Þjóðviljinn - 05.09.1980, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 05.09.1980, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. september 1980 Nýr veitingastaöur í Vesturbænum Veitingahúsiö Vesturslóö, Hagamel 67, tekur til starfa i dag. Eigendur eru Anton og Sigurður Viggóssynir. Um 10 menn starfa á staönum og er Sigvaldi Viggósson yfirþjónn. Veitingahúsiö er tviskipt. í fremri hlutanum er svokallaö „take-out-grill” fyrir þá viö- skiptavini sem vilja taka kræs- ingamar með sér heim eöa I feröalagið. Sérstakur matseöill er fyrir það og fást þar allt frá minni háttar meölæti upp i stórsteikur. Ráögert er aö gera sértilboö um helgar. 1 aftari hlutanum og aöskilið frá „útsölunni” er veitingahúsiö sjálft meö öllum þess gögnum og gæöum. Þaö er innréttaö i „vestra”-stilogeinkar smekklegt og viöfelldið. Teiknistofan Kvaröi sá um innréttingar. Eigendurnir leggja áherslu á skjóta og góða þjónustu. Þeir eiga von á vin- veitingaleyfi. Borgarráö hefur með blessun sinni visaö málinu til nefndar heilbrigöiseftirlitsins og veitingamanna. Matseöillinn er aö sjálfsögöu fjölbreytilegur og girnilegur eftir þvl. Þaö má nefna forréttinn Hrátt hangikjöt aö fornum hætti sem er læri skoriö i þunnar skifur og boriö fram meö spergli og vinaigrettsósu. Fiskréttir kosta frá 2500 kr. s.s. Djúpsteiktar gellur Oriental meö hrisgrjónum, ananas, hnetum, mango<hutney og karrýsósu. Kjötréttir kosta frá 6000kr. s.s. Tornedos . Bernaise, Chateau Briand svo ekki sé talað um Pönnusteiktar aligrisalundir bajonnaise sem hafa kraumað I Madeirasósu, meö ris pilaw, tómatkjöti og sveppum. íspönnu- kökur Gvendar Jaka eru svo til- valinn eftirréttur hvort sem I hlut eiga kommar eöa kapitalistar. Veitingastaöurinn veröur opinn frá9.00 árdegis til 11.30 á kvöldin. Stefnt er aö þvi aö hafa I hádeginu danskt frúkostsborð. Þaö er eflaust ánægjulegt fyrir- vesturbæinga aö fá þennan veitingastaö i hverfiö. Bræðurnir Siguröur,Anton og Sigvaldi Viggóssynir í nýja veitingahús- inu viö Hagamel 67. Pólýnfónkórinn i söngför til Spánar: Öflugt vetrar- starf að hefjast Pólýfónkórinn er aö hefja vetrarstarf meö þátttöku nýrra og eldri kórfélaga, sem miöar aö hljómleikahaldi hér á landi um næstu páska og söngför til Spánar á komandi sumri. Pólýfónkórinn og Kammersveit Reykjavikur fóru til Italiu sumariö 1977 og héldu tónleika i Siena, Fiorenz, Feneyjum og Aquileia. Unnið hefur veriö aö undirbún- ingi sambærilegrar feröar til Spánar sl. tvö ár á vegum Festi val d’Espana og Feröamálaráöu- neytis Andalúslu. Nú hefur Pólý- fónkórnum borizt boö um aö syngja á listahátiö Spánar næsta sumar i borgunum Sevilla, Gran- ada, Malaga, Torremolinos og Marbella. Þessar borgir eru mestu feröamannastaðir Spánar á sumrin, þar sem umhverfi og andrúmsloft er meö sterkum spænskum einkennum en mannlíf fjölskrúöugt og fjöiþjóölegt. Takist þessi söngför Pólýfón- kórsins jafnvel og hinar fyrri, má fullyröa aö af þvi veröi hin bezta landkynning. Gert er ráö fyrir sumarleyfisdvöl á Spáni aö lok- inni söngferöinni og mun feröa- lagið alls standa I 3—4 vikur. Gerö hefur veriö áætlun um viöfangsefni Pólýfónkórsins næstu 2 starfsár, og er löngu af- ráðiö aö flytja Jóhannesarpassiu J.S. Bachs I Reykjavlk um næstu páska. Verkefnaval I Spánarferö- inni er i athugun. Aö llkindum veröur eitt af stórverkum Bachs fyrir valinu, en einnig kemur til mála að flytja Messu Rossinis, sem kórinn flutti hér sl. vor, og er hið fegursta verk. Ariö 1982 hyggst kórinn halda upp á 25 ára starfsafmæli sitt meö þvi að endurflytja Mattheusar- passiu Bachs, en hún hefur aöeins einu sinni veriö flutt á Islandi og þá af Pólýfónkórnum árið 1972. Mikiö kapp veröur nú lagt á aö efla kórinn aö góöum söng- kröftum, og er leitaö eftir völdu söngfólki meö tónlistarmenntun I allar raddir kórsins, og starfiö byggt upp markvisst meö þessi verkefni I huga. Auk söngstjór- ans, Ingólfs Guöbrandssonar, sem stjórnaö hefur kórnum frá upphafi, munu söngkonurnar Elisabet Erlingsdóttir og Unnur Jensdóttir, sem nýkomin er frá námi I London, aðstoöa viö þjálfun kórsins. Óperusöngvarinn góökunni Sigurður Björnsson, mun aöstoöa viö raddþjálfun karlmanna. Þar aö auki er I ráöi aö fá þekktan erlendan þjálfara til aö halda námskeiö meö kórfé lögum. Beöiö er svars frá einum þekktasta kórþjálfara Evrópu, hr. Balatz, sem þjálfar óperu- kórinn i Vln, óperukórinn I Bayreuth á sumrin og New Phil- harmonia-kórinn i London á vet- urna. Um 10 ára skeiö hefur Pólýfón- kórinn haldiö uppi kórskóla til þessaðbúa væntanlega kórfélaga undir starf I kórnum, enda hefur um helmingur kórfélaga komiö úr kórskólanum á þessu tímabili. Kennslugreinar eru rétt öndun, raddbeiting, tónheyrnaræfingar og nótnalestur. Stendur næsta námskeiö i 10 vikur. Kennt er eitt kvöld i viku, á mánudögum, 2 stundir I senn. Kennsla i Kórskól- anum munhefjast 29. september i Vöröuskóla á Skólavöröuholti. Kennarar veröa Herdls Odds- dóttir, tónmenntakennari, Siguröur Björnsson, óperusöngv- ari og Ingólfur Guöbrandsson, söngstjóri. Innritun er hafin I simum 21424 og 26611 á daginn. Nýir kórfélagar geta einnig gefiö sig fram I þeim simum eöa i simum 43740 og 72037 á kvöldin. Kennslugjald i Kórskólanum er aöeins kr. 15.000 en raddþjálfun söngfólksins i Pólýfónkómum er ókeypis. Dollý Nielsen og Anna Dóra Steinþórsdóttir: viljum fá lciöréttingu á þessu misrétti. Ljósm. —eik- — Herrarnir sem vinna með okkur á deildinni vinna sömu störf og við/ en fá samt mun hærri laun, — sagði Dollý Nielsen, starfsmaður á Kleppsspít- ala.— Þeirra starfsheiti er gæslumaður, og þeir fá laun samkvæmt samning- um BSRB, en við heitum starfsmenn og fáum Sókn- arlaun. Dollý og samstarfsmað- ur hennar Anna Dóra Steinþórsdóttir hafa að undanförnu verið að afla sér upplýsinga um þetta launamisrétti og talað við flesta aðila sem með þetta hafa að gera, en þær hafa ekki f undið neina leið til að bæta úr þessu. Þær hafa m.a. reynt að segja sig úr Sókn og ganga í BSRB, en ekki fengið leyfi til þess. — Þeir hjá BSRB sögðust reiöu- búnir aö taka viö okkur, — sagöi Dollý, — en til þess yröum viö aö sækja um breytingu á starfsheiti, fá leyfi til aö kalla okkur gæslu- menn. Þegar viö spuröumst fyrir um þaö hjá yfirmönnum okkar á Kleppsspitala fengum viö þvert nei. Þaö er auövitaö rikiö sem ræður því hve margir gæslumenn starfa á hverri deild, og fjöldi þeirra er takmarkaöur. Þær Dollý og Anna Dóra vinna á Deild I á Kleppi, þar sem vinna samtals 15 manns, þar af 7 karl- menn og 3 hjúkrunarfræöingar. Fastakaup Dollýar eftir 4 ára starf var viö slöustu mánaöamót (fyrir ágústmánuö) kr. 323.000. Vaktaálag hjá henni er kr. 675 Starfskonur á spítölum fá lægri laun en karlar sem vinna sömu störf fyrir tímann frá kl. 17 til miönætt- is, en nætur- og helgidagaálag er kr. 911 á timann. Gæslumaöur, sem vinnur sömu störf fær hins- vegar I fastakaup eftir 1 ár I starfi kr. 332.414-, kvöldálag hjá hon- um er kr. 842 og nætur- og helgi- dagaálag kr. 1137. Anna Dóra hefur unniö á deild- inni I sumarafleysingum tvö sum- ur og hefur I fastakaup fyrir ágúst kr. 296.827-. Meö álagi (sem er þaö sama og hjá Dollý) komst hún upp I 337.984 kr. Agústkaupið hjá Dollý meö álagi var 397.675-. Karlmaöur I sumarafleysingum, sem vinnur sömu störf og Anna Dóra, fær yfir 312 þús. I fasta- kaup. Ofan á þetta bætist, aö karl- mennirnir fá aiiar aukavaktir, og konurnar fá þær ekki nema I und- antekningatilfellum. Þær vinna yfirleitt ekki á næturvöktum. — Okkur finnst þetta mikiö óréttlæti, — sagöi Anna Dóra, — og erum fyrst og fremst reiöar vegna þess aö þaö er ekki viöur- kennt, aö viö séum jafngóöir starfsmenn og þeir. A þessari deild er vinnan aöallega fólgin i aö vinna meö sjúklingunum, leiö- beina þeim og sjá um aö þeir fylgi sinum prógrömmum. Þetta er sérstök deild aö þvl leyti, aö sjúklingarnir vinna. Viö erum meö þeim bæöi úti og inni, þótt karlarnir vinni oftar útistörfin, og viö förum meö sjúklingana I ferð- ir, osfrv. A seinni vaktinni er heil- mikiö um ræstingar uppþvott og annaö sllkt, og þau störf vinna karlarnir alveg jafnt og viö. Þaö er stundum sagt a ö karlarnir séu kallaöir gæslumenn af þvl þeir eru sterkari en viö, en kraftar eru nú ekki allt I þessari vinnu, og I reynd er enginn munur á störfum okkar. Viö töluöum viö Jafnréttisráö og fengum þar aö vita, aö Sókn heföi fariö I mál út af þessu mis- rétti áriö 1976, og sett fram þá kröfu aö Sóknarkonurnar fengju jafnhá laun og gæslumennirnir. Þetta mál er nú fyrir hæstarétti. Viö hringdum I hæstarétt og feng- um þar þær upplýsingar aö þaö gæti tekiö mánuöi og jafnvel ár aö þetta mál kæmist I gegn. Ef þaö vinnst, veröur rlkiö aö borga starfsmönnum laun aftur I tim- ann, allt til 1976, þegar máliö var hafiö. Þessi seinagangur stafar kannski af þvi — kannski eru þeir aö biöa eftir aö veröbólgan éti þessa peninga alveg upp! Þaö virðist þvi vera alveg sama hvern viö spyrjum, og hvaö viö gerum I málinu — á þvi fæst engin leiörétting. Þessi laun eru auövit- aö smánarlega lág, og viö erum ekki aö halda þvi fram aö gæslu- mennirnir séu oflaunaöir, þótt þeir fái betri laun en viö. En þaö er misréttiö, sem viö viljum fá leiörétt sögöu þær Anna Dóra og Dollý aö lokum. —ih Afmælis- veisla á Costa del Sol Fyrir nokkru hélt Feröaskrif- stofan útsýn upp á 25 ára afmæli sitt meö fjölmennri veislu á Torremolinos á Spáni og sátu hana um 450 Islendingar. skemmtiatriöi voru Islensk og spænsk. Þar á Costa del Sol dvelja aö jafnaöi um 500 Islend- ingar á vegum tJtsýnar. Myndin sýnir Ingólf Guðbrandsson for- stjóra Ctsýnar halda ræöu yfir veislugestum. Hvar er jafnréttið?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.