Þjóðviljinn - 12.08.1980, Side 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 12. agúst 1980
ÞriAjudagur 12. agúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
Við verðiaunaafhendinguna. Ólafur Krstjánsson, forseti bæjarstjórnar Bolungarvlkur
sá um þá hlið málanna.
ur og vakti mikla athygli fyrir snjalla taflmennsku.
1 hópi keppenda voru tvær konur, Sigurlaug Friðþjófsdóttir, fjær á myndinni,og Anna Sigrún Benedikts- Bæjarstjórinn á tsafirði, Bolli Kjartansson,tók þátt I mótinu og stóð sig
dóttir. Sigurlaug hefur getiðsér gott orð á skáksviðiniuen Anna haföi ekki komið nálægt skákmótum áð- með prýði.
Myndir tók Einar Karlsson
Hópur keppenda. Þar má finnan margan kappann
Friðrik að tafli. Yfir honum vakir
Jóhann Þórir Jónsson, skákstjóri
og forvigismaður heigarmót-
Slappað af milli umferða. F.v. Daði Guðmundsson, Helgi óiafsson, Jón L. Arnason og Sigurður Danielsson, mesti
skákskelfir Vestfjarða.
anna.
FIDE-forsetínn
„Þátttaka min i hdgar-
mótum Timaritsins Skák-
ar hefur verið ákaflega
ánægjuleg. Hér er verið
að ryðja nýja braut,
skáklifið á landinu er eflt
og hinn mikli almenni
skákáhugi virkjaður. Það
er gott til þess að vita
hversu góðan hljómgrunn
þessi mót hafa hlotið og
ekki verður annað séð en
að hér stefni i árvissan
atburð. Nýbreytni
Jóhanns Þóris Jónssonar
mun áreiðanlega skila
sér. Frá skákmannssjón-
armiði er þátttaka i mót-
um sem þessum hvetj-
andi og þeir sem teljast
i hópi sterkustu skák-
manna þjóðarinnar munu
halda áfram þátttöku”.
A þessa leiö fórust Friöriki
Olafssyni orð um helgarmót Skák-
ar.en hið þriðja i röðinni var haldiö
á Isafirði og Bolungarvik um helg-
ina. Allur viöurgjörningur og aö-
búnaður þar vestra var eins og best
veröur á kosið, enda margir sem
löggðu þar gjörva hönd á plóginn.
Eftir harða keppni stóðu uppi sem
sigurvegarar Friörik ólafeson og
Helgi Ólafsson,hlutu báðir 5 1/2 v
og þegar fariö var i að reikna stig
voru þeir enn jafnir. Röð efstu
manna í hópi 42 keppenda varð
þessi:
1-2. Friðrik Ólafss. 5 1/2 v. af 6
1-2. Helgi Ólafsson 5 1/2 v.
3. Jón L. Amason 5 v.
4. Kari Þorsteinsson 5 v.
5. ómar Jónsson 5 v.
6. Margeir Pétursson 4 1/2 v.
7. Jóhann Hjartarson 4 1/2 v.
8. Sævar Bjarnason 4 v.
9. Asgeir Þ. Arnason 4 v.
sigraði fyrir yestan
10. Jóhannes G. Jónsson 4 v.
Þó að nöfn efstu manna hafi
sjálfsagt heyrst áöur var þaö þó
e.t.v. annar keppandi sem athygli
vakti. Ung kona, Anna Sigrún
Benediktsdóttir, tók þátt i slnu
fyrsta móti. Hún var algjörlega
óþekkt stærð þegar haldiö var af
stað, en þegar upp var staöiö var
mönnum ljóst að þar var öflugur
skákmaðurá ferðinni. Hún tefldi á
köflum skinandi vel, byggði tíöum
upp unnar stöður en litil sem engin
keppnisreynsla varð henni fjötur
um fót og hlaut hún þvi færri vinn-
inga en efni stóðu til. Anna Sigrún
er gift Hilmari Karlssyni sem er í
hópi sterkustu skákmanna okkar
og mætti ætla aö til hans hafi hún
sótt holl ráð (þó auðvitað ekki á
mótinu skal tekið fram).
Húsavík og Akureyri næst
á dagskrá
Ritstjóri og útgefandi „Skákar”,
Jóhann Þórir JónsSon sem á allan
heiðurinn af þvl, að af þessum
mótum varö, sagði að næstu tvö
mót færu fram á Húsavik og
Akureyri með viku millibili. Ekki
væri búiö að ákveða hvort mótið
yröiá undan, en einnig er í ráði að
halda mót I Vestmannaeyjum,
Egilsstöðum eða Neskaupstaö og
jafnvel á Vik I Mýrdal.
Jóhann sagði að það hefði
lengi loðað við, að skákmenn úti á
landsbyggðinni hefðu ekki fengið
nægilega mörg tækifæri til að
spreyta sig I keppni við bestu skák-
mennina sunnanlands og þessi mót
væru tilraun til að bæta þar úr.
Skákmótin eru haldin meö öflugum
styrk frá bæjarstjórnum hvers þess
staðar sem teflt er á. Undirtektir
kvað hann hafi verið góðar, nánast
hvarvetna. Ekki má heldur gleyma
þv^ að hér er um að ræða góða
keppni fyrir okkar sterkustu menn
fyrir mót s.s. Olympiumótið i haust
og mörg önnur mót.
Svo vikið sé aö keppninni sjálfri
þá var baráttan um efsta sætið
feiknarlega spennandi allan tim-
ann. Eftir tvo fyrstu dagana, þ.e.
umferöir voru 3 skákmenn með
fullt hús vinninga, Helgi Ólafsson,
Margeir Pétursson og Karl
Þorsteins. I 5. umferö gerðu
Margeir og Helgi jafntefli en
Friörik vann Karl. Sú skák vakti
mikla athygli, bauð jafntefli með
aðeins lakara tafl en Karl hafnaði.
Friörik tókst svo aö snúa á pilt og
vinna I framhaldinu þrátt fyrir
mikið timahrak. Það er ekki á
hverjum degi, sem 15 ára piltur
hafnar jafntefli á móti stórmeist-
ara hér á landi. Fyrir siöustu um-
ferð voru 4 jafnir með 4 1/2 vinning,
Friðrik, Helgi, Margeir og Jóhann
Hjartarson. 1 siðustu umferö vann
Friðrik Margeir meö svörtu og á
sömu leið fór fyrir Jóhanni gegn
Helga. 1 mótslok voru verðlaun
veitt. Friðrik og Helgi hlutu 250
þús. krónur sigurinn og einnig voru
veitt verölaun fyrir besta árangur
konu, og sá unglingur, 14 ára eða
yngri sem fékk flesta vinninga fær
að launum friar ferðir og uppihald
á skákbúðunum á Kirkjubæjar-
klaustri.
—hól.
Þegar teflt er við stór-
meistara...
4its?í4Il llliiil iiiiiiiili
á daaskrá
>Þá er og vert aö sjá hvort
ríkisstjómaraöild okkargetur
ekki dugaö vel
verkafólki í komandi átökunu
Asmundur
Asmundsson:
ÓKYRRÐ
Nú er komið fram yfir mitt
sumar og enn fást vart aðrar
fréttir af kjarasamningum en þær
að menn sjái nú smá skimu.
Hefur þetta, og raunar þungur
róður við gerð kjarasamninga i
vor og sumar farið fyrir hjartað á
hinum óliklegustu mönnum, eink-
um þeim er viröast tækifæris-
sinnaðir varðandi aðild Alþýðu-
bandalagsins að rikisstjórn. Þyk-
ir þeim nú ýmsum sem flokknum
sé ekki stætt i rikisstjórn nema aö
kjarasamningar takist innan
skamms tima (sé hugsað til þess
hve langt er siðan fór að gæta
þessarar óþreyju fyrst þá er
sjálfsagt eitthvaö orðið um það aö
menn vilji segja flokkinn úr rikis-
stjórn).
Þar með er ekki sagt aö efa-
hyggja varðandi aðild Alþýðu-
bandalagsins að rikisstjórn geti
ekki veriö réttlætanleg. Siður en
svo. Þaö væri I meira lagi ein-
kennilegt ef flokkur sósialista á
Islandi teldi rikisstjórnaraöild
sina við núverandi aðstæður
sjálfsagðan hlut. En þegar menn
efast fyrir hönd flokksins um rétt-
mæti stjórnaraöildar þá veröur
það að vera á grundvelli hags-
muna hans og verkalýösstéttar-
innar I bráð og lengd.
Þegar Alþýðubandalagið
myndaöi rikisstjórn siðsumars
1978, þá var það á grundvelli
áskorunar frá Verkamannasam-
bandi tslands, sem krafðist þess
að flokkurinn ásamt Alþýðu-
flokknum stæði við kosningalof-
orðin. Þá mátti heyra nokkrar
hjáróma raddir á flokksráðsfundi
Alþýðubandalagsins, sem bentu á
að ekki væru nógu gildar ástæður
til rikisstjórnarþátttöku. 1 fyrsta
lagi hefði enginn timi verið til
þess ætlaður fyrir sjálfa stjórnar-
myndunina að sjá hvernig stefnu
flokksins yrði best borgið, og þvi
vart hægt að taka afstöðu til
henriar. I öðru lagi var hvergi að
finna gundvöll langtimastefnu-
mótunar i efnahagsmálum, sem
tryggöi að það svigrúm til efna-
hagsráðstafana sem skapa átti
með niðurgreiðslum, millifærslu
og gengisfellingu, yröi nýtt til
þess að tryggja þann kaupmátt
launa sem ætlunin var að standa
vörö um meö aöildinni að þeirri
rikisstjórn. Hins vegar væri all-
veruleg hætta á þvi að menn
stæöu frammi fyrir þvi að þurfa
aö endurskilgreina þennan kaup-
mátt á 3 mánaða fresti þar
til yfir lyki, og til þeirra óþurftar-
verka mætti flokkurinn ekki láta
nota sig. Verkalýösstéttinni væri
enginn greiði geröur með þvi að
verkalýðshreyfingin færi um of
að treysta á forsjá rikisvaldsins
varöandi tryggingu kaupmáttar.
Slikt gæti veikt hana og orðið af-
drifarlkt þegar fram i sækti.
Hins vegar má það til sanns
vegar færa að aðild að rikisstjórn
veitir oft lykilaðstöðu til frum-
kvæðis á alþingi en i þessu tilfelli
var mönnum ekki almennilega
ljóst hvernig ætti að nýta þá aö-
stöðu, enda þótt reynslan beri þvi
vitni að vel hafi til tekist á ýmsum
sviöum, t.d. i félagsmálum.
Það sem réöi afstöðu flokksins
til þessarar rikisstjórnarmynd-
unar var hin mjög svo þrönga
kjarahyggja sem flokkurinn hafði
haldiö á lofti i undanfarandi þing-
kosningum. Ég hafði nú gert mér
vissar vonir um aö flokksmenn
hefðu látiö þrotabú rikisstjórnar
ólafs Jóhannessonar sér að kenn-
ingu verða, og að ferð án fyrir-
hyggju yrði ekki á döfinni á næst-
unni.
En svo virðist ekki vera þvi nú
heyrast raddir um að ganga úr
rikisstjórn af þvi er virðist á
grundvelli hinnar þröngu kjara-
hyggju. Nú sé Alþýðubandalaginu
vart stætt I rikisstjórn öllu lengur
þvi allt bendi til átaka á vinnu-
markaðnum. Flokkurinn hafi
ekki, á þeim fáu mánuöum sem
hann hefir setiö i rikisstjórn, leyst
kjaramálin. Það sé meiri háttar
hneysa fyrir verkalýðsflokk aö
sitja I rikisstjórn meöan verkföll
geysi i landinu.
Þykir mér þessi boöskapur ill-
ur, einicum og sér i lagi fyrir þær
sakir að hann er ekki siður að
heyra meöal þeirra sem ákafastir
voru til þessarar rikisstjórnar-
þátttöku. Höfum við nú aðeins um
skamma hrið i rikisstjórn verið
en alla tið látið sem kjör launa-
fólks væri sá málaflokkur sem
einna slst myndi hræða okkur af
hólmi.
Ókyrrð þessi i okkar rööum er
að mlnu mati fallin til alls i senn:
1) aö skemmta VSt-skrattanum,
sem nú á sér þá ósk heitasta að
rikisstjórnarsamstarfið bresti,
Sjálfstæðisflokkurinn renni i eitt,
og fram komi ný Viðreisn. 2) Að
lýsa þvi yfir aö Alþýðubandalagið
sé stefnulaus skripaflokkur sem
ekkert erindi hafi átt i rlkisstjórn.
3) Aö einskis sé vert þaö lag sem
nú er til sóknar I félags- og rétt-
indamálum þeirra sem minnst
bera úr býtum. 4) Að lýsa þvi yfir
að annaö og betra framhald sé i
boði hvað varðar störf flokksins.
Er ég nú fullur eftirvæntingar
þeirra tiðinda sem hinir ókyrru
geyma i handraðanum og marka
eiga hina nýju braut þvi oft og
einatt hefur verið á slikt bent
áður og takmarkaðan hljóm-
grunn fengið.
Það er skoöun min aö sósialisk-
iu- verkalýðsflokkur, sem á fyrsta
misseri stjórnaraðildar, eygir i
henni litla framtið vegna væringa
á vinnumarkaði, sé annað hvort
búinn að gleyma þvi er til stóð i
upphafi stjórnarsamstarfsins,
eöa hafi efnt til þess á fölskum
forsendum (að undanskildu þvi
að tilgangnum sé þegar náð). Þá
fæ ég ekki séð að hugsanleg
verkföll væru krafa um að Al-
þýöubandalagið fari úr rikis-
stjórn, fyrr en útséð væri um það
hvort flokkurinn gæti komiö
verkafólki að gagni með þeirri
aðstöðu sinni. Hitt er svo annaö
mál að Sjálfsæðisflokkurinn og
VSI gera nú það sem þau geta til
að draga samningana á langinn,
enda vilja þau nú láta reyna á
innviði Alþýöubandalagsins og
aðildar þess að rikisstjórn. Þeir
vita vel af uppgangi hinnar
þröngu kjarahyggju I Alþýðu-
bandalaginu og vona að dæminu
veröi stillt upp á grundvelli
hennar. Þá er von aö ókyrrð vaxi.
Mér finnast tiltektir VSl miklu
frekar marktækar hvaö varðar
litinn vilja til aö taka þátt i niður-
talningaraðgerðum rikisstjórnar-
innar, þar sem VSt veit aö horn-
steinn aðgerðanna er verulegt
samstarf helstu aöila atvinnulifs-
ins. Þvi væri eölilegra aö menn
færu aö leita sér aö nýrri stefnu I
efnahagsmálum sem tæki mun
minna tillit til hagsmuna atvinnu-
rekenda.
Vaxandi ókyrrð innan Alþýöu-
bandalagsins er Sjálfstæðis-
mönnum merki um að þeir séu aö
ná árangri i stjórnarandstöðunni,
um leið og hún á að vera okkur
hvatning um aukiö innra starf er
gæti orðið bakharl aö hvoru
tveggja i senn: þeirri félagslegu
sókn sem við viljum aö þessi
rikisstjórn beiti sér fyrir og um
leiö varnarmúr gegn þeim hrika-
legu áformum um aukna
„erlenda” stóriöju og stórbætta
aðstöðu NATO hér á landi, sem
svo mjög eru á döfinni um þessar
mundir. Þá er og vert að sjá hvort
rikisstjórnaraðild okkar getur
ekki dugaö vel verkafólki I kom-
andi átökum.
Asmundur Asmundsson
The Trap and A Dance in
the Sun. Dan Jacobson.
Secker & Warburg 1980.
The Trap and A Dance komu
fyrst út fyrir meira en tuttugu
árum og gerast báðar sögurnar i
heimalandi höfundarins, Suöur-
Afriku. Fyrri skáldsagan fjallar
um svik og óréttlæti og átök milli
hvits og svarts. Báðir aðilar
standa skyndilega frammi fyrir
þvi hversu litiö þeir vita i raun-
inni um sjálfa sig, land sitt og
annaö fólk, þegar atburöirnar
verða til þess aö ókunn viðhorf og
hyldýpi gin við þeim að óvörum,
að þvi er virðist.
Seinni sagan lýsir atburðum
sem koma söguhetjunum i
svipaðar aðstæður gagnvart hinu
ókunna. Tveir ungir menn sem
ferðast um Karro auönina verða
þáttakendur i fjölskyldudeilum,
þar sem þeir leita náttstaðar á
afskektum bóndabæ. Báöar
sögurnar eru kunnáttusamlega
skrifaðar og i þeim má kenna
ýmis einkenni, sem siðar komu
fram hjá þessum snjalla höfundi,
eins og t.d. I The Confessions og
Joseph Baisz.
The Rape of Tamar kom út 1970
og var oröin full þörf að fá hana
aftur á markaðinn. Höfundurinn
segir söguna af nauögun Tamars
úr Gamla Testamentinu i nútima-
legri gerö. Þessi skáldsaga er
meðal þeirrra beztu sem Dan
Jacobson hefur skrifaö. Það er
eftirtektarvert að margar beztu
skáldsögur sem skrifaðar eru nú
á dögum, eru skrifaðar af höf-
undum frá þeim rikjum og
löndum, þar sem barist er upp á
líf og dauða, bæði i eiginlegri og
óeiginlegri markingu: Rússlandi,
Suður-Afriku og Suður-Ameriku,
meðan menningarseiði mark-
aðsamfélaganna mörg hver
snudda i kring um vissa parta
eigin likama full af sjálfsupp-
hafningu, þekkingarleysi, sjálfs-
ánægju og heimslu.