Þjóðviljinn - 13.08.1980, Side 13

Þjóðviljinn - 13.08.1980, Side 13
Miðvikudagur 13. ágúst 1980 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 13 erlendar bækur Science and Society. Hilary Rose and Stephen Rose. Advisory Editor: Gerald Leach. Penguin Books 1977. Bók þessi kom i fyrstu íit 1969 og hefur oft veriö endurprentuö. Hún vakti töluveröa athygli strax. Þaft fer ekki á milli mála aö vald visindamanna er mikiö, þótt þeim sé oftar en ekki beitt fyrirvagneinhvers rikisvaldseöa einhverra hagsmunahópa, sem ráöa feröinni. Höfundarnir rekja hér sögu visindarannsókna, vixl- áhrif rlkisvalds og visinda á sam- félagið og framleiösluhættina allt fram á okkar daga. Siöan fjalla höfundarnir um hvernig visinda- leg þekking er nýtt og hvort hún beinist aö þvi aö bæta mannlifið á jöröinni og milda viöskipti rikj- anna. Höfundarnir komast aö þeirri niöurstööu aö rannsóknun- um sé ekki beinlinis stjtírnaö af neinum, heldur reki ein upp- fundning aöra og þekkingarinnar sé leitaö vegna þekkingarinnar, minnsta kosti oft á tlöum. Þetta er fróöleg bók um þessi efni og fordómaleysi viröist vera eitt ein- kenni höfundanna. The Sociological Imagination. C. Wright Mills. Penguin Books 1979. Wright Mills var meðal kunn- ustu höfunda i Bandarikjunum, fyrir skrif sin um félagsfræði og efni sem snertu þá grein. White Collar, The Power Élite og þessi bók voru og eru mjög mikiö lesn- ar þar og vlðar. Mills gagnrýndi margt i bandarlsku og nútima samfélagi, en bandarisk áhrif á nútimasamfélög eru meiri heldur en menn gera sér almennt ljóst. Bandariskir lifshættir eru stældir um allan heim, einkum þó af lág og millistéttum sem er ekki aö undra, þvi aö þaö voru einmitt þær stéttir sem mótuöu banda- riskt samfélag I upphafi.! þessari bók er borinn fram fjöldi ráðlegg- inga um hvernig félagsfræöi veröi best stunduö og komi nemandan- um og samfélaginu aö sem mestu gagni. Höfundur útlistar skoöanir sinar og útskýrir mjög svo ná- kvæmlega, einnig merkingar þeirra oröa sem hann notar, og gerir þaö I ekki fáum oröum. Mörgum þykir bók þessi góö. Artists on Art From the 14th to the 20th Century. Complied and edited by Robert Goldwater and Marco Treves. John Murray 1978. Ekki er til stafur skrifaður um listir eftir marga merkustu list- málara sem uppi hafa veriö, svo sem Rembrandt, Turner, E1 Greco, Giorgione, Giotto ofl. Útgefendurnir hafa reynt aö binda sig viö þau skrif lista- manna, sem eru af persónulegra tagi, sleppt þessvegna skrifum , þeirra um efni, sem ekki snertu listina, svo sem bréfum varöandi sölu á listaverkum, eins og frá Rubens og Titian eöa hugmynd- um, ritgeröum og skáldskap, eins og hjá Blake og Piero della Francesca. Ævisögur eöa minn- ingar eru aö mestu látnar lönd og leiö, t.d. Cellini, nema hvaö smá- vegis póstar eru teknir meö, sem snerta handverk eöa list viökom- andi* sama gildir um Vasari. Þaö mun vera staöreynd aö ymsum öörum hentar betur aö rita um listir heldur en listamönnunum sjálfum, enda er starf þeirra ekki fólgiö i þvi. Útgefendur birta myndir af viðkomandi listamönn- um, þegar gjörlegt er. Þetta er sýnisbók og fylgja upplýsingar um frekari lesningu. The Foundations An Anatomy of Philanthropic Societies. Ben Whitaker. Penguin Books 1979. Menningar og styrktarstofnan- ir eru fjölmargar I heiminum, þegar allt ertalið, munu þær vera um 26 þúsund I Bandarikjunum einum. Stofnanir þessar eru auö- vitaö viöar, t.d. bætast viö um 2000 árlega á Bretlandseyjum. Stofnanirnarhaf a yfir miklu fé aö ráöa ogveita fé til styrktar þörf- um verkefnum, eöa eiga aö gera þaö samkvæmt tilgangi stofnend- anna. Höfundurinn fjallar um starfssviö þeirra og framkvæmd þeirra verkefna, sem þeim er ætl- aö aö rækja og kemst aö þeirri niöurstööuaö talsverös misræmis gæti oft á tiöum milli yfirlýstrar ætlunar og framkvæmdar og svo sé ekki óalgengt aö þaö skrifara- og starfsmannager sem sumar þeirra hafa á sinum snærum, neyti aöstööu sinnar sér og sér tengdum hagsmunaaöilum til framdráttar. Mies van der Rohe Philip C. Johnson. Secker & Warburg 1979. Mies vander Rohe var lengi vel minnst þekktur þeirra arkitekta sem hæst hefur borið á 20. öld. Þaö varö ekki fyrr en meö þessu kynningarriti, sem kom fyrst út 1947 og er nú endurprentaö eftir annarri útgáfu frá 1953, aö menn tóku aö gera sér ljósa þýöingu hans fyrir nútima byggingarlist. Bókin var gefin út i fyrstu sem kynningarrit vegna sýningar á verkum hans og uppdráttum i Museum of Modern Art I nóvember 1947. Mies van der Rohe starfaöi á teiknistofu Behrens, en þar störf- uöu m.a. Walter Gropius, sem siöar var frumkvööullinn aö Bauhaus i Weimar og Le Corbusier. Mies van der Rohe teiknaöi ekki aöeins byggingar, hann geröi einnig uppdrætti og lét fullvinna húsgögn, sem mötuöu nútima húsgagnagerö. Bók þessi gefurgóöa hugmynd um f jölhæfni þessa listamanns, bæöi textinn og svo myndir og uppdrættir. Meöal frægra bygginga hans eru Barcelona Pavillionin og Tugendhat-húsiöí talsvert af byggingum, sem hann teiknaöi eyöilagöist i Berlin á strlösárun- um. Trillubátur í hættu við Siglunes Piltur og stúlka i trillubát á leiö frá Dalvik til Siglufjaröar lentu I fyrradag I sjávarháska viö Siglu- nes. Fóru þau of nærri landi þar Siminn er 81333 UOBMUWr sem er svo kölluö Hella, kletta- ranier gengur úr fjalli fram I sjó, og gaf á bátinn svo aö drapst á vélinni, aö þvl er lögreglan á Siglufiröi tjáöi blaðinu. En I bátn- um var talstöö og gat pariö þvl kallaö á hjálp. Fór Stefán Einars- son, bóndi og útgerðarmaður á Reyöará, til móts viö þau á hraö- bát og dró trillubátinn i höfn. Hellan ver Siglufjöröinn nokkuö fyrir haföldunni, en getur sem fyrr er aö vikiö veriö viösjárverö skipum ef þau vara sig ekki á klettunum þarna neöansjávar. Þannig strandaöi þarna eitt sinn á slldarárunum norskt gæsluskip, er fylgdi norska sildveiöiflot- anum. dþ- FERÐAHOPAR Eyjaflug' vekur athygli feröahópa, á sérlega hag- kvæmum fargjöldum milli lands og Eyja. Leitið uppíýsinga i simum 98-1534 eöa 1464. t/G 'EYJAFLUG Göngum ávallt vinstra megin á móti akandi umferð.. & SKIPAU1G4BB RIKISINS Ms. Coaster Emmy fer frá Reykjavik þriöjudag- inn 19. þ.m. vestur um land til Húsavikur og tekur vörur á eftirtaldar hafnir: Patreksfjörö, (Tálknafjörð og Bfldudal um Patreks- fjörö), Þingeyri, Isafjörö, (Flateyri, Súgandafjörö og Bolungarvik um Isafjörö), Akureyri, Húsavlk, Siglu- fjörö og Sauöárkrók. Vöru- móttaka alla virka daga til 18. þ.m. Ms. Esja fer frá Reykjavík fimmtu- daginn 21. þ.m. austur um land i hringferö og tekur vör- ur á eftirtaldar hafnir: Vest- mannaeyjar, Hornafjörð, Djúpavog, Breiödalsvik, Stöövarfjörö, Fáskrúösfjörö, Reyöarfjörö, Eskifjörö, Nes- kaupstað, Mjóafjörö, Seyöis- fjörö, Borgarfjörö-eystri, Vopnafjörö, Bakkafjörö, Þórshöfn, Raufarhöfn, Húsavik og Akureyri. Vörumóttaka alla virka daga til 20. þ.m. Pspulagrtir Nylagnir. breyting- ar, hitáveitutengin^- Simi 36929 (milli kt. 12 og 1 og eftir kl. 7 á kvöldin) Blikkiöjan Ásgarði 7/ Garðabæ önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð Nei takk ... ég er ábílnum SIMI53468 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið i Kópavogi Sumarferð Alþýðubandalagsins i Kópavogi verður að Veiðivötnum og i Jökulheima 23. og 24. ágúst n.k.. Upplýsingar i simum 40384 og 42462. Þriöja kvöldganga ABR veröur n.k. föstudagskvöld 8. ágúst kl. 20. Gengiö veröur aö Tröllafossi. Nánar auglýst i blaöinu á morgun. Stjórnin TOMMI OG BOMMI Bless mýs ég flyt. © METR0-G0LDWYN-MAVER INC FOLDA ' Hvers, vegna? _/ 7 j Þegar maður^ •I /vtf r+Ai* kar*f Hvers 3 vegna? _y f/ Annars getur Hvers , vegna? y Heimurinn ' Hvers Eins og I árs og þt orðinn kröfu i__x ._i p

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.