Þjóðviljinn - 27.08.1980, Page 2

Þjóðviljinn - 27.08.1980, Page 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 27. ágúst 1980 Fer í Vatnsveituhúsið Vegna mikillar aösóknar hefur veriö ákveöiö aö fram- lengja listsýningu Ninu Gautadóttur aö Kjarvalsstöö- um fram á sunnudagskvöldiö n.k., 31. ágdst. Sýningin er op- in daglega kl. 14-22. Myndin sem Nina stendur þarna viö hefur nii veriö keypt af Reykjavfkurborg og mun eiga aö skreyta hina umdeildu nýbyggingu Vatnsveitunnar. Flest verkanna á sýningunni eru þegar seld. r Teikningar Arna Finnbogasonar Arni Finnbogason opnar á morgun teiknimyndasýningu aö Hallveigarstööum viö Tún- götu 14. Þetta er sjötta sýning Arna hér I Reykjavik, hefur hann sýnt þrisvar áöur á Hall- veigarstööum. Myndirnar eru flestar frá Vestmannaeyjum og segja sina sögu frá gamla timanum. Einnig eru nokkrar myndir frá Færeyjum og Grænlandi og frá nokkrum kaupstööum á landinu, nokkuö er af mannamyndum og and- litsmyndum. Sýningin veröur opin dag- lega frá kl. 2-10 og stendur til 3. sept. Isiensku frimerkin meö skáphurö og sessuboröi „Nytjalist fyrri alda” „Nytjalist fyrri alda” er sameiginlegt myndefni svo- kallaöra Noröurlandafri- merkja sem póststjórnir land- anna gefa Ut9. september n.k. Myndefni islensku frímerkj- anna eru fengin úr Þjóöminja- safni íslands. Annaö þeirra er aö verögildi 150 krónur og sýnir útskorna og málaöa skáphurö frá 18. öld, en hitt er aö verögildi 180 krónur, og sýnir blómstursaumaö sessu- borö merkt ártalinu 1856 og upphafsstöfunum S.B.D. Frimerki hinna Noröurland- anna eru aö verögildi 1,30 og 1,80 danskar krónur, 1,10 og 1,30 finnsk mörk, 1,25 og 1,80 norskar krónur og 1,50 og 2 sænskar krónur. Pantanir á islensku fri- merkjunum og fyrstadagsum- slögum er hægt aö gera hjá Frlmerkjasölunni á Klappar- stíg 26 i Reykjavik, en frá hin- um löndunum er hægt aö panta frá söluskrifstofum viö- komandi póstyfirvalda. Til aö auövelda pantanir og af- greiöslu á fyrstadagsumslög- um og frimerkjum allra fimm landanna hefur auk þess veriö ákveöiö aö afgreiöa frá Kaup- mannahöfn tvenns konar pantanir, annars vegar 5 fyrstadagsumslög og hins vegar 10 óstimpluö frimerki og fer afgreiösla fram hjá: „Postens Filatelis Særkontor, Rádhuspladsen 59, 1550 K/tbenhavn V. Póstgirónúmer 316 19 19. Verö fyrir 5 fyrstadagsum- slög er dkr. 21 og fyrir 10 óstimpluö merki dkr. 19.25, en pantanir þurfa aö berast sem fyrst, minnir Póst- og sima- málastofnunin á i fréttatil- kynningu. Stuðmenn endurútgefnir Tvær plötur hljómsveitar- innar Stuömenn, „Sumar á Sýrlandi’’ og „Tivoli”, sem hafa veriö ófáanlegar i nokkur ár, hafa nú veriö endurútgefn- ar saman i albúmi, 5 árum eftir útkomu þeirrar fyrri, en báöar vöktu mikla athygli og uröu vinsælar á sinum tlma. Stuömenn þóttu um margt timamótahljómsveit i islensk- um dægurlagaheimi, ekki sist fyrir léttleik og húmor auk þess sem þeir áttu sinn þátt i að hefja islenska textagerö til vegs á ný eftir aö enskan haföi veriö nær alls ráöandi i is- lenskum popplögum um langt skeiö. Skuröur og endurpressun platnanna fór fram hjá CBS i Hollandi, Ernst Backmann sá um hönnun umslags, Korpus um filmuvinnu, Oddi hf. prentaöi og Steinar hf. er út- gefandinn. Plöturnar tvær seljast saman i albúmi á veröi einnar plötu. Afleiðingar öskufallsins: Saudtjárslátrun strax á Króknum? Svo kann aö fara aö sauðfjár- slátrun hefjist hjá Kaupfélagi Skagfiröinga á Sauðárkróki nú fyrir eöa um næstu mánaðamót. Veldur þvl öskufalliö frá Heklu. Veruleg aska féll á sumar af- réttir Skagfiröinga: Eyvindar- staöaheiöi austanveröa, Hofsaf- rétt og Silfrastaðaafrétt. Hafa þær nú veriö smalaöar og fé rekiö I heimahaga. Þaö leysir þó ekki vanda allra þvi talsvert öskufall varö og á heimalönd jaröa i Vesturdal, Svartárdal, Austurdal og á Kjálka. Fari svo, aö rann- sókn á fluormagni i nýjustu sýn- um af þessum slóöum reynist yfir hættumörkum og ekki veröi unnt að fá beitiland fýrir féð annars staöar er allt eins liklegt aö slátr- un á dilkum af þessum svæöum hefjist nú ööru hvoru megin við helgina, sagöi Þorkell Guö- brandsson, fulltrúi hjá Kaupfé- lagi Skagfirðinga. Bændur á öskujöröunum höfðu fund meö sér i gærkvöldi og var ætlunin aötaka þar ákvöröun um hvaö gert skyldi. Vel má svo vera, aö Blöndhliö- ingar, sem nú hafa fengið allt sitt féheim en búa sumir hverjir viö landþrengsli, vilji byrja slátrun fyrr en venja hefur verið, sagöi Þorkell Guöbrandsson. Arni Jóhannsson, kaupfélags- stjóri á Blönduósi, bjóst ekki viö aösauöfjárslátrun þar hæfist fyrr en um miðjan sept. Hann sagöi aö ekki mundi búiö aö smala Ey- vindarstaöaheiöi vestan til en mikið af fénu væri komiö niður. Niöurstööur rannsókna á ösku- sýnum framan úr Dölunum heföu enn ekki borist. En viö byrjum aö slátra stórgripum nú eftir helgina og veröum þá tilbúnir I sauöfjár- slátrun ef á þarf aö halda, sagöi Árni Jóhannsson. Viö höföum einnig samband viö Kaupfélag Eyfiröinga á Akureyri og Kaupfélag Þingeyinga á Húsa- vik. Hjá hvorugu þeirra byrjar slátrun fyrr en venjulega. —mhg Engar óskir um að hraða slátrun segir Vigfús Tómasson hjá Sláturfélagi Suðurlands — Engar óskir hafa komiö frá bændum til okkar um aö hefja sauðfjárslátrun fyrr en venja er og áttum viö þó hálfvegis von á þvi, sagði Vigfús Tómasson hjá Sláturfélagi Suðurlands okkur I gær. Þrátt fyrir öskufall sýnast sunnlenskir bændur þaö vel settir meö féö i heimahögum aö þeir telji ekki ástæöu til aö byrja slátr- un strax. Tíö er líka góö og dilkar eiga eftir aö bæta viö sig. „En viö gerum ráö fyrir aö geta byrjað svona 12.-15. sept.” sagöi Vigfús Tómasson. Vigfús sagöi aö þeir Siáturfé- lagsmenn væru nú „aö pira út siö- asta kjötinu en ég er hræddur um aö það veröi þrotiö um næstu mánaöamót”. —mhg EIGIN MYND A BOLINN? Básinn meö myndheilanum er meöal þeirra vinsælustu á sýn- ingunni Heimilið ’80 i Laugar- dalshöll, en þar geta sýningar- gestir fengiö sína eigin mynd tekna og þrykkta á dagatal, bóm- ullarbol, tösku, plakat eöa hvað sem vera skal. Hér sjást þau hjón, Tómas Arnason viöskipta- ráöherra og Þóra Kristin Eiriks- dóttir, nota tækifæriö. Ljósm. Ella. Fyrirlestrarfundur á HótelEsju Tækniþróun og nýsköpun í iðnaði á Norðurlöndum A morgun veröur haldinn á Hótel Esju fyrirlestrarfundur um tækniþróun og nýsköpun i iðnaöi á Noröurlöndum. A dagskrá fundarins sem hefstkl. 14. er m.a. ávarp iönaðarráöherra og eftir- talin erindi: Tækniþekking og samkeppnishæfni Sviþjóöar, Reynslan af aöstoö viö iönþróun á landsbyggöinni, Nordisk industri- fund —samnorræn stofnun til iðn- þróunar og Hlutverk Nordforsk I aöstoö viö nýsköpun og framfarir i efnahagslffi. Fundurinn er haldinn á vegum Rannsóknarráös, Norræna iön- þróunarog tækniþróunarsjóösins, og Nordforsk (samstarfsstofnun norrænna rannsóknarráöa), en siöastnefndu stofnanirnar halda ársfundi sina hér á landi þessa aö tilkynnt veröi um þátttöku I dagana. Ollum er heimil þátttaka sima 21320. á fundinum, en óskaö er,eftir þvi —ekh Leiðtogar grísk-ortódoxu kirkjunnar þinga hérlendis Um tuttugu leiötogar grlsk- ortódoxu kirkjunnar koma til ís- lands i byrjun september tii fundahalda og mun hópurinn þinga I Skálholti. Hér er um aö ræöa nefnd sem undirbýr guöfræöilegar viöræöur viö lútersku kiikjuna og er hún skipuð leiötogum kirkjunnar i Moskvu, Jerúsalem, Búlgariu, Kýpur, Finnlandi, Grikklandi, Rúmenlu, Tékköslóvakiu og Ser- biu auk fulltrúa frá aöalstöövum kirkjunnar i Genf. Nefndin heldur fundi I Skálholti aöra vikuna i september, en sunnudaginn 7. sept. verður messa sungin I Reykjavik og er Islendingum boöiö aö veröa viö þá athöfn, en nánar verbur skýrt frá staö og stundu siöar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.