Þjóðviljinn - 26.08.1980, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 26.08.1980, Blaðsíða 16
DWDVUJINN Þriðjudagur 26. ágúst 1980 Aftalsírii Þjóftviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til föstudaga. 1 tan þoss tima er hægt aft ná f blaftamenn og aftra starfsmenn blaftsins iT þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósm vndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aft ná í afgreiftslu blaftsins isima 81663. Biaftaprent hefur síma 81348 og eru blaftamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Afgreiðsla '81663 Reknetaveiðarnar byrjaðar Enginn veidi enn Reknetaveiöar hófust í gær og munu þær standa til 20 nóv. n.k. 62bátar hafa leyfi til veiðanna, en leyföur hámarksafii er 18 þús tonn. 1 fyrrahaust var leyfilegur hámarksafli 15 þús. tonn en I reynd var þá landað rúml. 19 þús. tonnum af reknetasild. 6 reknetabátar frá Höfn i Hornafirði héldu til veiöa i fyrri nótt en ennþá hefur enginn þeirra -fengið sild. Hermann Hansson kaupfélags- stjóri á Höfn sagði i samtali við Þjóðviljann i gær aö allir heima- bátarnir um 20 talsins sem verða á reknetaveiðum myndu leggja upp hjá söltunarstöð Kaupfélags- ins auk þess sem svipaður fjöldi aðkomubáta mun leggja upp hjá söltunarstööinni Stemmu á Höfn. „Þessir sex bátar sem farnir eru út hafa ekkert fengiö ennþá, en einn þeirra Gissur hviti fór norður fyrir og ætlar að leyta fyr- ir sér I Skjálfandaflóa fyrst um sinn.” Að sögn Hermanns munu um 90 manns vinna við söltunina og um 40 við sildarfrystingu hjá Kaupfé- Framhald á bls. 13 Efnahags- ráðunautur Þórður Friðjónsson hagfræð ingur hefur verið ráðinn efna hagsráöunautur forsætisráöu neytisins, Þóröur mun taka ti starfa um miðjan október. Þóröur hefur verið deildarstjóri hag deildar Félags isl. iönrekenda Mikil fundahöld í Grundarfirði vegna skólastjóramálsins Deilan á viökvæmu stígi Kennarar við grunnskólann i Grundarfirði voru i gær á stöðug- um fundum bæöi einir sér og eins meö skólastjóra grunnskóians Erni Forberg, til aö finna sátta- leiöir i skólastjóradeilunni sem staðið hefur nú um nokkurt skeið. Ljóst er að skólamál á staðnum verða með mikilli óvissu I vetur ef ekki finnst lausn á deilunni. Að- eins vika er þangað til reglulegt skólastarf á að hefjast. A fjölmennum fúndi sem hald- inn var i Grundarfiröi I fyrra- kvöld meö foreldrum nemenda grunnskólans, hreppsnefnd Eyr- arhrepps sem var fundarboðandi, skólanefnd grunnskólans, kenn- urum viðskólann á siðasta skóla- ári og skólastjóranum Erni For- berg, var samþykkt tillaga með miklum meirihluta atkvæða þar sem lagt var til við deiluaðila að þeir leituðu sátta svo reglulegt skólahald gæti hafist á réttum tima. „Ef sættir takast ekki þá óski skólastjórinn eftir þvi við menntamáiaráðuneytið aö hann verði fluttur til i starfi.” Kennarar á Grundarfiröi sem Þjóðviljinn hafði samband við i gær vöröust allra frétta af gangi mála, þarsem máliö væri á mjög viðkvæmu stigi. Um 200 nemendur eiga að öllu jöfnu að stunda nám við grunn- skólann i Grundarfirði i vetur, en foreldrar unglinga I elstu árgöng- um skólans hafa sótt um skóla- pláss fyrir börn sfn i skóla I ná- grenninu og viðar um iand. annars manns: Ræningmn ófundinn Tók út 2,5 milljón kr. húsnæðislán Bankaræninginn sem sl. föstu- dag tók i nafni annars manns út húsnæðismálastjórnarlán að upp- hæð 2,5 miljónir kr. i Landsbanka islands útibúinu að Laugavegi 77 gengur enn laus. Hallvarður Einvarðsson rann- sóknarlögreglustjóri rikisins sagöi i samtali viö Þjóðviljann i gær að ekkert nýtt hefði komið fram i málinu, en varðist annars frekari frétta af þessu máli. Aðspurður hvort ábendingar frá starfsfólk bankans heföu beint rannsókn málsins inná einhverja ákveöna braut, sagöi Hallvaröur að ábendingarnar hefðu ekki ver- ið þess eðlis aö þær skýrðu frekar út hver þarna hafi verið að verki. Forsaga málsins er sú aö hinn rétti lántakandi fékk þau svör hjá bankanum sl. fimmtudag aö lán það sem hann átti von á yröi til- búið til afgreiðslu daginn eftir. Þegar hann kom i bankann sið- degis á föstudeginum, hafði ann- ar maður hringt í bankann spurst fyrir um þetta sama lán og komiö stuttu siöar og tekið lánið út, að upphæð 2,5 miljónir kr. Hefur rannsóknarlögreglann unniö að miklu kappi yfir alla helgina við að upplýsa þetta mál, en litið miöað enn sem komiö er. 17 þúsund um helgina 17 þúsund manns komu á Heimilissýninguna 1980 um helgina. Þar var þröngt á þingi og mikil þröng í Tívolíinu sem þykir mikil nýbreytnj, [afnt hjá full- orðnum sem börnum, en talsvert dýrt sport og óvægið við pyngju barnaf jölskyldna. Nánar segir frá sýning- unni á síðu 2. j Nýja skipulagið stangast á við ýrásögn forstjóra Flugleiða Störfin voru ekki felld niður I Verkefni markaös- og stjórnunarsvids aukin, en framkvæmdastjóri innanlandsflugs ; lækkadur í tign IMönnum hefur gengið mis- jafnlega að átta sig á þeim ■ breytingum sem geröar voru á Itoppnum hjá Flugleiðum hf. nú i byrjun ágústmánaðar, þegar tveir af reyndustu yfirmönnum ■ félagsins, framkvæmdastjórar Istjórnunarsviðs og markaðs- sviðs voru látnir fjúka, og fram- kvæmdastjóri innanlandsflugs- Íins lækkaður i tign. 1 fljótu bragði virtist hér um ■ einföldun á flóknu stjórnkerfi aö Iræða, forstjórinn sagði i blaða- viðtölum aö nauðsyniegt væri aö minnka yfirbygginguna eins og ■ aöra þætti og verkefni þessara Iþriggja sviða, stjórnunarsviös, markaðssviös og innanlands- flugs yröu felld undir önnur svið • i starfi félagsins. Orörétt sagði Siguröur Helga- son að þeir Jón Júliusson og Martin Petersen heföu ákveðiö að segja störfum sinum lausum ,,i kjölfar þess að ákveðiö var að fella niður ákveðin sérstarfssvið og fela þau undir önnur svið, þ.e. stjórnunarsvið, markaös- málin og innanlandsflugið..” Þá sagði Sigurður aö „eftir- leiðis myndu markaösmálin heyra beint undir hann sjálfan en stjórnunarsviðið myndi skiptast i þrennt, falla undir fjármálasviðiö sem Björn Theo- dórsson veitir forstöðu, flug- rekstrarsviðið sem Leifur Magnússon veitir forstööu og svo hótel- og bilaleigurekstur- inn, sem Erling Aspelund veitir forstöðu”. (Mbl. 2. ágúst s.l.). Af þessu má ráða aö störf þeirra Jóns Júliussonar og Martin Petersens yrðu lögð niður en þvi er ekki að heilsa heldur hafa aörir menn tekiö við þeim og verkefni sviöanna fremur verið aukin en hitt. Stjórnunarsviö starfar áfram undir forstööu Erlings Aspelund og hefur nú einnig með hótel- og bilaleigu að gera auk starfsmannahalds og skrifstofustjórnar sem áður var. Kynningadeildin og lög- fræðideildin hafa aftur verið teknar undan stjórnunarsviði. Markaössviðið starfar lika áfram meö auknum verkefnum undir forstöðu Björns Theodórs- sonar og hefur hann auk fyrri verkefna sviðsins einnig meö innanlandsflug og kynningar- deildina að gera. í ljósi þessa virðast yfir- lýsingar forstjórans frá byrjun mánaðarins litt marktækar. Sveinn Sæmundsson, blaöafull- trúi Flugleiða gaf okkur i gær eftirfarandi upplýsingar um stöðuna á toppnum fyrir og eftir þessar breytingar: ^ 25. júlí 1980 STJÓRNUNARSVIÐ: Jón Júlíusson frkvstj. — kynningardeild — lögfræöideild FJÁRMALASVIÐ: Björn Theodórsson frkvstj. MARKAÐSSVIÐ: Martin Petersen frkvstj. FLUGREKSTRARSVIÐ: Leifur Magnússon f rkvstj. INNANLANDSFLUG: Einar Helgason frkvstj. HÓTEL- OG BILA- LEIGA: Erling Aspelund frkvstj. 25. ágúst 80: STJÓRNUNARSVIÐ: Erling Aspelund frkvstj. — Hótel- og bílaleiga FJARMALASVIÐ: Sigurður Helgason yngri frkvstj. ! MARKAÐSSVIÐ: Björn Theodórsson frkvstj. — kynningardeild — innanlandsflug FLUGREKSTRÁRSVIÐ: Leifur Magnússon frkv- I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.