Þjóðviljinn - 27.08.1980, Page 4

Þjóðviljinn - 27.08.1980, Page 4
4 SIÐA— ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 27. ágúst 1980 MOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóðfrelsis Utgefandi: Útgáfufélag ÞjóÖviljans Framkvœmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan Olafsson Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir. • Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaós: Þórunn SigurÖardóttir Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Afgreiöslustjóri: Valþór HlöÖversson Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Om Stefánsson, Guöjón Friöriks- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir: Þorsteinn Magnússon. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Safnvöröur:Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: SigríÖur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa :Guörún GuÖvarÖardóttir. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bára Siguröardóttir. Simavarsla: ólöf Halldórsdóttir, Sigrlöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún BárÖardóttir. Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. útkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Sföumúla 6, Reykjavfk, slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaþrent hf. Óhreinn slæðingur á ferð #Það er óneitanlega dálítið skrítið að lesa stjórnmála- skritin í málgagni Framsóknarflokksins síðustu daq- ana. Það er eins og sumir á þeim bæ haldi enn að besta ráðiðvið vandamálum efnahagslífsins, verðbólgunni og erf iðleikum f rystihúsanna sé þetta gamla að borga bara ekki verðbætur á laun verkafólksins í landinu, hvað sem líður verðlagshækkunum. #Og eitthvað hefur formaður Framsóknarflokksins verið að ympra á slíkum hlutum hér og þar um landið við mikinn fögnuð ýmsra f jölmiðla. • Það er best að segja það hreint út hér að f rekari skerð- ing á verðbótum á almenn laun kemur ekki til greina. I núverandi ríkisstjórn er ekki hugsanlegt neitt samkomu- lag um lögboðer rifti ákvæðum kjarasamninga samtaka almenns launafólks í þessum efnum. í fyrsta lagi mun Alþýðubandalagið ekki samþykkja neittslíkt. f öðru lagi er þörf á að rif ja upp yfirlýsingu sem Gunnar Thorodd- sen, forsætisráðherra gaf hér í Þjóðviljanum á föstu- daginn var/ á þessa leið: #„Ákvæði um útreikninga visitölu eru bæði í samning- um og í lögum. Núverandi ríkisstjórn mun ekki breyta þeim ákvæðum, nema að undangengnu samráði við sam- tök launamanna”. #Ollum er kunnugt að þann 1. september n.k. eiga laun almennt að hækka um 8,5% vegna nýrrar verðbóta- greiðslu. Um þetta segir í forystugrein Tímans í gær: „Þessi kauphækkun 1. september er ekkert annað en öfugmæli og allir vita það. Hún er nákvæmlega sama vitleysan og viðgengist hefur hér um árabil". # Skoðum þessi orð. Málgagn Framsóknarf lokksins tal- ar um öfugmæli og vitleysu af því verkafólk á að fá greiddar samningsbundnar verðbætur á launin um næstu mánaðarmót. Auðvitað verða slíkar verðbótagreiðslur ekki til þess að hækka kaupmátt launa frá því sem um var samið í kjarasamningum, en verðbæturnar eru eina trygging almenns launafólks í landinu gegn verðbólg- unni. Án verðbótanna félli kaupmáttur launanna langt- um örar en hann þó gerir nú. #8,5% krónutöluhækkun launa þann 1. september er aðeins til komin vegna verðhækkana á þriggja mánaða tímabili á undan,þaðer í maí, júní og júli s.l. # Ef það er „öf ugmæli" að greiða þessar verðbætur væri hitt þá ekki miklu stærra öfugmæli að segja við verka- fólkið sem svo: Nú hefur verðlagið að vísu hækkað rétt einu sinni um 10%, en á móti fáið pið engar bætur að þessu sinni. Ef það er „vitleysa" að borga verkafólki nú um mánaðarmótin sínar umsömdu verðbætur á launin, — væri það þá ekki hringavitleysa af núverandi ríkis- stjórn að ætla að neita verkafólkinu um rétt sinn í þeim efnum? Heldur ritstjóri Tímans virkilega að láglauna- fólkið í landinu léti bjóða sér slíkar kveðjur. Og hvað um bændur? Eiga þeir ekki að fá sínar lögboðnu hækkanir nú á næstunni? Ætlar Framsóknarf lokkurinn máske að leggja til að bændur beri verðlagshækkanir undanfar- inna mánaða bótalaust? Það er eins og yngsti ritstjóri Tímans, sá sem skrifaði forystugrein blaðsins í gær sé nýkominn af námskeiði hjá „hagspekingum" Alþýðu- flokksins. Hann þyrfti að fara í endurhæfingu áður en skrifar f leiri forystugreinar um samskipti ríkisstjórnar- innar við stéttarsamtök verkafólks og annarrar alþýðu. #Menn skulu muna, að þótt verðbótagreiðslur á laun samkvæmt núgildandi lögum og kjarasamningum veiti launafólki nokkra kaupmáttartryggingu í verðbólgufári, þá vantar æriðá aðsú trygging séfullkomin. #Samkvæmt kjarasamningum fá menn ekki nema um 8,5% krónutöluhækkun launa, þótt framfærslukostnaður hækki um 10%. Og samkvæmt ölafslögum skerðast verðbætur launanna enn f rekar þegar viðskiptakjör fara versnandi. Ytri áföll okkar þjóðarbús birtast þess vegna strax í skertum lífskjörum hjá öllum almenningi, skert- um verðbótum samkvæmt núgildandi lögum. — Hvað eru menn svo að heimta meiri skerðingu? • Ætli væri þá ekki nær að ráðast á verðbólguna þar sem innflutningsverslunin er. En samkvæmt því kerfi sem þar ríkir hagnast menn þeim mun meira eftir því sem vörur eru dýrari í innkaupi erlendis. #Það liggur fyrir að af þessum ástæðum eru innfluttar neysluvörur 15—20% dýrari en vera þyrfti. “1 klippt j Uppgjöf valdhafa Margt er nú ritað um tiðindin i Póllandi. 17. þessa mánaðar birtir Leszek Kolakowski, (kunnur pólskur sagnfræði- og heimspekiprófessor, útlægur ger úr Póllandi 1968) grein um ástandið i heimalandi sinu i Sunday Times. Kolakowski er félagi i KOR-nefndinni til félagslegrar sjálfsvarnar, hinn eini utan Póllands. Hann minnir i upphafi á að I allri Austur-Evrópu hafi leið- togar aö mestu gefist upp við að selja almennum flokksmönnum eða almenningi hugmyndina um sérstakt hugmyndafræöilegt gildi kommúnisma og marxiskra kennisetninga. Nú sé lögðhöfuðáherslaá aðsannfæra fólk um að til þess að komast af þurfi að gefa upp á bátinn alla drauma um frelsi og þjóðlegt sjálfstæði. Samt hafi múrar vonleysis verið brotnir niöur, og þjóðir Austur-Evrópu hafi komist aö raun um að þærgeti knúið fram eftirgjafir úr hendi rikisflokks- ins með virku andófi. Reynslan sýni að ekki dugi að betla um slikt. Gjörhugsuð hófsemi Kolakowski segir að ástæðan til þess að ástandið i Póllandi sé talið hiö eldfimasta i áratugi sé einmitt sú aö valdhafar og verkamenn viöhafi gjörhugsaöa hófsemi, en einmitt slik fram- ganga muni þykja ills viti frá sjónarhóli Kremlarbænda. Engin uppþot eiga sér nú stað, engir götubardagar, fangelsan- ir eða aftökur eins og 1970 og 1976. Hann bendir jafnframt á aö það sé mikilvægt atriöi — an enormity — í kommúnisku kerfi, sögu þess og hugmynda- fræði að valdhafarnir skuli hafa neyðst til þess aö viöurkenna kjörna fulltrúa verkafólks( semja við þá og láta undan flestum kröfum þeirra. 1 kjölfar launakrafna fylgi ymsar kröfur sem séu hlaðnar pólitiskri merkingu t.d. að fjölskyldukjör séu hin sömu og þær sem hermenn og lögreglumenn njóta. Orsakirnar pólitiskar Kolakowski heldur þvi fram aö ekki beri aö meta pólsku verkföllin 1 ljósi efnahags- ástandsins sem sé ekki aöeins slæmt heldur hræðilegt. Raunin sé sú að þrátt fyrir erfiðleika i daglegu Hfi, skort á næstum öllu, lág laun og almennt öngþveiti i stjórnun og verð- lagskerfi svelti Pólverjar ekki. Það skipti heldur ekki höfuð- máli að sumar rætur núverandi vandræða megi rekja til inn- byggðrar vanhæfni i stjómkerf- inu, óhagkvæmni skrifræðis- báknsins, offjárfestingar, gifur- legra erlendra skulda og iþyngj- andi hernaðarútgjalda. Ekki sé hægt að bæta úr ófremdarástandinu I Póllandi með efnahagsaögerðum einum saman. Orsakir þess séu fyrst ogsíðast pólitiskar. A þetta hafi ekki einungis hið lýðræöislega og skipulagöa andáfshreyfing bentum langt skeiö heldureinn- ig menntamenn sem standa nærri valdhöfum. Trúnaðarbrestur alvarlegastur KOR-nefndin sem sett var á laggirnar 1976 til þess aö að- stoða ofsótta verkamenn að af- stöðnum verkföllum hafi hvaö eftir annað lagt áherslu á trúnaðarbrestinn milli valdhafa og almennings. Almenningur hafi misst alla trú á stjórninni og flokknum eftir svikin loforö um áraraöir. Sambandsrofið milli stjórnenda og þeirra sem stjórna á geri það að verkum aö vonlaust sé um árangursrikar efnahagsumbætur nema að pólitiskar breytingar komi á undan. Kolakowsky segir að KOR- nefndin sé i fararbroddi andófs gegn alræðisstjórninni og mest oröfari af henni erlendis af hóp- um innan andófshreyfingarinn- ar. Þó geri hún ekki annað og meira en aö endurtaka það sem menn séu sammála um innan rikisstjórnarinnar sjálfrar. Ný- lega hafi svokallaður DlP-hópur gert óopinbera skýrslu þar sem komist er aö svipuðum niður- stöðum og i málflutningi KOR- nefndarinnar. Iþessum hópi eru menntamenn og flokksfélagar og vann hann aö skýrslunni inn- an hins opinbera kerfis aö sögn Kolakowskys. Hópurinn spyrji hvað sé hægt að gera við þær pólitisku að- stæöur sem þjóöin neyöist til þess að búa við (þ.e. staöa Pól- lands sem „leppriki” Sovétrikj- anna og einsflokkskerfið sem af henni leiöir?) Svariö sem hann gefi sér sé á þann veg að án við- tækra pólitiskra breytinga sem færa myndu Pólverjum lág- markssjálfsstjórn og rikis- stjórninni Iágmarkstrúnað landsmanna, séu allir hinar klunnalegu og örvæntingarfullu efnahagsæfingar dæmdar til að mistakast. Hópurinn spáir því aö án slikra breytinga geti öll þjóðfélagsmaskinan brotnað niöur. Bæði hætta og von Því miður, segir Kolakowsky, hafa valdhafarnir slst af öllu efni á sannleikanum. Þeir taki ákvarðanir I óðagoti og óttist allt: Sovésku húsbændurna, verkafólk, bændur, menntamenn og kirkjuna. Eina hugmynda- fræðin sem þeir geti boðiö uppá sé að hræða Pólverja með bróðurlegum skriðdrekaheim- sóknum úr austri. Hefðbundin viðbrögö séu að öðru leyti að hækka laun, en viö núverandi aðstæöur þýði það einvörðungu prentun veröbólguaura um leið og þvl sé boöið heim að svipað ástand komi upp að nokkrum mánuðum liönum. I núverandi biðstöðu sér Kolakowsky bæði hættu og von. Enginn vilji hleypa öllu I bál og brand, ýta undir sovéska innrás og fjöldaaftökur. Hinsvegar hefur Jacek Kuron, talsmaður KOR, sagt I viðtali viö Spiegel að Sovétmenn myndu aldrei gera innrás I landiö nema þeir vildu skipta um valdhafa. Geri þeir þaö telur Kolakowski aö þeir stæðu frammi fyrir ástandi sem svipa myndi meira til Afganistan heldur en Prag. KOR-nefndin hafi verið afar virk I þvi aö aðstoða verkafólk og I þvl að koma á virku sam- bandskerfi viö stjórnvöld, sé eindregiö á móti óeirðum og mótmælaaögeröum á götum úti. Grlpi valdhafar til þvingunar- aögerða muni þeir mæta sam- stööu gifurlegs fjölda verka- fólks, sem valdakerfið réöi tæplega við aö hafa hemil á. Loforð duga ekki Istað þvingunaraögeröa gætu valdhafar tekiö þann kost að opna fyrir endurreisnarstarf I þágu lýðræðis. Það þýddi m.a. aö fólk fengi aö láta gagnrýni sina I ljós, segja óþægilegan sannleika um ástandið, að verkafólk fengi sjálft aö skipu- leggja verkalýðsfélög, aö rit- skoðun yrði afnumin, aö dóm- stólar færu aö lögum, að hætt yröi að drepa alla menningar- starfsemi I dróma, að leynilög- reglan yrði svipt sérréttindum sinum o.s.frv, Sennilegast sé þó aö reynt verði enn einu sinni að gefa óljós loforö um umbætur l von um að það lægi öldurnar I bili. Sú breyting hafi þó oröiö I Póllandi að enginn taki lengur alvarlega tryggingar, loforö og áköll frá flokknum. 1 þvi felist einmitt mesta hættan nú fyrir valdhaf- ana og Moskvuvaldiö. Samstaðan Kolakowsky telur að vegna þess hve verkamenn I Póllandi séu nú vel skipulagðir og hafi til umráða virkt samskiptanet um landið sé nokkur von til þess að viö taki I landinu friðsamleg þróun I lýöræðisátt. Reynslan frá öðrum Austur—Evróprikj- um, þar sem flest gangi á aftur- fótum, nema herinn og lög- reglan, gefi þó ekki ástæðu til sérstakrar bjartsýni. Hinsvegar sé ljóst aö jafnvel i hinu smæsta náist ekki fram aukið frelsi nema meö félagslegum þrýst- ingi og samstöðu. — ekh J og sHorið

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.