Þjóðviljinn - 05.09.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.09.1980, Blaðsíða 5
Föstudagur 5. september 1980 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Norska stjórnin tekur ákvörðun: Bandarískar birgdastödvar * anna. En Þrændalöe verda í Þrændalögum Norskar stöðvar í Norður-Noregi stœkka um helming OSLÓ syni: frá Ingóifi Margeirs- Norska stjórnin er þvi fylgjandi að birgða- stöðvar fyrir bandaríska herinn verði staðsettar i Þrændalögum en ekki í Norður-Noregi eins og áð- ur hafði verið ráð fyrir gert. Þetta kom fram á fundi stjórnarinnar meB utanrlkis- nefnd Stórþingsins norska I gær. Akvörðun rikisstjórnarinnar byggist á niðurstöðum svo- nefndrar Brulandnefndar um möguleika á staðsetningu bandariskra birgðastööva á norskri grund, sem teknar yrðu i notkun af bandariskum land- gönguliðum ef til átaka kæmi á norðausturvæng Atlantshafs- bandalagsins. Þeir Oddvar Nordli forsætisráöherra og Knud Frydenlund, utanrikis- ráðherra vildu að öðru leyti ekki tjá sig um málið fyrr en að af- stöönum landsfundi Verka- mannaflokksins sem haldinn veröur nú um helgina. En þar verður afstaða stjórnarflokks- ins til bandariskra birgðastöðva endanlega mótuð. Norska stjórnin hefur ekki fyrr látið skýrt uppi afstöðu slna til þessa máls. Fréttir fyrr 1 sumar báru þvl vitni að áhugi Bandarikjamanna á birgða- stöðvum á norskri grund beind- ist einkum að Norður-Noregi. Brulandnefndin, sem svo heitir eftir formanni sinum, Birni Bruland, ritara i varnarmála- ráðuneytinu, hefur hinsvegar skilað áliti nú, þar sem mælt er meö staðsetningu slikra stöðva I Mið-Noregi, þ.e. I Þrændalög- um, norðanveröum. Nefndin, sem i sátu allir helstu yfirmenn norska hersins, segir að slík staðsetning sé bæði skynsamleg og hernaðarlega mikilvæg. 1 kvöldfréttum norska út- varpsins i gær segir aö tveggja manna sendinefnd norsku stjórnarinnar hafi fylgt sömu tillögu I viðræðum sinum við yfirmenn bandarlskra hermála I Washington fyrr i vikunni. 1 sömu fréttum segir að stjórnir Sviþjóðar og Finnlands séu ánægöar með þessar breyt- ingar á fyrri áformum þvi að staðsetning bandariskra stöðva I Norður-Noregi hefði getað magnaö mjög spennu við norðurlandamæri Sovétrikj- anna. En Þrændalög eru 1000 km. sunnar. Hinsvegar ætlar norska stjórnin aö tvöfalda vopnabúr og birgðageymslur norska hers- ins, þar norður frá — fyrir tvær 5000 manna sveitir I stað einnar nú. Borgaraflokkarnir eru óánægðir með þessa þróun mála. Formaður Hægriflokks- ins, KSre Willoch sagði á þingi i gær, að stefna norsku stjórnar- innar væri afsláttarstefna gagn- vart Sovétrlkjunum. Ættu bandariskar stöövar að vera þar staðsettar sem hernaðar- þörfin væri mest. Með ákvörðun þeirri sem hér um ræðir er norska stjórnin aö slá tvær flugur I einu höggi: Friða yfirstjórn hersins sem hefur gagnrýnt bágboriö ástand varnarmála i Noregi sunnan- verðum — og ekki sist þagga niður i óánægjuröddum sem kynnu að láta til sin heyra á landsfundi Verkamannaflokks- ins nú um helgina. —im Dauflegt þinghald í Peking: Mannaskipti og takmörkun barneigna efst á dagskrá Kínverska þingið er nú á tíu daga fundi i Peking. Þar hefur það helst orðið til tíðinda, að Deng Xiaoping vara- forsætisráðherra og hans menn hafa neytt Hua Guofeng til að segja af sér embætti forsætisráðherra í nafni vald- dreifingar. Hua Guofeng fær áfram að halda embætti aðalritara Kommúnistaflokksins. Þá fjallar þingið um lög sem eiga að reka á eftir því, að tekið verði fyrir fólksfjölgun í Kína. Fréttaritari Dagens Nyheter lýsir samkomunni á þá leið að hún sé sýnu leiðinlegri en venju- legtsænskt þinghald. A kinverska þinginu eiga sæti 3500 manns, og eru þeir margir komnir svo til ára sinna, að þeir þurfa aðstoð við að rétta upp hönd til að samþykkja þær tillögur og frumvörp sem fram koma. Leiðinleg er sam- koman einmitt vegna þess, að fulltrúarnir eru ekki til annars komnir á tlu daga fund I Peking en aö samþykkja það, sem þegar hefur verið samþykkt af stjórn Kommúnistaflokksins. I þeim efnum er ekki sýnilegur munur á kinverska alþýðuþinginu og ÆBsta ráðinu sovéska. Andstaða er engin. í Klna voru nokkrir smáflokkar, sem ekki fóru margar sögur af á timum menningarbyltingar en hafa nú fengið að starfa aftur um hrið. En hlutverk þeirra er liklega fyrst og fremst táknrænt, enda viður- kenna þeir forystuhlutverk Kommúnistaflokksins. Rammi gagnrýni Fréttastofan Nýja Kina hefur þær fregnir að flytja, að ýmisleg gagnrýni komi fram á nefnda- fundum. En samkvæmt frétta- stofunni er þessi gagnrýni eitt- hvað á þessa leið: „Um leið og því var slegið föstu Hua Gsufcng missir annað sinna um munar. að stefna flokks og stjórnar hefði I grundvallaratriðum verið rétt á liönu ári beindu margir fulltrúar harðri gagnrýni gegn yfirsjónum og ávirðingum á mörgum svið- um. Þeir kvörtuðu sérstaklega yfir skriffinnsku, vanrækslu og villandi fyrirskipunum. Full- trúarnir kröföust þess að þeir sem gerðu sig seka um slikar yfirsjónir yrðu látnir sæta ábyrgð’. Einnig I þessum efnum minnir klnversk gagnrýni mjög mikið á hina sovésku: stefnan er rétt en háu embætta og Deng Xiaoping og hans liðsmenn hafa þau áhrif sem einstakir aðilar hafa gert eitthvað rangt. En i báðum dæmum er ekki hugsanlegt að einhver standi upp á þingi og gagnrýni mann sem er verulega hátt settur, t.d. ráðherra. Valdataflið er flóknara og fer að mestu fram að baki dyra sem almennir þingfulltrúar hafa ekki aðgang aö. Ef aö svo vildi til að háttsettur maður væri tekinn til bæna er það á slfkum vettvangi nokkuð örugg visbending um að dagar hans I áhrifastöðu séu þeg- ar taldir af þeim sem áhrifamest- ir eru. Uppreisn jranskra vœndiskvenna: Drógu tólf dólga fyrir rétt Franskar vændiskonur eru i ireiðum ham. Þær hafa nú I fyrsta sinn i franskri réttarsögu dregið tólf dólga fyrir rétt I Grenoble og sakað þá um ýmis misindisverk: barsmiðar, nauðganir, arðrán o.n. Þetta er lika i fyrsta skipti sem franskur dómstóll tekur til athugunar stöðu vændiskvenna og tilveru. Og þótti kannski mörg- um timi til kominn. Höfuðpaurinn I þessum mála- rekstri er ungur rannsóknar- dómari, Paul Weisbuch sem I april síðastliönum fékk til með- ferðar dauöa ungrar konu, Nadiu Mauliers. Sú rannsókn teygði sig fljótlega innl myrkviði Grenoble, leiddi til handtöku fjörutlu manna og standa tólf þeirra fyrir rétti i fyrstu umferð. | iyi Vitnisburður kvennanna um til- veru slna er heldur ófagur og stenst lýsingum Dantesar fylli- lega á sporöi. Ef þær reyndu að draga sig útúr þessu helvlti var þeim þunglega refsað af dólg- unum og má segja að þeim hafi i rauninni veriö bannaðar allar bjargir. Nú hafa þær rofið þagnarmúrinn og spanna lýs- ingar þeirra fleiri þúsund blaö- siöur I réttarskjölum. Þar er ekki einungis lýst aðförum dólganna heldur llka viöskiptavinanna. Þvi eru betri borgarar I Grenoble heldur ókyrrir i hægum sætum sinum um þessar mundir, ekki hvað sist vegna þess að Weisbuch lætur ekki staðar numið viö rann- sókn á hinum óæðri hluta vændis- ins á götum úti heldur hefur nú snúið sér aö slmavændishringjum I borginnii sem sniðnir eru við þarfir betra standsins. Og þar eru dólgarnir ekki snauðir suður - Italir eða sikileyjarmenn heldur virðulegir kaupsýslumenn með kúluhatta sem búa i afgirtum hverfum auðkýfinga i Toulouse eða Marseille. Vændiskonurnar hafa sam- kvæmt vitnisburði sinum óhemjulegar tekjur á degi hverj- um en aðeins lltill hluti kemur I þeirra hlut, bróðurpartinn hirða atvinnurekendurnir einsog raunar alltaf. Og Weisbuch hefur sagt að vændiskonur I Frakklandi eigi sama rétt til hllfiskjaldar laganna og aðrir franskir borg- arar, þær borgi þó skatt af sínum tekjum sem sé meira en hægt er að segja um dólgana. Strangari f jölsky Idulög- gjöf Fyrir utan mannaskipti (Deng mun einnig vikja fyrir yngra manni) er það llklega fréttnæm- ast af þinginu i Peking, að, sem fyrr segir, mun haldið áfram að heröa á aðgeröum til að draga úr fólksfjölgun með það fyrir augum að stöðva hana alveg. Kinverjar er langsamlegasta fjölmennasta þjóö heims, og munu nú um miljarður talsins. Um nokkurra ára skeið hafa yfirvöldin unnið að þvi að takmarka barneignir með ströngum aögerðum meö það markmið I huga að fóiksfjölgun hafi alveg stöðvast árið 2000. 1 anda þessara áforma er lagt fram á þinginu I Peking til stað- festingar frumvarp um ný fjöl- skyldulög. Samkvæmt þeim á klnversk fyrirmyndarfjölskylda ekki að eiga fleiri börn en eitt og alls ekki fleiri en tvö. Eins barns fjölskyldur fá verölaun með launauppbót og öðrum fríðindum. Fjölskyldum sem eignast fleirien tvö börn er hinsvegar refsaö með lægri launum og lélegri félags- legri þjónustu. Fyrirmyndin að þessari aðferð mun komin frá hinu þéttsetna og að mestu kln- verskra borgriki Singapore. Þá er og i hinum nýju lögum gert ráð fyrir hærri lágmarksgift- ingaraldri. Samkvæmt lögum frá 1950 mega konur gifta sig 18 ára gamlar en karlar tvitugir. Nú er lagt til að miðað verði viö 20 og 22 ára aldur. 1 reynd hefur félags- legum þrýstingi verið beitt óspart til að meina fólki að giftast fyrr en það er 25 ára. Þó munu undan- tekningar hafa verið gerðar með nokkrar smáar minnihlutaþjóðir. áb tók saman.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.