö mér miklu efni um málin sem hún vinnur að. Hins vegar er i vax- andi mæli leitaö til min bæöi hér heima og erlendis. Ég fæ bréf, timarit og aðrar upplýsingar um starfsemi fjölþjóöafyrirtækja reglulega erlendis frá og miðla þeim áfram, bæöi eftir þvi sem um er beðiö og af eigin frum- kvæöi. Þjóðerni, lýðræði, rann- sóknir, friður Hvaða hugmyndafræöi iiggur aö baki þessari starfsemi? — RSU er ekki hlutlaus stofnun. Hún tekur afstööu meö þvi að velja viöfangsefnin og meö áherslum sinum. Þó er leitast viö aö gera ströngustu kröfur til ná- kvæmni, sannsögli og sanngirni viö vinnslu efnisins. I stuttu máli má draga hugmyndafræöi þess- arar starfsemi saman i fjóra meginpunkta. — Varöveisla islensks þjóöernis og sjálfstæöis. — Barátta til eflingar lýöræöis i Elias Daviösson: Okkar utan- rikisstefna á aö vera sjálfstæö og þjóöleg. landinu, á stjórnmálasviöi, I efnahagsmálum og á sviði fé- lagsmála. — Jafnaöarhugsjónin: Að allir eigi sama rétt til gæöa lifsins án tillits til þjóöernis, uppruna eöa núverandi skipan efna- hagsmála i heiminum. — Barátta fyrir friöi i heiminum og gegn vigbúnaði. Aðrar stofnanir duga ekki — Liggur ekki beinna viö aö nota einhverjar af þeim stofn- unum eöa stjórnmálaflokkum sem fyrir eru i landinu til aö vinna aö þessum málum heldur en að efna til nýrrar stofnunar? — Nei, þaö er ekki hægt. RSU verður aö vera öllum stjórnmála- samtökum, fyrirtækjum, félögum og opinberum stofnunum óháö. Þaö tryggir aö miðstööin mótist hvorki af stundarhagsmunum né annarlegum sjónarmiöum heldur eingöngu af þeirri rannsóknar- vinnu sem fram fer á hennar veg- um. Ég tel aö starfsemi fjölþjóða- fyrirtækja á Islandi sé látin óátal- in og ekki fylgst meö henni sem skyldi. Þaö er heldur enginn aöili á Islandi sem skipulega fylgist með utanrikismálum á þeim grundvelli sem ég tel aö þurfi aö gera. Utanrikisráöuneyti höfum viö aö visu en þaö er hlutdræg og stöönuö stofnun. Islendingar þurfa aö móta sina eigin utanrikisstefnu og aöra en þá sem stórveldin mata okkur á. Okkar utanrikisstefna á aö vera sjálfstæö og þjóöleg. Flokkarnir sljóir Þessum málum sinnir enginn stjórnmálaflokkur. Sumir flokkar taka á einstökum málum af og til, sérstaklega fyrir kosningar en aldrei I samfellu. Alþýöubanda- lagiö sem segist vera málsvari verkalýðs og þjóöfrelsins er ekki betri en hinir flokkarnir. Flokkurinn vinnur ákaflega litiö aö utanrikismálum þegar hann á sæti i stjórn. ólýðræðisleg forræðishefð — Ég hef æöi oft rekiö mig á aö það er erfitt að fá ýmsar upplýs- ingar hjá sumum embættismönn- um. Satt aö segja einoka þeir upplýsingar sem aö réttu lagi ættu aö vera tiltækar og hverjum og einum leyfilegt aö fá. Þaö er raunar forsenda þess aö almenn- ingur geti myndaö sér sjálfstæöar skoðanir á mikilvægum málum en láti ekki mata sig á þeim upp- lýsingum sem forræðislega þenkjandi embættismönnum þóknast að láta I té. Þetta á aö vera hin almenna regla, en vita- skuld getur þurft aö gera undan- tekningar s.s. ef um er aö ræöa skjöl sem beinlinis snerta öryggi landsins eöa einkahagi einstakra manna. • — Þessi forræðislega hefö I embættisfærslu er með öllu ólýö- ræöisleg og embættismönnum á ekki aö liðast að skjóta sér á bak viö hana. Greinar og tilskrif — Hverju hefur RSU fengiö áorkaö hingaö til? — I fyrsta lagi nefni ég marg- visleg skrif, s.s. skýrslur, greinar og ritgerðir og hefur nokkuö af þvi efni veriö gefiö út. Þá hefur RSU sent fjölmiðlum, alþingis- mönnum og embættismönnum bæöi bréf og skýrslur um ýmsa þætti þessara málaflokka t.a.m. greinargeröir um starfsemi ísal og um afskipti Alþjóöagjaldeyris- sjóösins af innanlandsmálum Is- lands. 1 þriöja lagi hefur stofnun- in aðstoöað fjölmarga sem eru að vinna aö verkefnum sem snerta þessi mál. Aöallega eru þetta námsmenn en RSU er opin þeim sem vilja vinna aö rannsóknum I samræmi viö þau grundvallar- sjónarmiö sem stofnunin vinnur eftir og áöur er getið. Loks er þess að geta aö RSU leggur rækt viö aö að styrkja al- þjóöleg sambönd, einkum viö samsvarandi miöstöövar I öörum löndum. Viöa starfa rannsóknarmiö- stöðvar eins og RSU i tengslum viö háskóla, eöa þá viö kirkju- samtök, sem vilja sýna I verki hugsjón kærleikans i sambandi Framhald á bls. 13 SÍMI 53468 Rit frá Rannsóknarmiöstöðinni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.