Þjóðviljinn - 16.09.1980, Qupperneq 16
ÞJOWIUINN
Þriöjudagur 16. september 1980.
Aftalslr.i Þjóftviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga tll föstudaga. L'tan þess lima er hægt aft ná I blaftamenn og aftra starfsmenn blaftsins f þessum sfmum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527. umbrot Aðalsími Kvöldsími i ^ Afgreiðsla
81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt að ná í afgreiöslu blaðsins i sima 81663. iBlaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 '81663
Harka að fœrast í kjaradeilu Fóstrufélagsins:
Nemum úthýst í gær
Engir samningar um kennsluna í gildi
48 nemar á þriðja ári í Fóstru-
skóla islands voru i gærdag
sendir heim af dagvistunarheim-
ilum á höfuðborgarsvæðinu þar
sem þær áttu að hefja verklegt
nám. Neituðu fóstrur á heimilum
Fóstrulaus bœr 1. desember n.k.?
að taka við nemunum en Fóstru-
félag islands á nú i kjaradeilu við
rikið, sem rekur Fóstruskólann,
um laun fyrir kennslu nemanna.
Það var i hitteðfyrra að gengið
var frá samningum um þessa
kennslu á dagvistunarheimilum
og nam greiðsla fyrir hana
þremur yfirvinnustundum á
mánuði. Nemarnir eru hins vegar
40stundir á viku á heimilunum og
sagði Fóstrufélagið þessum
samningum upp 1. júni s.l..Samn-
ingar hafa reynst árangurslausir
og i gær kl. 13 hafnaði fjármála-
ráðuneytið tilboði fóstranna um 6
yfirvinnutima fyrir áramót og 8
eftir áramót fyrir hvern mánuð,
en upphaflegar kröfur fóstranna
voru 25 timar sem er það sama og
kennarar fá fyrir að taka nema.
Fóstrunemar á þriðja ári, sem i
gær áttu að hefja verklegt nám á
dagvistunarstofnunum,hafa sent
frá sér stuðningsyfirlýsingu við
kröfur Fóstrufélagsins og er hún
svohljóðandi:
„Viö lýsum yfir eindregnum
stuðningi við kröfur og aðgerðir
fóstra i baráttu þeirra fyrir
bættum launum, fyrir að kenna
og leiðbeina nemendum Fóstur-
skólans i verklegu námi. Nem-
endur telja það ómissandi lið i
námi sinu.” —AI
Bræla og
lítil veiöi
„Loðnuveiðarnar standa ákaf-
lega illa núna. Mjög treg veiði eða
nánast engin. Að visu komu 5 bát-
ar inn í dag með um 2800 tonn
samtals, en þeir voru ekki aiiir
fullhlaðnir, heldur máttu sumir
þeirra ekki vera öllu lengur á
miðunum, aflans vegna,” sagði
Andrés Finnbogason hjá Loðnu-
nefnd i samtali við Þjóðviljann
siðdegis i gær.
Nú eru 32 skip komin á loðnu-
miðin, en 52 skip hafa heimild til
veiöanna.
Flestskipin eru enn á miðunum
úti af Scoresbysundi, þar sem
nokkur loðna veiddist I upphafi
vertiöar en þar hef ur
engin loöna fengist siðustu daga,
•en bræla er nú á þessum miöum.
„Þaðeru um 20þUs. tonn komin
á land sem er svipað og á sama
tima I fyrra, en vertlðin er yfir-
leitt léleg framanaf, en veiðin
glæðist siöan þegar liður að mán-
aöarlokum”, sagði Andrés. —Ig.
Eldur i bilskúr
i gærmorgun var slökkviliðið i
Reykjavik kvatt að Brautarás 18 i
Seljahverfi, en þar hafði eldur
komist i nýbyggðan bilskúr og
verkfærageymslu sem stóö
nálægt skúrnum.
Miklar skemmdir urðu á bil-
skúrnum og verkfærageymslan
var nærri brunnin til kaldra kola
þegar slökkviliðið kom á vett-
vang.
Engin verðmæti voru i bil-
skúrnum, en búið var að setja
fyrir hann nýja hurð, glerja og
klæða þakiö sem brann mikið.
Övlst er um eldsupptök, en
allar likur benda til aö fyrst hafi
kviknaö I verkfærageymslunni og
þaðan hafi eldurinn komist I ný-
byggðan bllskúrinn.
Engar skemmdir urðu á
nýbyggingunni sem skúrinn er
áfastur viö. —-Ig
Þessar ungu garðyrkjukonur i Kópa voginum voru að taka upp grænmetiö og ganga frá garðinum undir
veturinn. — Ljósm.: Ella.
Góö grænmetisuppskera
Landslýður vaknar til dæma-
lausrar sólar og bliðu á hverjum
degi sem drottinn gefur og muna
menn vart aðra eins einmunatið.
Glaðastir allra yfir góðvíðrinu
eru þó bændur og annað búalið
sem á allt sitt undir máttarvöld-
unum. Við hringdum I Þorvald
Þorsteinsson hjá Sölufélagi garð-
yrkjumanna og spuröum um
horfur I grænmetismálum. Hann
sagði að enn væri allt I fullum
gangi og engar endanlegar tölur
lægju fyrir. Ötlit væri fyrir mjög
góða uppskeru enda hefði viðrað
vel til útiræktunar I sumar.
Nokkur innflutningur er á
grænmeti en áhugi neytenda er
alltaf meiri á innlendri fram-
leiðslu, hún þykir kraftmeiri og
bragðbetri. Þar á þaðsama við og
um Hólsfjallahangikjötið af
skepnum sem kroppa gras uppi
undir jöklum, það er alltaf best
sem sprettur á mörkum hins
byggilega heims.
Mikill hugur í íóstrum
segir Kristín Kvaran formaður Fóstrufélags íslands
„Það er mikill hugur I fóstrum
og ef við fáum kjör okkar ekki
bætt I sérkjarasamningunum er
ekki um annað að ræða en finna
sér önnur störf,” sagði Kristín
Kvaran, formaður Fóstrufélags
islands, i gær. Fóstrufélagið er nú
að leggja slðustu hönd á sérkröfur
sinar, en mikil óánægja er meðal
félagsmanna með niðurstöðu
heildarkjarasamninganna. M.a.
hafa fóstrur sem starfa hjá
Reykjavlkurborg (11. deild
Starfsmannafélags Reykjavikur-
borgar) samþykkt að segja
störfum sinum upp 1. desember
n.k. ef ekki veröur komið til móts
við kröfur þeirra.
Kristln sagði að fóstrur geröu
kröfu til að hækka I launaflokk-
um, en þær eru nú flestar i 10.
launaflokki. Laun I þeim flokki
losa 400 þúsund krónur á mánuði.
„Það eina sem við fengum út úr
heildarsamningunum var að
fórstrur eftir fjögurra ára starf
fara i 11. launaflokk”, sagði
Kristin, en fóstrur eiga að baki
þriggja ára sérnám og er
stúdentsprófs eða hliðstæðrar
menntunar krafist til inngöngu I
Fóstruskólann.
Auk launaflokkakröfunnar
leggja fóstrur megináherslu á að
fá viðverutlma sinn með börnun-
um styttan þannig að þeim gefist
timi til þess að sinna undirbún-
ingsstörfum, llkt og kennurum.
Kristín sagði að sifellt væru gerð-
ar meiri kröfur til hins uppeldis-
lega hlutverks sem dagvistar-
stofnanir eiga lögum samkvæmt
að gegna og gætu fóstrur engan
veginn sinnt undirbúningi undir
þá hlið starfsins á kvöldin og um
helgar. Krafa samninganefndar
væri þviaöfá 5tima á vikuhverri
til undirbúnings m.a. fræðslu-
stunda með börnunum, verkefna
og föndurs, til skipulagningar
starfsins og áætlanagerðar, til
undirbúnings fyrir foreldrasam-
starf og til viðtala,og getur nærri
að þessum störfum er ekki hægt
að sinna með hóp 10—20 barna I
kringum sig.
Kristin sagði að þessi krafa
hefði ekki fengist inn i heildar-
kjarasamninginn og yrði þvi að
reyna á hana i sérkjarasamn-
ingunum. Svo virtist hins vegar
sem borgaryfirvöld kysu að lita á
þetta sem vinnutilhögun en ekki
samningamál, en eins og fram
kemur i viðtali við Guðrúnu
Helgadóttur, borgarfulltrúa,hér á
siðunni hefur hún lagt fram til-
lögu ,um að 2 vinnustunóir fóstra
verði notaöar á viku til undir-
búnings hins uppeldislega þáttar
starfsins. Kristin sagði að ef þessi
tillaga yrði samþykkt hjá borg-
inni yrðu fóstrur að athuga stöð-
una uppá nýtt. „Þó flestar fóstrur
vinni hjá borginni, eru þó margar
fóstrur á öörum vinnustöðum
utan Reykjavikur”, sagði hún.
—AI
Tillaga Gudrúnar
Helgadóttur um
kröfur fóstranna:
Tveir
tímar
á viku
í undir-
búning
— vona að það verði
samþykkt í nœstu
viku, segir Guðrún
„Fóstrur vinna ákaflega erfið
störf og eru tiltölulega illa
launaðar”, sagði Guðrún Helga-
dóttir, borgarfulltrúi, en hún er
formaður stjórnarnefndar dag-
vistarheimila borgarinnar sem
nálega 150 fóstrur starfa við.
Guðrún hefur lagt fram tillögu
um að komið verði til móts við
kröfur fóstranna um undir-
búningstima og verður sú tillaga
væntanlega afgreidd I næstu viku.
„Fóstrurhafa um árabil barist
fyrir þvi að fá viðurkenndan
undirbúningstlma fyrir vinnuna
m.a. til að undirbúa handavinnu,
leiki, kynna sér barnabækur og
leikföng og annað sem varðar
uppeldislega hlið starfsins”,
sagði Guðrún. „Þær settu þetta
m.a. á oddinn i nýgerðum kjara-
samningum og vitna til kennara
sem hafa undirbúning fyrir
kennsluna inni I samningum sin-
um. Þaö var hins vegar niður
staðan hjá borginni að þetta væri
ekki kjarasamningamál, þar sem
þær vilja vinna þessi störf I
vinnutimanum og láta leysa sig af
á meöan.
Sem formaöur dagvistar-
nefndar hef ég haft verulegar á-
hyggjur af þessu máli og ræddi
það m.a. á fundi með meirihluta
borgarráðs fyrir skömmu”, sagði
Guðrún.enfóstrursem starfa hjá
borginni hafa samþykkt að segja
störfum sinum lausum 1. desem-
ber ef ekki fæst lausn á þessu
máli. ,,Ég varðekki vörvið annað
en að hjá meirihluta borgarráðs
rikti fullur vilji til að leysa málið
ogþvi lagði ég fram tillögu I dag-
vistarnefndinni 8. september sl..
Tillagan er um að fóstrum á dag-
vistarstofnunum Reykjavikur-
borgar verði heimilt að taka tvo
tima á viku iundirbúningsstörf og
ég hélt að það yrði auövelt að fá
hana samþykkta þar sem allir
voru sammála um nauðsyn þess
aö leysa málið. Bessi Jóhanns-
dóttir óskaði hins vegar eftir
frestun á málinu og varð það úr.
Mér þótti það afar miður og sá
enga ástæðu til þess.heldur finnst
mér þetta dæmigert nefndahangs
ogóþarfi fyrst allir eru sammála.
Ég vona þvi að tillagan verði
samþykkt á næsta fundi nefndar-
innar.” Guðrún sagði að með
þessari tillögu væri komið til
móts við óskir fóstranna, þessir
tveir tlmar væru skref i rétta átt
og viðurkenning á réttmætri
kröfu þeirra til undirbúningstima
—AI