Þjóðviljinn - 27.08.1980, Síða 1
Miðvikudagur 27. ágúst —193. tbl. 45. árg
Flugleiðauppsagnirnar:
PJODVUMN
Skýrist á morgun
30 flugfreyjur hætta 1. október
Á morgun mun for-
ystumönnum hinna
ýmsu starfshópa Flug-
leiða væntanlega verða
tilkynnt hvernig að boð-
uðum uppsögnum
verður staðið og vilja
menn eðlilega litið tjá
sig um stöðuna fyrr en
svo verður. Flugfreyjur
Forstjórinn erlendis
Sigurður Helgason,
forstjóri Flugleiða fór út
til Bandaríkjanna s.l.
sunnudag í viðskiptaer-
indum og er hann ekki
væntanlegur aftur fyrr
en 5. september n.k. en
fyrir þann tima verða
400 starfsmenn fyrir-
tækisins búnir að fá upp-
Erni 0. Johnson, stjórnarfor-
manni i gær til aö fá frekari upp-
lýsingar um viöræður félagsins
viðLuxemborgarmenn i tilefni af
frétt Dagblaösins um þær í gær.
Þar segir Ólafur Jóhannesson,
utanrikisráðherra að hann telji
koma til greina að ræða við
Luxemborgarmenn án þátttöku
Framhald á bls. 13
funduðu i gærkvöldi og
voru uppsagnirnar aðal-
umræðuefnið.
Jófriöur Björnsdóttir formaður
Flugfreyjufélagsins sagöi að
fundurinn hefði verið ákveðinn
áður en fréttist af fyrirhuguðum
uppsögnum og þó ekkert væri
vitað um hvernig þær myndu
koma niður yrðu þær áreiðanlega
aðalefni fundarins.
Um 150 flugfreyjur starfa nU
hjá Flugleiðum en 30þeirra hefur
þegar verið sagt upp og hætta þær
störfum 1. október n.k. Flug-
freyjur eru meö sameiginlegan
starfsaldurslista og er búist viö
að uppsagnir hjá þeim fari eftir
honum, þannig að þær sem styst
hafa unniö hjá fyrirtækinu vlki
fyrir þeim sem lengri starfsaldur
hafa.
— AI
Flugleiðamenn bíða nú eftir þvi aö linur skýrist og ljóst veröi hvernig
boöaöar uppsagnir koma niöur á einstökum starfsmannahópum og ein-
staklingum. Sjá viðtai við einn stjórnarmanna Loftleiðaflugmanna á
bakslðu.
Ljósm.—gel.
Skammtímasjónarmið ráða í skipainnflutningi
sagnarbréf i hendur ef
að likum lætur.
Þykir mörgum þetta furöulega
valinn tlmi til ferðalaga og funda-
halda þvi I þessari viku verður
gengið frá vetraráætlun félagsins
og þvi hverjir það eru sem fá
reisupassann. Sveinn Sæmunds-
son, blaðafulltrúi fyrirtækisins
sagði I gær að viðskiptaferðir
væru venjulega ákveðnar löngu
fyrirfram, þetta væri hluti af
vinnu forstjórans ekki siöur en
annað, og hefði timasetningin
ekkert með fyrirhugaðar upp-
sagnirað gera.
Blaðainaður Þjóðviljans reyndi
einnig árangurslaust að ná tali af
Engin
yaxta-
hækkun
1. sept.
Hefði orðið 5%
að óbreyttu
Ríkisstjórnin samþykkti
á fundi sinum í gær að
hefja viðræður við Seðla-
bankann um framkvæmd
þeirrar lánskjarastefnu
sem í gildi hefur verið. Var
jafnframt ákveðið að
vaxtakjör haldist óbreytt
frá því sem nú er þar til
annað verður ákveðið, en
ef fylgt hefði verið þeim
reglum sem í gildi eru,
hefðu vextir átt að hækka
um 5% 1. september n.k.
Rikisstjórnin mun byggja
ákvörðun sina á áformum um
endurskoöun laganna um stjórn
efnahagsmála. Hefur Þjóðviljinn
fregnað að m.a. komi þar til álita
að breyta kjörum afuröalána at-
vinnuveganna, einkum gengis-
bundinna lána útflutningsat-
vinnugreina með það fyrir augum
að létta gengistryggðri lánabyrði
af frystiiðnaöinum.
— ekh
Samvinna um smíði 10
skutskipa innanlands
Eðlileg stefnumið að endurnýjun fiskiskipastólsins fari fram að mestu innanlands
I síðasta mánuði lagði
iðnaðarráðherra til i ríkis-
stjórn að gerð yrði áætlun
um smíði allt að 10 skut-
skipa, 200-300 lestir að
stærð, innanlands á næstu 5
árum. Gert var ráð fyrir
að þáttur í þessari áætlun
yrði úttekt á þörf fyrir
hráefnisöflun á einstökum
stöðum á landinu, efling
sjóða til kaupa á gömlum
og úreltum fiskiskipum, og
úttekt á endurnýjun og
þörf f iskiskipaf lotans.
Rikisstjórnin hefur falið
iðnaðar- og sjávarútvegs-
ráðuneyti að undirbúa um-
rædda áætlun á næstu vik-
um þannig að taka megi
ákvörðun um aðgerðir, þar
á meðal fjármögnunar-
þáttinn.
Miklar umræöur hafa
oröið aö undanförnu um innflutn-
ing á skipum og verkefnaskort
innlendra skipasmiöastööva.
Hjörleifur Guttormsson iönaöar-
ráðherra sagði I samtali við blað-
iö I tilefni af þessum umræðum að
verulega hefði skort á það að
mótuð væri stefna til lengri tima
um viðhald og endurnýjun fiski-
skipastóls okkar. Ekki lægi
heldur fyrir að hve miklu leyti ls-
lendingar ætluðu sér að leysa þau
verkefni hér innanlands. „Ég tel
það raunar eðlilegt stefnumið að
leysa þessi verkefni að mestu
leyti I landinu sjálfu og gera um
leiö átak til að ná niður kostnaði
og bæta aðstöðu skipasmiðaiðn-
aöar okkar. Hann á I samkeppni
við niðurgreiddan skipasmiðaiðn-
að viða erlendis, og sá innflutn-
ingur togara sem orðið hefur á
undanförnum árum skapast öðru
fremur af þvi að skammtimaviö-
horf hafa ráðið og skipasmiöa-
stöðvar okkar hafa ekki haft tæki-
færi til þess aö undirbúa verkefni
til lengri tima og sýna raunveru-
lega getu sina.”
Hjörleifur sagði að með þetta i
huga hefði hann taliö nauðsynlegt
að stjórnvöld mörkuðu langtima-
stefnu i málefnum skipasmiöa-
iðnaðarins og haft yrði samráð
við samtök útgeröarmanna i þvi
sambandi. Sér virtist einkum
brýnt að sjá fyrir eðlilegri endur-
Loðnuveiðar Norðmanna við Jan Mayen:
Tóku 118 þús lestir
„Við höfum fengið loka-
tölur frá Norðmönnum
vegna loðnuveiðanna við
Jan Mayen fyrr í þessum
mánuði og samkvæmt
þeim hafa þeir tekið sam-
tais um 118 þús. tonn, og
hafa þvi farið nokkuð
nærri heimiluðum há-
marksafla sem var 112,500
tonn", sagði Þórður As-
geirsson skrifstofustjóri í
sjávarútvegsráðuneytinu i
samtali við Þjóðviljann i
gær.
A fyrsta fundi Islensk-norsk
fiskveiðinefndarinnar s.l. vor var
ákveðin hámarksloðnuafli á Jan-
Mayensvæöinu en eins og kunn-
ugt er fá Norömenn samkvæmt
Jan-Mayensamkomulaginu að
veiða 15% heildarloðnuaflans.
-lg-
nýjun bátaflotans og smiði skipa
er hentað gætu litlum útgeröar-
stööum þar sem vinnsluaðstaða
er til staöar en venjulegir togarar
I venjulegum skilningi væru of
stórtækir til hráefnisöflunar.
Jafnframt þyrfti aö gera út-
geröaraðilum kleift að losna við
gömul og úrelt fiskiskip þannig að
ekki yrði um óeölilega stækkun
flotans aö ræöa, eða hann yröi
úreltur.
Iðnaðarráðherra kvað aldurs-
lagasjóð fiskiskipa vera alltof
veikan og honum þyrfti að
tryggja örugga tekjustofna til
þess aö hann gæti sinnt hlutverki
sinu. I tillögu sinni væri gert ráð
fyrir samvinnu skipasmiðastöðva
um smiði 10 skutskipa á næstu
fimm árum, og hann væri sann-
færöur um að ná mætti niður
kostnaði I slikri samvinnu, hag-
ræðingu, byggingu viðlegukanta
viö stöðvarnar, og bættu vinnu-
skipulagi. Væri unnið eftir svip-
aðri teikningu mætti og lækka til-
kostnað miðaö við „skraddara-
saumuð’ skip.
Samkvæmt áætlunartillögunni
er gert ráð fyrir að viö hönnun
skipanna verði viö þaö miöað, að
þau henti til fjölþættra veiða með
sem minnstum tilkostnaöi m.a. i
orkunotkun, og geti hagnýtt fiski-
stofna sem næst heimahöfn. Ættu
þau að geta hentað 300-400 manna
byggöarlögum sem liggja vel viö
miðum. Þá er og tekið miö af
samstarfsverkefni sem nú er i
gangi undir forystu Sambands
dráttarbrauta og skipasmiðja um
hönnun fiskiskipa, en i þvi eru
m.a. þátttakendur 12 skipasmiða-
stöövar.
Ekki nein breyting
Segir blaðafulltrúi ASÍ
Mikil óánægja rikti i gær innan
samninganefndar ASI með þær
tillögur sem vinnuveitendur lögðu
fram um nýja skipan launa-
flokka. Fulltrúar VSI kölluðu
þessar tillögur sinar umræðu-
grundvöll, en fulltrúar Alþýöu-
sambandsins voru sammála um
að tillögurnar væru þess eðlis að
alls ekki væri hægt aö lita á þær
sem neinn umræöugrundvöll i við-
ræöum þessara aðila. Vegna
þeirrar erfiðu stöðu sem nú er
komin upp I samningaviðræðun-
um hyggst sáttanefnd ræða við
fulltrúa ASI og VSl i sitt hvoru
lagi i dag, en engar beinar við-
ræöur verða milli þessara aöila.
„Það er ljóst að tillögur VSI eru
þess eölis að þær fela ekki I sér
neina breytingu i grundvallar-
atriðum frá fyrri tillögum
þeirra”, sagði Haukur Már
Haraldsson blaðafulltrúi ASI I
samtali við Þjóðviljann i gær.
„Viö urðum fyrir verulegum von-
brigöum i dag þvl viö álitum að
tillögur þeirra myndu taka eitt-
hvert mið af þeirri umræðu sem
farið hefur fram milli þessara
aðila siðustu daga. Reyndin er
hins vegar sú að þrátt fyrir við-
ræðurnar þá hafa vinnuveitendur
ekki breytt afstöðu sinni að neinu
leyti i grundvallaratriðum.”
Sáttanefnd heldur I dag fund
með hverju landssambandi fyrir
sig innan ASI og I kvöld mun
sáttanefnd svo halda fund með
vinnuveitendum. 1 dag verða þvi
engar viðræður milli ASI og VSI.
Búist er við þvi að sáttanefnd
leggi nú hart aö VSI að koma með
nýjar tillögur svo samningaviö-
ræðurnar fari ekki alveg út um
þúfur. —þm