Þjóðviljinn - 27.08.1980, Síða 7

Þjóðviljinn - 27.08.1980, Síða 7
Miðvikudagur 27. ágiist 1980 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Cr mótmælagöngu kvenna niður Hennipen Avenue. Konur í Minneapolis vilja fá nóttina aftur: Ofbeldi mótmælt Gerður óskarsdóttir skólastjóri og Þórdís Þór- arinsdóttir bókasafns- fræðingur, sem að undan- förnu hafa dvalist á undir- búningsnámskeiði Ful- bright-styrkþega í Minne- apolis í Bandaríkjunum, hafa sent Þjóðviljanum eftirfarandi frásögn af ógleymanlegu baráttu- kvöldi kvenna þar i borg gegn ofbeldi gagnvart kon- um. Eitt af 365 kvöldum ársins geta konur i Minneapolis gengið öruggar um götur borgarinnar án þess að vera i fylgd með karl- manni. 10 þúsund konur yfirtóku mið- torg Minneapolis, laugardags- kvöldiö hinn 9. ágúst s.l., héldu fund um ofbeldi gegn konum og gengu fylktu liði um aöal . Jcarla- götu” borgarinnar undir kjörorð- inu „Women unite, take back the night”(Konui;sameinumstum að fá aftur nóttina) Fyrir ári gengu 5 þús. konur þessa sömu leið og hér eftir verð- ur þetta árlegur viðburður þar til ofbeldinu linnir, segja konurnar i „WAVAW” eða Women against violence against women” (Konur gegn ofbeldi gegn konum) Það var sérkennileg tilfinning að ganga inn i Loringgaröinn um sjöleytið á laugardagskvöldið. Siðustu geislar kvöldsólarinnar gylltu trjátoppana, rökkrið var að siga á. Allt var fullt af konum og úr öllum áttum streymdu fleiri að. I afliöandi brekku fyrir fram- an stórt svið, þar sem kvenna- hljómsveit spilaði, sátu konur svo langt sem augað eygði. Þær spjölluðu saman, hlógu og borð- uðu nestið sitt, hvitar og svartar, ungar og gamlar. Margar voru með börnin sin. Lesbiur gátu óá- reittar látið vel hvor að annarri. Ég liföi af... Svæðinuvarskipti tvennt: öðru megin voru eingöngu konur (svo þær sem vildu, gætu notiö þess til fulls að vera úti að kvöldi til án þessaö þurfa að vera undir vernd karlmanns!), hinu megin voru konur og karlar — þeir voru nú ekki mjög margir. Hjálparsveit var með rauöa krossa á bakinu, skipuleggjendur meö gul ennis- bönd. Allt i einu sáum viö að margar kvennanna — ótrúlega margar — báru borða sem á var letrað: ,,Ég lifði af nauðgun”, ,,Ég lifði af barsmiöar” eða „Ég lifði af sifjaspell”. Sumar báru tvo borða, jafnvel alla þrjá. Fundurinn fjallaði um nauðg- anir, barsmiðar á konum og kyn- ferðislegt ofbeldi sem konur verða fyrir á götum úti, á vinnu- stað og á heimilum. Þarna voru haldnarræður, fluttljóð, ogkonur komu upp og sögðu frá reynslu sinni. Þetta voru ekki fallegar sögur. Oft var dauðaþögn i garð- inum, en ööru hverju leið andvarp frá hópnum. Hvatningarræðum var fagnað innilega. Ung blökkustúlka sagði: „Ég er hér, ég er kona, fyrir sjö árum lifðiégaf sifjaspellaf hendi föður mins”. Einni sem vinnur við heilsugæslustofnun og ætlaöi að tala var bannað það af vinnuveit- enda sinum á þeim forsendum að stofnunin vildi ekki blanda sér i þessa hluti. Onnur sem sagði frá nauðgun er hún haföi orðið fyrir, fékk skeyti frá nauðgaranum daginn áður þar sem hann hafði i hótunum. Hún talaði samt. Heimilislæknirinn hafði nauögað einni, umsjónarkennarinn i há- skólanum annarri. Lesbia sagöi frá reynslu sinni og lifi. Starfs- maður I kvennaathvarfi (hús þar sem konur sem hafa orðið fyrir barsmiðum af hendi eiginmanna eða sambýlismanna geta leitað skjóls) sagði frá slikum athvörf- um sem nú eru dreifð um allt Minnesotafylki. „Haldiö dagbók yfirallt það ofbeldi sem þiö verð- ið fyrir, bæði andlegt og likam- legt” sagði verkakona og stjórn- málamaöur. Einni af hvefjum tólf Einni af hverjum 12 konum i Minnesota hefur verið nauðgað. Arlega er áætlað að um 27 þúsund sinnum verði konur i fylkinu fyrir árás eiginmanns eða sambýlis- manns (Ibúar eru 3 1/2 miljón). Fjórða hver kona á að baki bitra kynlifsreynslu i æsku. Konurnar krefjast nýrra lagasetninga, sér til varnar. Við þekkjum öll goðsöguna um nauðgunina. „Konurnar bjóða upp á þetta sjálfar, eru aö flækj- ast úti og vekja kynhvöt bláó- kunnugra karla sem ganga fram hjá: það er ekki hægt að hafa samfarir við konu gegn vilja hennar: þetta eru bara svert- ingjar sem nauðga hvftum kon- um.” Sannleikurinn er allt annar. Rannsóknir sýna að nauðgun er undirbúin fyrirfram og er ofbeldi þar sem „sex” er notað sem vopn. Þriðjungur til helmingur nauðgana fer fram á heimilum kvennanna sjálfra og eru i 65% tilfella framkvæmdar af körlum sem þær þekkja. 1 87% tilfella er konunni ógnað með vopni eða hót- un um morð. Aðeins i 3% tilfella nauöga svartir menn hvitri konu en í 4% tilfella er það hvitur maö- ur sem nauðgar svartri konu. Oft- ast eru fórnarlambið og ofbeldis- seggurinn úr sama þjóðféiags- hópi. Flestir nauðgarar eru giftir menn eða eru i sambúö meö konu. Komungar stúlkur, drengir og gamlar konur eru i hópi fórnar- lamba nauðgaranna. Hópur kvenna sem æfir sjálfs- vörn sýndi æfingar sinar og aug- lýsti námskeið fyrir karla og kon- ur i sjálfsvörn, þar sem bæði kyn fá sömu þjálfun. Námsflokkar á vegum borgarinnar eru lika meö slika þjálfun. Þarna var dreift bæklingi með ráðleggingum fyrir konur. Þeim var sagt að ganga hnarreistar, horfast I augu við árásarmann- inn, veita strax viðnám, sparka, berja, öskra, svara háösglósum á götum úti fuílum hálsi o.s.frv. Nú safna þær efni i bók með frásögn- um kvenna sem tókst aö sleppa undan nauðgurum. Þær hafa lika neyöarsíma sem konur geta hringt i til að fá hjálp i gegnum lögreglu- og sjúkrahúsakerfi eftir nauðgun og andlegan stuðning sem er ekki sist mikils virði. Skipulögð aðstoð 1 gangi eru starfshópar, sem eru á verði gagnvart kynferðis- legri niðurlægingu á konum i sjónvarpi, kvikmyndum og aug- lýsingum. Þeir skipuleggja mót- mælahringingar, mótmælastöö- ur, fjölmenna i dómssali þegar nauðgunarmál eru tekin fýrir, skrifa i blöðin og siðast en ekki sist styðja þeir konur sem verða fyrir nauðgun. Um þetta aDt og miklu fleira fræddumst viö i Lor- inggarðinum þetta ágæta laugar- dagskvöld, bæði af þeim sem töl- uðu og af dreifiritum. Gangan sjálf hófst um kl. 10. Allt skipulag var aðdáunarvert. Það er ekki litið verk að fá 10.000 manns til að ganga af stað i skipulagðri göngu, en þaö tókst þeim svo sannarlega. Stór númeraspjöld voru á viö og dreif og báru þau tölur frá 1 upp i' 38. Númerin voru kölluð upp eitt i einu og allir sem sátu umhverfis viðkomandi númer stóðu upp og skipuðu sér i sexfalda röð. 1 hóp- um 1 til 31 voru bara konur (svo þær gætu notið þess að ganga göt- urnar einar!), en i hópum 32 til 38 voru bæði karlar og konur. Barnagæsla var i garðinum á meðan. Fáum nóttina aftur! Hægt og rólega liðaðist gangan niður Hennipen Avenue þar sem klámbúðirnar, hóruhúsin, og sexbióin eru. Stjórnendur gættu hvers hóps, bægðu frá æstum körlum i rólegheitunum (um- Framhald á bls. 13 1 Blaðbera vantar í I eftirtalin hverfí: Austurborg: ■ Borgartún-Skúlagata (1. sept) Njörvasund-Sigluvog (1. sept.) Barðavog-Efri Langholtsveg (1. sept.) Bergstaðastræti-Skólav.stigur (1. sept.-l. okt.) Miðborg: Svæðið umhverfis Austurvöll. Sérstök kjör i boði fyrir góðan starfskraft! Laust 1. september n.k. Ath. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar! V etrarálag 1 Þjóöviljinn mun i vetur greiða 10% vetrarálag á I föst laun blaðbera fyrir mánuðina október—mars. 1 Er þetta hugsað sem ofurlítil umbun til þeirra, 1 sem bera blaðið út reglulega og timanlega i 1 misjöfnum veðrum. 1 Þeir sem hafa byrjað blaðburð 1. september eða 1 fyrr fá álag þetta greitt á októberlaun. I DIQÐVIUINN 1 Auðvitad fer Þjódviljinn að landslögum og greiðir 8.33% orlof á ÖLL LAUN blaðbera

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.