Þjóðviljinn - 16.09.1980, Side 6

Þjóðviljinn - 16.09.1980, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þri&judagur 16. september 1980. Fjölmiölar geröu sér nokkurn mat úr ráöstefnunni meöan hún stóö yfir. Einkum var um þaö rætt aö ráöstefnan heföi veriö misnotuð í pólitiskum tilgangi og mikill timi heföi fariö I aö ræöa mál sem ekki komu konum beinlinis viö. Islenska sendi- nefndin tók undir þessa gagn- rýni i skýringu meö atkvæöi sinu á ráöstefnunni, og lét þá bóka athugasemd um aö nú heföi þaö gerst i annaö sinn, aö kvennaráöstefna SÞ væri mis- notuö á þennan hátt. Viö spurö- um Ingibjörgu hvort hún sem rauösokkur gæti tekiö undir þessa gagnrýni. Tímafrekt karp I.H.: Róttæk öfl hafa fordæmt þessa gagnrýni á þeirri fors- endu aö ekkert sé konum óviö- komandi og aö kvennabaráttan sé hápólitiskt mál. Þaö má lika minna á aö kjörorö Rauösokka- hreyfingarinnar segir aö kvennabarátta sé stéttabarátta. A hitt ber þó aö lita, aö Sameinuöu þjóöirnar telja nauösynlegt aö halda sérstaka kvennaráöstefnu, sem væri náttúrulega út i bláinn ef ekki væru ákveðin málefni sem varöa konur sérstaklega. Ef hægt væri aö afgreiöa þau mál á Allsherjarþinginu þyrfti auö- vitaö enga kvennaráöstefnu. En á ráöstefnunni fór geysimikill timi i aö ræöa mál sem þegar eru til umræöu á Allsherjar- þinginu. Þaö má segja aö þessi mál komi konum viö, en vegna þess hve mikill timi fór i þau uröu mörg brýn mál útundan, og þessvegna get ég tekiö undir þaö, aö ráöstefnan hafi veriö pólitiskt misnotuö. Sem dæmi má nefna mikiö karp um deilur PLO og tsraels- manna. Auövitaö er þaö mál sem þarf aö ræöa og er konum ekki óviökomandi, fremur en þjóöfrelsisbarátta yfirleitt, en PLO er ekki eini aöilinn sem er aö berjast. Þótt PLO njóti al- menns stuönings i þróunarlönd- unum heyröust samt þær raddir á ráöstefnunni aö þaö væru fleiri sem þyrftu á stuöningi og umræöu aö halda en Palestinu- arabar. Þaö kom mér reyndar ánægjulega á óvart hve al- mennur stuöningur þriöja heimsins er viö baráttu PLO. Fleiri dæmi má nefna um pólitlska misnotkun. T.d. notuöu flestar sendinefndirnar tæki- færiö til aö halda langar ræbur um utanrikisstefnu rikisstjórna sinna, og var það oft hrein aug- lýsingastarfsemi, sem hægt heföi veriö aö koma i veg fyrir t.d. meö þvi aö veita blaöa- mönnum ekki abgang aö fund- um starfshópanna. Hverskonar þróun? Jfrs.: Voru viðhorf þróunar- landannna mjög áberandi á ráö- stefnunni? I.H.: Maður gerir sér eigin- lega ekki grein fyrir þvi fyrr en maður kemur á svona ráö- stefnu, hversu sterk þróunar- löndin eru á vettvangi SÞ, og hversu mjög hefur dregiö úr áhrifum Vesturlanda. Aö þvi er ég best veit var t.d. ekki ein ein- asta tillaga bandarisku sendi- nefndarinnar samþykkt. Svo gat þaö komiö fyrir aö önnur lönd bæru fram sömu tillöguna, örlitið umoröaöa, og þá var hún samþykkt! Elin ólafsdóttir Katrin Didriksen Eirikur Guðjónsson Hildur Jónsdóttir Kristin Astgeirsdóttir Umsjón af hálfu Þjóðviljans: Kristín Ástgeirs- dóttir Róttæk öfl Ingibjörg Hafstað var fulltrúi Rauðsokkahreyf- ingarinnar i islensku sendinefndinni sem sat kvenna- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn í sumar. Fyrir nokkru kom hún í Sokkholt og skýrði f rá ráðstefnunni og þvi sem þar gerðist, aö viðstöddum í meíríhluta hópi rauðsokka# og voru myndirnar hér á síðunni teknar við þaðtækifæri. Okkur þótti rétt að spjalla við Ingibjörgu og koma því á framfæri við lesendur# sem hún hafði að segja um þetta mikla fyrirtæki. : 'a Þaö sem mér fannst einkum athyglisvert i sambandi viö valdahlutfalliö á ráðstefnunni, var sú staðreynd, aö Riki utan hernaöarbandalaga hafa nú- orðið meirihluta hjá SÞ, þegar þau standa saman, og þau virö- ast ekki eiga i neinum vandræö- um meö aö standa saman um mál sem varöa hag þróunar- rikjanna. Þetta þýöir aö þau eru ekki lengur háö stuðningi austurblokkarinnar. Þegar rætt var um efnið Konur og þróun stóöu konur þriöja heimsins upp hver á fætur annarri og spuröu: hvers konar þróun? Þær tóku þaö ekkert sem gefiö aö þróun væri þaö sama og iönvæöing á vest- ræna visu, eöa aö þróunarrikin ættu að stefna I sömu átt og iön- rikin. Þær vildu vera meö i að skapa sina eigin þróun og marka sjálfstæöa stefnu, en ekki taka viö llnunni frá öörum. ólík viðhorf Jfrs.: Var ekki mikill munur á viöhorfum sendinefndanna frá þróunarrikjunum annarsvegar og þróuöu rikjunum hinsvegar? I.H.: Reyndar uröu færri árekstrar en ég bjóst viö, og kann þaö aö hafa stafaö af þvi aö sendinefndir þróuöu rfkjanna höföu gert meö sér þegjandi samkomulag um aö leggja höfuöáherslu á vandamál þró- unarrikjanna. En ýmisiegt geröist þó. sem sýndi aö mikill munur er á viöhorfunum. Ein grein i framkvæmdaáætluninni var á þá leiö, aö frumskilyröi fyrir bættri stööu kvenna væri aö þær fengju sjálfar aö ákveöa fjölskyldustærö sina. Þá stóö upp fulltrúi páfadóms og mót- mælti, og fékk mikinn fjölda kaþólskra fulltrúa meö sér (og Ingibjörg Hafstaö: mikilvægt að Rauösokkahreyfingin taki þátt I þessu starfi. Ljósm. EG. Rætt við Ingibjörgu Hafstað um kvennaráð- stefnu SÞ í Kaupmanna- höfn reyndar sovésku fulltrúana lika!). Þeir fengu þvi fram- gengt aö inn i klausuna var sett ákvæöi um aö taka bæri tillit til trúarbragöa og menningar I viökomandi landi — sem eyöi- lagði náttúrulega klausuna. Stundum kom upp ágrein- ingur sem byggöist fyrst og fremst á misskilningi eöa ólikri túlkun hugtaka. Dæmi um þaö er úlfaþyturinn sem varð þegar sendinefndir Astraliu og Nýja—Sjálands vildu setja oröið „sexismi” inn i framkvæmda- áætlunina. Þar var kafli sem fjallaöi um hinar ýmsu sögulegu ástæöur fyrir kvennakúgun, og er hún þar útskýrö meö skir- skotun i ýmsa „isma”: kolonialisma (nýlendustefnu), rasisma (kynþáttakúgun) o.fl. og þær viidu semsé bæta sex- isma (kúgun vegna kynferðis) þar viö. Þá kom I ljós aö full- trúar ýmissa þróunarrikja litu þetta hugtak allt öörum augum og héldu aö þaö væri hluti af þvi „kyniifstali” sem Vesturlanda- konur stunduöu i svo rikum mæli, og sem þær höföu fengið sig fullsaddar af! Þetta var i raun eölilegur misskilningur, og þaö er hverju oröi sannara aö vestræn kvennabarátta hefur snúist mikið um kynferöismál. En þaö tók langan tima aö út- skýra þetta og ræða, og á end- anum var greinin samþykkt, en hún var oröuð eitthvaö á þá leiö, aö ein af ástæöunum fyrir kvennakúgun væri „misrétti byggt á kynferði (sem i sumum löndum er kallað sexismi)”. Róttæk öfl í meirihluta Jfrs.:Þaö kom fram I fréttum að samvinna ykkar i islensku sendinefndinni heföi veriö mjög góö, og þótti sumum það dular- fullt, þar sem nefndin var eins- konar þverskuröur af fslenskri pólitik. Hvernig mátti þaö vera aö slfkur einhugur rikti? I.H.: Eg held aö skýringin sé sú, aö meö allri þeirri undirbún- ingsvinnu sem unnin var fyrir ráöstefnuna, bæöi hér og i öllum hinum þátttökulöndunum, var lagöur grundvöllur sem var i rauninni mjög róttækur, vegna þess að róttæk öfl voru i yfir- gnæfandi meirihluta þegar á heildina er litiö. Framkvæmda- áætlunin og þær ákvaröanir sem teknar voru á ráöstefnunni voru mjög róttækar, og þar var ekkertaö finna sem Rauðsokka- hreyfingin gat ekki samþykkt, aö minu viti.Borgaraöflin veittu minni mótspyrnu en ella, vegna þess aö þau voru i minnihluta á ráöstefnunni. Þar af leiðandi finnst mér ekkert undarlegt viö þetta góöa samstarf i islensku sendinefndinni. Þetta er m.a. ástæöan fyrir þvi aö ég tel sjálfsagt aö Rauö- sokkahreyfingin taki þátt i þessu starfi. Vitaskuld er opin- ber nefnd af þessu tagi bundin i báöa skó þegar greidd eru at- kvæöi um stórpólitisk utanrikis mál, en nefndin var samt sem áöur tiltölulega sjálfstæö til aö vinna aö málum sem varöa konur, einfaldlega vegna þess aö islenska rikisstjórnin hefur. enga stefnu i þeim málum. Ég tel mjög mikilvægt aö Rauö- sokkahreyfingin taki þátt i þessu starfi, vegna þess aö meö þvi er veriö aö mynda stefnu. Þar aö auki fékk ég tækifæri til aö koma boðskap Rauö- sokkahreyfingarinnar á fram- færi,t.d. i blaöaviötölum. Ég er þvi algjörlega ósammála þeim sem segja að Rauösokkahreyf- ingin eigi ekki aö vera meö i þessu starfi. — ih

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.