Þjóðviljinn - 27.08.1980, Side 3

Þjóðviljinn - 27.08.1980, Side 3
Miðvikudagur 27. ágúst 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Fyrir hreyfihamlaða: 48. þús. króna upp- bót vegna bifreiöar Um mánaðamótin siðustu gekk i gildi ný reglugerð um uppbót á elli- og örorkulifeyri og örorku- styrk vegna rekstrar bifreiða hreyfihamlaðra. Nemur uppbótin 48 þús. kr. eingreiðslu fyrir yfir- standandi ár og skal vera hin sama handa öllum þeim sem hennar njóta. Lifeyristryggingadeild Tryggingastofnunar rikisins sér um framkvæmd reglugerðar- innar og þarf aö senda umsókn til skrifstofunnar i Reykjavik eða umboðsmanns úti á landi. í fréttatilkynningu bendir Tryggingastofnunin á, að með „hreyfihömlun” er átt við líkam- lega hreyfihömlun, þ.á.m. blindu og til að geta notiö uppbótarinnar þarf viðkomandi eða maki að vera skráður eigandi ökutækis. Umsókninni skulu fylgja: Vott- orð lögreglustjóra um eignarhald bifreiðar, Upplýsingar um öku- mann, aki umsækjandi ekki sjálfur. Númer á ökuskirteini umsækjanda eða annars öku- manns. Ljósrit af skattframtali 1980. Læknisvottorð um hreyfi- hömlun umsækjanda, ef hann á ekki gilt örorkumat. Það verður sjónarsviptir að þessu fallega húsiog starfseminni sem þar hefur þrifist en flestir munu þó sammála um aðbetra séað flytja húsiðen brjóta það. Ljósm.—eik. Suðurgata 7 flutt Borgarráð ákvað i gær að taka tilboði frá eigendum Suðurgötu 7 og flytja húsið i Árbæjarsafn og má búast við að það verði gert með haustinu. S.l. vetur óskuðu eigendurnir eftir leyfi til þess að rifa húsið sem er mjög illa farið, þar sem ekki borgaði sig að gera það upp á þessari dýru bygg- Safnið ríkara meö þessu húsi segir borgar- minjavörður sem gjarnan vill fá galleríið með „Suðurgata 7 er eitt af þeim fáu húsum sem fengur er að fyrir Ar- bæjarsafn og safnið verður rikara með þessu húsi”, sagði Nanna Hermanson, borgarminjavörður. „Ég á erfitt með aö gera grein fyrir því I stuttu máli hvers vegna maður telur eitt hús vera safna- mat en annað ekki. Suðurgata 7 er að stofni til yfir 140 ára gamalt hús en siðan var byggt við það tvisvar eins og algengt var. Frá 1884 hefur þvi litið sem ekki verið breytt og virðist t.d. vera óskemmt eldstæði I elsta hlut- anum sem er frá 1833. í Arbæjar- safni er ekkert hús af þessu tagi og það mun falla vel inn i um- hverfið hér.” „Sjálfsagt munu menn sakna hússins úr miðbænum,” sagði Nanna ennfremur, „og best væri að fá galleriið með. Ég vildi óska að fólki fyndist Arbæjarsafn ekki það langt útúr að það kæmi meira hingað og kannski galleri myndi ýta á eftir þvi. Til þess að hægt sé að búa þægilega i húsinu þarf að gera á þvi ansi miklar breytingar Hér má sjá hvernig gangstéttin var lögð upp á útveggi hússins en góifhæð þess er mun neðar. Áður fyrr var gengið tvær tröppur upp I húsið en siðan Suðurgötunni var lyft seytlar allt vatn inn i undir- stööurnar og grunninn. Ljósm.-eik. og lyfta þvi og endurbæta. Mér finnst illa að þvi búið þar sem það stendur enda búið að byggja mikið og hátt i kringum það og hækkun Suðurgötunnar skemmdi það á sinum tima. Ég get ekki hugsað mér annan stað fyrir það i miðbænum, fyrst það þarf að vikja og endurtek að ég vil gjarnan sjá það hér i Arbæjar- safni,” sagði Nanna að lokum. —AI Hvaö verður um galleríið? Flestir forsvarsmennirnir í sumarfríi t nokkur ár hefur i Suðurgötu 7 verið rekiðsamnefnt gallerf og þó starfsemin hafi látið litiö yfir sér er hún mikilvægur hlekkur i lista- lifi borgarinnar. Um 1S manna hópur rekur galleri Suðurgötu 7, ensem stendur eru margir þeirra erlendis og vildu aörir sem minnst tjá sig um ákvörðun borgarráðs þess vegna þegar Þjóðviljinn leitaði til þeirra i gær. Hópurinn kemur væntanlega saman um mánaðamótin og verður þá haldinn fundur um máliö. Galleri Suðurgata 7 hefur verið einn helsti tengiliður Islands við nýjar stefnur i myndlist hinum megin við pollinn og nú sýnir þar t.d. pólskur listamaður. Sýningar innlendra og erlendra listamanna undanfarin ár skipta tugum en auk þess heldur hópurinn út tima- ritinu „Svart á hvitu”, hefur haldið tónleika og leiklistarnám- skeið. Hefur starfsemin þrifist vel i gamla húsinu en aðstöðuna fékk á sinum tima hópurinn vegna fjölskyldutengsla við eigendur. — AI ingarlóð sem þeir hyggjast nýta. Niðurrif þótti hins vegar ekki koma til greina, enda er hér um 140 ára gamla byggingu að ræða, „hreinan safnamat” eins og sagt er. Flestir hafa i umsögnum til borgarráðs tekið Undir að húsið ætti að vera áfram á sfnum stað en allir umsagnaraöilar eru sam- mála um að ef það þurfi að vikja eigi það heima f Arbæjarsafni en ekki á nýrri lóð i borginni. í umsögn Nönnu Hermannson, borgarminjavarðar er saga húss- ins rakin, en það er byggt i þrennu lagi. Fyrsta hlutann ein- lyft bindishús reisti Teitur járn- smiöur Finnbogason 1833 og var þetta fyrsta húsið við Suðurgötu. Lóðin náði niður að Tjörninni. Björn Hjaltested, nemandi Teits i járnsmiðinni, keypti af Teiti um 1860 og byggði áfast við húsið tvi- lyft hús og 1884 byggði hann hæö ofan á eldra húsið. Fékk húsið þá það útlit sem það enn hefur. Allir eru byggingahlutarnir gerðir úr bindingi, múruðum meö múrsteini, klætt borðum, fyrst borðaþaki en slðar járnþaki. Sið- an 1884 hafa mjög litlar breyt- ingar veriö gerðar á húsinu, gluggum hefur ekki verið breytt og hurðir og annað tréverk er sumt mjög gamalt. Margt i hús- inu er ákaflega fornlegt og má m.a. nefna upprunalegt eldstæði óskemmt. Húsið er mjög illa farið og mikill fúi i grind og undirstöðum. tltveggir hafa sigið og gólf hallast viða. Eru þetta afleiðingar þess að Suðurgatan var hækkuð en gangstétt er nú ofan við gólfhæð hússins. A sjöunda áratugnum var áhugi fyrir þvi aö flytja húsið i Arbæjarsafn og i húsakönnun Harðar Ágústssonar og Þorsteins Gunnarssonar 1967-1970 var lagt til að svo yrði gert. Er húsinu ætl- aður staöur i skipulagi safn- svæðisins sem Þorsteinn Gunnarsson gerði 1972 en ekki þótti gerlegt að flytja það á þeim tima. Fyrir nokkrum árum var sem kunnugt er grafið eftir fornleifum i næsta nágrenni hússins, á lóð- unum við Suðurgötu 3 og 5 og bendir Þór Magnússon þjóð- minjavörður á i umsögn sinni til umhverfismálaráðs að fara verði með mikilli gát viö bygginga- framkvæmdir á þessum stað. Komi i ljós að hinar fornu mann- virkjaleifar nái þangað telur hann einsýnt að rannsaka verði þær á hinn nákvæmasta hátt áður en grafið er fyrir grunni nýs húss. —A1 Nýtt Suðurnesjablað: Víkurfréttir Nýtt blað hefur hafið göngu sina á Suðumesj- um, „Víkurfréttir” og kemur einsog nafnið bendir til út í Keflavík, en mun ætlað að taka að einhverju leyti við af Suðurnesjatíðindum, sem lögð voru niður snemma sumars. Útgefandi blaðsins er Vasaút- gáfan, ritstjóri og ábyrgðar- maður Sigurjón Vikarsson og blaðamenn Steingrlmur Lillien- dahl og Elias Jóhannsson, en þeir Sigurjón og Steingrimur störfuðu áður við Suðurnesjatiöindi. Tilganginn með útgáfu blaðsins segja þeir félagar vera tilraun til að gefa Ut frétta- og þjónustublað og stendur blaðið apið öllum, sem eitthvaö liggur á hjarta. Það mun koma út hálfsmánaðarlega fyrst um sinn, en stefnt er að útgáfu vikublaðs, efni verður að mestu frá Keflavik og Njarðvik, en sam- eiginleg hagsmunamál Suöur- nesjamanna fá sitt rými. Fyrsta tölublaðið er 12 siður að stærö, I hálfs dagblaðsbroti, upp- lag er 2000 eintök og blaðinu verður fyrst um sinn dreift ókeypis og liggur frammi i sölu- búðum. A Iþýðuleikhúsið: Nýr fram- kvæmda- stjóri Nú mun afráðiö að Ingunn As- disardóttir taki við stöðu fram- kvæmdastjóra Alþýðuleikhússins i haust. Jón Júliusson hefur gegnt þessari stöðu að undanförnu en sagði henni upp. Ingunn er frá Egilsstöðum og hefur lagt stund á bókmenntir við Háskóla tslands. Leikhússtjórar Alþýðuleikhússins eru þeir Lárus Ýmir Óskarsson og Ólafur Haukur Simonarson. Fyrir ritvélar, reiknivélar, fjarrita, rafreikna og bókhaidsvélar ARMOR LETURBORÐAR tJr silki — nyloni __ bómull — einnig isofilm með fullum lit, endist þvi miklu lengur. Þess vegna mjög hagstæðir Til dæmis fyrir IBM-vélar, Ricimac, Omic, Canon, Facit, Addo X, Olivetti, Precisa. Látið okkur gera yður tilboð Athugið að við höfum „Lift-off” ieturborða fyrir 8mm ritvélar og filmuborða fyrir din 13mm ritvélar. AGNAR K. HREINSSON HF. umboðs og heildverslun _________________________Hafnarhúsið, slmi 16382. Pósthólf 654, 121 R.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.