Þjóðviljinn - 16.09.1980, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 16. september 1980.
Myndir: —eik—
Þátttakendur fyrir utan Hótel''Húsavik I mótslok.
Helgarmótiö á Húsavik:
Helgi tryggði sér
millj ónina
Sigurður Gizurarson, sýslumaður, leikur fyrsta leiknum f mótinu.fyrir
Hjálmar Teðdórsson, Húsviking. Hjáimar hélt upp á 65 ára afmæli sitt
með þátttöku I mótinu og stóð sig með mikilli prýöi.
Fjórða helgarskákmót
tímaritsins Skákar og
Skáksambands Islands var
haldið nú um helgina á
Húsavík. Þar tryggði Helgi
ólafsson sér aukaverð-
launin, eina milljón króna#
sem veitt eru fyrir bestan
árangur á fyrstu fimm
mótunum. Þetta er frábær
árangur hjá Helga, en
hann hefur ekki tapað
neinni skák á þessum mót-
um og sýnt mikið öryggi.
Röð efstu manna varð þessi,
þegar reiknuö hafa verið stig
þeirra sem jafnir urðu að vinn-
ingum:
vinn.
1. Helgi Ólafsson 5,5
2. Guðm. Sigurjónss. 5
3. Elvar Guðmundss. 5
4. Jóhann Hjartarson 5
5. Sævar Bjarnason 4,5
6. Gylfi Þórhallsson 4.5
7. Dan Iiansson Svfþjóð 4
8. Stefán Þormar 4
9. Askell ö. Kárason 4
10. Jóhannes G. Jónss. 4
11. Guðm. Agústsson 4
Allar aðstæöur á keppnisstað,
Hótel Húsavik, voru hinar gælsi-
legustu og er óhætt að taka undir
þau orð Jóhanns Þóris Jónssonar,
ritstjóra timaritsins Skákar, er
hann mælti i lokahófi, aö hvaða
skákviðburður sem er i veröldinni
gæti átt sér staö með sóma á
Húsavik!
—eik—
Stórbruni í Varmahlíð
Ólöf Þráinsdóttir varð efst i kvennaflokki og tekur hér við verðlaunum
sinum.
Sigurvegarinn, Helgi ólafsson, vann Sævar Bjarnason i slöustu um-
ferö.
tsiðustu umferð var Guðmundur Sigurjónsson hætt kominn iskák sinni
við Sviann Dan Hansson, en sigraöi þó á endanum.
Tjónið nemur hundruðum milljóna
Stórbruni varð í Varma-
hlíð i Skagafirði á laugar-
dagsmorguninn. Eldur
Gott atvinnuástand á Ólafsvík:
Engmn atvinnulaus frá 1978!
Verkfallsheimild samþykkt hjá Jökli á sunnudag
Almennur félagsfundur,
haldinn i Verkalýðs- og sjó-
mannafélaginu Jökli á ólafsvik,
sunnudaginn 14. september 1980
samþykkti að veita stjórn og
trúnaöarráði félagsins heimild til
aö boða til vinnustöðvunar til að
ýta á eftir gerð nýrra kjara-
samninga, enda verði haft sam-
ráð viö aðalsamninganefnd
Alþýöusambands Islands og sam-
vinna við verkalýðsfélög á Snæ-
fellsnesi um það hvenær vinnu-
stöövun veröi látin koma til fram-
kvæmda og til hvaða vinnu-
stöðvunar verði boðað. Enn-
femur fól fundurinn stjórn og
trúnaðarráö félagsins að beita
verkfallsheimild ef á þarf aö
halda vegna sérsamninga félags-
ins viö Vinnuveitendasamband
Breiðafjarðar og Útvegsmanna-
félag Breiðafjaröar.
Bárður Jensson, formaður
Jökuls, sagöi i samtali við Þjóð-
viljann i gær að fundurinn hefði
veriö vel sóttur. Atvinnuástand á
Ólafsvik er mjög gott og sagði
Báröur að vertið hefði i raun
staðiö stanslaust frá nóvember i
fyrra fram til 21. júli i sumar
þegar lokað var vegna sumar-
leyfa. Siðan var hafist handa
aftur 15. ágúst. „Lárus
Sveinsson”, gamli togarinn
þeirra Ólsara.kom inn á laugar-
dag með 140 tonn af góöum fiski
og nýi portúgalski togarinn,
„Már”, er væntanlegur næstu
daga. Til marks um hve gott at-
vinnuástandiö er og hefur verið á
Ólafsvik, sagði Báröur, að ekki
heföi einn einasti maður verið
skráður atvinnulaus þar siðan I
marsmánuði 1978. Hlýtur það aö
vera nánast einsdæmi i jafnfjöl-
mennu útvegsplássi.
-Ai
kom upp í verslunarhúsi
Kaupfélags Skagfirðinga
og brann allt innanstokks i
versluninni til kaldra kola,
sem og starfsmannabú-
staður og innbú útibús-
stjóra og starfsfólks, að
mestu leyti a.m.k.. Af
þessari myndarlegu bygg-
ingu standa nú nánast út-
veggir einir eftir. Slys urðu
engin á fólki og mun þó
hurð hafa skollið nærri
hælum.
Um hálfáttaleytið á laugar-
dagsmorgun vaknaði fólk við há-
vaða i innanhússkallkerfi. Mikið
reykhaf var þá þegar i verslun-
inni og hiti gifurlegur en eldur
virtist ekki enn hafa náð sér veru-
lega á strik. Leið þó ekki á löngu
þar til svo varð og breiddist hann
þá mjög ört út. Slökkviliðiö i
Varmahliö kom þegar á vettvang
en einnig kom slökkviliðið frá
Sauöárkróki og Hofsósi. En þrátt
fyrir vasklega framgöngu
slökkviliðsmannanna tókst
ekki aö ráða niðurlögum eldsins
fyrr en afleiðingarnar voru
orönar slikar, sem að framan er
greint.
Ekki verður I einum svip metið
það tjón sem þarna hefur orðiö
en vist er að þaö hleypur á hundr-
uðum milljóna. Óvist er um elds-
upptök. — Undirbúningur að
endurbyggingu er þegar hafinn.
-mhg
Nei takk
ég er á bíl
FERÐAR