Þjóðviljinn - 11.09.1980, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 11.09.1980, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 11. september 1980 Fimmtudagur 11. september 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Ægir Sigurgeirs- son, kennari: HÁVAXTASTEFNA — LANDFLÓTTI Hvert er vaxtastefnan aö leiöa okkur? Er ekki þessi vaxtastefna aö fara meö okkur til helvitis? Spurningar sem þessar og fleiri i áþekkum dúr heyrast nú æ oftar manna á meöal. I blööunum hefur hins vegar lltiö fariö fyrir vaxta- umræöu aö undanförnu — hver ætli skýringin sé á þvi? Þaö skyldiþóekki vera aö vextir og sú vaxtapólitik sem hér er rekin sé eins og óhreinu börnin hennar Evu — best geymd i felum? Eins og flestum mun f fersku minni var umræöa sú sem fram fór um háa eöa lága vexti býsna fjörug á köflum. Fylgjendur hárra vaxta töldu aö háir vextir yröu flestra meina bót — öörum leist ekki á vaxtaeltingarleikinn. En hvaö um þaö, Ólafslög voru sett og hávaxtastefnan „sigraöi”. Samkvæmt kenningum tals- manna hinna háu vaxta ætti þvi allt aö vera i lukkunnar velstandi i dag, sparifé gamla fólksins verötryggtog vextir og veröbólga farin aö vega salt i mesta bróö- erni. En hefur fagnaöarerindi hávaxtatrúboöanna reynst eins á bragöiö og trúboöarnir staö- hæföu? Ég held ekki og þaö fyrir- myndaríki sem vaxtastefnan átti aö ieiöa okkur til er langt undan svo ekki sé nú meira sagt. Hvern- ig er þá ástandiö I dag? Er t.d. sparifé landsmanna betur verö- tryggt nú en áöur? Nei, svo er ekkijsennilega hefur ekki oft veriö jafn slæmt ástandiö i þvi efni og einmitt nú. Eitt af trúaratriöum hávaxtamanna var þaö aö þeir voru sannfæröir um aö háir vextir myndu meö tiö og tima stuöla aö „hjöönun” veröbólgunnar. Kenning þessi er nú reyndar meira en hæöin.enda hefur þaö komiö í Ijós aö undanförnu aö vextirnir gera veröbólguna mun öröugri viöfangs. Þaö skiptir reyndar ekki máli fyrir ýmsa þá sem betur eru sett- ir I þjóöfélaginu hverjir vextirnir eru. Þeir hafa lag á þvi aö velta vaxtabyröinni af sér — þannig aö þaö erum viö,ég og þú, sem borgum vextina.t.d. i formi hærra vöruverös eöa dýrari þjónustu. Þaö er alveg ljóst aö þessi vaxta- endaleysa kemur verst viö ungt fólk sem veröur meö einhverjum ráöum aö eignast húsaskjól. Já, hér er ég reyndar kominn aö aöalástæöunni fyrir þvi aö ég skrifa þessa grein,þ.e.a.s.,mér er þaö ljóst af samtölum viö fólk — fyrst og fremst ungt fólk — hvaö er aö gerast. Máliö er ofur einfalt. Þaö unga fólk sem hefur veriö aö reyna aö eignast þak yfir höfuöiö undanfarin ár mun i mjög mörg- um tilfellum tapa ibúöum sinum. Astæöan er: okurvextir og rýrn- andi kaupmáttur. Afleiöingin: landflótti I stórauknum mæli — einkum hjá ungu fólki. Sú mynd sem ég hef dregiö upp af ástand- inu er vissulegadökkenþvi miöur þá er ástandiö sist betra en ég hefi lýst þvi. Og þaö er ljóst aö stjömin veröur aö taka á þessum málum á næstunni ef viö eigum ekki aö missa fólk þúsundum saman úr landi á næstu árum. Þaöþarf aö stuöla aö sparnaöi 1 þjóöfélaginu og þaö veröur aö tryggja þaö aö sparifé haldi verö- gildi sinu — en þaö er ljóst aö hávaxtastefnan er ekki rétta leiöin til þess, hún býr til fleiri vandamál en hún leysir. Hafnarfiröi9.9. ’80 Ægir Sigurgeirsson Greinasafn um líf kvenna Sögufélagiö hefur i bigerö bók sem tileinkuö er önnu Siguröar- dóttur, sem var aöalhvatamaöur aö stofnun Kvennasögusafns Is- lands áriö 1975 og hefur veitt þvi forstööu æ siöan. Bókin er skrifuö af 22 konum, læröum og leiknum. Elsti höfundurinn er um áttrætt en hinn yngsti 18 ára. Meöal efnis er: Staldraö er viö i Kvennasögu- safni íslands þar sem þær Anna Siguröardóttir og Svanlaug Baldursdóttir eru aö starfi og ræöast viö. Aöalheiöur Bjarnfreösdóttir lýsir kjörum vinnukonustéttar- innar meðan hún tilheyröi henni. Elsa Guöjónsson skrifar um is- lenska þrenningarklæöið i Hol- landi. Elsa Vilmundardóttir segir frá konum i raunvisindum. Geröur Steinþórsdóttir bendir á að I samstööunni felist sigur kvenna og segir frá kvennafri- deginum 24. okt. 1975. Guörún Erlendsdóttir útskýrir jafnréttislögin og hver áhrif þau hafa á jafnréttismál. Guörún Olafsdóttir kynnir reykviskar konur i manntali 1880. Helga Kress fjallar um sagna- hefö og kvenlega reynslu I Lax- dæla sögu. Inga Huld Hákonardóttir fer oröum um þaö hvernig hægt var aö þegja konur i hel. Ingibjörg Halldórsdóttir Haf- staö, sem er yngst höfunda, hefur fyrsta islenska kvendoktorinn aö viöfangsefni. Jakobina Siguröardóttir hug- leiöir kvæöi Stefáns frá Hvitadal „Þér konur” og litur einnig i is- lensk ástarljóö, Sölku Völku og Bibliuna. Sögufélagið og fleiri gefa út bók tileinkaða Önnu Sigurðardóttur Margrét Guönadóttir lýsir þeim lúmska sjúkdómi rauöum hund- um og gerir grein fyrir vörnum gegn honum. Nina Björk Ellasson veltir fyrir sér hugmynd, sem komiö hefur fram um að sagnadansar hafi verið sérstök kvennatónlist og færir rök fyrir þeirri kenningu. Oddný Guömundsdóttir birtir brot úr dagbók farkennara. Silja Aöalsteinsdóttir tekur kvenmyndina I dægurlagatextum til bæna. Sigriöur Erlendsdóttir athugar störf innanhússhjúa fyrir og eftir aldamót og talar viö konu, sem fædd var á öldinni sem leiö og fór i vist 15 ára gömul. Sigriöur Thorlacius gerir grein fyrir fyrstu Islensku kven- félögunum. Sigurbjörg Björnsdóttir er elsti höfundurinn. Hún segir frá þvi þegar hún fór I lýöháskólann á Hvitárbakka. Soffla Guðmundsdóttir vitnar I sr. Pál Sigurösson I Gaulverjabæ (1839-1887), sem telur aö vanmat á konum hafi veriö sú höfuö- bölvun sem tafiö hafi framför heimsins. — Bendir hún á aö þessari „bölvun” er ekki enn aö fullu aflétt. Svanlaug Baldursdóttir kynnir kvennasögusöfn. Svava Jakobsdóttir skrifar um reynslu og raunveruleika. Valborg Bentsdóttir rifjar upp æskudrauminn, sem ekki gat ræst á sjötugsaldri. Þórunn Magnúsdóttir segir frá ferjukonum á ölfusá. Aö auki veröur birt skrá yfir ritverk önnu Siguröardóttur. Askrifendur aö bókinni eru þegar orönir allmargir og veröa nöfn þeirra prentuð á heilla- kveöjulista. Enn er hægt aö skrá sig á þann lista ef skjótt er brugö- iö viö. Rétt er aö geta þess aö giróseölar hafa veriö sendir áskrifendum og eru þeir beönir að athuga að ef þeir ekki fá seöil er hætt viö aö áskrift þeirra hafi ekki komið til skila. 1 upphafi var ætlunin aö bókin yrði afmælisrit I tilefni af sjötugs- afmæli önnu. En þar sem útgáfan hefur dregist úr hömiu þykir ekki lengur ástæöa til aö tengja hana sérstökum degi en að hún veröi i staö þess rit tileinkaö önnu undir heitinu: KONUR SKRIFA til heiöurs ONNU SIGURÐAR- DÓTTUR. Allmargar bækur hafa veriö skrifaöar til heiöurs körlum i til- efniaf merkisafmælum þeirra, en konur hafa ekki hlotiö slika sæmd fyrr. Nefnd afmælisrit hafa karlar svo til einir veriö um aö semja. En svo sem heiti bókar þeirrar, sem hér er kynnt ber með sér eru höfundar hennar ein- göngu konur. 1 ritnefnd eru: Valborg Bents- dóttir, Guörún Gisladóttir og Svanlaug Baldursdóttir. Krakkarnir f Breiöholti héldu fund til aö ræöa sln mál I Fellahelli f vor. Málefni unglinga í Reykjavík: Svo sem kunnugt er hafa þúsundir unglinga safnast saman i miðbænum síðustu helgar. ölvun og skemmd- arverk hafa fylgt þessum söfnuði og verðir laganna séð ástæðu til að skerast i leikinn, handtaka spell- virkja, gera vín upptækt og verja eigur borgaranna. Blm. ræddi þessi mál við Sverri Friöþjófsson og Skúla Björnsson forstöðu- menn Fellahellis og Þrótt- heima og spurði hvað yfir- völd gerðu fyrir æskuiýð borgarinnar. SF: Félagsmiöstöövar fyrir unglinga eru þrjár hverfamiö- stöövar, ein I Breiöholti,Fellahell- ir, önnur i Bústaöahverfi og sú þriöja Þróttheimar viö Sæviöar- sund. Þessum félagsmiöstöövum er ætlaö að hafa ofan af fyrir unglingunum, annars vegar meö starfi á vegum æskulýösráös og hins vegar meö starfi á vegum hinna frjálsu félaga sem fá aö nota þetta húsnæöi. Borgin styrk- ir ýmiskonar unglingastarfsemi t.d. iþróttafélög, skátafélög og bindindisfélög. Þeir unglingar sem sækja félagsmiðstöövarnar eru á aldrinum 13—15 ára. Starf- semi félagsmiöstöövanna er aöal- lega i gangi i miöri viku. Viö höf- um lokaö á laugardags- og sunnu- dagskvöldum. SB: Svokölluö Otideild er rekin af Félagsmálastofnun. Starfssviö hennar felst til dæmis i þvi aö ganga vaktir um helgar, reyna aö koma auga á hópa sem eru I reiði- leysi og þurfa aöstoö og aöhald. 1 framhaldi af þessu stofnum við til hópstarfs meö þeim krökkum sem viö kynnumst. Þetta er fyrir- byggjandi starf sem miöar aö þvi aö koma I veg fyrir aö þau leiöist ■BBB9BOBS Spjallað við forstöðumenn Fellahellis og Þróttheima út I meiri afbrot og áfengis- neyslu. Otideild hefur aöstööu i kjallara Tónabæjar og var siðasta vetur meö hundraö unglinga I hópstarfi. SF: Þaö segir sig sjálft aö Útideild nær aldrei til fjöldans sem sliks. Hún ræöur ekki viö nema brotabrot af þvi sem er aö gerast i miöbænum og er þvi aöeins ein af lausnum unglinga- vandans. Hún reynir aö bjarga þvi sem bjargað veröur og þá sér- staklega aö aöstoöa þá krakka sem eru I augljósri þörf fyrir aöstoö. SB: Útdeild kemur viö sögu i margskonar málum, t.d. kynsjúkdómavandamálum, af- brota- og áfengissýki og at- vinnumálum. Mér þykir brýnt mál aö efla Útideild, t.d. aö unglingapensjónat taki til starfa i samvinnu viö hana. En hún getur ein aldrei leyst unglingavanda- máliö I miöbænum og haldiö öll- um krökkunum af götunnu. Þaö er stjórnmálamanna aö taka i taumana og bjóöa upp á fleiri valkosti. Þeir bera lika ábyrgö á miklum hluta vandans,þ.e. vin- menningarleysinu sem er orsök heimskulegrar löggjafar. Blm: Eru félagsmiöstöövarnar lausn vandans? SF: Félagsmiöstöövarnar eru reknar þannig aö áfengi er bann- aö þar innandyra. Og krakkarnir vilja fá sitt brennivin. Þaö er ákaflega erfitt aö koma til móts viö þau á þeim grundvelli. Félags- og skemmtiþörf ungling- Veröir laganna hafa vakandi auga á æsku borgarinnar. Skúli Björnsson fyrrverandi starfsimaöur Útideildar tók til máls á fundinum. anna er ekki fullnægt i hverfunum og þess vegna sækja þau niöur á plan. Þaö myndi ekki breyta miklu þótt Félagsmiöstöðvarnar heföu opiö á laugar- og sunnu- dagskvöldum, ekki miöaö viö núverandi starfsemi. Ungling- arnir sætta sig ekki viö einangrun, þeir vilja hitta sem flesta og þá gjarnan vini og kunn- ingja úr öðrum borgarhverfum. Þau sætta sig ekki viö aö vera alltaf á sama blettinum. SB: Ég sé ekki i hendi mér hvernig þessi planvandamál yröu leyst. Þaö mætti byggja stóran og mikinn skemmtistað þar sem komiö væri til móts viö þarfir þeirra og þau mættu vera undir áhrifum áfengis og fengju tæki- færi til að hitta sem flesta. Æsku- lýösráö geröi góöa hluti með Félagsmiöstöövunum en krakk- arnir vilja meira, og þá sérstak- lega skemmtistaö þar sem allt væri á sama staö, dansiball, diskó og hljómsveitir, svo ekki sé talað um aöra skemmtan, rúlluskauta- braút, keiluspil, visi aö tivoli o.s.frv.. SF: Þetta er lfka spurning um aö taka rétt á vandamálinu. Viö veröum fyrst aö viöurkenna aö krakkarnir nota vin allt niöur I tólf ára aldur og neyta þess mörg einu sinni i viku. Þá fyrst þegar viö horfumst I augu viö þessa staöreynd án fordóma og vand- lætingar getum viö brugöist rétt viö, unniö meö þeim og reynt aö koma þeim á rétta braut. Slikur staður sem viö ræddum um yröi kjörinn vettvangur þesskonar starfs. Blm.: A Æskulýösráö þá i verulega haröri samkeppni? SB: Félagsmiöstöðvarnar eru aöallega i haröri samkeppni viö brenniviniö og standa höllum færi vegna þess aö fjárveitingar til þeirra leyfa ekki miklar breyt- ingar. T.d. er ekki gert ráö fyrir aö þær fái aökeypta skemmti- krafta eins og hljómsveitir. En ef af þvi yröi þá stæöu krakkarnir frammi fyrir valinu; á ég aö fara i Fellahelli og hlusta á hljómsveit- ina eöa fara á planiö og drekka brennivin. SF: Viö höfum reynt aö standa okkur i samkeppninni. 1 vor þegar skólum lauk og fylliri var fyrirsjáanlegt héldum viö árs- hátiö. Fjöldi krakka sem haföi ráögert sukk og svinari sleppti þvi og kom til okkar. Meö mark- vissri starfsemi á öllum vig- stöövum getur árangur náöst. Blm.: Er máliö ekki komiö á al- varlegra stig þegar unglingarnir sýna af sér skemmdarfýsn sem raun ber vitni? SB: Mjög litill hluti af unglingun- um stundar skemmdarstarfsemi, svo sem 20 af 4000 manns,og ég er sannfæröur um aö útrásinni sem þeir fá i henni væri hægt aö beina á aöra farvegi i leik og starfi. Blm.: Finnst ykkur lögregluyfir- völd hafa brugöist á réttan hátt við unglingafjöldanum i miö- bænum? SB: Lögreglan er I erfiöri aö- stööu. Henni er skipað af borgar- yfirvöldum aö bæla allar óeiröir niöur og tvistra hópnum. Hún tek- ur hlutverk sitt of alvarlega og þaö var augljóst um siöustu helgi þegar fleiri tugir lögreglumanna voru I miöbænum.að réttum aö- feröum var ekki beitt. Þaö vant- aöi aðeins örlitinn neista til aö verr heföi fariö. Blm.: Hvaö viljiö þiö segja um pólitisku hliöina á málinu? SF: Þaö er staöreynd aö yfirvöld standa sig ekki i stykkinu. Þaö vita það allir aö svona upphlaup i miöbænum geristá hverju hausti, rénar aö visu en sama ástand rik- ir mestan hluta ársins. Þegar liöur á veturinn lægir umræöur um máliö en þvi hefur aöeins ver- iö bjargaö fyrir horn. Dæmigerð fyrir þessa sjálfsblekkingu er af- staöa yfirvalda i Kópavogi sem afneita öllum unglingavandamál- um hjá sér. En skýrslur sýna aö 35% af handteknum unglingum i miöbæ Reykjavikur eru úr næstu sveitarfélögum. Og ekki hafa blaðaskrifin hjálpaö til viö lausn vandans. SB: Þótt tvær nýjar félags- miöstöövar séu i undirbúningi þá leysir þaö ekki öll vandamál. Þaö vantar stærri skemmtistaö fyrir unglingana. Samkvæmt könnun- um sækja 40.000 manns skemmti- staöi yfir eina helgi frá fimmtu- degi til sunnudags. ölæöi þessa fólks viröist ekki vera vandamál en þegar unglingarnir þefa af tappa þá er þaö stórmál. Viö veröum aö gera okkur grein fyrir þvi aö þaö vantar svo mikiö á aö gera Reykjavik aö lifandi og skemmtilegri borg„ ekki aöeins fyrir þá fullorönu, heldur lika fyrir unglingana. — gb. Skúli Björnsson forstööumaður Þróttheima og Sverrir Friöbjarnarson forstööumaöur Fellahellis. Þaö þarf aö stuöla aö sparnaöi i þjóöfélaginu og þaö veröur aö tryggja aö sparifé haldi verögildi sínu - hávaxtastefnan er ekki rétta leiöin stj ór nmálamanna Lausnin í höndum

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.