Þjóðviljinn - 26.08.1980, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 26.08.1980, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 26. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 íþróttir 17] íþróttir ® íþróttír m m H Umsjón: Ingólfur Hannesson. V * -■* ■ j Strákarnír i j Leicester j sýndu klærnar Óvæntustu úrslitin i ensku knattspyrnunni s.l. laugar- dag voru án efa sigur stráka- liðs Leicester gegn Eng- landsmeisturum Liverpool, 2-0. Peak og Henderson skor- uðu mörkin. Úrslit leikja 11. og 2. deild urðu eftirfarandi: 1. deild Birmingham-Man. Utd.. .0:0 Coventry-Arsenal.........3:1 C. Palace.-Middlesb......5:2 Everton-Nott.F...........0:0 Leicester-Liverpool......2:0 Man. City.-Villa.........2:2 Norwich-Leeds............2:3 Stoke-Ipswich............2:2 Sunderl.-Southampton ... 1:2 Tottenham-Brighton.......2:2 WBA-Volves...............1:1 2. deild Bolton-Newcastle.......4:0 Bristol C .-Br istol R.0:0 Cambridge-Watford....3:1 Grimsby-Wrexham........1:0 Luton-Derby ...........1:2 Notts C .-Sheff Wed....2:0 Oldham-Cardiff.........2:0 Orient-Blackburn.......1:1 Preston-West Ham ......0:0 QPR-Swansea............0:0 Shrewsbury-Chelsea...2:2 Staðan i þessum deildum er þannig: 1. deild Tottenham...........3 8:5 5 Southampton.........3 5:2 5 Ipswich.............3 5:2 5 AstonVilla..........3 5:3 5 Sunderland..........3 8:3 4 Man.Utd.............3 3:1 3 Birmingham..........3 4:3 3 Liverpool...........3 3:2 3 Coventry............3 4:4 3 Brighton ...........3 4:4 3 Wolves...............32:33 N.Forest............3 2:3 3 Arsenal.............3 3:4 3 Norwich.............3 7:5 2 Middlesb............3 5:5 2 Leicester...........3 2:2 2 C.Palace............3 8:9 2 WBA.................3 1:2 2 Leeds...............3 4:7 2 Stoke...............3 3:7 2 Man.City ...........3 2:8 1 2. deild Notts. C............3 5:2 5 Orient..............3 5:2 4 Blackburn...........3 4:2 5 Oldham..............3 3:1 4 Grimsby.............3 2:1 4 Luton ..............3 4:3 4 Derby...............3 5:6 4 Cambridge...........3 6:4 4 Bolton..............3 5:2 3 QPR ................3 4:1 3 Swansea ............3 3:3.3 Preston ............3 1:1 3 Sheff.Wd............3 2:2 3 BristolC ...........3 3:3 3 Chelsea ............3 6:7 2 Shrewsbury..........3 4:5 2 WestHam.............3 2:3 2 Watford.............3 3:5 2 BristolR............3 1:5 2 Newcastle...........3 1:7 1 Wrexham ............2 2:3 1 Cardiff.............2 1:4 0 Pétur Ormslev skorar fyrsta mark Fram i leiknum gegn Vikingi. Myndir: — eik — Framarar á fleygíferð Þeir sigruðu Víking 3:0 og eru þar með komnir í annað sæti 1. deildar Framarar ætla sýnilega litið að gefa eftir i kapp- hlaupinu um íslandsmeistaratitilinni knattspymu. A sunnudaginn léku þeir gegn Vikingi, en bæði liðin voru með 18 stigfyrir leikinn, í 2.-3. sæti. Fram sigraði 3-0, en heldur var sá sigur stór eftir gangi leiksins. Hvað um það, Fram er i öðru sæti 1. deild- ar. A 4. min leiksins voru Framar- ar komnir meö forystu. Diðrik hálfvarði skot Guðmundar Steins, boltinn barst til Péturs, sem kom honum rétta leið f Vlkingsmarkið, 1—0 (sjá mynd). Eftir markið fóru Vikingarnir aö ná undirtök- unum hægt og bitandi og um mið- bik fyrri hálfleiks gerðu þeir sannkallaða stórskotahrið að Frammarkinu. A 22. mln skaut Jóhannes rétt framhjá. Mínutu slöar foröaði Marteinn marki. Hann var ekki eins vel með á nót- unum á 27. mln þegar hann „kiksaði” og Lárus komst I gegn. Fumið á Lárusi var helst tii mikið og Guðmundi tókst að verja. A 33. min komst Helgi I gott færi, en skot hans var varið. Boltinn hrökk út I teiginn og aftur tókst Vikingum að skjóta á markið, en i þetta sinn fór knötturinn framhjá. A 35. mln fékk Fram sitt fyrsta færi I leiknum, ef markið er und- anskilið, þegar Guömundur Steinson reyndi hjólhestaspyrnu, en knötturinn fór rétt framhjá stönginni, utanverðri. Eftir rólega byrjun I seinni hálfleik, skoruðu Framarar sitt annað mark. Guðmundur Torfaj- son reyndi skot úr þröngu færi. Knötturinn snerti varnarmann og það var nóg til þess að Diðrik markvörður missti hann undir sig, 2-0. Strax á næstu min komust Heimir og Lárus innfyrir Fram- vörnina, en skot Heimis fór I hlið- arnetið. Þarna áttu Vikingarnir að skora. A 66. mln vildu margir meina að Trausti hefði handleikið boltann innan vltateigs, en dóm- arinn var á ööru máli og lét leik- inn halda áfram. Framararnir brunuðu upp, Guðmundur Steins lék á Róbert, renndi boltanum á nafna sinn Torfason, sem skoraöi örugglega, 3-0. Þar með má segja að leikurinn væri búinn, Viking- arnir sættu sig loks við tapið. Vikingar léku fyrri hálfleikinn mjög vel og náðu einatt fallegum sóknarlotum. Hins vegar misstu þeir nokkuð taktinn I seinni hálf- leiknum og þvl fór sem fór. Reyndar verður ekki annað sagt en óheppnin hafi elt þá á röndum allan leikinn og þegar lukkudis- irnar eru knattspyrnuliði ekki hliðhollar er ekki á góðu von. Jóhannes og Lárus voru bestu menn Víkingsliösins og eins voru sprækir Þórður, Heimir og Helgi. Aðalsmerki Framaranna I þessum leik, eins og fyrr i sumar, var ódrepandi seigla. Þeir gefast aldrei upp og leika alltaf á sama „tempóinu”. Guömundur, markvörður, Pétur, Guðmundur Torfason og Gunnar voru mjög hressir I leikn- um og skópu öörum fremur sigur Fram. — IngH KR-ingar sóttu, Skagamenn skoruðu Hagstæð úrslit hjá Suðumesialiðunum 1- O J aIU n m X I,ma t A in /\«lr m i«ma \/\t*\f\Ktnt Orslitakeppni 3. deildar i knatt- spyrnu hófst um helgina, en leikið er i 2 riðlum, heima og heiman. I Sandgeröi léku heimamenn gegn Einherjum frá Vopnafirði. Reynismenn féllu niður úr 2. deild I fyrrasumar, en Einherjarnir hafa verið með eitt sterkasta liöið 13. deildinni undanfarin ár og var þvi búist við jöfnum leik. Það fór ekki svo, þvl Reynir sótti linnu- lltið allan fyrri hálfleikinn og skoraöi þá Omar Björnsson, 1-0 fyrir Reyni. í seinni hálfleiknum jafnaðist leikurinn, en markatölunni varö ekki hnikað. Grindvikingar brugðu sér upp I Borgarnes og léku þar við Skalla- grlm á laugardaginn. Að sögn Gunnars Valverssonar, þjálfara Skallagrlmsmanna, var leikurinn jafn allan tlmann og góð mark- tækifæri á báða bóga. Þrátt fyrir það tókst hvorugu liöinu að skora mark, 0-0. IngH Það er ekkiofsögum sagt að alit geti skeð iknattspyrnu. A laugar- daginn léku KR og ÍA á Laugar- dalsvellinum og eftir nær látlausa sókn ailan leikinn máttu KR-ing- arnir bita f það súra epli að tapa 0-3!! Þar með er ljóst að fallbar- átta biður KR næstu vikurnar, en Skagamenn læðast nú i humátt á eftir toppliðunum. Eftir rólega byrjun komst Guð- björn upp að endamörkum á 7. min og gaf fyrir. Inni I miöjum vítateignum stóð Sigþór, óvaldað-' ur, og hann skallaöi knöttinn i bláhornið, 1-0. KR-ingarnir sóttu verulega I sig veðrið eftir markið og Birgir skaut rétt framhjá eftir góða sóknarlotu. A 14. min negldi Sæbjörn rétt framhjá ÍA-markinu eftir fyrirgjöf Jóns. A 17. mlh kom fyrir fremur „skrautlegt” atvik. Veifað var rangstöðu á Guðbjörn, en dómarinn lét leikinn fialda á- fram og boltinn barst til Stefáns, markvarðar KR. Hann hélt að rangstaðan hefði verið dæmd og rúllaði knettinum út fyrir fætur Guðbjörns. Hann snéri sér við og brunaði I átt að KR-markinu. Stefán sá þann kost vænstan að fella Guðbjörn. Vltaspyrna. Sig- þór skoraði af öryggi úr spyrn- unni, 2-0. Vesturbæingarnir gáf- ust ekki upp við mótlætið. Þvert á móti, þeir tviefldust og fóru að sækja aö Skagamarkinu af djöful- móð. Jón skaut I stöng á 20. mln og skömmu seinna varði Bjarni fallega skot hans. Afram hélt stórsókn KR. A 26. min varði Bjarni kollspyrnu Barkar með miklum tilþrifum og skömmu seinna skaut Elias framhjá eftir að hann var kominn inn fyrir vörn 1A. A 40. min var Bjarni enn vel á verði þegar hann varði hörkuskot Jóns úr aukaspyrnu. Strax á fyrstu min seiijni hálf- leiks komst Sæbjörn I dauöafæri, en honum tókst að hnoða knettin- um framhjá. A 49. min varði Bjarni laglega skalla frá Jóniog á sömu mln klúðraði Arni góðu færi hinum megin á vellinum. Eftir þetta dofnaði nokkuð yfir leiknum og það kom þvi eins og þruma úr heiösklru lofti þegar Skagamenn bættu við sinu þriðja marki á 65. min. Arni tók innkast og kastaði alveg inn að KR-markinu. Þar var mættur Sigurður Halldórsson og honum tókst að hnoða boltan- um I netið, 3-0. Siðasta góða færi leiksins féll I skaut Erlings, KR-ings, en skoti hans var bjarg- að á marklínu. Bjarni markvörður Sigurðsson var hetja Skagamanna I þessum leik, hann var sá þröskuldur sem KR-ingarnir gátu ekki yfirstigið. Útispilararnir voru jafnir að getu, tóku rispur, en hurfu þess á milli. Eins og svo oft áður i sumar var höfuðverkur KR-liðsins skortur á grimmd I sókninni. Það er ekki nóg að skapa sér góð færi, það verður að skora mörk til þess að sigra. Börkur, Elias, Birgir og Jón áttu allir mjög góðan leik aö þessu sinni. — IngH Trausti var löglegur Um siðustu helgi dæmdi Hér- aðsdómstóll ÍBH I hinu svokall- aða „Traustamáli”, sem snýst um það hvort Framarinn Trausti Haraldsson hafi veriö ólöglegur með liði sinu i undanúrslitaleik bikarkeppninnar gegn FH. úr- skurður dómstólsins var á þann veg að Trausti hafi verið löglegur og úrslit leiksins (Fram sigraði 1- 0) standi. Forsagan er sú aö Trausti var dæmdur I eins leiks bann af Aga- nefnd, en deilurnar stóðu um það hvort búið hafi verið að tilkynna Frömurunum þau úrslit meö til- skyldum 48 stunda fyrirvara. Aganefndarmenn sögðu að svo hafi veriö, en Framarar lögöu fram skeyti frá nefndinni, sem timasett var tæpum 48 stundum áöur en leikur FH og Fram hófst. Sennilegt má teljast að FH-ing- ar áfrýji úrskuröi Héraðsdóm- stólsinstilDómstóls KSI og er þvi enn óljóst hvort úrslitaleikurinn geti fariöfram nk. sunnudag eins og ætlunin er. —IngH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.