Þjóðviljinn - 26.08.1980, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 26. ágúst 1980
Gierek — vinsældir hans kunna að vera orðnar takmarkaðar heima Pólskt verkafólk mótmælir hækkandi matvöruverði — sparnaðaráætiun stjórnarinnar hafði I för með
fyrir, en hann á sér hauka ihorniIKremlog vestrænum bönkum. sér versnandi lifskjör.
Gierek á sér hauka í
horni í austri og vestri
En efnahagsvandrœðin gera Pólland háðara bœði Sovétríkjunum og vestrœnum bönkum
Enda þótt verkföllin i Póllandi
hafi að verulegu leyti snúist upp I
baráttu fyrir frjálsum verkalýðs-
félögum og lýðræði yfirleitt, þá
voru það kjara- og efnahagsmál,
sem hleyptu skriðunni af stað.
Carrington lávarður, utanríkis-
ráðherra Breta, sagði fyrir
skömmu að ólgan f Póllandi sýndi
það helst aö Austur-Evrópuríkj-
um hefði ekki fremur en Vestur-
löndum tekist aö verjast áföllum
af völdum yfirstandandi kreppu f
efnahagsmálum.
1970 knúöu verkföll og blóöugar
óeirðir þáverandi leiðtoga flokks
og rikis i Póllandi, Gomulka, til
að þoka úr sessi, og viö tók Ed-
ward Gierek. I stjómartiö hans
hefurýmsu miðaö fram á við. Að
sögn leiðarahöfundar sænska
blaðsins Dagens Nyheter, sem vel
fylgist með gangi mála I grann-
landinu sunnan Eystrasalts, hafa
rauntekjur á mann hækkað að
meöaltali um 50% s.l. tiu ár.
Fjárfestingar hafa veriö tiltölu-
lega miklar. En til þess að standa
undir miklum fjárfestingum og
bættum lifskjörum tóku Pól-
verjar há lán erlendis, bæði i
austri og vestri. Afborganir og
vextir á lánunum erlendis eru nú
oröin sligandi byrði á þjóöarbú-
skapnum og vandræðin jukust um
allan helming þegar kreppan fór
að sækja landið heim.
Stórskuldugir við útlönd
Babiuch forsætisráöherra, sem
tók við þvi embætti I febrúar (og
hefur nú neyðst til þess að láta af
embætti) hófst handa um fram-
kvæmd viötækrar sparnaöaráætl-
unar, og mun þar I stórum drátt-
um hafa verið um að ræða hlið-
stæðar ráðstafanir og rikisstjórn-
ir á Vesturlöndum gripu til gagn-
vart kreppunni. Meðal ráðstafana
Babiuchs var sú að hætta eða
draga stórlega úr niðurgreiöslum
á nauðsynjavörum sem vitaskuld
þýddi verðhækkanir og þar af
leiðandi versnandi lffskjör al-
mennings. Það var einmittj slik
verðhækkun á kjötvörum sem
hleypti verkföllunum af staö.
Greinahöfundur danska blaös-
ins Information um efnahagsmál
heldur þvi fram, að Gierek sé
þegar búinn að slá botninn úr
sparnaðaráætlun forsætisráö-
herra sins með þvi aö heita
verkamönnum verulegum launa-
hækkunum og að draga úr
kreppuráöstöfunum yfirleitt. Það
muni þýða vaxandi eftiahags-
vandræöi og þörf á meiri lánum.
Það sé svo liklegt til þess að
draga enn frekar úr sjálfsforræði
Póllands ekki einungis gagnvart
Sovétrikjunum, heldur og vest-
rænum lánardrottnum, einkum
vesturþýskum. Bæöi Sovétmenn
og vestrænu lánardrottnarnir
hafa, að sögn greinarhöfundar-
ins, krafist þess að fá að hafa
aukiö eftirlit meö pólska þjóðar-
búskapnum og fjárreiðunum þá
sérstaklega, og vegna brýnnar
þarfar fyrir ný lán hafa Pólverjar
séð sig tilneydda aö ganga aö
þeim kröfum. Að sögn
Information skulda þeir
nú Sovétrikjunum um 10 r
miljarða dollara og
Kröfur verkamanna
vestrænum lánardrottnum um 20
miljarða.
Ný stórlán —
eftirlit lánardrottna
Aföll af völdum náttúrunnar,
sem Pólland hefur orðið fyrir á
þessu ári, höföu þegar að tals-
verðu leyti dregið úr trausti
lánardrottnanna til þeirra áöur
en til verkfallanna kom. Regn,
þurrkar og flóð eyðilögðu að
miklu leyti uppskeruna i 22 af 49
héruöum landsins, og talið er að
þriðjungur uppskeru þessa árs
hafi glatast.
Um þessar mundir er Pólland að
taka ný stórlán, sem samkvæmt
framanskráöu þýöa að lánar-
drottnarnir fá i auknum mæli
hönd I bagga með efnahagsstjórn
þess. Sovéska stjórnin kvað til
dæmis nýverið hafa yfirfært til
Pólverja lán að upphæð einn milj-
arð dollara, sem hiin upphaflega
hafði ætlaö Tékkóslóvaki'u. Þessa
dagana voru og 25 vesturþýskir
bankar, meöhinn voiduga Dresd-
ner Bank i broddi fylkingar, að
veita Póllandi um 675 miljóna
dollara lán. Um þetta leyti stóð
einnig til að pólska efnahagslifiö
fengi 325 miljón dollara sprautu
frá samsteypu bandariskra,
breskra og japanskra banka, og
erBank of America þar fremstur
i flokki.
Hækkaðir vextir
Vegna þess, hve Pólland þykir
orðið vafasamur skuldunautur,
kröfðust hinir vestrænu lánar-
drottnar talsvert hærri vaxta-
greiðslna af þessum siöustu lán-
um en vanalegt er. Það þyngir
enn það sligandi farg, sem af-
borganir og vextir af lánum er-
lendis er orðið efnahagslifi lands-
ins. Að sögn bandari'ska blaösins
Business Week fer allt það, sem
Pólverjarnú fá inn af vestrænum
gjaldeyri, I þessa afborgana- og
vaxtahit.
Pólland er annað mesta kolaút-
flutningsland heims (næst á eftir
Bandarikjunum), og þaö er fyrst
og fremstfyrir kolin, sem þaðfær
sinn harða, vestræna gjaldeyri.
En möguleikarnir á að fá meira
af þeim gjaldeyri út á kolin eru
takmarkaöir. Aukinn kolaútflutn-
ingur vestur á bóginn gæti haft i
för með sér verölækkun á kol-
unum. Þar að auki telur greinar-
höfundur Information liklegt, aö
Sovétrikin muni að launum fyrir
riflega lánveitingar krefjast
stærri hlutar af pólsku kolunum,
með þeim afleiöingum að minna
yrði eftir til að seljavestur. fyrir
haröan gjaldeyri.
„Nauðsyn að hafa
Gierek við völd”
Það styrkir að visu stórlega
stöðu stjórnar Giereks gagnvart
stórlöxum I austri og
vestri að bæöi austur og
vestur vilja fyrir
hvern mun
í Gdansk
Hafnarborgin Gdansk
(Danzig) við Eystrasalt hefur
undanfarið verið brennidepill
verkfallanna i Póllandi og kveð-
ur þar mest að verkamönnum i
skipasmiðastöðvunum, en þar
er um að ræða eina af mikilvæg-
ustu iðngreinum landsins.
Helstu kröfur verkfallsmanna
eru þessar, samkvæmt lista
sem Nefndin til félagslegrar
sjálfsvarnar (KOR) kom til AP-
fréttastofunnar:
Sfma- og telexsambandiö við
Gdansk-svæðiö verði opnað að
nýju. (Yfirvöld hafa látið rjúfa
þessi fjarskiptasambönd við
svæðið.)
Tryggöur veröi verkfalls-
réttur og öryggi allra verka-
manna.
Tryggt verði tjáningarfrelsi i
hverskonar formi og ritskoðun
lögð niður.
Allir pólitiskir fangar verði
látnir lausir.
Farið verði eftir samþykkt
Vinnumálastofnunar Samein-
uöu þjóöanna (ILO), en sam-
kvæmt henni skal réttur
tryggður til aö mynda frjáls
verkalýðsfélög.
Allir trúarbragöahópar skulu
hafa aðgang að fjölmiðlum.
Stjórnir fyrirtækja skulu
hætta að blanda sér I innan-
félagsmál verkalýösfélaga.
Raunhæfar aögerðir skulu
hafnar til þess að leysa vand-
ræðin I efnahagsmálum. 1 fyrsta
lagi skal upplýsa almenning um
ástandið i efnahags- og félags-
málum. I öðru lagi skal gera öll-
um stéttum hins pólska þjóð-
félags mögulegt að ræða áætlun
til urnbóta.
Lagðar skulu niður allar
verslanir, sem eingöngu eru
ætlaðar iögreglumönnum og
flokksstarfsmönnum.
Hætt skal að selja fyrsta
flokks kjöt aðeins i sérversl-
unum og á háu verði.
Engin höft skulu vera á vöru-
framboði á innanlandsmarkað.
Aðeins umframframleiðsla skal
flutt út.
Kjötskömmtun skal innleidd
til að koma reglu á markaðinn.
Almennar launahækkanir um
2000 zloty að meðaltali til að
vega upp á móti veröhækk-
unum.
Allir verkfallsmenn fái orlof
greitt.
Ef frekari veröhækkanir eiga
sér stað skulu launahækkanir
tryggðar til mótvægis eða
gengið fellt.
Útvarp, sjónvarp og blöð
skulu birta fréttir af verkföll-
unum.
Pólsk stjórnarvöld hafa þegar
heitið verkamönnum lýðræðis-
legum og leynilegum kosning-
um i verkalýösfélögum og geng-
verja hann falli. Rússar hafa
fyrir sitt leyti varla völ á ööru
eins og sakir standa en að styðja
Gierek? þótt einhverjum öðrum
úr forustu rikisflokksins yrði
skákað á toppinn, myndi það lik-
lega engu breyta og jafnvel auka
ennelda óánægjunnar. Og Hubert
Gabrisch, vesturþýskur hagfræð-
ingur sem starfar við Hagfræði-
rannsóknarstofnun Hamborgar,
segir það „hreint og beint nauð-
synlegt, að halda Gierek kyrrum
við völd.”
Það er sem sé þannig að ekki
einungis Sovétrikin, heldur og
Vesturlönd — eða að minnsta
kosti Vestur-Evrópa — vilja
mestanpart óbreytt ástand i Pól-
landi. Vestrænu bankamir eru
hræddir um aö tapa peningunum,
er þeir hafa lánaö Pólverjum ef
niðurstaða verkfallanna yrði
bylting eða sovésk Ihlutun. Rikis-
stjórnir Vestur-Evrópu eru lika
hræddar um, að slikir atburðir
myndu hafa stórspillandi áhrif á
öll samskipti við Sovétrikin og
Austur-Evrópulönd og auka
styrjaidarhættu. Þetta er um-
fram allt afstaða Vestur-Þýska-
lands, sem ásamt með þvi að vera
aöalmáttarstólpi Nató i Evrópu
hefur af mikilli elju byggt upp
viðtækt net viðskipta og annarra
sambanda austur á bóginn.
Vestur-Þjóöverjar eiga mikil-
vægra hagsmuna, bæði á stjórn-
mála- og efnahagssviðinu, að
gæta i þvisambandi, og lita óhýru
auga alla þá atburöi, er gætu
stefnt þeim hagsmunum i ein-
hverja hættu. dþ.
ið þannig miklu lengra til móts
við verkfallsmenn en áður og
lengra en flestir höfðu búist við.
Auk þess hefur nokkrum ráð-
herrum verið vikið frá, þar á
meðal Babiuch forsætisráö-
herra. Babiuch var þó einn
þeirra f hópi æðstu manna, sem
sagðir voru viljugastir til að
ganga til móts við verkamenn,
en hann mun hafa goldið þess að
verðhækkanirnar á kjötvörum,
sem hleyptu verkfallaöldunni af
stað, voru liður I efnahagsráð-
stöfunum er hann stóö fyrir.
Nokkrar lfkur munu taldar á þvi
að verkfallsmenn sætti sig við
eftirgjafir stjórnvalda og snúi
aftur til vinnu.